Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.04.2002, Blaðsíða 13
Mig minnir til að mynda, að ég hafi skrifað Gerplu einum sjö eða átta sinnum og hún hefur vonandi batnað við hverja nýja gerð, útstrik- anir og niðurskurð. Á löngu æviskeiði hefur mér lærst að enginn texti er fullkominn í fyrstu útgáfu, hann þarf að tilskrifa margsinnis ef vel á að vera. En menn verða líka að bera skyn- bragð á hvenær þeir eiga að hætta slípuninni. Það er hægt að halda svo lengi áfram að um- semja og krota út handrit að maður sé farinn að valda skaða á skrifunum.“ En það gætu nú margir verið fullsæmdir af því sem Halldór frá Laxnesi skrifaði í blöð og tímarit á unglingsárunum, segi ég, eins og klukkugreininni og sprettum í pistlunum til ís- lenskra barna í Vesturheimi. „Má vera, en ég trúi ekki öðru en mér hafi farið eitthvað fram við skriftirnar frá æskuár- um og til þess tíma er ég hætti að mestu að senda frá mér texta. Þetta geta einhverjir sam- anburðarfræðimenn lagst yfir í rannsóknar- skyni eða jafnvel bara venjulegir Pétrar og Pál- ar því að það á ekki að þurfa mikla glöggskyggni eða langskólanám til að greina góðan texta og vinnuna sem liggur að baki hon- um,“ sagði Halldór. Handskrifuð saga um ástir skólapilts Eftir að hafa lagt stund á nám í tónlist og myndlist um og upp úr fermingu, tekur Halldór próf utan skóla frá gagnfræðadeild Mennta- skólans í Reykjavík vorið 1918 og sest síðan í svonefnda lærdómslistadeild skólans að hausti. Hann hefur sagt frá því að hann hafi sýnt dáð- leysi á skólabekk, hafi lafað í skólanum fram á útmánuði 1919, komið suma daga, suma ekki. Skáldhneigðin átti hug Halldórs allan og hann kepptist við að skrifa fyrstu skáldsögu sína. En skyldi hann hafa birt skólafélögum sín- um eitthvað af því sem rann úr penna hans þennan vetur? Á vegum Framtíðarinnar, málfundafélags lærdómslistadeildar, voru gefin út tvö rit um þetta leyti, Skinfaxi og Hulda. Í hinu fyrr- nefnda voru birtar ritsmíðar í óbundnu máli, kveðskapur í því síðarnefnda. Hvorugt ritanna var prentað en í þess stað var efni þeirra fært til bókar, handskrifað, annars vegar Skinfaxi í bækur í allstóru broti, sem minna á gerðabæk- ur félaga, hins vegar Hulda í bækur í mun minna broti sem hæfa betur efninu, kveðskapn- um. Bækur sem geyma þá árganga efnis sem hér um ræðir eru varðveittar eins og fleiri ger- semar í handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu. Ekki gat ég þar séð að Halldór frá Laxnesi hefði lagt til ljóð í Huldu þann tíma sem hann var í lærdómslistadeild Menntaskólans en á síð- um Skinfaxa birtist aftur á móti eftir hann efni. „Ingólfur“ heitir saga eftir Snæ svinna sem birt er í 1. tölublaði 18. árgangs Skinfaxa, laug- ardaginn 2. nóvember 1918. Mér finnst flest benda til, að Halldór hafi sjálfur ritað hana á síður þessa tölublaðs í Skinfaxa-bókinni. Þegar rithöndin er borin saman við eina plaggið sem varðveist hefur frá þessum tíma og staðfest er að skráð sé með hendi Halldórs virðist það varla fara milli mála. Það er íslenskuritgerð hans til gagnfræðaprófs við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1918. Ritgerðina hafði einhver góðvinur Halldórs fært honum áratugum síðar og skrifaði Halldór þá efst á fremsta blaðið til áréttingar: „Stíll minn (í frumriti) til gagn- fræðaprófs 1918. H.L.“ gaddurinn. Þetta var um hávetur.“ Segir svo ítarlega af þeim hörmungum sem yfir hundinn gengu, dapurlegu lífi hans og slæmum viðtökum í húsi „þar sem hann hafði áður setið veislu“. Á frostköldum morgni í heiðskíru veðri er Hjálmar, sem þá er orðinn prófessor, á gangi utarlega í bænum. Þrátt fyrir fegurð náttúr- unnar getur hann ekki verið glaður, hann er „altaf að reyna að ráða gátu rúms og tíma. En því meira sem hann hugsaði, því svartari vegg- ur reis fyrir sálarsjónum hans. Nú í seinni tíð hafði þunglyndið bæst ofan á hugsanir hans, því unnustan hafði brugðið heiti við hann. Svo alt var dimmara en áður. … Þá varð honum litið á eitthvert svart flykki er lá skamt frá honum. Hann gekk þangað. Hér lá skinhoraður hundur frosinn niður í svellið. – Það var Seifur.“ Þessi dramatíska smásaga Snæs svinna um mann og hund frá 1918 sem birt var á síðum Dýraverndarans er ekki síst merkileg fyrir þær sakir, að söguefnið fylgir höfundi áfram um nokkurra ára skeið. Saga sem Halldór birti undir eigin nafni tveimur árum síðar, 1920, á síðum danska blaðsins, Berlingske Tidende, er að stofni til sama sagan og „Seifur“ og heitir hún „Digteren og Zeus“. Heimspekingurinn er reyndar orðinn að skáldi. Íslensk þýðing þess- arar sögu, „Skáldið og hundurinn hans“, birtist svo í Morgunblaðinu 20. mars 1923 og í sagna- safninu Nokkrum sögum síðar á sama ári, en sú bók var sérprent úr blaðinu. Þegar sagan birtist að nýju í smásagna- safninu Þáttum, 1954, getur Halldór þess, að hún hafi verið samin „á sjálenskum sveitabæ, Kirkebjerggaard, Bögesö, þar sem ég dvaldist á útmánuðum 1920“. Ekki kemur fram, að sam- stofna sögu hafi hann birt undir dulnefni í Dýraverndaranum tveimur árum áður. Dapurleg örlög hundsins Seifs eru Halldóri hugleikin þegar hann freistar gæfunnar í kvik- myndaborginni Hollywood áratug eftir birtingu sögunnar í Dýraverndaranum. Að sögn Peters Hallbergs er annað þeirra kvikmyndahandrita, sem hann fullgerði þar í ársbyrjun 1928, byggt á smásögunni „Skáldið og hundurinn hans“. Hundurinn Seifur hefur þá hlotið nafnið Vík- ingur, Arinbjörn skáld heitir Kari Karan og handritið sömuleiðis. Rannsóknarefni fyrir Pétra og Pála Í samtölum okkar Halldórs á heimili þeirra Auðar við Fálkagötu í september 1986 ræddum við þýðingu þess fyrir höfunda að byrja snemma að skrifa og þörfina fyrir þjálfun í stíl- brögðum. Þá sagði Halldór: „Menn komast misjafnlega frá þeim þolraun- um sem þeir þreyta með skrifæfingum sínum á þroskaárum, stig af stigi. Í elstu skrifum mín- um hafa eflaust verið á einstaka stað ljósir punktar en textar frá þessu fyrsta skeiði ævinn- ar hljóta að bera það með sér að þeir hafi verið lítið tilskrifaðir. Ef þetta efni væri borið saman við texta sem þessi sami höfundur skrifaði síðar á ævinni ættu menn að átta sig á muninum.“ Ég minntist þess, að Halldór hefði sagt frá því, að hann hefði snemma farið að vanda sig við ritstörfin og til dæmis skrifað Barn náttúrunn- ar þrisvar til fjórum sinnum. – Var það ekki regla fremur en undantekning, að þú marg- skrifaðir flest sem þú sendir frá þér eftir að þú komst á fullorðinsár? „Jú, ég hef margskrifað bæði ritgerðir og stærri verk, líka blaðagreinar á seinni árum. Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið ∼ 13 1970 Fimmtudaginn 31. desember 1970 birtist í Morgunblaðinu tveggjasíðna grein eftir Halldór Laxness undir fyrirsögninni Hernaðurinn gegn landinu. Síðar hefur verið sagt að þessi grein hafi markað tímamót í umfjöllun um náttúruvernd. Í greininni fjallaði Halldór um óspillta náttúru og spillingu lands af mannavöldum, um framræslu mýra undir yfirskyni túnræktar og um niðurskipan orkuvera fyrir stóriðju. Skáldið benti löndum sínum á þá staðreynd að ákveðin svæði væru „ekki aðeins íslensku þjóðinni hjartfólgin heldur njóta frægðar um víða veröld sem nokkrir eftirlætisgim- steinar jarðarinnar“. Hann ræddi um deiluna um virkjun Laxár og um virkjanaáform á hálendinu: „Nú vaða þeir menn uppi sem er mest í mun að sökkva vin þeirri í vatn sem vindurinn hefur skilið eftir í hálendinu, Þjórsárverum, ríki íslensku heiðagæsarinnar; það á að flæma burt fugl þann sem fann Ísland löngu á undan manninum og hefur búið hér í verunum um tugi alda, þúsundum til samans.“ Undir lok greinarinnar sagði Halldór að þeir sem hefðu sett fram hugmyndir um virkjanir á viðkvæmum stöðum hefðu „aungvar skyldur við lífið í landinu“ og að hjá þeim væri hestaflið í almættinu verðlaust. Skyldur við lífið í landinu 1972 Morgunblaðið sagði frá því á baksíðu 27. september 1972 að þá umhaustið væri væntanleg ný skáldsaga eftir Halldór Laxness. Hún hafði þá ekki hlotið nafn en þegar hún kom út, hálfum öðrum mánuði síðar, var hún nefnd Guðsgjafaþula. Þegar Halldór var spurður um efni bókarinnar sagði hann: „Ég er á móti því að segja frá efni bóka minna áður en þær koma út. Ég geri það aldrei. Það ætti að banna að segja frá söguþræði, til dæmis í ritdómum, enda venjulega klaufalega gert. Og væri unnt að draga efnið í bók saman í nokkrar setningar er eiginlega óþarfi að vera að skrifa heilar bækur. Á hverri blaðsíðu getur verið saga.“ Blaðamaðurinn spurði Halldór hvort það hefði verið gaman að vinna þetta verk. Skáldið svaraði: „Já, gaman? Það er mikið erfiði að skrifa bók. Maður er oft þreyttur. Að skrifa er andlegt erfiði. Ætli það sé ekki meira gaman fyrir þá sem lesa bækurnar heldur en fyrir höfundinn sem skrifar verkið. Að skrifa er oft mesta plága – þetta er áframhald- andi prósess, sem stoppar aldrei, hvorki á nóttu sem degi, því að vinnan heldur áfram í manni þótt ekki sé verið að skrifa. Hvort þetta veiti einhverja andlega ánægju. Kannski það. Alténd er maður ekki með hita. Og ég hef ekki haft neina verki í kroppnum. En fyrir einn rithöfund er vafamál hvort það er gaman að gera bók. Það er mest erfiðið.“ Á hverri blaðsíðu getur verið saga 1965 Á forsíðu Morgunblaðsins 20. júlí 1965 var sagt að danska blaðið Landog Folk hefði skýrt frá því að „á Íslandi sé í gangi orðrómur um að reynt sé nú að fá Halldór Kiljan Laxness rithöfund til að vera í framboði við forsetakosn- ingarnar á Íslandi 1968“. Ritstjóri danska blaðsins sagði að Halldór hefði allt það til að bera sem nauðsynlegt væri þeim manni sem taka vildi upp baráttuna fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og leggjast gegn auknum áhrifum Bandaríkjamanna. Hann minnti á að margir stjórnmálaleiðtogar Evrópu væru á áttræðisaldri svo að aldurinn ætti ekki að vera Halldóri til fyrirstöðu, en hann varð 66 ára þegar kosningarnar áttu að fara fram. Daginn eftir bar blaðið fréttina undir skáldið sem sagði: „Fregnin er algerlega úr lausu lofti gripin. Ég hef aldrei heyrt á þetta minnst og því síður dottið slíkt framboð í hug. Hvernig stendur á slíkri frétt í blaði í framandi landi er mér alveg óskiljanlegt.“ Í bókinni Bjarni Benediktsson í augum samtíðarmanna sagði Matthías Johannessen ritstjóri frá því að á árinu 1967, þegar sýnt var að Ásgeir Ásgeirsson léti af forsetaemb- ætti sumarið eftir, hafi Bjarni beðið sig að fara á fund Halldórs Laxness og bjóða honum stuðning Sjálfstæðisflokksins í embættið. „Það gerði ég og er mér undrun Nóbelsskálds- ins ógleymanleg,“ sagði Matthías. „Halldór hafnaði boðinu ljúfmannlega.“ HALLDÓR LAXNESS OG MORGUNBLAÐIÐ Aldrei dottið framboð í hug 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.