Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 37 ✝ HallgrímurBenediktsson byggingameistari, Safamýri 54, Reykjavík, var fæddur á Vöglum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 28. júní 1922. Hann andaðist á líknardeild Landa- kotsspítala 15. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Benedikt Tryggva- son, bóndi á Vöglum, f. 1883, d. 1951, og kona hans Ólöf Guð- mundsdóttir, f. 1888, d. 1963. Systkini Hallgríms eru Magnús, f. 1913, d. 1986, Jóna, f. 1914, Guðmundur, f. 1918, Tryggvi, f. 1921, d. 1993, Kristín, f. 1925, d. 1975, Ásrún, f. 1929, og Auður, f. 1934. Hallgrímur var ókvæntur og barnlaus. Ungur að árum réðst hann sem vinnu- maður að Reykhús- um í Eyjafirði og starfaði þar í 19 ár. Þá flutti hann til Reykjavíkur og lauk sveinsprófi sem húsasmiður frá Iðn- skólanum í Reykja- vík 40 ára gamall. Hann varð bygg- ingameistari í jan- úar 1966 og starfaði sem slíkur á höfuð- borgarsvæðinu þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Hann varð félagi í Ferðafélaginu Útivist fljótt eftir stofnun þess og stjórnaði og starfaði mjög mikið við byggingarframkvæmd- ir félagsins í Básum á Goðalandi. Hann var heiðursfélagi í Útivist. Útför Hallgíms verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist Hallgrími að vori fyr- ir 37 árum. Við Rósa, eiginkona mín, vorum þá að leita að íbúð. Rósa og Hallgrímur voru systkinabörn. Hall- grímur var starfandi smiður og ný- byrjaður á húsbyggingu á Seltjarn- arnesi. Hann kom til okkar nokkru seinna og sagði að við gætum fengið íbúð í þessu húsi tilbúna undir tré- verk þá um haustið. Hann reyndist okkur hjálplegur við að ljúka við íbúðina og þangað fluttum við í nóv- ember 1965. Þannig hófust okkar kynni og síðan varð hann vinur og samferðamaður fjölskyldunnar til dauðadags. Hann kom oft í heimsókn og tók þátt í öllum merkisviðburðum í fjöl- skyldunni, skírn, fermingu, skólaút- skrift og brúðkaupi barna okkar auk allra afmælanna. Hann dvaldi hjá okkur um jól og áramót í mörg ár. Hann varð einnig góður vinur barna okkar og þeirra fjölskyldna og tók á sama hátt þátt í viðburðum hjá þeim. Hallgrímur var ákaflega trygg- lyndur, traustur og hjálpsamur. Hann var frekar dulur og stundum hrjúfur og ekki auðvelt fyrir alla að átta sig á honum fyrst í stað. Hann var kraftmikill, duglegur og afkasta- mikill. Byggingameistarinn kom upp mörgum húsum hér á höfuð- borgarsvæðinu og víðar. Vinnan, góðir vinir og félagar veittu honum lífsfyllingu. Hann hafði meiri ánægju af því að gefa en að þiggja. Hann naut þess að taka þátt í störfum Ferðafélaganna. Hann fór í vinnuferðir með Ferðafélagi Íslands og tók hann okkur hjónin með í eina slíka ferð þegar verið var að byggja skála í Nýjadal. Hann varð snemma félagi í Útivist og starfaði ötullega með þeim félagsskap í mörg ár, sér- staklega við byggingar félagsins í Básum. Við hjónin höfðum ánægju af því að fara með honum nokkrar vinnuferðir þangað. Einnig fór yngri sonur okkar Hallgrímur allt frá fimm til sex ára aldri oft með honum í ferðir og vinnuferðir með Útivist. Í þessum félagsskap eignaðist Hallgrímur marga góða félaga og vini og var gerður að heiðursfélaga Útivistar fyrir nokkrum árum. Við Hallgrímur og tveir félagar aðrir byrjuðum að spila saman fyrir um tuttugu árum yfir vetrarmán- uðina. Hann hafði alla tíð mikla ánægju af þessum félagsskap og þessari tómstundaiðju þar til kraft- ar þrutu. Við fórum til hans eftir að hann lagðist á líknardeildina á Landakotsspítala og spiluðum við hann þar. Í fjölskyldunni var hann oftast kallaður „meistarinn“. Þrátt fyrir nokkur áföll hin síðari ár, veikindi og slys náði hann sér þokkalega á milli þar til í byrjun þessa árs. Þau veikindi sem þá greindust var ekki hægt að lækna. Ég er honum þakklátur fyrir sam- fylgdina öll þessi ár. Við áttum margar ánægjulegar, góðar og eft- irminnilegar stundir saman. Fjöl- skylda okkar kveður hann nú þegar komið er að leiðarlokum með hlýhug og söknuði enda var hann nánast einn úr fjölskyldunni. Örn Smári Arnaldsson. Ferðalög með Nafna inn í Þórs- mörk og víðar eru meðal fyrstu og bestu minninga sem ég á. Frá fimm til sex ára aldri og fram á unglingsár fóru flestar helgar á vorin og haust- in í þessar ferðir. Samferðafólk okkar talaði gjarn- an um hann sem afa minn. Hann reyndi aldrei að leiðrétta þennan misskilning og mér lærðist það fljótt að ekki væri ástæða fyrir mig að gera það heldur. Minnugur þessa hafði ég gaman af því um daginn þegar sonur minn á þriðja ári var að velta fyrir sér ættartengslum fólks en hann var á því að Nafni væri afi sinn miklu fremur en frændi. Inni í Básum sá Nafni gjarnan um að elda hafragraut á morgnana, oft ofan í hóp fólks. Þetta var heimsins besti hafragrautur og þótti mér Nafni hinn mesti hafragrautar- meistari. Ég held að ástæðurnar fyrir dálæti mínu á grautnum hans hafi m.a. verið þær að grauturinn var vel saltur og út á hann var alltaf hafður rjómi. Einhvern tíma fékk ég meira að segja kók með og var það mikil upplifun. Þetta rifjaðist upp fyrir mér fyrir skömmu því að síð- ustu dagana sem Nafni dvaldist heima hjá sér gat ég endurgoldið honum þetta að hluta með því að elda fyrir hann hafragraut. Margar ferðir voru farnar inn í Bása á Lödunni hans og þegar ég var orðinn unglingur skiptum við oft um sæti þegar komið var inn á Þórs- merkurafleggjarann. Hann sá þó oftast um að keyra yfir stærstu árn- ar, sérstaklega ef vatnavextir voru einhverjir. Í eitt skipti komum við að ánni sem rennur úr jökullóninu og var hún heldur óárennileg og vatns- mikil. Handan árinnar var hópur fólks á nokkrum jeppatröllum og greinilegt var að mörgum fannst skondið að sjá Lödukrílið birtast þarna og ætla að leggja í fljótið. Nafni ákvað að setjast við stýrið og lagði í ána rólega en af öryggi. Þegar út í miðja á var komið drap bíllinn á sér. Jeppakarlarnir hinum megin brugðu skjótt við og ætluðu heldur betur að bjarga okkur en á meðan teygði Nafni höndina rólega í átt að svissinum og sneri bíllyklinum. Lad- an hrökk í gang og mjakaðist áfram yfir, hægt en örugglega. Þegar upp á bakkann kom sáust engin hæðn- isbrosandi andlit heldur aðeins fólk sem gapti af undrun. Ég var að rifna en Nafni sýndi ekki mikil svipbrigði. Það örlaði þó á glotti ef vel var að gáð og ég fann að honum var skemmt. Nafni var ekki allra, a.m.k. ekki við fyrstu kynni. Tilsvör hans voru sjaldnast blátt áfram og oft tvíræð og því torskilin þeim sem ekki þekktu hann vel. Hann átti líka til að hækka raustina en hann var hvorki langrækinn né illviljaður. Þvert á móti var hann mér, minni fjölskyldu og öðrum vinum sínum mjög trygg- lyndur og góður og gjafmildi hans var einstök. Ég og fleiri nutum þess- arar gjafmildi og félög eins og Úti- vist byggja tilverugrundvöll sinn á mönnum eins og honum sem leggja á sig mikla vinnu og leggja ýmislegt til án þess að taka krónu fyrir. Það þarf ekki mikinn reiknimeistara til að finna út að framlag hans til Úti- vistar væri milljóna virði ef vinnu- stundir afkastamikils fagmanns og ýmis kostnaður væri tekinn saman. Margir kynnu að efast um uppeld- isaðferðir manns sem gefur litlum börnum kók með morgunmatnum. Ég tel þó fátt hafa verið mér hollara og dýrmætara en kynni mín af þess- um búkmikla, sérkennilega og góða karli. Ég kveð frænda og góðan vin sem reyndist mér sem besti afi með söknuði og þakklæti í huga. Hallgrímur Arnarson. Margar minningar koma upp í hugann nú þegar Hallgrímur frændi eða meistarinn, eins og við oft köll- uðum hann, er allur. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna á Sæbrautinni í uppvexti mínum. Okk- ur systkinunum var hann sem afi enda allir afar okkar og ömmur bú- sett norður í landi. Þessi hrjúfi mað- ur, veðurbarinn byggingarmeistar- inn, herðabreiður með stóru hendurnar sínar, hafði hjarta úr gulli, það vissum við börnin manna best. Ég minnist þess ekki að meistar- inn hafi notað aðra yfirhöfn en lopa- peysu og lyktin úr derhúfunni hans fannst mér góð. Minningin um der- húfuna vekur upp minningar um það er ég barnið fékk að greiða meist- aranum og reyndi að fela skallan hans með nokkrum hárum. Hann var alltaf hjá okkur á jólum. Ein jólin gerðum við samning um möndlugjöfina. Þetta var mikill sér- hagsmunasamningur af minni hálfu og fólst hann í því að ég fengi gjöfina til varðveislu hvort okkar sem fengi möndluna, en hann fengi hana stundum lánaða. Hann fékk möndl- una, en styttan af smalastúlkunni sem veitt var í verðlaun stendur enn í hillu í gamla herberginu mínu. Sextugsafmælið í Valhöll á Þing- völlum er mér minnisstætt. Ljós- myndir frá þessum viðburði sýna meistarann glaðbeittan í hópi ætt- ingja og vina; sannur höfðingi sem bauð til svo veglegrar veislu. Síðasta minningin og sú sem er mér kærust er Vestfjarðarferðin. Hallgrímur frændi bauð mér með sér í sumarleyfisferð með Útivist um Barðaströnd og sunnanverða Vestfirði. Þessi ferð er í huga mér sveipuð töfraljóma. Rauði sandur, Svartá, Látrabjarg, Selárdalur, hví- lík kynngimögnuð upplifun fyrir óharðnaða unglingsstúlku. Að leiðarlokum þakka ég fyrir mig. Hallgrímur frændi gaf mér gott veganesti út í lífið. Blessuð sé minning hans. Ásdís Arnardóttir. Þegar keyrt er frá Akureyri fram í fjörð, er afleggjari skammt fyrir sunnan Hvamm til hægri þar sem vegvísir er merktur Vaglir. Enginn bær sést frá veginum en ef afleggj- arinn er keyrður upp á hjallann birt- ist snyrtilegur bær með vel byggð- um húsum og fallegu túni. Bæj- arstæðið er einstakt og útsýnið yfir fjörðinn er dýrlegt yfir byggðina handan árinnar en ekki sést til næstu bæja í hreppnum. Héðan fær maður sýn yfir fjarlægari staði og áhuginn beinist víðar en að næstu nágrönnum. Umhverfið gefur manni öryggiskennd sem segir að hér er maður frjáls og öruggur. Hingað kemur enginn sem ekki á erindi. Sá sem þetta ritar átti heima í Hrafnagilshreppi fyrir margt löngu, en ekki kom hann í Vaglir fyrr en hálfri öld síðar og enn í dag finnast Eyfirðingar, hreinræktaðir, sem ekki hafa komið í Vaglir. Vaglamenn voru lagtækir. Til þeirra var gjarna leitað er dytta þurfti að húsum eða laga amboð. All- ir þekktu Vaglamenn og þeir voru mikils metnir. Þeir tóku þó ekki þátt í deilum nema þá í gamansömum tón. Þeir voru aufúsugestir alls stað- ar og allir þekktu þá. Hallgrímur Benediktsson var fæddur og upp alinn á Vöglum. Hann átti við vanheilsu að stríða á sínum unglingsárum, en flyst full- orðinn suður og gerist húsasmíða- meistari. Hann var einstaklega far- sæll og vinsæll hjá þeim sem hann vann fyrir og ekki síður hjá þeim sem hjá honum unnu. Marga lær- lingana hafði hann og auðvitað gekk þá á ýmsu þegar tápmiklir ungling- ar áttu í hlut, með óráðna framtíð og margvísleg áhugamál, ekki öll bund- in við húsasmíði. Ekki urðu allir lær- lingar hans húsameistarar. Sumir sneru sér að öðrum störfum. Einn þeirra varð þjóðkunnur leikari. Ég fullyrði ekki að húsasmíðanámið hjá Hallgrími hafi lagt grunninn að hans list en viss er ég þó um að ekki hefir það spillt. Á sjötugsafmæli Hallgríms héldu lærlingar hans honum veglega veislu og gerðu fjöl úr mótatimbri, haglega, sem allir rituðu nafn sitt á. Höfundur þessara fátæklegu orða kynntist Hallgrími þegar báðir voru fullorðnir. Við spiluðum brids í góð- um hópi hálfsmánaðarlega. Ánægj- an var slík að ef féll úr dagur þá unn- um við það upp með aukavinnu. Hallgrímur var gamansamur. Allt til dauðadags laumaði hann fram sínum einstöku athugasemdum. Við heimsókn á líknardeild daginn áður en hann dó var hann kvaddur með ósköp venjulegum orðum: „Við kom- um fljótlega aftur.“ Hallgrímur svaraði: „Þið eruð vís til þess. Maður er hvergi óhultur.“ Það er ekki oft sem maður fer hlæjandi út frá dán- arbeði. Það verður erfitt að finna nýjan spilafélaga. Stefán Yngvi Finnbogason. Hann Hallgrímur minn, okkar, er farinn, hann er allur. Ekki grunaði okkur þegar við kynntumst við skálabygginguna í Básum á Goða- landi sunnan við Þórsmörk, að svo oft myndum við lepja saman upp- hitað kaffi „frá í gær“ og að við Svenni Davíðs myndum svo oft að- stoða kallinn þegar spilafélagarnir voru væntanlegir, svo sem þrisvar á vetri. Við fórum fyrir klukkan átta og komum um tíuleytið til að hita meira kaffi, græja bakkelsið og drekka með spilagenginu. Hvernig kynntist ég Hallgrími? Í Útivistarkvöldgöngu í júlímán- uði 1980 spurði einn göngufélaginn mig hvort ég væri ekki lagtækur og hvort ég myndi ekki vilja koma að skálabyggingunni í Básum. Ég var síðan þar um hverja einustu helgi fram í október. Úr ársriti Útivistar nr. 7/1981: „En á morgnana vakti Hallgrímur Benediktsson, yfirsmið- ur, mannskapinn með nýsoðnum hafragraut, eggjum, súrum hrúts- pungum og slátri (með félagskveðju, Jón I. Bjarnason).“ Ég frétti um daginn að Grímur hefði verið lagður inn á Landakots- spítala. Ég fór til að vitja hans eftir að hafa verið í burtu um skeið. Gangavörðurinn fann hann ekki á sjúklingaskránni. Þegar ég kom heim frétti ég símleiðis að vinur minn hefði kvatt þennan heim. Bestu þakkir, minn góði vinur. Markús Sveinsson. Látinn er í Reykjavík Hallgrímur Benediktsson trésmíðameistari á áttugasta aldursári. Hallgrímur var fæddur og uppalinn á Vöglum í Eyjafjarðarsveit. Hálffertugur fór hann til Reykjavíkur og lærði húsa- smíði. Næstu 30 árin stóð hann fyrir smíði fjölda húsa í Reykjavík og var vinsæll byggingarmeistari. Ég hitti Hallgrím fyrst 1981 þeg- ar hann kom til liðs við okkur í ferðafélaginu Útivist. Það ár hafði félagið keypt timbur úr húsi sem verið var að rífa við Grettisgötu 3B og ennfremur fengið leyfi til að byggja skála í Básum á Goðalandi. Mikil stemmning var meðal fé- lagsmanna um að reisa skálann. Fjörutíu til sextíu manns komu í hverja vinnuferð, konur jafnt sem karlar. Sofið var í tjöldum. En svo kom Hallgrímur í þriðju vinnuferð og flutti með sér á vörubíl lítið gam- alt íbúðarhús sem staðið hafði við Bræðraborgarstíg. Þetta hús var notað sem mötuneyti. Eftir erfiðan vinnudag sátu menn í þessu húsi fram eftir kvöldi, nutu risnu félags- ins og ef til vill svolítið meira, sungu og spjölluðu. Inn í þennan fé- lagsskap kom Hallgrímur. Hann hreifst af vinnugleðinni og fé- lagsskapnum og fyrr en varði var hann tekinn við allri stjórn bygg- ingaframkvæmda. Það var eins hann og væri vakandi og sofandi með hugann við framkvæmdirnar í Básum. Það var mikið happ fyrir Útivist að fá Hallgrím í sínar raðir. Í þeim félagsskap eignaðist hann fjölda vina og kunningja og var mjög virt- ur. Hann sat í nokkur ár í stjórn Úti- vistar og var hann gerður að heið- ursfélaga. Hallgrímur var fremur dulur og fámáll við ókunnuga og ekki allra að blanda geði við hann en var tryggur vinur vina sinna og einstaklega barngóður. Eitt síðasta verk hans var að endurbyggja æskuheimili sitt að Vöglum í Eyjafjarðarsveit. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til Hallgríms Bene- diktssonar sem kom svo miklu í verk í þágu ferðafélagsins Útivistar. Blessuð sé minning hans. Arnold Bjarnason. HALLGRÍMUR BENEDIKTSSON Elsku Ingi okkar. Okkur var mjög brugðið við fréttina um ótímabært andlát þitt. Við vonum að þú hafir öðlast innri frið og að þér líði betur. Eitt er víst að þín verður sárt saknað á næsta endur- fundi árgangsins okkar úr Álfta- mýrarskóla, hópurinn verður aldr- ei sá sami án þín. Eftir standa ljúfar minningar um góðan vin. Þú verður ávallt í hjarta okkar allra. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. INGIBERGUR FRIÐRIK KRISTINSSON ✝ Ingibergur Frið-rik Kristinsson fæddist 1. janúar 1977. Hann lést 24. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 4. apríl. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við biðjum Guð að vaka yfir og vernda fjölskyldu, ættingja og nán- ustu vini Inga sem hafa misst svo mikið. Þínar skólasystur úr Álfta- mýrarskóla, Elín Björg, Margrét, Inga, Íris, Anný, Lilja, Fjóla og Guðrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.