Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 24
ERLENT
24 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
HÚSFYLLIR var á fundi sem hald-
inn var á mánudag í Háskólabíói
undir yfirskriftinni „Stöðvum stríðs-
glæpina í Palestínu“. Mátti af því
ráða að málefni Mið-Austurlanda
eru Íslendingum mjög ofarlega í
huga um þessar mundir. Bæði
Sveinn Rúnar Hauksson, sem er for-
maður félagsins Ísland-Palestína, og
Viðar Þorsteinsson, ritari þess,
ávörpuðu fundinn en þeir eru ný-
komnir frá Palestínu.
Viðar sagði í samtali við Morg-
unblaðið að það hefði haft sterkust
áhrif á sig í heimsókninni til Palest-
ínu að hafa fengið tækifæri til að
starfa nokkra daga með sjúkraflutn-
ingafólki í borginni Ramallah á
Vesturbakkanum, en þar hefur
Yasser Arafat, forseta heima-
stjórnar Palestínu, einmitt verið
haldið í herkví af Ísraelsher und-
anfarna mánuði.
„Meðal annars færðum við fólki
mat í hús,“ segir Viðar, „en þegar ég
kom í seinna skiptið til Ramallah var
búið að eyðileggja sjúkrabíl sjúkra-
flutningafólksins. Það þurfti því að
sinna starfi sínu fótgangandi.“
Segist Viðar hafa fyllst mikilli að-
dáun á palestínsku þjóðinni. „Þetta
fólk hefur sýnt ótrúlega þolinmæði.
Deilan hefur mjög verið í fjölmiðlum
undanfarið en það hefur auðvitað
verið brotið á rétti þessa fólks afar
lengi og það er ekki annað hægt en
dást að æðruleysi þess.“
Undir þetta tekur Sveinn Rúnar.
„En það vakti þó sterkust viðbrögð
hjá mér að sjá ummerki aðgerða Ísr-
aela í flóttamannabúðunum í Jenín –
að sjá þann hrylling. Jafnframt var
ánægjulegt að kynnast þeim kærleik
sem mér fannst einkenna fas fólks-
ins þarna mitt í miðri eyðilegging-
unni. Þar hitti ég fólk sem tók mér
vel, sýndi mér hlýju og gestrisni
þrátt fyrir þær hörmungar sem yfir
það höfðu dunið.
Það var því eins og verið væri að
rífa hjartað úr manni þegar ég þurfti
að fara þaðan. Eina leiðin fyrir mig
var að skunda hratt í burtu og líta
ekki um öxl,“ segir Sveinn Rúnar.
Hittu Barghouthi aldrei
Ferð þeirra Sveins Rúnars og
Viðars kom þannig til að neyðarkall
barst félaginu Íslandi-Palestínu frá
Mustafa Barghouthi lækni og bar-
áttumanni fyrir mannréttindum Pal-
estínumanna, en hann kom hingað
til Íslands í fyrra. Var ákveðið að
bregðast við beiðni hans um að
senda fólk á staðinn.
Kom fram í máli þeirra Sveins
Rúnars og Viðars að
þeir hefðu notið mik-
illar gestrisni á heimili
dr. Barghoutis í Ram-
allah en samt sem áð-
ur aðeins hitt konu
hans og dóttur en ekki
Barghouti sjálfan.
Stafaði það af því að
Barghouti hefur á
stundum þurft að vera
í felum en Ísraelar
hafa horn í síðu hans
fyrir það starf sem
hann vinnur í því skyni
að kynna aðstæður á
heimastjórnarsvæðum
Palestínumanna er-
lendis.
Þeir Viðar og Sveinn Rúnar voru
þó daglega í símasambandi við dr.
Barghouthi meðan á heimsókn
þeirra stóð.
„Við vorum mikið í samfloti með
hópi Ítala frá borginni Napólí. Þar
var ekki um neina friðarhreyfingu
eða samstöðuhóp að ræða heldur var
þetta einfaldlega opinber sendi-
nefnd á vegum borgarstjórnar Na-
pólí,“ segir Sveinn Rúnar.
„Til Palestínu var annars komið
fólk hvaðanæva,“ bætir Viðar við.
„Eins og Barghouthi sjálfur hefur
sagt skiptir það verulega miklu máli
að útlendingar séu á svæðinu. Bæði
til að flytja fréttir af þeim atburðum
sem þarna hafa átt sér stað, en líka
til að veita Palestínumönnum skjól.
Barghouthi leggur t.d. áherslu á að
það sé ávallt útlendingur í sjúkrabíl-
um Palestínumanna en það hefur
mikil áhrif á það hvernig ísraelskir
hermenn koma fram við þá.“
Ekki líku saman að jafna
Það er talið að um tvö þúsund
manns hafi fallið á undanförnum
tuttugu mánuðum í deilu Ísraela og
Palestínumanna, þar af er mikill
meirihluti Palestínumenn. Deilan á
sér þó mun lengri sögu og ódæð-
isverk hafa verið drýgð á báða bóga.
Bera ekki báðir aðilar ábyrgð á því
gegndarlausa ofbeldi sem einkennt
hefur síðustu misseri?
„Sjálfsmorðsárásir Palest-
ínumanna gegn ísraelskum borg-
urum eru auðvitað hræðilegar,“
svarar Viðar. „Það er hins vegar
ekki hægt að jafna þeim saman við
það sem Ísraelsher hefur t.d. gert í
Jenín. Þar er ekki bara búið að jafna
einstök hús við jörðu heldur heilu
hverfin. Svo við minnumst ekki á
þau áhrif sem þetta ástand hefur
haft á daglegt líf Palestínumanna.
Vatn er tekið af húsum þeirra, þeir
komast ekki á sjúkrahús og svo hitti
ég ungt fólk á mínum aldri sem ekki
hefur komist í skóla svo mánuðum
skiptir.
Það sem er verið að gera fólki á
hernumdu svæðunum er einfaldlega
á allt öðrum skala en einstakar árás-
ir í Ísrael. Tala látinna segir sína
sögu, hlutfall Palestínumanna sem
hafa beðið bana er mun hærra,“ seg-
ir Viðar.
Sveinn Rúnar segir Ariel Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, hafa notað
sjálfsmorðsárásir sem átyllu til að
hrinda í framkvæmd löngu
ákveðnum áætlunum á svæðum Pal-
estínumanna. „Sjálfsmorðsárásirnar
eru fyrst og fremst viðbrögð Palest-
ínumanna. Arafat getur ekki stjórn-
að þjóð sinni frekar en forseti Ís-
lands þó að hann geti haft áhrif.
Hann ákallaði þjóð sína í desember,
hvern einasta mann, að nota ekki
vopn, ekki einu sinni í sjálfsvörn.
Orð hans þá höfðu þau áhrif að eng-
inn féll í um tvær vikur, eða allt þar
til fimm börn biðu bana í skóla í
Gaza-borg í aðgerðum Ísraela.
Það er því eins og Viðar segir, hér
er ekki líku saman að jafna. Sjálfs-
morðsárásirnar eru framdar af öfga-
hópum sem lúta ekki forræði Ara-
fats,“ segir Sveinn Rúnar.
Það á ekki við um Al-Aqsa-
hreyfinguna – hún er vopnaður arm-
ur Fatah-hreyfingar Arafats sjálfs,
ekki satt?
„Jú, það er rétt. En Arafat stjórn-
ar henni ekki. Þetta eru lauslega
tengd samtök og hann getur ekki
stjórnað gjörðum manna þar á bæ,“
segir Sveinn Rúnar. „Það þarf held-
ur ekki að vera neitt feimnismál,“
bætir Viðar við, „að ég held að undir
þessum kringumstæðum hafi Yasser
Arafat miklu meiri áhyggjur af ör-
yggi sinnar eigin þjóðar.“
Sveinn Rúnar og Viðar eru sam-
mála um að ef takast eigi að stilla til
friðar þurfi að koma til aukinn
þrýstingur umheimsins á Ísraela um
að hætta óhæfuverkum á heima-
stjórnarsvæðum Palestínumanna.
Hvorugur er trúaður á að Banda-
ríkjamenn séu heppilegur aðili til að
miðla málum í deilunni. „Við verðum
bara að horfast í augu við að Banda-
ríkin eru stríðsaðili, þau styðja Ísr-
ael og þennan hernað Ísraela beint,“
segir Sveinn Rúnar.
Ljósmynd/Sveinn Rúnar Hauksson
Eyðileggingin í flóttamannabúðum Palestínumanna í Jenín er gífurleg.
Palestínu-
menn hafa
sýnt ótrúlega
þolinmæði
Sveinn Rúnar Hauksson læknir og
Viðar Þorsteinsson nemi komu á sunnudag
úr níu daga för sinni til Palestínu. Davíð
Logi Sigurðsson ræddi við þá um ástandið
í Mið-Austurlöndum.
Íbúar Jenín hafa sýnt mikið æðruleysi, að sögn Viðars og Sveins.
Sveinn Rúnar
Hauksson
Viðar
Þorsteinsson
HÁTTSETTUR al-Qaeda-maður,
sem handtekinn var í Pakistan,
hefur sagt við yfirheyrslur, að
hryðjuverkasamtökin ráði yfir
þekkingu til að smíða geisla-
sprengju og hafi unnið að því verk-
efni.
Haft er eftir bandarískum emb-
ættismönnum, að þessar upplýs-
ingar frá Abu Zubaydah, sem áður
sá um að skipuleggja hryðjuverka-
starfsemina, hafi ekki komið á
óvart. Bandaríkjamenn hafi áður
verið orðnir þess vissir, að al-
Qaeda vildi komast yfir geisla-
sprengju eða „skítuga sprengju“
eins og hún er oft kölluð.
Geislasprengja er einfaldlega
sprengja, sem er umvafin geisla-
virkum efnum. Þegar hún springur
dreifast þau yfir nálæg svæði. Ekki
er um að ræða eiginlega kjarna-
sprengju, sem er miklu flóknari
smíð.
Embættismennirnir sögðu ekk-
ert um hve langt al-Qaeda hefði
verið komið í tilraunum sínum til
að komast yfir geislasprengju eða
hvort fyrirhugað hefði verið að
beita henni í Bandaríkjunum.
„Ómetanlegur fengur“
Fréttir um þetta komu fyrst á
sjónvarpsstöðvunum CBS og NBC
og staðfesta enn betur en áður, að
Zubaydah, sem er Palestínumaður,
hefur ákveðið að
hafa samstarf við
Bandaríkja-
menn. Hann
slasaðist alvar-
lega þegar hann
var handtekinn í
Faisalabad í
Pakistan 27.
mars ásamt öðr-
um al-Qaeda-
mönnum en hef-
ur nú náð sér að mestu. Banda-
ríkjamenn segja, að hann sé
„ómetanlegur fengur“, enda var
hann meðal æðstu manna hryðju-
verkasamtakanna.
Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær, að upplýsingarnar frá Zub-
aydah sýndu, að ekki væri of mikið
gert úr hættunni, sem stafaði af
hryðjuverkamönnum og ríkjum,
sem virtu einskis alþjóðalög. Stríð-
ið gegn hryðjuverkum væri þýð-
ingarmeira en nokkru sinni fyrr og
þar mætti andvaraleysið ekki taka
völdin. „Það þarf því miður ekki
mikið ímyndunarafl til að átta sig
á, að víða um heim leynast menn,
sem eru tilbúnir til að myrða þús-
undir saklausra manna,“ sagði
Rumsfeld á fréttamannafundi að
loknum fundi með Jerzy Szmajdz-
inski, varnarmálaráðherra Pól-
lands, í Washington.
Al-Qaeda vildi komast
yfir geislasprengju
Washington. AFP.
Donald
Rumsfeld