Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 42

Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Laugarnesskólinn, ævintýrahöllin okkar stóra, er það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég sest niður til að minnast míns ástkæra uppeldis- bróður, Vignis Benediktssonar. Við andlát hans var eins og ósýni- leg tjöld væru dregin frá hug- skotssjónum mínum og við blasti barnæskan okkar, óvenjuleg, fjöl- skrúðug, ástrík og gefandi. Fyrstu átta ár ævinnar átti ég því láni að fagna að eiga þennan stóra bróður, Vigga, sem var mér bæði afar góður og ekki síður um- hyggjusamur. Til marks um það sagði mamma mín mér ósjaldan þá sögu, að þegar hún kom með mig heim af fæðingardeildinni beið þessi átta ára gamli strákhnokki yfir sig spenntur, mændi á undrið opinmynntur, gerðist blíðlegur í framan og hvíslaði: „Má ég koma við hana – bara með litla fingri?“ Við Vignir ólumst upp á heimili Vigdísar Gísladóttur Blöndal í heimavist Laugarnesskólans, vor- um bæði heitin í höfuðið á henni, þótt aldrei gengi hún undir öðru nafni hjá okkur systkinum en „frænka“. Við elskuðum hana skil- yrðislaust og það var margfalt endurgoldið. Vigdís hafði rekið heimavistina í meira en tvo áratugi þegar þetta var. Á vistinni dvöldu börn af ýmsum ástæðum um lengri eða skemmri tíma og var rúm fyrir allt að átján börn samtímis, ef mig brestur ekki minni nú. Þar var ætíð margt um manninn, því fyrir utan krakkaskarann á vistinni og yndislegu starfsstúlkurnar, sem af einstakri trúmennsku og alúð sáu um allan daglegan rekstur, bjuggu á heimili Vigdísar systir hennar Efemía og tvær bræðradætur, VIGNIR H. BENEDIKTSSON ✝ Vignir H. Bene-diktsson fæddist í Reykjavík 1. sept- ember 1947. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 11. apríl síðastliðinn. Út- för Vignis var gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 19. apr- íl. Elsa Sigríður Jóns- dóttir, sem þá var flugfreyja, og móðir mín og fósturdóttir Vigdísar, Nanna Björnsdóttir. Á heim- ilinu dvaldi líka öldr- uð kona, Helga að nafni, sem við Viggi kölluðum þó aldrei annað en Hóla-ömmu. Það kom til af því að hún söng svo gjarnan fyrir okkur vísuna „Ríðum heim til Hóla“ og hossaði okkur á kné. Hóla-amma var óþreytandi við að fara með okkur í uppbyggilegar gönguferðir um ná- grennið. Þá var ósjaldan staldrað við í höggmyndagarði Ásmundar Sveinssonar, farið í myndastyttu- og feluleiki, og sagðar spennusög- ur af tröllum og forynjum. Ekki skorti okkur hugrekkið á meðan við mauluðum nestið í sólríkum garðinum, normalbrauð með mys- ingi og volg mjólk á tómatsósu- flöskum. Myrkfælnin lét ekkert á sér kræla fyrr en maður kúrði aleinn í rúminu sínu, umlukinn draugum. Þá var nú ekki ónýtt að mega skríða upp í hjá stóra bróð- ur. Í þessu mikla kvennaríki var Vignir krónprinsinn, fallegur drengur með svartan, óviðráðan- lega hrokkinn koll og þessi líka tindrandi brúnu augu, glaðlyndur strákur og uppátækjasamur, blíð- ur og kannski svolítið viðkvæmur. Vigdís stýrði yfirgripsmiklu heim- ilishaldinu af skörungsskap, og þar var ekkert gert með hangandi hendi. Hún var stórbrotinn per- sónuleiki, þessi lágvaxna, grann- holda hugsjónamanneskja, og ekk- ert virtist fara framhjá hennar haukfránu sjónum. Hún var kenn- ari að mennt og mannrækt og menntamál voru henni ástríða. Uppeldishlutverkið gerði hún að ævistarfi. Þar, sem og á öðrum sviðum, hafði Vigdís einarðar skoðanir og fór ekki í grafgötur með hvað börnum væri fyrir bestu. Númer eitt var að sjá til þess að líkamlegum þörfum barna væri fullnægt. Af stakri samviskusemi tróð hún okkur út af hafragraut og lýsi (lýsið ávallt framreitt í gullnu staupi sem í þá daga fylgdi koníak- spelum), skyrhræringi og slátri, lifur og hjörtum og svo mætti áfram telja. Þá voru ljósaböðin einnig ómissandi, en á þessum tíma voru þau ný af nálinni og tal- in geta komið í veg fyrir hvers konar kvilla. Það þurfti ekki að dekstra Vigga til að borða, það gerði hann án þess nokkurn tíma að malda í móinn. Hann átti það einnig til að bjarga matvandri systur sinni frá kekkjóttum grað- hestaskyrhræringi og öðrum, að henni fannst, ókræsilegum réttum. Næst voru það hreinlætismálin – sem daglega tóku á sig helgisi- ðablæ, því hér gilti aðeins full- komnun. Fyrir utan að bursta vel hár og tennur kvölds og morgna varð að þvo sér vandlega bak við eyrun, að ég tali nú ekki um á milli tánna! Og svo var þetta með að brjóta vel og snyrtilega saman föt- in – á hverju einasta kvöldi! Þá var loks röðin komin að því mikilvægasta – andlegri uppbygg- ingu ungviðisins. Faðirvorið, barnabænir og vers, signingar og sunnudagaskóli, Íslendingasögur og ættjarðarljóð, öllu þessu hélt Vigdís að okkur af sömu óbilandi samviskuseminni. Eftirminnilegust eru þó löngu síðkvöldin, þegar við söfnuðumst saman við útvarpstæk- ið í stofunni og hlustuðum í andakt á upplestra og útvarpsleikrit, barnatíma og spurningakeppnir. Og „Sverðdansinn“, sem varð mér nærri að aldurtila. Gömlu konurn- ar sátu þá stóískar á svipinn með prjónana sína og niður úr þeim hrundu heilu kjólarnir á litlu prin- sipissuna, útprjónuð vesti á Vigni og sokkar og vettlingar í tugatali. Í gegnum klirrið í prjónunum mátti greina lágvært skröltið í fölsku tönnunum hennar Effu. Stundum kom það fyrir að við fengum að gæða okkur á appels- ínum frá heitu löndunum, ítroðn- um molasykri til hátíðabrigða, eða við sugum áfergjulega óumræði- lega bragðgóðan flugvélabrjóst- sykurinn, sem Sigga fluga kom með færandi hendi úr ævintýra- ferðum erlendis. Hún var sú sem opnaði skjáinn út í stóra heiminn, hafði meira að segja komið til Grænlands! Ekki gleymdi Vigdís að kynna börnin fyrir sveitalífinu á Íslandi. Systkini hennar bjuggu góðbúum í Norðurárdal í Borgarfirði, og um leið og við höfðum aldur til vorum við drifin í sveitina. Þar gátum við, snyrtipinnarnir úr stórborginni, loksins slett ærlega úr klaufunum. Ég fór til afa Björns og ömmu Andrínu í Sveinatungu, Vignir að Hvassafelli til Þorsteins og Sig- urlaugar, þar sem hann dvaldi við MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina              9  47 >  *)!!  5 :&,"!   (   ) ) 6 * !  #7  / !      5  (     , #- 9!* !"#6 &"'' # (:/# , :)  # , :) 6 ! 9# & = !"# "5!/ # &':% 9# & 3# 3/# 4 3&               (D < 7D   <#  2!*&           2    2  !   , #11     5    8  9       0   # ') #!&&     "&"'' # " &#!&"'' #  # 4( # &&  <#* ,)!!#!&&  # #)&'&"'' #   "#  #!&&  -#!%,##!&&  # &':  ,.!"'' # -##!&"'' # # #)&'&&  3# 3/# 3# 3# 3/# 4 :   0   *      ;   )      ) !  + &        !       + !   < (>->7 > *#%  "#8  )&' )0:4  #.   ! ")#&)  3/# ') "3/# 3# 3/# 4       6 <67  5#)# AA )0,: ,         <    5 .        (* !      5# <:!')&')"4 % &               <= E  <   *0##4 .&*#)0: *#%&'#)0 7#"! & &'' ! )  ! &  5#&, <)#)#         '  !   " #11     <   # &'  ")#&"'' # 9&') # !*&&  :#' 7%#&&   #4F)  #=47%#&&  5# (4<:#'#"'' # =##1' 47%#&"'' # #! # ,&&  < 7%#&"'' #     3# 3/# 3# 3# 3/# 4 % &       -E<7  <! #) C !* #      5 .      '         (* !      (:#  # && 4 % &                = (           <     3  0   1  ) 9# &  #3:/# : &"'' # 6  <#) &"'' # "6 &'   #. 6 &"'' # # 9# &  3# 3/# 3# 3# 3/# 4 % &              +    (   6 > 30 ) &'#  < )0##3#'        5 .      '       #$         '        , #- ) 5#  &"'' # 3/# ') "3/# 3# 3/# 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.