Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 C 43HeimiliFasteignir
FROSTAFOLD - BÍLSKÚR -
ÚTSÝNI Falleg 6 herb. 158 fm íbúð á
tveimur hæðum í mjög góðu 6 íbúða húsi,
ásamt 25 fm bílskúr. 4 góð svernherb.
Möguleiki á 5. Góð stofa, stórt sjónvarps-
hol, þvottaherb. og baðherbergi. Gríðar
stórar suðursvalir. Frábært útsýni. Verð
17,9 millj. Tilv. 4059
KEILUFELL - EINBÝLI Mjög gott
129,3 fm mikið endurnýjað timbureinbýlis-
hús, hæð og ris auk 28,8 fm bílskúrs.
Húsið skiptist m.a. í 3 góð svefnherb.,
stórt eldhús með borðkrók, góða stofu,
gott sjónvarpshol, baðherbergi og snyrt-
ingu. Ný eldhúsinnrétting, parket, hiti í
bílaplani, stór falleg ræktuð lóð. Verð 19,5
millj. Tilv. 14805
HRYGGJARSEL - 2 ÍBÚÐIR
Mjög vandað 272 fm einbýlishús, kjallari
og tvær hæðir, auk 54,6 fm tvöfalds bíl-
skúrs. Í kjallara er mjög góð 2ja herb. íbúð
auk geymslurýmis. Á 1. hæð er m.a. stórt
eldhús, stórar stofur og sjónvarpsher-
bergi. Á 2. hæð eru 4 góð svefnherbergi
og baðherbergi. Tvöfaldur stór bílskúr.
Verð 26,0 millj. Tilv. 5021
4RA-5 HERB.
TJARNARBÓL - BÍLSKÚR
Góð 4ra herb. 108 fm íbúð á 2. hæð auk
21,5 fm bílskúrs. Mjög stór stofa með nýju
parketi, stórar suðursvalir. Þrjú svefnh. öll
með fataskápum. Flísalagt baðherbergi
með glugga. Snyrtilegt þvottahús á sömu
hæð. Góður bílskúr með sjálfv. opnara.
Áhv. 6,7 millj. Verð 14,5 millj. Tilv.14875
SÓLHEIMAR - ÚTSÝNI Einstak-
lega góð 123,4 fm 5 herb. endaíbúð á 8.
hæð í Sólheimum í mjög góðu lyftuhúsi,
auk 24,6 fm bílskúrs. Samliggjandi skipt-
anlegar stofur með parketi. Þrjú svefnher-
bergi. Eldhús með endurn. innr. Suður-
svalir. Mjög góð sameign. Frábært útsýni.
Laus strax. Verð 17,5 millj. Tilv. 4977
BJARTAHLÍÐ - MOSFELLSBÆ
Glæsileg 127,5 fm 5 herb. íbúð á 3ju hæð
í nýlegu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist m.a. í
3 stór svefnherb., eldhús með borðkrók,
stórt hol, stóra stofu og sólstofu. Þvotta-
herb. og geymsla innan íbúðar. Mjög
vandaðar innréttingar, parket, flísar, mikið
skápapláss. Stórar suðursvalir. Verð 14,9
millj.
SÓLHEIMAR - ÚTSÝNI Einstak-
lega góð 123,4 fm 5 herb. endaíbúð á 8.
hæð í Sólheimum í mjög góðu lyftuhúsi,
auk 24,6 fm bílskúrs. Samliggjandi skipt-
anlegar stofur með parketi. Þrjú svefnher-
bergi. Eldhús með endurnýjuðum.
innréttingum. Suðursvalir. Mjög góð sam-
eign. Frábært útsýni. Laus strax. Verð
17,5 millj. Tilv. 4977
3 HERBERGJA
HRINGBRAUT Glæsilega endurnýjuð
71 fm efri hæð auk bílskúrs í þríbýli. Nýtt
eldhús, nýtt baðherbergi, nýir fataskápar,
ný gólfefni, endurnýjað ofnakerfi, nýtt raf-
magn o.fl. Bílskúr með vatni, rafm., hita
og sjálfvirkum opnara. Verð 12,9 millj.
Tilv. 14877
2 HERBERGJA
HRINGBRAUT 63 Stórglæsilega
endurnýjuð á smekklega hátt 64,6 fm 2ja
herb. íbúð í kjallara. Íbúðin er öll endurnýj-
uð og er sem ný að innan. Endurnýjað
m.a. eldhús, bað, gólfefni, fataskápar,
gluggar, gler, rafmagn o.fl. Verð 9,4 millj.
Tilv. 14876
Í SMÍÐUM
JÓNSGEISLI - RAÐHÚS 193,8 fm
raðhús með innbyggðum 21,5 fm bílskúr
eða alls 215,3 fm á tveimur hæðum. Stof-
ur, eldhús, herbergi, gesta wc og bílskúr á
efri hæð, svefnherbergi, bað, sjónvarpshol
og geymsla á neðri hæð. Afhendist fullfrá-
gengið að utan með grófum marmara á út-
veggjum, einangraðir útveggir að innan en
að öðru leyti í fokheldu ástandi. Lóð verð-
ur grófjöfnuð. Tilv. 2323
MARÍUBAUGUR - RAÐHÚS
120,7 fm raðhús á einni hæð auk 28 fm
bílskúrs eða 148,7 fm alls. Gert er ráð fyrir
þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi,
tveimur baðherbergjum, þvottahúsi og
geymslu, allt á einni hæð. Teikningar og
nánari upplýsingar á skrifstofu Ásbyrgis
fasteignasölu. Tilv. 2654
SÚLUHÖFÐI - PARHÚS Glæsilegt
parhús, 152,5 fm auk 37,2 fm bílskúrs, alls
189,7 fm, allt á einni hæð. Húsið afhendist
fullbúið að utan en fokhelt að innan. 3
svefnherbergi, vinnuherb. og björt stofa.
Afhendist strax. Verð 14,8 millj. 2651
ATVINNUHÚSNÆÐI
BÆJARFLÖT - LAUST FLJÓT-
LEGA 100 fm mjög glæsilegt iðnaðar-
húsnæði með mikilli lofthæð og stórum
innkeyrsludyrum, auk um 30 fm millilofts.
Allt frágengið, malbikuð bílastæði. Laust
fljótlega. Verð 10,9 millj. Tilv. 14819
TIL LEIGU
HLÍÐASMÁRI 19 - VIÐ SMÁRA-
LIND
Til leigu 100 til 400 fm mjög bjart og gott
verslunarhúsn. á jarðhæð í sama húsi og
Sparisjóður Kópavogs. Húsnæðið leigist í
einingum, frá um 100 fm. Mikið auglýs-
ingagildi. Til afhendingar strax. Tilv. 4022
STÆRRI EIGNIR
STARENGI - ENDARAÐHÚS
Vandað 125,5 fm fullbúið steinsteypt
endaraðhús á einni hæð, auk 24,6 fm inn-
byggðs bílskúrs. Húsið skiptist m.a. í 2
góð svefnherb., hægt að hafa 3, mjög
stóra stofu, eldhús með borðkrók. Innan-
gengt í bílskúr. Vandaðar innréttingar.
Verð 20,5 millj.
STEINÁS - GARÐABÆ
Glæsilegt nýtt 174 fm einbýlishús auk 42,4
fm bílskúrs, alls 216,4 fm á einni hæð.
Húsið er í smíðum og ekki fullbúið en
íbúðarhæft. 4 góð svefnh., öll með fata-
skápum, borðstofa, stofa, glæsilegt fullfrá-
gengið flísalagt baðherbergi. Stór bílskúr
með flísalagt gólf. Verð 24 millj. Tilv. 2659
Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali.
ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ,
MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR.
BARÐASTAÐIR - RAÐHÚS
GLÆSILEG FOKHELD, STEINSTEYPT
RAÐHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM, TVÖ-
FALDUR INNBYGGÐUR BÍLSKÚR,
ALLS 225,6 FM. Húsin afhendast full-
frágengin að utan en í fokh. ástandi að
innan, steinuð að utan með kvarsi. 4
stór svefnherbergi, stofa og borðstofa
með frábæru útsýni. Verð frá 15,5 millj.
Tilv. 4297. TIL AFHENDINGAR STRAX.
asbyrgi@asbyrgi.is www.asbyrgi.is
Til sölu nýjar íbúðir í Hamravík 16-22, allar með sérinngangi og sérþvottahúsi.
2ja herb. 88 fm, 3ja herb. 104,1 fm, 4ra herb. 122 fm, 4ra herb. 126,4 fm auk
ca 30 fm bílskúrs og 5 herb. 158 fm. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar að inn-
an með flísalögðu baðherbergi en án gólfefna. Öll sameign, lóð og bílastæði
fullfrágengin. Hús að utan fullfrágengið með marmarasalla. Frábærar íbúðir
fyrir þá sem vilja minnka við sig eða þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Húsið
er vel staðsett með grunnskóla, fjölbrautaskóla, gæsluvöll, íþróttavöll og leik-
svæði í næsta nágrenni. Stutt í verslunarmiðstöðina Spöng. Útivistarparadís er
alveg við þröskuldinn, frábærar gönguleiðir og dýralíf og ekki má gleyma Golf-
vellinum að Korpúlfsstöðum. Hverfi sem er búið að vera í öruggri uppbyggingu
er nú að nálgast að verða fullbyggt . Hafðu samband til þess að fá nánari upp-
lýsingar.
VÍKURHVERFI - GRAFARVOGI
- NÝTT Í SÖLU
sel
d
sel
d s
eld se
ld
sel
d
sel
d
sel
d
sel
d
ÞAÐ er engin leið að komast yfir
„Mostra Convegno Expocomfort“
lagnasýninguna miklu í Mílanó á
tveimur dögum, þótt reynt sé að
nýta til hins ýtrasta tímann frá 9
til 19 báða dagana. Það gerir svo
sem ekki mikið til, eftir sýning-
arskránni er hægt að velja og
hafna.
Það sem sést á sýningarbás-
unum er að sjálfsögðu mismunandi
áhugavert fyrir hvern gest, fer eft-
ir þekkingu hans og stöðu í lagna-
heiminum.
Sumir sýnendur eru afgreiddir
án viðkomu, aðrir með stuttri
skoðun, stundum verður úr um-
talsverð umræða bæði tæknileg og
á léttari nótum.
Ekki er hjá því komist að setja
vel á sig kennileiti og komast sem
fyrst inn í skráningarkerfi sýning-
arbásanna, því oft kemur fyrir að
skyndilega kemur löngun til að
kynna sér eitthvað tæknilegt sem
búið var að skoða áður og þá er
galdurinn að muna hvar það var.
Það er sérstakt andrúmsloft sem
ríkir á sýningum sem þessum.
Mannmergðin er gífurleg, flestir
gestir eru karlmenn, en konur eru
fjölmennar á sýningarbásum og
standa körlunum síður en svo að
baki í tæknilegri þekkingu. Oft eru
það þær sem bjarga heimótt-
arlegum ítölskum körlum, sem
kunna ekkert tungumál annað en
það sem mamma kenndi þeim í
bernsku.
Íslenskt vandamál
í ítölsku ljósi
Ítalska fyrirtækið Cipriani fram-
leiðir varmaskipta, tæki sem að
margra áliti hér heima á að vera
allra meina bót, tæki sem vissulega
er oft nauðsynlegt hérlendis en
notað of oft og af lítilli fyrirhyggju,
þar eiga hönnuðir mikla sök.
Fyrir þá sem ekki eru innvígðir í
leyndardóma lagnaheimsins er rétt
að skýra stuttlega hvað varma-
skiptir er. Það er tæki sem flytur
varma úr einum vökva í annan án
þess að vökvarnir blandist, þannig
er hægt að hita kalt vatn með hita-
veituvatni og hita upp frostlag-
arblöndu í snjóbræðslukerfi.
Það sem vakti athygli hjá Cipr-
iani var að allir þeirra varmaskipt-
ar eru boltaðir saman, þeir eru
eins og skandinavískir varmaskipt-
ar voru fyrir 20 árum. Þá fundu
menn upp nýja aðferð við fram-
leiðslu á varmaskiptum.
Í stað þess að raða saman stál-
plötum með pakkningum á milli og
bolta síðan saman, fundu menn þá
leið að sleppa pakkningum, boltum
og endaplötum og lóða allt heila
klabbið saman með fosfórlóðningu,
þetta sparaði peninga og gerði
varmaskiptana ódýrari.
En sá böggull fylgdi skammrifi
að þessa varmaskipta er ekki hægt
að taka í sundur og þá er þar með
ekki hægt að hreinsa. Þetta, að
ekki sé hægt að hreinsa þá, er að
valda okkur hérlendis meiri og
meiri vandræðum.
En hvers vegna hefur þessi
ítalski framleiðandi aldrei gert
eins og allir aðrir framleiðendur,
framleitt heillóða varmaskipta?
Hann telur það einfaldlega vera
villigötu, varmaskipta þurfi að vera
hægt að hreinsa hvar sem þeir eru
notaðir, þess vegna framleiðir
hann varmaskipta sem hægt er að
taka í sundur og hreinsa.
Hvergi á byggðu bóli er meiri
nauðsyn að hægt sé að hreinsa
varmaskipta og hérlendis. Í gegn-
um hugann fór nýlegur pistill sem
nefndist „Vandi fylgir varmaskipt-
um“ og óneitanlega varð ekki kom-
ist hjá því að verða enn ákveðnari í
þessari skoðun; að nota heillóðaða
varmaskipta á Íslandi er oftar en
ekki mistök.
Það er ekki alltaf hægt að taka
erlenda tækniþróun og flytja hana
umhugsunarlaust heim á hólmann.
Þarna erum við á villigötum.
Er öll upphefð að utan af hinu góða?
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is
Varmaskiptir frá Cipriani af gömlu gerðinni, með endaplötum, boltum og pakkningum. Er öll upphefð að utan …