Morgunblaðið - 24.04.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 24.04.2002, Síða 36
ÞAÐ er mikil ábyrgð að bjóða sig fram til opinberrar þjónustu eins og t.d. að gefa kost á sér til setu í sveitarstjórn og fara að sýsla með fé og málefni samborg- ara sinna. Á þetta er minnt vegna greinar í Morgunblaðinu 18. þ.m. undir heitinu „Andspænis 585 millj- óna skaðabótakröfu“ sem Helga Guðrún Brynleifsdóttir, væntalegur forystu- maður Neslistans rit- ar. Örstutt forsaga málsins er að skipulags-, umferðar- og hafnarnefnd Seltjarnarness bauð út byggingarrétt á Hrólfs- skálamel til valinna verktaka sem buðu í verkefnið 12. júní 2001 og voru tilboð þeirra frá 133 m.kr til 180 m.kr. auk þess sendu tveir verktaka inn frávikstilboð þar sem gert var ráð fyrir aukinni nýtingu. Þessi tilboð voru töluvert hærri eða 205 m.kr. og 277 m.kr. Hæsta tilboðið var frávikstilboð ÁHÁ bygginga sem gilti þó aðeins í eina viku og því var boðað til fundar með þeim 19. júní og þar var ákveðið að þeir skiluðu inn hug- myndum sínum um aukna nýtingu fyrir 4. júlí. Á sama tíma var annar tilboðsgjafi að þróa sínar hugmyndir um breytingar á skipulagi. Öllum tilboðum hafnað Á fundi skipulags- nefndar 16. ágúst 2001 var eftirfarandi bókað Hrólfsskálamelur – tilboð. „1. Rædd voru þau tilboð sem bárust í Hrólfsskálamel þ. 12. júní sl. Skipulagsnefnd hafnar öllum til- boðum sem bárust og felur bæj- arstjóra að tilkynna það bjóðend- um.“ „2. Skipulagsnefnd hefur á und- anförnum vikum fundað með tveimur aðilum sem þróað hafa áfram hugmyndir að baki tilboðum sínum.“ Til þess að allir bjóðendur sætu við sama borð fól skipulagsnefnd bæjarstjóra að hafa samband við aðra bjóðendur og kanna áhuga þeirra á framhaldi skipulagsvinnu og reyndist hann fyrir hendi. Til- boð bárust síðan frá öllum er tóku þátt í fyrra tilboðinu og voru þau opnuð 17. október 2001. Skipulagsnefnd alltaf sammála Í skipulagsnefnd hafa þessi mál verið afgreidd með atkvæðum bæði meiri og minnihluta og kynnt í bæjarstjórn þegar fundargerðir hafa verið afgreiddar. Skipulags- hugmyndir voru geymdar í öruggri geymslu vegna óska bjóðenda og ekki kynntar bæjarstjórn fyrr en skipulagsnefnd hafði gert upp hug sinn og valið tillögu. Nokkur bréfa- skipti hafa verið milli lögmanns ÁHÁ bygginga og bæjarins og nú síðast í febrúar þegar krafa var gerð um greiðslu 585 m.kr vegna meints missts hagnaðar vegna verksins. Þessari kröfu var hafnað af bæjarsjóði og málið nú á þeim reit. Vissulega tekur bæjarsjóður alvarlega allar kröfur sem á bæinn berast og sinnir þeim af ábyrgð og fara þær rétta leið um bæjarkerfið þar sem lögmaður bæjarsjóðs gef- ur um þær umsögn sem kynnt er í viðkomand nefndum og bæjar- stjórn. Hér er rætt um háa upphæð og verður það að teljast nokkurt ábyrgðarleysi hjá nýjum leiðtoga Neslistans að reyna að gera mál- stað Seltjarnarnesbæjar tortryggi- legan í augum bæjarbúa. Sennilega eiga komandi kosningar hér hlut að máli en kröfu verður þó að gera til væntanlegra forystumanna að þeir setji hagsmuni bæjarins framar von um pólitískan frama. Án ábyrgðar? Sigurgeir Sigurðsson Tilboð Það verður að teljast nokkurt ábyrgðarleysi hjá nýjum leiðtoga Neslistans, segir Sigurgeir Sigurðsson, að reyna að gera mál- stað Seltjarnarnes- bæjar tortryggilegan í augum bæjarbúa. Höfundur er bæjarstjóri. UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNA daga hafa gengið aftur á síðum Morgunblaðs- ins og víðar gamlar ásakanir Birgis Guð- jónssonar, fyrrverandi formanns heilbrigðis- ráðs ÍSÍ, á hendur for- seta og framkvæmda- stjórn ÍSÍ fyrir óheiðarleg afskipti af framkvæmd lyfjaeftir- lits og meðferð og dómum í málum er varðað hafa meinta lyfjamisnotkun í íþróttum. Þótt margir hafi reynt að kveða þessar afturgöngur niður hefur það reynst jafntorvelt og að eiga við Fróðárselinn forðum; hann gekk upp við hvert högg sem reynt var að berja hann niður. Þó skal hér reynt til þrautar. Við undirritaðir höfum starfað á vegum ÍSÍ í samfellt 7 ár að skipu- lagningu og framkvæmd lyfjaeftirlits með íþróttamönnum, auk þess að annast samskipti við dómstóla og málsaðila í þeim málum sem upp hafa komið vegna meintrar lyfjamisnotk- unar íþróttamanna á þeim tíma. Við höfum því verið í góðri aðstöðu til að fylgjast með því hvernig aðilar þess- ara mála hafa hagað vinnubrögðum sínum og samskiptum. Á þessum tíma hefur það aldrei komið fyrir að forseti, stjórnarmenn eða annað starfsfólk ÍSÍ hafi reynt að hafa áhrif á það hvar, hvenær eða hvaða íþrótta- menn ætti að boða í lyfjaeftirlit. Það hefur heldur aldrei komið fyrir að okkar viti, að þessir aðilar hafi reynt að hafa áhrif á störf eða niðurstöður dómstóls ÍSÍ í málum sem kærð hafa verið til hans vegna meintrar lyfja- misnotkunar, eða fullnustu dóma í slíkum málum. Ásakanir Birgis um slíkt eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Hér verða ekki rakin málsatvik þeirra fjögurra mála sem voru und- irrót umræddra ásakana. Úrskurðir í þeim voru rökstuddir með tilvísunum í lög og reglugerðir ÍSÍ, almennar réttarfarsvenjur og ákæruskjöl. Ekk- ert bendir til þess að dómstóllinn hafi þurft eða þegið aðstoð til þess frá for- seta ÍSÍ eða öðrum, enda skipaður hæfum einstaklingum með reynslu af dómstörfum. Dylgjur Birgis um að það ágæta fólk hafi viðhaft óheiðarleg vinnubrögð í þessum málum eru al- varlegar og ómaklegar. Séu menn ósáttir við niðurstöður dómsmála er þeim frjálst að freista þess að hrekja þau rök sem liggja þeim til grundvallar. Það hefur Birgir ekki gert í þessum málum. Þess í stað hefur hann fundið óánægju sinni út- rás í órökstuddum ásökunum og árás- um á fólk sem kom hvergi nærri dómsuppkvaðningu. Slíkur málflutn- ingur er eingöngu til þess fallinn að skaða íþróttahreyfinguna, leggi menn eyru við honum, en hittir þó að lokum þá harðast fyrir er hann stunda. Því er óskandi að nú verði látið af honum. Okkur þykir miður að þekking og reynsla Birgis Guðjónssonar í lyfja- málum íþróttamanna skuli ekki leng- ur nýtast íþróttahreyfingunni. Lyfja- eftirlit með íþróttamönnum og meðferð dómsmála er upp koma varðandi lyfjamisnotkun mun þó áfram verða í ágætu lagi hér á landi, með eða án hans atbeina. Afturgöngur Sigurður Magnússon Lyfjamál Lyfjaeftirlit með íþróttamönnum og með- ferð dómsmála er upp koma varðandi lyfjamis- notkun, segja Sigurður Magnússon og Pétur Magnússon, mun þó áfram verða í ágætu lagi hér á landi, með eða án hans atbeina. Sigurður er formaður heil- brigðisráðs ÍSÍ, Pétur er umsjónarmaður lyfja- eftirlits ÍSÍ. Pétur Magnússon GLÖGGUR lesandi Morgunblaðsins benti mér á að nafn mitt væri á lista sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður hefði sett saman yfir einstak- linga sem hann telur að gætu átt yfir höfði sér málsókn af hálfu fyrr- um skjólstæðings hans í umdeildu dómsmáli frá 1999. Listann birti Jón Steinar í niðurlagi heil- síðugreinar í blaðinu á skírdag 28. mars sl. Jón Steinar telur mig og aðra á ,,málsóknarlist- anum“ hafa veist að mannréttindum skjólstæðings hans eftir að hann var sýknaður af ákæru um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Blakað við Jóni Ástæða þess að hæstaréttarlög- maðurinn veifar málsóknarhótun yfir höfði nokkurra samborgara sinna nú virðist sú að hann var nýlega dæmur í Hæstarétti til þess að greiða dóttur sýkna mannsins sektarlús fyrir mein- gjörð gegn henni á opinberum vett- vangi eftir dómsuppkvaðninguna í Hæstarétti 28. október 1999. Dóminn yfir sér telur hann áfall fyrir tjáning- arfrelsið. Um þá túlkun hans eru deildar meiningar, en Jón Steinar er ekki vanur því að blakað sé við hon- um. Umdeildur dómur Það er rétt hjá Jóni Steinari að hæstaréttardómur nr. 286/1999 vakti upp mikla umræðu í samfélaginu á sínum tíma m.a fyrir þá sök að rétt- urinn klofnaði í niðurstöðunni, þrír dómarar sýknuðu ákærða en tveir töldu hann sekan. Héraðsdómur hafði einnig klofnað, tveir dómarar töldu ákærða sekan, einn vildi sýkna hann. Þetta umdeilda mál gat al- menningur kynnt sér af eigin raun, því dómurinn var gerður öllum að- gengilegur á heimasíðu Hæstaréttar. Þar las ég dómana báða auk frásagn- ar af málavöxtum og sérfræðiálitum og hnaut um nokkur atriði sem ég gerði að umtalsefni í Kjallaragrein í DV 17. nóvember 1999 undir fyrir- sögninni Fals fyrir hæstarétti. Í dómnum kom meint gægjuhneigð sýkna mjög við sögu, í málskjölum merkt F 65.3 samkvæmt ritinu Al- þjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 10). Skilgreiningin á gægjuhneigð F 65.3 kom ekki fram í greinargerð með dómnum en einfalt var að verða sér úti um hana í fyrrnefndu riti: „End- urtekin eða varanleg tilhneiging til þess að horfa á fólk í kynferðislegu atferli eða við einkaathafnir, svo sem að afklæðast. Þetta er gert án þess að þeir sem fyrir þessu verða viti af því og leiðir athæfið til kynörvunar og sjálfsfróunar.“ Fals fyrir hæstarétti Í grein minni benti ég á að í téðri skilgrein- ingu væri hvergi minnst á börn né ungmenni. Málið sem Hæstiréttur hafði til meðferðar snerist hins vegar ein- göngu um meint brot gegn börnum og ung- lingsstúlkum. Sá sýkni lýsti framferði sínu þannig í málskjölunum að það virtist koma bet- ur heim við aðra grein í hinni Alþjóðlegu töl- fræðiflokkun, F 65.4, sem fjallar um girnd til barna, pedófiliu: „Kynferðislegt dá- læti á börnum, drengjum eða stúlk- um eða báðum kynjum, venjulega fyrir kynþroskaaldur eða snemma á honum.“ Maðurinn hafði játað á sig áreitni við fleiri stúlkur en dóttur sína og þær vitnuðu einnig gegn honum. Þar sem fjallað er um sifjaspell í ICD 10 kemur fram að menn sem flokkast sem pedófílar eigi það einnig til að leita á önnur börn en sín eigin. En svo virtist sem notast hefði verið við fræðiheitið F 65.3, gægjuhneigð, til þess að villa um fyrir dómurum. Geðlæknir braut læknalög Hinn 4. desember 2001 kvað settur landlæknir upp úrskurð í kærumáli gegn geðlækni þeim sem Jón Steinar fékk til að gefa álit á sakborningi ann- ars vegar og hins vegar á dóttur hans í því skyni að draga úr trúverðugleika stúlkunnar frammi fyrir Hæstarétti. Settur landlæknir veitti geðlækninum áminningu fyrir brot á læknalögum í mörgum greinum. Umsögn geðlækn- isins telst röng í nokkrum atriðum og í öðrum óljós og afvegaleiðandi fyrir meirihluta Hæstaréttar. Læknirinn var að auki áminntur fyrir að láta þess ekki getið að hann var tengdur sak- borningi viðskiptaböndum því hann hafði haft föðurinn til meðferðar, en aldrei hitt dótturina. Fullyrðing mín um fals fyrir Hæstarétti er því rétt og samfélagið situr uppi með það að Hæstaréttardómur nr. 286/1999 var kveðinn upp á fölskum forsendum. Vann í hæstarétti – tapaði fyrir þjóðinni Það er haft eftir Jóni Steinari í Morgunblaðinu 11. apríl sl. að sýknu- dómurinn hafi verið skjólstæðingi hans „nánast einskis virði því allir telji hann sekan um alvarleg kynferð- isbrot gegn dóttur sinni“. Það má því segja að lögmaðurinn hafi unnið mál- ið fyrir Hæstarétti en tapað því fyrir þjóðinni. Áminningin sem settur landlæknir veitti geðlækninum 4. desember sl. styður þá skoðun að þjóðin hafi rétt fyrir sér og að dómur Hæstaréttar hafi verið rangur. Það þýðir að ung kona, sem brotið hafði verið á árum saman, reyndist ekkert skjól eiga í æðsta dómstóli landsins. Rétturinn lét samantekin ráð föður hennar, hæstaréttarlögmannsins og geðlæknisins villa um fyrir sér. Verður málið tekið upp á ný? Jón Steinar hótar mér og öðrum málsókn vegna þess að við tjáðum okkur um þetta mál á sínum tíma án „sýnilegs tilefnis eða réttlætingar“. Því er til að svara að sérhver borgari þessa lands sem telur að alvarlega sé brotið á barni, ungmenni, konu eða öðrum þeim sem minni máttar telst í þjóðfélaginu, hvort sem það er af hálfu einstaklinga eða stofnana sam- félagsins, hefur ekki bara rétt heldur siðferðilega skyldu til þess að greina frá því. Réttarfarið í landinu er ekki einkamál lögfræðinga. Álit þeirra er þó oft nauðsynlegt og nú er beðið eft- ir að lögfræðingastéttin upplýsi þjóð- ina um hvaða afleiðingar áminning setts landlæknis yfir geðlækninum hafi fyrir stöðu málsins sem dæmt var í Hæstarétti 28. október 1999. Er dómurinn „einskis virði“ eins og Jón Steinar hefur orðað það, eða stendur hann óhaggaður eftir sem áður? Er ef til vill mögulegt að krefjast endur- upptöku málsins? Hæstaréttardómur nr. 286/1999 hefur eftirköst Steinunn Jóhannesdóttir Dómur Jón Steinar telur mig og aðra á „málsóknarlist- anum“, segir Steinunn Jóhannesdóttir, hafa veist að mannréttindum skjólstæðings síns eftir að hann var sýknaður. Höfundur er rithöfundur. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt „Pharmaceutical - Grade“ ólífuolía í gelhylkjum með vítamínum, jurtum og/eða steinefnum. Heilsuleikur Þú gætir unnið ferð til Spánar! Aðeins í Plúsapótekunum www.plusapotek.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.