Morgunblaðið - 24.04.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 24.04.2002, Síða 18
SUÐURNES 18 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR efstu frambjóðendur Félags óháðra borgara í Garði fyrir komandi sveitarstjórnakosnigar eru nýir. Arn- ar Sigurjónsson leiðir I-listann. I-listinn fékk einn mann kjörinn í hreppsnefnd Gerðahrepps fyrir fjór- um árum, Viggó Benediktsson, og er hann í minnihluta. Viggó gefur ekki kost á sér til endurkjörs í efstu sæti nú. Efstur er Arnar Sigurjónsson og Sveinn Magni Jensson í öðru sæti. Tillaga uppstillingarnefndar að I- listanum var samþykkt samhljóða á félagsfundi á dögunum. Listinn er þannig skipaður: 1. Arnar Sigurjóns- son fiskverkandi, 2. Sveinn Magni Jensson matsmaður, 3. Agnes Ásta Woodhead bankastarfsmaður, 4. Hrönn Edvinsdóttir húsmóðir, 5. Pálmi Steinar Guðmundsson húsa- smiður, 6. Anna Reynarsdóttir sál- fræðinemi, 7. Jónas Hörðdal Jónsson bílamálari, 8. Gunnrún Theodórsdótt- ir skrifstofumaður, 9. Bjarni Krist- mundsson verkstjóri, 10. Stefán Sig- urður Snæbjörnsson sjómaður, 11. Hlíðar Sæmundsson verkamaður, 12. Jenný Kamilla Harðardóttir fulltrúi, 13. Viggó Benediktsson húsasmiður, 14. Sigurður Hallmannsson eldri borgari. Félagið verður með kosningaskrif- stofu í húsi Fiskþurrkunar við Skaga- braut. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu að skrifstofan verður opnuð formlega mánudaginn 29. apríl klukk- an 20 og til að byrja með verður opið mánudaga og fimmtudaga kl. 20 til 22. Nýtt fólk í efstu sæt- um I-listans Garður HAFSTEINN Snæland hefur dreg- ið sig út úr hreppsmálunum í Vatnsleysustrandarhreppi en sam- starfsmaður hans úr hreppsnefnd- inni, Eiður Örn Hrafnsson, mun leiða T-listann við komandi kosningar. T-listinn er með tvo menn af fimm í hrepps- nefnd Vatns- leysustrandar- hrepps og eru þar í minnihluta. Það eru Hafsteinn Snæland og Eiður Örn Hrafnsson. Hafsteinn er nú í heiðurssæti listans en Eiður Örn skipar fyrsta sætið. Fyrsti vara- maður þeirra, Birgir Örn Ólafsson, færist upp í annað sætið. Listinn er þannig skipaður: 1. Eiður Örn Hrafnsson vélvirkja- meistari, 2. Birgir Örn Ólafsson flugumsjónarmaður, 3. Kjartan Hilmisson bílamálari, 4. Gunnar Júlíus Helgason vélamaður, 5. Mar- teinn Ægisson, starfsmaður bíla- leigu Hertz, 6. Margrét Björgvins- dóttir nemi, 7. Magnús Jón Björgvinsson verkstjóri, 8. Rík- harður Vignir Reynisson dreifing- arstjóri, 9. Kristín Hreiðarsdóttir leikskólakennari, 10. Hafsteinn Snæland bílstjóri. Eiður Örn Hrafnsson í fyrsta sæti T-lista Vatnsleysustrandarhreppur Eiður Örn Hrafnsson FRAMBJÓÐENDUR D-lista sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ bjóða bæjarbúum í sumarkaffi á sumar- daginn fyrsta, klukkan 14 til 17. Sumarkaffið verður í kosninga- miðstöð flokksins, Hafnargötu 6 í Keflavík. Frambjóðendur verða á staðnum, tónlist og glaðningur fyrir börnin, segir í frétt frá frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins. Sumarkaffi D-listans Reykjanesbær SÖNGLEIKJAVEISLA verður í Grindavíkurkirkju á sumardaginn fyrsta, klukkan 17. Brimkórinn, Kammerkór Brim- kórsins, Brimlingarnir ásamt ein- söngvurum og hljómsveit flytja lög úr söngleikjum, svo sem Kabarett, West Side Story, My Fair Lady, Hárinu og Söngvaseiði. Einsöngvarar eru Agnar Steinars- son, Einar Bjarnason, Gígja Eyjólfs- dóttir, Guðrún Ásta Bergsteinsdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Lára Ey- mundsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Marta Sigurðardóttir, Páll Valur Björnsson, Rósa Ragnarsdóttir, Þor- björg Eðvaldsdóttir og Þuríður Gísla- dóttir. Í hljómsveitinni sem leikur undir söngnum eru Katalin Lörincz, píanó, Birgir Bragason, bassi, Ásgeir Ósk- arsson, trommur, Óskar Gunnarsson, gítar, og Jón Júlíus Karlsson, gítar. Stjórn og uppsetning er í höndum Estherar Helgu Guðmundsdóttur. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn og hjá kórfélögum. Söngleikja- veisla í kirkjunni Grindavík KÖRFUKNATTLEIKSMENN og konur í Ungmennafélagi Grinda- víkur héldu lokahóf sitt nú fyrir skemmstu. Mikið var um dýrðir og kvöldið allt hið glæsilegasta. Meðal skemmtiatriða var saga vetrarins í máli og myndum sem þjálfari meistaraflokks karla, Frið- rik Ingi Rúnarsson, og Nökkvi Már Jónsson sáu um. Þeir vörpuðu myndskeiðum á tjald þar sem sýnt var úr leikjum og viðtöl við leik- menn og aðstandendur ásamt léttu innlegi frá þeim félögum. Þá sá Helga Braga Jónsdóttir leikkona og magadansari um að skemmta gest- um og náði hún að kitla hlátur- taugarnar verulega. Leikmenn ÍG voru einnig með sína skemmtun þetta kvöld og hjá þeim þótti Árni Björn Björnsson hafa skarað fram úr. ÍG lék í 1. deild og verður það að teljast nokk- uð gott í ekki stærra byggðarlagi að eiga líka lið í næst efstu deild. Bestar hjá UMFG-konum voru þær Sólveig Gunnlaugsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir en hjá körl- unum var það Páll Axel Vilbergs- son sem valinn var besti leikmaður tímabilsins. Aðgerðir skiluðu árangri Það telst sjálfsagt stórfrétt í íþróttum hér á landi að deildir séu reknar með hagnaði en engu að síð- ur er sú raunin hér í Grindavík að körfuknattleiksdeild UMFG er rek- in með hagnaði á þessu keppn- istímabili. „Við fórum í aðgerðir fyrir áramót og fengum jákvæðar viðtökur og skárum niður. Það er ljóst á þessari stundu að við rekum þetta ár með hagnaði sem er mjög ánægjulegt“, sagði Eyjólfur Guð- laugsson, gjaldkeri körfuknatt- leiksdeildar UMFG. Á myndinni eru þau sem þóttu skara fram úr í körfunni í Grinda- vík á liðnu tímabili: Í fremri röð f.v.: Erna Rún Magnúsdóttir, mestu framfarir, Sólveig Gunnlaugsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir, bestu leikmenn og Sigríður Anna Ólafs- dóttir, mikilvægasti leikmaðurinn. Í aftari röð frá vinstri: Árni Björn Björnsson, besti leikmaður ÍG, Guð- laugur Eyjólfsson, besta skyttan, Guðmundur Ásgeirsson, mestu framfarir, Helgi Jónas Guðfinns- son, besti leikmaður úrslitakeppn- innar og Páll Axel Vilbergsson, besti leikmaður tímabilsins. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Körfu- knattleiks- deildin skil- ar hagnaði Grindavík BAÐSTOFAN opnar sína árlegu vorsýningu í Svarta pakkhúsinu í Hafnargötu 2 í Keflavík á sum- ardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl. Sýningin verður opin sumar- daginn fyrsta frá klukkan 14 til 18 og á sama tíma laugardaginn 27. apríl. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 28. apríl og er þá opið frá kl. 14 til 20. Félagar í Baðstofunni sýna verk sem þeir hafa unnið að í vetur, myndir, leir og gler. Ing- unn Eydal hefur leiðbeint hópn- um. Vorsýning Baðstofunnar Keflavík FERÐAMÁLASAMTÖK Suður- nesja telja nauðsynlegt að opna upp- lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Reykjanesbæ, að starf ferðamálafull- trúa Suðurnesja verði gert að fullu starfi og að stofnuð verði Ferðamið- stöð Suðurnesja sem hýsi upplýs- ingamiðstöðina og ferðamálafulltrúa. Í ályktun sem stjórn Ferðamála- samtaka Suðurnesja hefur samþykkt er vakin athygli á mikilli uppbygg- ingu ferðaþjónustu á Suðurnesjum, fjölgun ferðafólks á svæðinu og möguleikum sem það skapar. Fram kemur að heimsóknir ferðamanna hafi aukist á fjórum árum úr um 200 þúsund og upp í um 400 þúsund. Fjölgun heimsókna í Bláa lónið skipt- ir mestu í þessu efni en einnig hefur önnur starfsemi dregið að sér gesti. Kristján Pálsson, formaður sam- takanna, segir að ferðaþjónustan og uppbygging henni tengd sé orðin stór þáttur í atvinnulífi svæðisins. Mikil- vægt sé að sveitarfélögin taki þátt í uppbyggingunni til að hægt sé að nýta þá miklu möguleika sem til stað- ar eru. Ferðamálafulltrúi í fullt starf Kristján segir að engin upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn sé í stærsta sveitarfélaginu, Reykja- nesbæ. Telja Ferðamálasamtökin nauðsynlegt að bæta úr því og að hún þjóni ferðafólki allt árið. Lagt er til að gerðir verði þjónustusamningar við Ferðamálaráð um rekstur upplýs- ingamiðstöðvar í Leifsstöð, svokall- aðrar landamærastöðvar, og svæðis- stöðva í Bláa lóninu og sveitarfélög- unum á Suðurnesjum. Ferðamálafulltrúi Suðurnesja er í starfi hjá Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar og sinnir öðrum verkefnum samhliða ferða- málunum. Kristján segir mikilvægt að starfið verði gert að fullu starfi í þágu ferðamálanna, það er að segja við skipulagningu, ráðgjöf og þjón- ustu við fyrirtæki, sveitarfélög og ferðamenn, eins og segir í álykuninni. Ferðamiðstöð verði stofnuð Í þriðja lagi telja samtökin mikil- vægt að stofnuð verði Ferðamiðstöð Suðurnesja sem hýsi upplýsingamið- stöð svæðisins og ferðamálafulltrúa. Lagt er til að hún verði sjálfstæð inn- an MOA og í sérstöku húsnæði sem henti vel sem þjónustumiðstöð. Umræddar aðgerðir snúa að sveit- arstjórnum svæðisins. Í ályktun Ferðamálasamtakanna er sú von lát- in í ljósi að ábendingarnar verði tekn- ar inn í aðgerðaráætlanir sveitar- stjórnanna. Opnuð verði upplýsinga- miðstöð fyrir ferðafólk Reykjanes BÆJARSTJÓRN Grindavíkur leggst alfarið gegn því að réttur íbúa sveitarfélaga til að ákveða samein- ingu sveitarfélaga í almennri at- kvæðagreiðslu verði af þeim tekinn. Bæjarstjórn Grindavíkur fjallaði um stefnumörkun Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í byggðamál- um á síðasta fundi sínum. Var lýst ánægju með stefnumörkunina að öðru leyti en því atriði sem snýr að aðferðum við stækkun sveitarfélaga. Í stefnumörkuninni er lögð áhersla á stækkun sveitarfélaga og eflingu þeirra til þess að þau ráði betur við núverandi og ný verkefni. Lagt er til að unnið verði markvisst að stækkun sveitarfélaga á fyrrihluta næsta kjörtímabils með frjálsri sameiningu en ef það takist ekki verði annarra leiða leitað. Bæjarstjórn Grindavíkur telur að mikill árangur hafi náðst í samein- ingu og eflingu sveitarfélaga með frjálsum ákvörðunarrétti íbúanna. Því sé ekki tímabært að ráðast í að- gerðir til að þvinga fram sameiningu. „Bæjarstjórn Grindavíkur leggst al- farið gegn því að réttur íbúa sveitar- félaga til að ákveða sameiningu sveitarfélaga þeirra í almennri at- kvæðagreiðslu verði af þeim tekinn,“ segir í álykuninni sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn. Ekki tímabært að þvinga fram sameiningu Grindavík LÖGREGLAN í Keflavík hef- ur upplýst röð eignarspjalla á bílum, sem unnin voru aðfara- nótt 23. mars síðastliðinn af tveim unglingspiltum, 15 og 17 ára. Brotnar voru rúður, skemmdir unnar á jeppa og fólksbíl í Garðahverfi, tveim ruslabílum í Heiðarhverfi, fólksbíl við Kirkjuveg og á tveim vörubílum í Njarðvík. Upplýsa skemmd- arverk Keflavík/Njarðvík JAZZDANSSKÓLI Emilíu frum- sýnir söng- og dansleikinn Annie í Frumleikhúsinu á morgun, fimmtu- dag, klukkan 14. Verkið er sett upp í tilefni af 10 ára afmæli skólans. 55 nemendur skól- ans, á aldrinum 6 til 15 ára, taka þátt í uppsetningunni og hafa þeir æft daglega að undanförnu en undirbún- ingur hefur staðið yfir í allan vetur. Annie frumsýnd Keflavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.