Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 C 9HeimiliFasteignir SVÖLUÁS NR. 4 - VEL SKIPULAGT Fallegt 211 fm PARHÚS á tveimur hæðum. Afhendist fullbúið að utan en fokhelt að inn- an. Verð 13,7 millj. Teikningar á skrifstofu. KRÍUÁS NR. 47 - LYFTUBLOKK - ÚTSÝNI - BÍLSKÚR Nýkomið 3ja og 4ra herbergja íbúðir með eða án bílskúrs. Rúmgóðar og vel skipulagðar íbúðir. Fallegt útsýni. SÉRINNGANGUR Í ALLAR ÍBÚÐIR. „ ÖRFÁAR EFTIR.” SVÖLUÁS - H.F. NÝKOMIN FALLEG 206 FM raðhús á tveimur hæðum, falleg og skemmtileg hönnun. Góð staðsetning. Falleg útsýni, 5 herb. stofa og borðstofa. SVÖLUÁS NR. 19 -23 Nýkomin falleg 206 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, falleg og skemmtileg hönnun. Góð staðsetning. Falleg útsýni, 5 herb. stofa og borðstofa. SVÖLUÁS NR. 3 - PARHÚS Húsið er 190 fm á tveimur hæðum, ásamt 28 fm bíl- skúr. 5 herbergi, sjónvarpshol, aflokað eldhús og fl. Húsið afhendist fullbúið að utan og fok- helt að innan. Verð 13,9 millj. SVÖLUÁS NR. 7-9-11 RAÐHÚS Sér- lega falleg 131 fm RAÐHÚS, ásamt 24 fm BÍLSKÚR. Fullbúin að utan fokheld að innan kr. 12,9 millj. Tilbúin til innréttinga kr. 16,4 millj. Fullbúið án gólfefna kr. 19,9 millj. ÞRASTARÁS NR. 16 - 3JA OG 4RA HERBERGJA Fallegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í fallegu fjölbýli. Húsið skilast fullbúið að utan og íbúðir fullbúnar án gólfefna með vönduðum innréttingum frá ALNO. Verð frá 11,350 millj. Byggingaraðilar: INGVAR OG KRISTJÁN EHF. ERLUÁS 68 - GLÆSILEGT Á EINNI HÆÐ GLÆSIL. 212 fm EINBÝLI á EINNI HÆÐ, ásamt 44 fm tvöföldum BÍLSKÚR á góðum stað í ÁSLANDINU. Húsið skilast full- búið að utan, fokhelt eða lengra komið að innan. SÉRLEGA FALLEG EIGN. KRÍUÁS NR. 31 OG 33 FALLEG RAÐHÚS Falleg 189 fm RAÐHÚS, ásamt 35 fm innbyggðum BÍLSKÚR. Húsin skilast fullbúin að utan og fokheld eða lengra komin að innan. Verð 12,6 millj. ÞRASTARÁS 46 - 2JA HERB. Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ Vorum að fá inn fallegar 2ja herb. íbúðir í fallegu fjölbýli. Íb. skilast fullb., án gólfefna. Hús fullbúið að utan. Teikn. á skrifst. og neti. Verð frá 10,650 millj. ATH. „TVÆR“ EFTIR. KRÍUÁS NR. 39-41 Fallegt 234 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum með innbyggð- um bílskúr. Húsið afhendist fullbúið að utan en ómálað. Að innan rúmlega fokhelt þ.e. bú- ið að einangra að fullu. Afhending jan./feb. 2002. Verð 13,9 millj. ÞRASTARÁS NR. 1 - FALLEGT EIN- BÝLI Vorum að fá fallegt 187 fm EINBÝLI, ásamt 33 fm inbyggðum BÍLSKÚR, samtals 220 fm. Húsið selst fullbúið að utan og til- búið til innréttinga að innan. Grófjöfnuð lóð. TIL AFHENDINGAR STRAX. Verð 21,5 millj. KÓRSALIR - KÓPAVOGI - GLÆSI- EIGNIR Nýkomnar 4ra herbergja „LÚXUS ÍBÚÐIR” í „LYFTUBLOKK”. Með hverri íbúð fylgir bílgeymsla. Rúmgóðar íbúðir, stærðir frá 115 fm og verð frá 16,2 millj. Glæsileg- ar innréttingar. Traustir verktakar. HAMRABYGGÐ Fallegt 203 fm einbýlis á góðum stað í hrauninu á einni hæð. 4 svefn- herbergi, gott skipulag, fullbúið að utan en fokhelt að innan. Verð 13,9 millj. ERLUÁS - FALLEGT RAÐHÚS Fallegt 164 fm ENDARAÐHÚS, ásamt 28 fm inn- byggðum BÍLSKÚR. Húsið skilast fullbúið að utan, fokhelt eða lengra komið að innan. Verð 13,4 millj. NÝBYGGINGAR SUNNUVEGUR - SÉRINNGANGUR Fal- leg og góð 64 fm íbúð með sérinngangi, íbúðin er talsvert endurnýjuð. Verð 8,4 millj. VALLARBARÐ - MEÐ BÍLSKÚR Falleg nýleg ca 80 fm 2ja herb. íbúð, ásamt bílskúr, í litlu, nýlega máluðu fjölbýli. Góðar innrétting- ar. Sólskáli. Verð 10,9 millj. VÍÐIVANGUR - FALLEG Vorum að fá í sölu fallega 67 fm 2ja herbergja íbúð í góðu og litlu fjölbýli. Fallegt útsýni. FRÁBÆR STAÐSETN- ING. SUÐURHVAMMUR Góð 63 fm 2ja her- bergja íbúð á 1. hæð í lítilli sameign (3 íbúð- ir). Íbúðin er LAUS FLJÓTLEGA. Verð 8,6 millj. ÞÚFUBARÐ - FALLEG Góð 2ja herbergja 59 fm íbúð á jarðhæð í góðri blokk. Íbúðin er laus fljótlega. Verð 7,9 millj. LAUFVANGUR - LAUS FLJÓTLEGA Góð 71 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Nýlegar eld- hús innrétti., laus fljótlega. Verð 9,5 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI HELLUHRAUN - GÓÐUR STAÐUR Vorum að fá í sölu gott 177 fm atvinnuhúsnæði, ásamt ca: 20 fm millilofti á mjög góðum stað. Stór lóð og byggingaréttur fylgir. Vreð 14,6 millj. DRANGAHRAUN - GOTT ENDABIL Gott 120,5 fm ENDABIL með góðum innkeyrsludyr- um. Í húsinu hefur verið starfrækt BÍLAVERK- STÆÐI og er möguleiki á að kaupa tæki með. Verð u.þ.b. 9,0 millj. RAUÐHELLA - NÝLEGT Gott 74 fm bil, ásamt ca 50 fm millilofti. Góð innkeyrsludyr og hátt til lofts. LAUST FLJÓTLEGA. Verð 6,2 millj. SUMARBÚSTAÐIR MÚLABYGGÐ 16 - BORGARBYGGÐ GLÆSILEGUR 45 fm bústaður á góðum stað í landi Grímstaða í Borgarbyggð. Raf- magn, vatn. Stór timburverönd. Kjarrivaxið land. Verð 6,9 millj. DRANGAHRAUN Gott 120 fm ENDABIL, ásamt góðu millilofti. 2 innkeyrsludyr ca 3,60 á hæð, hægt að keyra í gegn. Lofthæð frá 4,30 upp í ca 6,0 m. Verð 10,8 millj. Húsið er 136 fm PARHÚS, ásamt 30 fm innbyggðum JEPPABÍLSKÚR. Fallegar inn- réttingar. 4 svefnherbergi. FALLEG EIGN Á GÓÐUM STAÐ. Verð 19,3 millj. SUÐURHOLT - NÝLEGT OG FALLEGT STARFIÐ í Vindáshlíð er eins og margir vita rekið og stjórnað af kjarkmiklum og duglegum stúlkum í KFUK. Stjórnin sem stendur á bak við sumarstarfið í Vindáshlíð er kos- in á aðalfundi félagsins. Það fer ekki á milli mála að þarna er unnið af framsýni og áhuga fyrir markmiði félagsins sem er að segja ungum telpum frá Jesú Kristi og trúnni á hann. Þarna eru risin nokkur hús. Fyrst var reistur gamli stóri skálinn, næst kom Hallgrímskirkjan, hún var flutt frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og innréttuð að nýju af Aðalsteini Thor- arensen kennara í húsgagnasmíði, sem gerði hana mjög aðlaðandi eftir flutninginn. Enda er þessi gamla kirkja mikið notuð í sumarstarfinu. Rétt ofan við kirkjuna voru sett niður sex lítil hús sem keypt voru frá virkjunarframkvæmdum og nefnast þau hús Fellin, mest notuð til íbúðar fyrir starfsfólk á staðnum. Þá var ráðist í að byggja stóran íþróttaskála. Þar geta stúlkurnar haft afdrep til leikja þegar illa viðrar til útiveru. En útileiktæki voru sett upp í góðu skógarrjóðri skammt frá íþróttaskálanum. Því verki stjórnaði Gunnar Örn Jónsson íþróttakennari. Viðhald og viðgerðir Þessi hús þörfnuðust auðvitað öll eðlilegs viðhalds og viðgerða, margir gengu um þau og slit með miklu álagi kallaði stöðugt á lagfæringar. Eftir að lokið var við íþróttaskál- ann var hafist handa við gagngerar og vandaðar viðgerðir elsta hússins. Þurfti þá meðal annars að skipta um glugga og endurnýja járnklæðningu að hluta til. Mikill hluti viðhalds og viðgerða hefur verið unninn endurgjaldslaust í sjálfboðavinnu af áhugasömu fé- lagsfólki bæði konum og körlum. Ánægjulegt var að fylgjast með öllu þessu starfi og að sjá að þarna komu hinir sömu tryggu vinnufúsu fé- lagssystkin á hverju ári, mánuð eftir mánuð og var engu líkara en að jafnt stúlkur sem piltar gleddust við hverja vinnuferð. Á sextíu ára tímabili hefur stöð- ugt vaxið aðsókn að sumardvöl stúlkna í Vindáshlíð og því orðið þrengra um hópana sem þangað sækja. Nú er svo komið að ráðist hefur verið í nýja byggingu til þess að fleiri fái komist að til dvalar í Hlíðinni. Hafin er bygging á stórum svefn- skála sem tengist gamla skálanum með tengibyggingu. Hönnuður þessa skála er Sigurður P. Krist- jánsson arkitekt og byggingarmeist- ari nýja skálans er Gunnar Bjarna- son. Nokkuð hefur verið harðsótt að reisa húsgrind þarna í hvassviðri og snjókomu síðustu mánaða en þó hef- ur verkinu miðað undra vel og er vonast til að þessi skálabygging verði frágengin að utan þegar vorar. Hér bætist við allmikið hús sem kemur sér vel á sumri komanda, þegar það verður tilbúið. Fagurt er að sjá í bakgrunni snæhvít fjöllin sem eru við norðanverða Kjós- arskarðsleið. Ég hygg að flestum húsasmiðum líki vel að vinna að verki sem þessu, að byggja hús úr timbri. Þessi árs- tími er þó sérlega erfiður. Birtu nýt- ur skemur og illviðri eru tíð. Mér bauðst að skjótast ásamt vini mínum upp í Hlíð daginn sem lokið var við að reisa grindina. Þann dag var veður gott og sólin skein svo að allt varð bjart og fagurt. Ekki var margmenni þar þennan dag. Timburverkið sem risið er var fagurt á að líta, heflaður viður í grindinni svo að veggir fást ennþá beinni heldur en ef notað væri óhefl- að efni, enda veggirnir þráðbeinir og réttir, þótt langir séu. Traust virtist grindin líka vera og vel stífuð. Það gladdi augu gamals smiðs að virða nýbygginguna fyrir sér. Þær konur eru orðnar margar sem minnast dvalar í Vindáshlíð á æskuárum með þökk til Guðs í huga, konur sem lærðu ef til vill á þeim stað að biðjast fyrir og að ræða við Guð um hvaðeina í eigin lífi. Bænin gefur styrk þegar erfitt er og allt má leggja í hendur hans. Hjá mér vaknaði spurningin sem mörgum kemur í hug; hvernig geta þær fjármagnað þessar fram- kvæmdir? Ef ég bæri fram þessa spurningu við hinar ungu stjórn- arkonur, þá held ég að þær mundu líta á mig og segja: Drottinn sér um það. Margoft hefur það gerst að fólk sem þekkir þetta starf gefur fé af fá- tækt sinni. Þarna er unnið mikils- vert starf sem hjálpar mörgum ein- staklingum til þess að sigrast á erfiðleikum í lífi sínu. Mörg myndu líka svara slíkri spurningu með til- vitnun í orð Jesú. Sagði hann ekki: „Verið ekki áhyggjufullir.“ Þetta stendur í Matteusar guðspjalli 6. kap. 25. versi og næstu versum. Í þessu starfi er framgangur verksins lagður í hendur Drottins og það gengur vel. Smiðjan eftir Bjarna Ólafsson, bjarnol@isl.is Þessi mynd var tekin nýlega, þegar lokið var við að reisa grind hins nýja skála. Nýbygging í Vindáshlíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.