Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 1
94. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. APRÍL 2002 FLOKKAR hófsamra hægrimanna í Frakklandi ætla að sameinast í einum flokki eða bandalagi fyrir þingkosningarnar í júní til að bægja frá hættunni á auknum áhrifum hægriöfgamanna, að sögn for- ystumanna í tveimur flokkanna í gær. Leiðtogar Sósíalistaflokksins eru einnig sagðir vilja mynda bandalag með öðrum vinstriflokkum í þingkosning- unum eftir óvæntan sigur hægriöfgamannsins Jean-Marie Le Pens á forsetaefni sósíalista í fyrri umferð forsetakosninganna á sunnudag. Sigur Le Pens gæti valdið straumhvörfum í frönskum stjórnmálum því gangi sameiningar- áformin eftir geta franskir kjósendur valið á milli þriggja kosta í þingkosningunum: hægrimanna, vinstrimanna og flokks Le Pens, Þjóðarfylkingar- innar. Lýðveldisfylkingin (RPR), flokkur Jacques Chir- ac forseta, Samtök um lýðræði í Frakklandi (UDF) og Frjálslyndir lýðræðissinnar (DL) ætla að stofna „einn stóran flokk“, sem á að heita „Samtök um for- setameirihluta“, að sögn formanns þingflokks UDF, Philippe Douste-Blazy. Hann sagði eftir fund leiðtoga flokkanna þriggja að nýja bandalagið myndi aðeins tilnefna einn frambjóðanda í hverju kjördæmi og þingmenn þess yrðu í einum þing- flokki. Alain Madelin, leiðtogi Frjálslyndra lýðræðis- sinna, kvaðst hins vegar vera andvígur því að hægriflokkarnir mynduðu „einn flokk“. Annar for- ystumaður Frjálslyndra lýðræðissinna kvaðst einnig líta svo á að Samtök um forsetameirihluta ættu að vera „hreyfing“ en ekki flokkur. Markmiðið með sameiginlegu framboði er að koma í veg fyrir að Þjóðarfylkingin hagnist á því að atkvæði miðju- og hægrimanna dreifist á marga flokka í þingkosningunum. Chirac forseti óttast að Þjóðarfylkingin og vinstrimenn auki fylgi sitt í þingkosningunum á kostnað hægriflokkanna þriggja og það verði til þess að sósíalistar geti myndað nýja ríkisstjórn. Leiðtogar Sósíalistaflokksins segjast ætla að mynda bandalag á vinstrivængnum sameinist hægriflokkarnir gegn Le Pen. Chirac hafnar kappræðum Chirac hafnaði í gær áskorun Le Pens um að efnt yrði til sjónvarpskappræðna milli frambjóðend- anna tveggja eins og venja er í Frakklandi fyrir síð- ari umferð forsetakosninga. Le Pen lýsti ákvörðun forsetans sem „hneyksli“ og „óþolandi árás á reglur lýðræðisins“. Le Pen kvaðst ekki taka mark á skoðanakönn- unum sem benda til þess að 77% Frakka ætli að kjósa Chirac. „Ég get náð kjöri,“ sagði Le Pen. „Ég er forsetaefni fólksins gegn forsetaefni kerfisins. Ég reiði mig á milljónir Frakka sem eru óánægðar með ástandið.“ Hægriflokkar ætla að sameinast gegn Le Pen París. AFP. TALIÐ er að alls hafi um 90.000 manns tekið þátt í götumótmælum gegn hægriöfgamanninum Jean- Marie Le Pen í París og fleiri frönsk- um borgum í gær. Vinstriflokkar, verkalýðsfélög og samtök náms- manna stóðu fyrir mótmælunum og ætla að halda þeim áfram á degi hverjum fram að síðari umferð for- setakosninganna 5. maí þegar kosið verður á milli Le Pens og Jacques Chirac forseta. Mótmælendur í París halda hér á forsíðu dagblaðsins Lib- eration með fyrirsögninni „Nei“ yfir mynd af Le Pen. Götumót- mæli gegn Le Pen Reuters DANSKA kirkjumálaráðu- neytið hefur hafnað umsókn danska ásatrúarfélagsins Forn Sidr um að það verði skráð sem trúfélag, að sögn danskra fjöl- miðla í gær. Ásatrúarfélög eru viður- kennd sem trúfélög á Íslandi og í Noregi en fimm manna nefnd danska kirkjumálaráðuneytis- ins hefur komist að þeirri nið- urstöðu að ásatrú eigi ekki að fá sömu stöðu í Danmörku. Kirkjumálaráðuneytið kvaðst hafa sent ásatrúarfélag- inu tilkynningu um synjunina en vildi ekki rökstyðja hana að svo stöddu. „Hugsanlegt er að Forn Sidr vilji leggja fram ný rök fyrir umsókn sinni. Gerist það verð- ur hún tekin aftur fyrir í ráð- gjafarnefndinni, en að öðrum kosti teljum við að málinu sé lokið,“ sagði embættismaður í kirkjumálaráðuneytinu. Ráðu- neytið hefur þó aldrei skráð trúfélag eftir að umsókn þess hefur verið hafnað. Ásatrú hafnað JÓHANNES Páll páfi tjáði banda- rískum kardínálum í gær að hann væri „afar sorgmæddur“ vegna þeirra kynferðislegu ofbeldismála er komið hefðu upp innan rómversk- kaþólsku kirkjunnar. Prestar hefðu „valdið ungu fólki mikilli þjáningu og hneykslan“. Samráðsfundur banda- rísku kardínálanna með páfa hófst í gær og lýkur í dag. Fjöldi hneykslismála sem tengjast rómversk-kaþólsku kirkjunni hefur komið upp í Bandaríkjunum undan- farið. Hafa gagnrýnendur m.a. kraf- ist afsagnar æðstu manna hennar og m.a. vísað til þess að þeir hafi í viss- um tilvikum reynt að þegja í hel mál þar sem um var að ræða kynferð- isbrot presta gagnvart börnum. Páfi sagði að þau níðingsverk sem hefðu leitt kirkjuna inn í þessa kreppu væru ekki með nokkru móti réttlætanleg. „Samfélagið lítur rétti- lega á þau sem glæp, auk þess sem Guð lítur á þau sem svívirðilega synd.“ Páfi „afar sorgmæddur“ AP Jóhannes Páll páfi ávarpar bandaríska kardínála í Páfagarði. Segir níðings- verk kirkjunnar þjóna óréttlæt- anleg með öllu Vatíkaninu. AFP. ÚTVARPSSTÖÐ í Ísrael sagði í gærkvöldi að stjórn landsins hefði ákveðið að fresta komu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna til Jenín á Vesturbakkanum þar sem hún á að rannsaka ásakanir um að Ísraelsher hefði framið fjöldamorð. Stjórnin hafði samþykkt rann- sóknina en var sögð hafa frestað henni vegna þess að hún teldi nefnd- ina „of pólitíska“. Reynt að binda enda á umsátrið Samningaviðræður, sem miðuðust að því að binda enda á þriggja vikna umsátur Ísraelshers um Fæðingar- kirkjuna í Betlehem, báru ekki ár- angur í gær. Samningamenn Ísraela og Palestínumanna sögðu þó að mið- að hefði í samkomulagsátt og við- ræðunum yrði haldið áfram í dag. Hundruð Palestínumanna eru í Fæðingarkirkjunni, þeirra á meðal 30 meintir hryðjuverkamenn sem Ísraelar vilja að verði annaðhvort saksóttir í Ísrael eða reknir í útlegð. Palestínumenn hafa hins vegar lagt til að mennirnir verði fluttir á Gaza- svæðið og sóttir þar til saka. Gadi Golan, deildarstjóri trúmála- deildar ísraelska utanríkisráðuneyt- isins, sagði að Ísraelar hefðu ekki hafnað tillögu Palestínumanna form- lega. Hann bætti þó við að Ísraelar myndu ekki samþykkja að Palest- ínumennirnir yrðu leiddir fyrir rétt á Gaza-svæðinu. „Það hefur gerst of oft að Palestínumenn handtaki hryðjuverkamenn og hleypi þeim síðan út á göturnar.“ Rannsókn í Jenín frestað Betlehem, Jerúsalem. AP, AFP.  Palestínumenn/24 STJÓRN Argentínu bauðst í gær til að segja af sér á fundi með Eduardo Duhalde forseta eftir að efnahags- málaráðherra hennar, Jorge Remes Lenicov, ákvað að láta af embætti. Heimildarmaður í stjórninni sagði að forsetinn væri að íhuga uppstokk- un á stjórninni og breytingar á efna- hagsstefnunni. Remes sagði af sér skömmu eftir að þingið hafnaði til- lögu hans um að þeir sem vilja taka út sparifé sitt í bönkunum fái það greitt í langtímaskuldabréfum en ekki reiðufé. Stjórnarskipti í Argentínu? Buenos Aires. AFP.  Duhalde/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.