Morgunblaðið - 24.04.2002, Page 12
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Fuglinn sækir linnulaust í skelina sem notuð er í undirstöðu fyrir göngustíga.
með því þegar nýr skeljafarmur
var losaður á svæðið með tilheyr-
andi æti fyrir þá. Að sögn verktak-
ans í skeljaakstrinum eru þarna
hinar ýmsu sjófuglategundir; síla-
mávur, grámávur, hettumávur,
svartbakur og skegla.
Fólkið í nærliggjandi húsum og
stofnunum hefur þurft að taka á
þolinmæðinni því ónæði og óþrifn-
aður er af slíkum fuglahópi og
ekki alltaf heppilegt að hengja
þvott á snúrur þegar mávagerið er
sem mest. Það er loks að taka
enda og búið er að moka yfir alla
skel í skrúðgarðinum en eftir er
þó einhver skeljaakstur í burð-
arlag fyrir göngustíga um þorpið,
í litlum mæli þó.
Áætlað er að gerð skrúðgarðs-
ins verði lokið næsta sumar en á
þessu ári verða græn svæði þöku-
lögð, beðin mótuð og göngustígar
fullgerðir. Gróðursetning, lýsing
og fleira bíður næsta sumars en
búið er að leggja rafstrengi í
göngustíga.
Mikið gróðurátak er framundan
í landi Þórshafnarhrepps en Land-
græðslan hefur gefið þúsundir
plantna sem verða gróðursettar í
sumar og eiga að mynda svokall-
aðan gróðurtrefil kringum þorpið
og er það aðeins fyrsti áfangi í
landgræðsluátaki hjá Þórshafn-
arhreppi.
Fuglarnir sækja grimmt í skelina
Þórshöfn. Morgunblaðið.
Á ÞÓRSHÖFN er unnið að gerð
skrúðgarðs miðsvæðis í þorpinu og
er það Sparisjóður Þórshafnar og
nágrennis sem kostar framkvæmd-
ina og lagði til þess um þrettán
milljónir. Garðurinn er vel stað-
settur, en að honum liggja helstu
þjónustustofnanir í plássinu.
Byrjað var á verkinu í fyrrasum-
ar en Þórshafnarhreppur sér um
framkvæmdina og nýtir sinn
mannskap og tæki, jafnframt því
að fá þjónustu fagaðila eftir þörf-
um. Veturinn hefur verið mildur
og því hefur verið unnið að skurð-
greftri og drenlögnum í garðinum
meira og minna í allan vetur.
Mikið fellur til af kúskel í
tengslum við kúfiskvinnslu Hrað-
frystistöðvarinnar og hefur skelin
verið notuð í dren og í undirstöðu í
göngustíga en það hefur sparað
milljónir í verkinu, að sögn fram-
kvæmdaraðila. Skelin er mjög
hentugt efni til þessa brúks og um
stuttan veg að flytja hana.
Fuglarnir koma
Böggull fylgir þó skammrifi því
mávarnir sækja grimmt í skelina
svo þessa dagana líkist miðbær
Þórshafnar helst sviði í hinni
frægu kvikmynd Alfreds Hitch-
cocks, Fuglarnir. Þó reynt hafi
verið að moka jafnharðan yfir
skelina voru fuglarnir samt fljót-
ari í förum og virtust fylgjast vel
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EIGNAMIÐLUNIN ehf. hefur
fengið höfuðstöðvar OZ hf. við
Snorrabraut 54 og 56, sem áður var
húsnæði Osta- og smjörsölunnar, til
sölu. Ásett verð er 99 milljónir
króna og verða eignirnar lausar
fljótlega.
Eignin skiptist í tvær húseignir,
framhús sem er samtals 800 fer-
metrar og um 340 fermetra bakhús
á einni hæð. Í fremra húsinu, sem
var byggt árið 1929, er 270 fermetra
kjallari sem í dag er nýttur undir
kaffiaðstöðu, loftkælt tölvuver og
geymslurými. Á fyrstu hæð er skrif-
stofurými sem skiptist í hol, mót-
töku og fundarsal. Önnur hæð skipt-
ist í fimm skrifstofur, þrjá vinnusali,
snyrtingar og geymslurými. Bak-
húsið er innréttað sem skrifstofu- og
vinnurými. Húseignirnar hafa verið
endurnýjaðar frá grunni. Búið er að
endurnýja allar tölvulagnir í báðum
húsunum og tengja ljósleiðara á
milli þeirra. Lóðin er malbikuð með
fjölda bílastæða.
Skúli Valberg Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri OZ, segir að ákveðið
hafi verið að selja húsið þar sem til
stendur að flytja höfuðstöðvar OZ
til Montreal í Kanada. Starfsemi OZ
á Íslandi verði eftir flutning höf-
uðstöðvanna á efri hæðinni á
Snorrabraut 56, þar sem ÁTVR
hafði einu sinni útibú. Skúli segir að
í gegnum árin hafi margir sýnt fast-
eigninni áhuga, enda sé húsið fallegt
og hluti af iðnaðarsögu Íslands.
Höfuðstöðvar tölvufyrirtækisins OZ hf. við Snorrabraut
Hús OZ við Snorrabraut þar sem ostabúð var áður til húsa.
Til sölu
fyrir 99
milljónir
LEIGA á orlofshúsum Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, VR,
hækkar frá 1. júní í sumar um 5 þús-
und krónur frá síðasta ári, miðað við
vikugjald. Helgarleiga hækkar um
2.500 krónur. Leiga á orlofshúsi með
heitum potti fer upp í 17 þúsund krón-
ur á viku, sem er 42% hækkun frá síð-
asta sumri. Leiga á tjaldvögnum
hækkar einnig um 5 þúsund krónur.
Á móti fá fullgildir félagsmenn VR
orlofsávísun upp á sömu upphæð, eða
5 þúsund krónur, sem þeir geta notað
við greiðslu á orlofshúsi eða tjald-
vagni. Sæki þeir ekki um, eða fá ekki
úthlutað, geta þeir leyst ávísunina út
sem innborgun vegna ferðalaga inn-
anlands hjá Ferðafélagi Íslands, Úti-
vist og Fosshótelunum og vegna ut-
anlandsferða hjá Heimsferðum og
Heimsklúbbi Ingólfs.
Fullgildir félagsmenn í VR eru um
16 þúsund talsins og er verið að senda
ávísanirnar til þeirra um þessar
mundir. Í boði eru um 50 orlofshús
víðs vegar um landið og 37 tjaldvagn-
ar. Þar af á félagið sjálft um 40 hús.
Þá eru hús áfram í boði á Spáni. Viku-
leiga fyrir orlofshús án potts, innan-
lands, verður í sumar 15.500 kr. en
var um 10 þúsund í fyrra. Leiga á
tjaldvagni í sex daga kostar 13.500 kr.
og 22.000 í þrettán daga.
Einar M. Nikulásson, umsjónar-
maður orlofsmála hjá VR, segir að
ástæðu hækkunarinnar megi fyrst og
fremst rekja til aukins kostnaðar við
rekstur þeirra. Húsin séu eftir sem
áður mikið niðurgreidd og gjaldskrá
hafi ekki verið breytt undanfarin tvö
ár. Einar segir að rekstur hefðbund-
ins orlofshúss kosti félagið um 40 þús-
und krónur á viku.
„Við ákváðum að breyta gjald-
skránni þannig að hækka vikuleiguna
um 5 þúsund krónur. Á móti kemur
að öllum félagsmönnum er send ávís-
un upp á sömu upphæð sem þeir geta
notað. Hækkunin er því engin fyrir
félagsmenn en kemur að sjálfsögðu
við aðra sem hafa fengið hús hjá okk-
ur. Þeir eru sárafáir yfir sumartím-
ann, langflestir eru innan VR,“ segir
Einar. Um 2 þúsund félagarVR hafa á
ári nýtt sér orlofshús eða tjaldvagna.
Margir vilja gera eitthvað annað
Aðspurður hvort VR sé að stýra
notkun orlofshúsanna meira til fé-
lagsmanna með hækkun gjaldskrár
og útgáfu ávísananna segir Einar
mörg dæmi þess að að félagsmenn
láni nöfn sín þegar leigt sé út. Þetta sé
þó ekki meginástæða breytinganna.
„Við vitum sem er að félagsmenn
okkar vilja ekki allir fara í orlofshús
eða leigja tjaldvagn. Margir vilja gera
eitthvað annað og því var ávísunin
send til allra félagsmanna. Ef allir
nýta sér þær, þá erum við í raun
hvorki að minnka niðurgreiðslur í
rekstri orlofshúsa né að hækka gjald-
skrána. Við erum einfaldlega að gefa
fleirum kost á að nýta sér þessa pen-
inga úr orlofssjóði,“ segir Einar.
VR breytir gjaldskrá orlofshúsa og tjaldvagna
Leiga hækkuð en ávísun
verður gefin út á móti
ÁKÆRA gegn Goða Gunnars-
syni, framkvæmdastjóra
Costgo, var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í fyrradag.
Hann er ákærður fyrir fjársvik
en fyrir dómi neitaði hann sak-
argiftum.
Málið komst í hámæli í kjöl-
far auglýsingar í Fréttablaðinu
5. nóvember þar sem fólki var
gefinn kostur á að panta sím-
leiðis vörur á heildsöluverði
sem átti ýmist að afhenda sam-
dægurs eða eftir fimm daga. Er
hann ákærður fyrir að hafa
sama dag og þann næsta blekkt
fólk sem hringdi til að leggja
5.000 krónur inn á bankareikn-
ing og fá í staðinn svonefndan
Costgo-vörulista og aðgang að
frekari viðskiptum. Þetta hafi
hann gert þrátt fyrir að hann
hefði hvorki vörurnar á boð-
stólum né stæði í nokkrum við-
skiptasamböndum um öflun
þeirra. Þannig hafi hann blekkt
85 manns til að greiða rúmlega
450.000 krónur.
Blekið hvarf
Þá er hann ákærður fyrir að
hafa svikið út vörur fyrir hátt í
700 þúsund úr verslun Byko í
Kópavogi. Hann skrifaði m.a.
tékka upp á um 500 þúsund
með bleki sem hvarf þremur
dögum síðar. Eyðublaðið var í
eigu húsfélagsins þar sem Goði
var búsettur og var tékkinn
gefinn út í óleyfi.
Fram-
kvæmda-
stjóri Costgo
neitar sak-
argiftum
Haraldur
stefnir á
3. búðir á
föstudag
HARALDUR Örn Ólafsson
Everest-fari stefnir á þriðju
búðir í 7.500 metra hæð á Ever-
est á föstudag þar sem hann
mun gista eina nótt áður en
hann lækkar sig aftur niður í
aðrar búðir eða grunnbúðir.
Aðspurður um hæfni fólks í
öðrum leiðöngrum á fjallinu
þetta árið segir Haraldur að
nokkuð sé um óvana, eins og er á
öllum vinsælum fjöllum því „það
er ekki fjallið sem velur fólkið,
heldur öfugt“, sagði Haraldur úr
öðrum búðum. Hann sagði flesta
þó mjög hæfa fjallgöngumenn á
yfirstandandi klifurtímabili.
Reynir í annað sinn
Til fróðleiks má nefna að
ferðafélagi Haralds er John
Tasker, sem reyndi uppgöngu á
Everest vorið 1996 þegar 33
fjallgöngumenn úr þremur leið-
öngrum lögðu til atlögu við tind-
inn aðfaranótt 10. maí. Áður en
sólarhringur var liðinn voru sjö
manns látnir úr kulda og þreytu
í ofsaveðri sem skall á skyndi-
lega og fimm manns til viðbótar
létust í kjölfarið. Nokkrar bæk-
ur hafa verið skrifaðar um þessa
atburði og er þekktust þeirra
Into Thin Air eftir bandaríska
blaðamanninn Jon Krakauer
þar sem Tasker kemur við sögu.
Tasker bjargaði lífi sínu með því
að snúa við frá tindinum í tæka
tíð, en er nú mættur á nýjan leik,
62 ára að aldri og mjög öflugur
fjallgöngumaður að sögn Har-
alds. Tasker er þó ekki aldurs-
forsetinn á fjallinu því 68 ára
maður mun ætla að verða elsti
maðurinn til að klífa Everest nú
í vor.
Ársreikningur Fjarða-
byggðar staðfestur
Skatt-
tekjur 3,5%
lægri en
áætlað var
ÁRSREIKNINGUR Fjarðabyggð-
ar fyrir árið 2001 var staðfestur ný-
lega í bæjarstjórn eftir seinni um-
ræðu. Skatttekjur bæjarsjóðs námu
788 milljónum króna, sem er 3,5%
lægra en áætlun gerði ráð fyrir. Al-
menn rekstrargjöld námu 1,1 millj-
arði sem er um 1% umfram áætlun.
Tekjur málaflokka Fjarðabyggðar
námu 427 milljónum á síðasta ári og
því voru tekjur umfram rekstrar-
gjöld rúmar 90 milljónir kr. Á launa-
skrá sveitarfélagsins voru alls 708
starfsmenn í fyrra í 215 stöðugildum.
Launagreiðslur námu alls 502 millj-
ónum, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Fjarðabyggð.
Fjárfest fyrir
290 milljónir
Rekstur málaflokka nam um 690
milljónum, eða 87,6% af skatt-
tekjum, en áætlun ársins gerði ráð
fyrir 683 milljónum í rekstur.
Stærsti málaflokkurinn var sem fyrr
fræðslumál en í hann voru veitt 34%
af skatttekjum. Þar á eftir koma fé-
lagsmál með 15%, æskulýðs- og
íþróttamál með 8% og svo yfirstjórn
sveitarfélagsins með rúm 7%.
Fjarðabyggð fjárfesti á síðasta ári
fyrir tæpar 290 milljónir króna. Þar
vega þyngst byggingarframkvæmd-
ir við Grunnskóla Eskifjarðar og
Nesskóla, endurbygging sundlaug-
ar, nýbygging gatna og holræsa og
framkvæmdir við vatnsveitu. Fjár-
festingar voru í samræmi við áætlun
ársins.
Peningalegar eignir bæjarsjóðs og
allra bæjarfyrirtækja námu 618
milljónum króna um síðustu áramót
en voru um 680 milljónir ári áður.
Heildarskuldir, án lífeyrisskuldbind-
inga, námu rúmum 2 milljörðum kr. í
lok árs 2001 og neikvæð peningaleg
staða án lífeyrisskuldbindinga var
tæpir 1,5 milljarðar. Að meðtöldum
skuldbindingum lífeyris var neikvæð
peningaleg staða bæjarsjóðs og bæj-
arfyrirtækja Fjarðabyggðar tæpir
1,8 milljarðar um síðustu áramót.