Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 1

Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 1
94. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. APRÍL 2002 FLOKKAR hófsamra hægrimanna í Frakklandi ætla að sameinast í einum flokki eða bandalagi fyrir þingkosningarnar í júní til að bægja frá hættunni á auknum áhrifum hægriöfgamanna, að sögn for- ystumanna í tveimur flokkanna í gær. Leiðtogar Sósíalistaflokksins eru einnig sagðir vilja mynda bandalag með öðrum vinstriflokkum í þingkosning- unum eftir óvæntan sigur hægriöfgamannsins Jean-Marie Le Pens á forsetaefni sósíalista í fyrri umferð forsetakosninganna á sunnudag. Sigur Le Pens gæti valdið straumhvörfum í frönskum stjórnmálum því gangi sameiningar- áformin eftir geta franskir kjósendur valið á milli þriggja kosta í þingkosningunum: hægrimanna, vinstrimanna og flokks Le Pens, Þjóðarfylkingar- innar. Lýðveldisfylkingin (RPR), flokkur Jacques Chir- ac forseta, Samtök um lýðræði í Frakklandi (UDF) og Frjálslyndir lýðræðissinnar (DL) ætla að stofna „einn stóran flokk“, sem á að heita „Samtök um for- setameirihluta“, að sögn formanns þingflokks UDF, Philippe Douste-Blazy. Hann sagði eftir fund leiðtoga flokkanna þriggja að nýja bandalagið myndi aðeins tilnefna einn frambjóðanda í hverju kjördæmi og þingmenn þess yrðu í einum þing- flokki. Alain Madelin, leiðtogi Frjálslyndra lýðræðis- sinna, kvaðst hins vegar vera andvígur því að hægriflokkarnir mynduðu „einn flokk“. Annar for- ystumaður Frjálslyndra lýðræðissinna kvaðst einnig líta svo á að Samtök um forsetameirihluta ættu að vera „hreyfing“ en ekki flokkur. Markmiðið með sameiginlegu framboði er að koma í veg fyrir að Þjóðarfylkingin hagnist á því að atkvæði miðju- og hægrimanna dreifist á marga flokka í þingkosningunum. Chirac forseti óttast að Þjóðarfylkingin og vinstrimenn auki fylgi sitt í þingkosningunum á kostnað hægriflokkanna þriggja og það verði til þess að sósíalistar geti myndað nýja ríkisstjórn. Leiðtogar Sósíalistaflokksins segjast ætla að mynda bandalag á vinstrivængnum sameinist hægriflokkarnir gegn Le Pen. Chirac hafnar kappræðum Chirac hafnaði í gær áskorun Le Pens um að efnt yrði til sjónvarpskappræðna milli frambjóðend- anna tveggja eins og venja er í Frakklandi fyrir síð- ari umferð forsetakosninga. Le Pen lýsti ákvörðun forsetans sem „hneyksli“ og „óþolandi árás á reglur lýðræðisins“. Le Pen kvaðst ekki taka mark á skoðanakönn- unum sem benda til þess að 77% Frakka ætli að kjósa Chirac. „Ég get náð kjöri,“ sagði Le Pen. „Ég er forsetaefni fólksins gegn forsetaefni kerfisins. Ég reiði mig á milljónir Frakka sem eru óánægðar með ástandið.“ Hægriflokkar ætla að sameinast gegn Le Pen París. AFP. TALIÐ er að alls hafi um 90.000 manns tekið þátt í götumótmælum gegn hægriöfgamanninum Jean- Marie Le Pen í París og fleiri frönsk- um borgum í gær. Vinstriflokkar, verkalýðsfélög og samtök náms- manna stóðu fyrir mótmælunum og ætla að halda þeim áfram á degi hverjum fram að síðari umferð for- setakosninganna 5. maí þegar kosið verður á milli Le Pens og Jacques Chirac forseta. Mótmælendur í París halda hér á forsíðu dagblaðsins Lib- eration með fyrirsögninni „Nei“ yfir mynd af Le Pen. Götumót- mæli gegn Le Pen Reuters DANSKA kirkjumálaráðu- neytið hefur hafnað umsókn danska ásatrúarfélagsins Forn Sidr um að það verði skráð sem trúfélag, að sögn danskra fjöl- miðla í gær. Ásatrúarfélög eru viður- kennd sem trúfélög á Íslandi og í Noregi en fimm manna nefnd danska kirkjumálaráðuneytis- ins hefur komist að þeirri nið- urstöðu að ásatrú eigi ekki að fá sömu stöðu í Danmörku. Kirkjumálaráðuneytið kvaðst hafa sent ásatrúarfélag- inu tilkynningu um synjunina en vildi ekki rökstyðja hana að svo stöddu. „Hugsanlegt er að Forn Sidr vilji leggja fram ný rök fyrir umsókn sinni. Gerist það verð- ur hún tekin aftur fyrir í ráð- gjafarnefndinni, en að öðrum kosti teljum við að málinu sé lokið,“ sagði embættismaður í kirkjumálaráðuneytinu. Ráðu- neytið hefur þó aldrei skráð trúfélag eftir að umsókn þess hefur verið hafnað. Ásatrú hafnað JÓHANNES Páll páfi tjáði banda- rískum kardínálum í gær að hann væri „afar sorgmæddur“ vegna þeirra kynferðislegu ofbeldismála er komið hefðu upp innan rómversk- kaþólsku kirkjunnar. Prestar hefðu „valdið ungu fólki mikilli þjáningu og hneykslan“. Samráðsfundur banda- rísku kardínálanna með páfa hófst í gær og lýkur í dag. Fjöldi hneykslismála sem tengjast rómversk-kaþólsku kirkjunni hefur komið upp í Bandaríkjunum undan- farið. Hafa gagnrýnendur m.a. kraf- ist afsagnar æðstu manna hennar og m.a. vísað til þess að þeir hafi í viss- um tilvikum reynt að þegja í hel mál þar sem um var að ræða kynferð- isbrot presta gagnvart börnum. Páfi sagði að þau níðingsverk sem hefðu leitt kirkjuna inn í þessa kreppu væru ekki með nokkru móti réttlætanleg. „Samfélagið lítur rétti- lega á þau sem glæp, auk þess sem Guð lítur á þau sem svívirðilega synd.“ Páfi „afar sorgmæddur“ AP Jóhannes Páll páfi ávarpar bandaríska kardínála í Páfagarði. Segir níðings- verk kirkjunnar þjóna óréttlæt- anleg með öllu Vatíkaninu. AFP. ÚTVARPSSTÖÐ í Ísrael sagði í gærkvöldi að stjórn landsins hefði ákveðið að fresta komu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna til Jenín á Vesturbakkanum þar sem hún á að rannsaka ásakanir um að Ísraelsher hefði framið fjöldamorð. Stjórnin hafði samþykkt rann- sóknina en var sögð hafa frestað henni vegna þess að hún teldi nefnd- ina „of pólitíska“. Reynt að binda enda á umsátrið Samningaviðræður, sem miðuðust að því að binda enda á þriggja vikna umsátur Ísraelshers um Fæðingar- kirkjuna í Betlehem, báru ekki ár- angur í gær. Samningamenn Ísraela og Palestínumanna sögðu þó að mið- að hefði í samkomulagsátt og við- ræðunum yrði haldið áfram í dag. Hundruð Palestínumanna eru í Fæðingarkirkjunni, þeirra á meðal 30 meintir hryðjuverkamenn sem Ísraelar vilja að verði annaðhvort saksóttir í Ísrael eða reknir í útlegð. Palestínumenn hafa hins vegar lagt til að mennirnir verði fluttir á Gaza- svæðið og sóttir þar til saka. Gadi Golan, deildarstjóri trúmála- deildar ísraelska utanríkisráðuneyt- isins, sagði að Ísraelar hefðu ekki hafnað tillögu Palestínumanna form- lega. Hann bætti þó við að Ísraelar myndu ekki samþykkja að Palest- ínumennirnir yrðu leiddir fyrir rétt á Gaza-svæðinu. „Það hefur gerst of oft að Palestínumenn handtaki hryðjuverkamenn og hleypi þeim síðan út á göturnar.“ Rannsókn í Jenín frestað Betlehem, Jerúsalem. AP, AFP.  Palestínumenn/24 STJÓRN Argentínu bauðst í gær til að segja af sér á fundi með Eduardo Duhalde forseta eftir að efnahags- málaráðherra hennar, Jorge Remes Lenicov, ákvað að láta af embætti. Heimildarmaður í stjórninni sagði að forsetinn væri að íhuga uppstokk- un á stjórninni og breytingar á efna- hagsstefnunni. Remes sagði af sér skömmu eftir að þingið hafnaði til- lögu hans um að þeir sem vilja taka út sparifé sitt í bönkunum fái það greitt í langtímaskuldabréfum en ekki reiðufé. Stjórnarskipti í Argentínu? Buenos Aires. AFP.  Duhalde/22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.