Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR efstu frambjóðendur Félags óháðra borgara í Garði fyrir komandi sveitarstjórnakosnigar eru nýir. Arn- ar Sigurjónsson leiðir I-listann. I-listinn fékk einn mann kjörinn í hreppsnefnd Gerðahrepps fyrir fjór- um árum, Viggó Benediktsson, og er hann í minnihluta. Viggó gefur ekki kost á sér til endurkjörs í efstu sæti nú. Efstur er Arnar Sigurjónsson og Sveinn Magni Jensson í öðru sæti. Tillaga uppstillingarnefndar að I- listanum var samþykkt samhljóða á félagsfundi á dögunum. Listinn er þannig skipaður: 1. Arnar Sigurjóns- son fiskverkandi, 2. Sveinn Magni Jensson matsmaður, 3. Agnes Ásta Woodhead bankastarfsmaður, 4. Hrönn Edvinsdóttir húsmóðir, 5. Pálmi Steinar Guðmundsson húsa- smiður, 6. Anna Reynarsdóttir sál- fræðinemi, 7. Jónas Hörðdal Jónsson bílamálari, 8. Gunnrún Theodórsdótt- ir skrifstofumaður, 9. Bjarni Krist- mundsson verkstjóri, 10. Stefán Sig- urður Snæbjörnsson sjómaður, 11. Hlíðar Sæmundsson verkamaður, 12. Jenný Kamilla Harðardóttir fulltrúi, 13. Viggó Benediktsson húsasmiður, 14. Sigurður Hallmannsson eldri borgari. Félagið verður með kosningaskrif- stofu í húsi Fiskþurrkunar við Skaga- braut. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu að skrifstofan verður opnuð formlega mánudaginn 29. apríl klukk- an 20 og til að byrja með verður opið mánudaga og fimmtudaga kl. 20 til 22. Nýtt fólk í efstu sæt- um I-listans Garður HAFSTEINN Snæland hefur dreg- ið sig út úr hreppsmálunum í Vatnsleysustrandarhreppi en sam- starfsmaður hans úr hreppsnefnd- inni, Eiður Örn Hrafnsson, mun leiða T-listann við komandi kosningar. T-listinn er með tvo menn af fimm í hrepps- nefnd Vatns- leysustrandar- hrepps og eru þar í minnihluta. Það eru Hafsteinn Snæland og Eiður Örn Hrafnsson. Hafsteinn er nú í heiðurssæti listans en Eiður Örn skipar fyrsta sætið. Fyrsti vara- maður þeirra, Birgir Örn Ólafsson, færist upp í annað sætið. Listinn er þannig skipaður: 1. Eiður Örn Hrafnsson vélvirkja- meistari, 2. Birgir Örn Ólafsson flugumsjónarmaður, 3. Kjartan Hilmisson bílamálari, 4. Gunnar Júlíus Helgason vélamaður, 5. Mar- teinn Ægisson, starfsmaður bíla- leigu Hertz, 6. Margrét Björgvins- dóttir nemi, 7. Magnús Jón Björgvinsson verkstjóri, 8. Rík- harður Vignir Reynisson dreifing- arstjóri, 9. Kristín Hreiðarsdóttir leikskólakennari, 10. Hafsteinn Snæland bílstjóri. Eiður Örn Hrafnsson í fyrsta sæti T-lista Vatnsleysustrandarhreppur Eiður Örn Hrafnsson FRAMBJÓÐENDUR D-lista sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ bjóða bæjarbúum í sumarkaffi á sumar- daginn fyrsta, klukkan 14 til 17. Sumarkaffið verður í kosninga- miðstöð flokksins, Hafnargötu 6 í Keflavík. Frambjóðendur verða á staðnum, tónlist og glaðningur fyrir börnin, segir í frétt frá frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins. Sumarkaffi D-listans Reykjanesbær SÖNGLEIKJAVEISLA verður í Grindavíkurkirkju á sumardaginn fyrsta, klukkan 17. Brimkórinn, Kammerkór Brim- kórsins, Brimlingarnir ásamt ein- söngvurum og hljómsveit flytja lög úr söngleikjum, svo sem Kabarett, West Side Story, My Fair Lady, Hárinu og Söngvaseiði. Einsöngvarar eru Agnar Steinars- son, Einar Bjarnason, Gígja Eyjólfs- dóttir, Guðrún Ásta Bergsteinsdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Lára Ey- mundsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Marta Sigurðardóttir, Páll Valur Björnsson, Rósa Ragnarsdóttir, Þor- björg Eðvaldsdóttir og Þuríður Gísla- dóttir. Í hljómsveitinni sem leikur undir söngnum eru Katalin Lörincz, píanó, Birgir Bragason, bassi, Ásgeir Ósk- arsson, trommur, Óskar Gunnarsson, gítar, og Jón Júlíus Karlsson, gítar. Stjórn og uppsetning er í höndum Estherar Helgu Guðmundsdóttur. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn og hjá kórfélögum. Söngleikja- veisla í kirkjunni Grindavík KÖRFUKNATTLEIKSMENN og konur í Ungmennafélagi Grinda- víkur héldu lokahóf sitt nú fyrir skemmstu. Mikið var um dýrðir og kvöldið allt hið glæsilegasta. Meðal skemmtiatriða var saga vetrarins í máli og myndum sem þjálfari meistaraflokks karla, Frið- rik Ingi Rúnarsson, og Nökkvi Már Jónsson sáu um. Þeir vörpuðu myndskeiðum á tjald þar sem sýnt var úr leikjum og viðtöl við leik- menn og aðstandendur ásamt léttu innlegi frá þeim félögum. Þá sá Helga Braga Jónsdóttir leikkona og magadansari um að skemmta gest- um og náði hún að kitla hlátur- taugarnar verulega. Leikmenn ÍG voru einnig með sína skemmtun þetta kvöld og hjá þeim þótti Árni Björn Björnsson hafa skarað fram úr. ÍG lék í 1. deild og verður það að teljast nokk- uð gott í ekki stærra byggðarlagi að eiga líka lið í næst efstu deild. Bestar hjá UMFG-konum voru þær Sólveig Gunnlaugsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir en hjá körl- unum var það Páll Axel Vilbergs- son sem valinn var besti leikmaður tímabilsins. Aðgerðir skiluðu árangri Það telst sjálfsagt stórfrétt í íþróttum hér á landi að deildir séu reknar með hagnaði en engu að síð- ur er sú raunin hér í Grindavík að körfuknattleiksdeild UMFG er rek- in með hagnaði á þessu keppn- istímabili. „Við fórum í aðgerðir fyrir áramót og fengum jákvæðar viðtökur og skárum niður. Það er ljóst á þessari stundu að við rekum þetta ár með hagnaði sem er mjög ánægjulegt“, sagði Eyjólfur Guð- laugsson, gjaldkeri körfuknatt- leiksdeildar UMFG. Á myndinni eru þau sem þóttu skara fram úr í körfunni í Grinda- vík á liðnu tímabili: Í fremri röð f.v.: Erna Rún Magnúsdóttir, mestu framfarir, Sólveig Gunnlaugsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir, bestu leikmenn og Sigríður Anna Ólafs- dóttir, mikilvægasti leikmaðurinn. Í aftari röð frá vinstri: Árni Björn Björnsson, besti leikmaður ÍG, Guð- laugur Eyjólfsson, besta skyttan, Guðmundur Ásgeirsson, mestu framfarir, Helgi Jónas Guðfinns- son, besti leikmaður úrslitakeppn- innar og Páll Axel Vilbergsson, besti leikmaður tímabilsins. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Körfu- knattleiks- deildin skil- ar hagnaði Grindavík BAÐSTOFAN opnar sína árlegu vorsýningu í Svarta pakkhúsinu í Hafnargötu 2 í Keflavík á sum- ardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl. Sýningin verður opin sumar- daginn fyrsta frá klukkan 14 til 18 og á sama tíma laugardaginn 27. apríl. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 28. apríl og er þá opið frá kl. 14 til 20. Félagar í Baðstofunni sýna verk sem þeir hafa unnið að í vetur, myndir, leir og gler. Ing- unn Eydal hefur leiðbeint hópn- um. Vorsýning Baðstofunnar Keflavík FERÐAMÁLASAMTÖK Suður- nesja telja nauðsynlegt að opna upp- lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Reykjanesbæ, að starf ferðamálafull- trúa Suðurnesja verði gert að fullu starfi og að stofnuð verði Ferðamið- stöð Suðurnesja sem hýsi upplýs- ingamiðstöðina og ferðamálafulltrúa. Í ályktun sem stjórn Ferðamála- samtaka Suðurnesja hefur samþykkt er vakin athygli á mikilli uppbygg- ingu ferðaþjónustu á Suðurnesjum, fjölgun ferðafólks á svæðinu og möguleikum sem það skapar. Fram kemur að heimsóknir ferðamanna hafi aukist á fjórum árum úr um 200 þúsund og upp í um 400 þúsund. Fjölgun heimsókna í Bláa lónið skipt- ir mestu í þessu efni en einnig hefur önnur starfsemi dregið að sér gesti. Kristján Pálsson, formaður sam- takanna, segir að ferðaþjónustan og uppbygging henni tengd sé orðin stór þáttur í atvinnulífi svæðisins. Mikil- vægt sé að sveitarfélögin taki þátt í uppbyggingunni til að hægt sé að nýta þá miklu möguleika sem til stað- ar eru. Ferðamálafulltrúi í fullt starf Kristján segir að engin upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn sé í stærsta sveitarfélaginu, Reykja- nesbæ. Telja Ferðamálasamtökin nauðsynlegt að bæta úr því og að hún þjóni ferðafólki allt árið. Lagt er til að gerðir verði þjónustusamningar við Ferðamálaráð um rekstur upplýs- ingamiðstöðvar í Leifsstöð, svokall- aðrar landamærastöðvar, og svæðis- stöðva í Bláa lóninu og sveitarfélög- unum á Suðurnesjum. Ferðamálafulltrúi Suðurnesja er í starfi hjá Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar og sinnir öðrum verkefnum samhliða ferða- málunum. Kristján segir mikilvægt að starfið verði gert að fullu starfi í þágu ferðamálanna, það er að segja við skipulagningu, ráðgjöf og þjón- ustu við fyrirtæki, sveitarfélög og ferðamenn, eins og segir í álykuninni. Ferðamiðstöð verði stofnuð Í þriðja lagi telja samtökin mikil- vægt að stofnuð verði Ferðamiðstöð Suðurnesja sem hýsi upplýsingamið- stöð svæðisins og ferðamálafulltrúa. Lagt er til að hún verði sjálfstæð inn- an MOA og í sérstöku húsnæði sem henti vel sem þjónustumiðstöð. Umræddar aðgerðir snúa að sveit- arstjórnum svæðisins. Í ályktun Ferðamálasamtakanna er sú von lát- in í ljósi að ábendingarnar verði tekn- ar inn í aðgerðaráætlanir sveitar- stjórnanna. Opnuð verði upplýsinga- miðstöð fyrir ferðafólk Reykjanes BÆJARSTJÓRN Grindavíkur leggst alfarið gegn því að réttur íbúa sveitarfélaga til að ákveða samein- ingu sveitarfélaga í almennri at- kvæðagreiðslu verði af þeim tekinn. Bæjarstjórn Grindavíkur fjallaði um stefnumörkun Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í byggðamál- um á síðasta fundi sínum. Var lýst ánægju með stefnumörkunina að öðru leyti en því atriði sem snýr að aðferðum við stækkun sveitarfélaga. Í stefnumörkuninni er lögð áhersla á stækkun sveitarfélaga og eflingu þeirra til þess að þau ráði betur við núverandi og ný verkefni. Lagt er til að unnið verði markvisst að stækkun sveitarfélaga á fyrrihluta næsta kjörtímabils með frjálsri sameiningu en ef það takist ekki verði annarra leiða leitað. Bæjarstjórn Grindavíkur telur að mikill árangur hafi náðst í samein- ingu og eflingu sveitarfélaga með frjálsum ákvörðunarrétti íbúanna. Því sé ekki tímabært að ráðast í að- gerðir til að þvinga fram sameiningu. „Bæjarstjórn Grindavíkur leggst al- farið gegn því að réttur íbúa sveitar- félaga til að ákveða sameiningu sveitarfélaga þeirra í almennri at- kvæðagreiðslu verði af þeim tekinn,“ segir í álykuninni sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn. Ekki tímabært að þvinga fram sameiningu Grindavík LÖGREGLAN í Keflavík hef- ur upplýst röð eignarspjalla á bílum, sem unnin voru aðfara- nótt 23. mars síðastliðinn af tveim unglingspiltum, 15 og 17 ára. Brotnar voru rúður, skemmdir unnar á jeppa og fólksbíl í Garðahverfi, tveim ruslabílum í Heiðarhverfi, fólksbíl við Kirkjuveg og á tveim vörubílum í Njarðvík. Upplýsa skemmd- arverk Keflavík/Njarðvík JAZZDANSSKÓLI Emilíu frum- sýnir söng- og dansleikinn Annie í Frumleikhúsinu á morgun, fimmtu- dag, klukkan 14. Verkið er sett upp í tilefni af 10 ára afmæli skólans. 55 nemendur skól- ans, á aldrinum 6 til 15 ára, taka þátt í uppsetningunni og hafa þeir æft daglega að undanförnu en undirbún- ingur hefur staðið yfir í allan vetur. Annie frumsýnd Keflavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.