Morgunblaðið - 23.04.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 23.04.2002, Síða 44
44 C ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Á RIÐ 1870 voru Vega- mótabæirnir þrír á svip- uðum slóðum og húsið Laugavegur 21 stendur nú. Bæirnir drógu nafnið af vega- mótunum sem þarna voru og var vegurinn frá Bakarabrekku þá nefndur Vegamótastígur. Í tíð þessara bæja var ekki búið að leggja Laugaveginn en hjá Vega- mótabæjunum skiptust leiðir út úr bænum. Magnús Pálsson, múrari, fékk snemma á árinu 1884 leyfi fyrir að byggja sér hús á þessum slóðum. Húsið stendur enn og verður fjallað um það hér á eftir. Í bygg- ingarleyfinu er tekið fram að það eigi að standa í 5 álna fjarlægð frá Vegamótabrú og í sömu fjarlægð frá Klapparstíg og var leyfilegur grunnflötur þess 10 x 9 álnir. Ole J. Haldorsen (Ole norski) byggði húsið fyrir Magnús. Vegamótabrú Hús Magnúsar Pálssonar var fyrst tekið til brunavirðingar 19. ágúst 1884 og er þá skráð Vega- mótabrú. Í virðingunni segir að húsið sé 8 x 51⁄2 álnir að grunnfleti, byggt af bindingi sem múrað er í með múrsteini. Annar hliðarvegg- urinn er úr hlöðnum grásteini. Þak er klætt járni á langböndum. Í húsinu eru fimm íbúðarher- bergi og eldhús. Við vesturenda hússins er inngönguskúr, 3 x 8 ál- in, hæð 51⁄2 alin. Þegar virðingin var gerð var húsið ekki fullklárað. Aðalhúsið er minna að grunnfleti en byggingarleyfið bauð upp á, virðist sem Magnús hafi notað hluta leyfilegs grunnflatar undir skúrinn sem er skráður geymslu- skúr. Þegar þessi virðing var gerð var húsið ein hæð og kjallari. Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1890 eru talin í húsinu þrjú heim- ili. Á fyrsta heimilinu eru: Magnús Pálsson, húsbóndi, múrari og eig- andi hússins, 46 ára, fæddur í Reykjavík; Steinunn Jónsdóttir, kona hans, 56 ára, fædd í Reykja- vík, og börn þeirra öll fædd í Reykjavík; Jón, 24 ára, Magnús, 18 ára, Helga, 15 ára, og tökubarn- ið Margrét Árnadóttir, 5 ára. Einnig voru á heimilinu: Matthías Árnason, 23 ára, skósmíðanemi og leigjandi, frá Garðasókn á Akra- nesi, og Magnús Benediktsson, 20 ára, skósmiður og leigjandi. Á öðru heimili voru: Jón Þórð- arson, húsbóndi og sjómaður, 55 ára, fæddur í Arnarbælissókn, Helga Snorradóttir kona hans, 55 ára, fædd í Grindavíkursókn, Guð- finna Jónsdóttir, dóttir þeirra, 18 ára, fædd í Gaulverjabæjarsókn, Marta Markúsdóttir leigjandi og lausakona, 55 ára, fædd í Búrfells- sókn og Georg Emil Pétursson, 16 ára, dóttursonur Mörtu, fæddur í Reykjavík. Á þriðja heimilinu voru: Guðjón Knútsson, húsbóndi og sjómaður, 21 árs, fæddur í Reykjavík; Mál- fríður Ásbjarnardóttir kona hans, 27 ára, fædd á Akranesi; og Valdi- mar Finnsson tökubarn, 9 ára, fæddur í Reykjavík. Erfitt er að sjá fyrir sér að allur þessi fólks- fjöldi hafi búið í húsinu, þó svo að einhverjir hafi hafist við í kjall- aranum, en þegar þessi íbúaskrá var gerð var ekki búið að byggja ofan á húsið. Í september árið 1895 sækir Ole um leyfi fyrir Magnús að stækka húsið svo að það verði að grunn- fleti 10 3⁄16 x 12 9⁄16 álnir og byggja hæð ofan á það. Hann fékk einnig leyfi fyrir að byggja skúr við hús- ið, 4 x 8 1⁄4 álnir að grunnfleti. Leyfið var veitt með því skilyrði að að hlið hússins sem sneri að Klapparstíg 3, sé með eldvarnar- vegg. Þar er hlaðinn veggur úr til- höggnu grjóti, mjög fallegur. Eigendaskipti 1897 Ole J. Haldorsen kaupir eignina af Magnúsi Pálssyni árið 1897 og býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Hann var mikill athafnamaður og þekktur borgari. Lengst af bjó fjölskyldan á efri hæðinni en neðri hæðin var notuð undir ýmiss konar rekstur. Greinargóð lýsing er til af hús- inu þegar það var brunavirt í júní 1924. Þar segir m.a. að það sé byggt af bindingi, klætt utan með borðum, pappa og járni á þrjá vegu en annar hliðarveggurinn er úr hlöðnum steini. Þakið er gert af borðasúð með pappa og járni yfir. Á neðri hæðinni er sölubúð með skúffum, hillum og borðum, fjögur íbúðarherbergi og eldhús. Skil- veggir eru úr bindingi með tvö- földum þiljum og þiljað er neðan á loftbita og ýmist málað eða vegg- fóðrað. Á efri hæðinni er sama herbergjaskipan og frágangur all- ur mjög svipaður og á neðri hæð- inni. Kjallari er undir öllu húsinu 2,2 metrar undir loft, með stein- steypugólfi, notaður fyrir geymslu. Ole byggði sólpall við inngöngu- dyrnar að efri hæðinni. Pallurinn sneri út að garðinum sem er vest- an við húsið. Í dag þekkja borg- arbúar garðinn betur sem torg við Laugaveginn. Á góðviðrisdögum er algengt að sjá söluborð þar með smávarningi í garðinum. Sverrir Kristinsson, átta ára sonur núver- andi eiganda hússins, kann vel að meta garðinn og er þar stundum með vinum sínum að selja dót. Fyrir jólin er algeng sjón að lista- menn séu þar að búa til styttur úr klaka. Í garðinum eru gömul tré sem Ole og Else hafa gróðursett. Í kjallara hússins er brunnur sem nú er búið að setja yfir. Hann gerði Ole J. Haldorsen og notaði hann brunninn til þess að leskja kalk í honum, en það var notað í steinlímsgerð. Ole hafði trésmíða- verkstæði í kjallaranum og stóð hefilbekkurinn sem hann smíðaði sjálfur í horninu Klapparstígsmeg- in. Lengi vel var ekki leitt rafmagn á efri hæðina nema rafmagnsljós voru í tveimur herbergjum og eld- að á kolavél. Árið 1925 var gluggum breytt í húsinu, um breytinguna sá Finnur Ó. Thorlacíus. 1957 voru gerðar útlitsbreytingar á útidyrum sem Erlendur Helgason hannaði. Byggði verslunar- hús fyrir Akra-Jón Ole J. Haldorsen var lærður tré- smiður. Hann var fæddur 1. mars 1849 í Nordre Selle, Finaas Præstigjild, Noregi. Hann kom til Íslands 11. júní 1877 og fór til Borgarness tveimur dögum síðar. Þar byggði hann verslunarhús fyr- ir Jón Jónsson, kaupmann, (Akra- Jón). Ole reisti kirkjuna í Norð- tungu veturinn 1878-1879, en sum- arið áður skrapp hann snögga ferð til Noregs. Til Íslands kom hann alkominn í mars 1883 og settist að í Reykja- vík. Sama ár byggði hann hús á Skólavörðustíg 4 og árið eftir byggði Ole húsið sem hér er verið að fjalla um. Hann smíðaði einnig vagnhjól og vagna. Kona Ole J. var Else Johnsdott- ir Haldorsen, fædd 14. maí 1861 á Agö, Fetja Prestakalli í Noregi. Hún fór frá Stafanger 11. maí 1892 með unnunsta sínum til Íslands. Fyrsti áfangastaður þeirra var Reyðarfjörður en þangað komu Varðveislugildi þessa húss er ómetanlegt, þar sem það hefur óvenju mikla sögu að geyma og er auk þess eitt af elstu húsum við Laugaveg, segir Freyja Jónsdóttir, sem hér fjallar um húsið Laugavegur 21. Morgunblaðið/Ásdís Á neðri hæð hússins er nú verslunin Hljómalind, en í kjallara eru geymslur. Húsið stendur á horni Laugavegar og Klapparstígs. Það var byggt 1884 og í brunavirðingu sama ár er það skráð Vegamótabrú. Í brunavirðingunni segir, að það sé byggt af bindingi, sem múrað er í með múrsteini. Annar hliðarveggurinn er úr hlöðnum grásteini, en þak klætt járni á langböndum. Ole J. HaldorsenElse J. Haldorsen Laugavegur 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.