Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 21 Ömmubakstursle ikar Keppnisgreinar Smur› flatkaka; besta uppskriftin af flatkökum og áleggi Smur› skonsa; besta uppskriftin af skonsum og áleggi Sendu uppskrift á 0mmubakstur.is fyrir 3.maí. Eina skilyr›i› er a› innsendar uppskriftir geri rá› fyrir heitri e›a kaldri flatköku e›a skonsu frá Ömmubakstri. Úrslitin ver›a tilkynnt á Bylgjunni. Glæsileg ver›laun 1. ver›laun: Ævint‡rafer› fyrir tvo til höfu›borgar smurbrau›sins, Kaupmannahafnar 2.-3. ver›laun: Smurbrau›sveisla á Jómfrúnni 4.-10. ver›laun: Gjafakarfa frá Ömmubakstri ommubakstur.is N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is fyrir 3. maí U p p s k r i f t a s a m k e p p n i ESTIME, skip Atlantsskipa, lagðist í fyrsta sinn að bryggju í Kópavogi í gær og þar með er Kópavogshöfn orðin alþjóðleg flutningshöfn með reglubundnum siglingum. Koma skipsins markar tvenn tímamót því skipið er einnig að sigla fyrstu sigl- ingu Atlantsskipa í Evrópusigling- um. Á þessum tímamótum hefja Atl- antsskip formlega starfsemi sína í Kópavogi með reglubundnum sigl- ingum til Evrópu og Bandaríkjanna ásamt tengiflutningum um allan heim. Stefán Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Atlantsskipa, segir að stefnt hafi verið að Evrópusiglingum undanfarin tvö ár. „Allt frá því að við hófum siglingar til Ameríku höfum við stefnt að því að hefja siglingar til Evrópu líka. Evrópumarkaðurinn er allt að sjö sinnum stærri markaður. Hjarta sjóflutninga í Evrópu slær í Rotterdam og þannig getum við boð- ið alla þjónustu við tengihafnir sem Íslendingar eru að versla við.“ 20% lægra flutningaverð Stefán segir að Atlantsskip hafi með skipulagi sínu í flutningum náð fram mikilli hagræðingu og geti því boðið 20% lægra flutningaverð á sjó- frakt til og frá Evrópu en hingað til hefur þekkst, sem án efa eigi eftir að skila sér í lægra vöruverði til ís- lenskra neytenda eins og þegar hef- ur gerst vegna lækkunar félagsins á sjófrakt frá Ameríku undanfarin ár. „Verð á sjóflutningum hefur hækkað töluvert að undanförnu og að okkar mati hefur ekki verið virk samkeppni í sjóflutningum hér á landi. Okkar aðalmarkaður er höfuðborgarsvæðið og helstu hafnir í Evrópu. Við erum þannig ekki að eltast við allan mark- aðinn, heldur meginþorra hans. Við gerum okkur vel grein fyrir því hvar kostnaðurinn liggur og munum ekki niðurgreiða flutninga annars staðar á kostnað hinna. Þannig getum við boðið lægra verð.“ Estime verður á Íslandi á 10 daga fresti og segir Stef- án að markmiðið sé að ná 5% mark- aðshlutdeild með skipinu á næstu 12 mánuðum. Markaðurinn ráði því síð- an hvort öðru skipi verður bætt við eða fleiri höfnum. „Við erum búnir að koma okkur vel fyrir í Kópavogi og þar er aðstaðan eins og best verð- ur á kosið. Við höfum nýverið flutt aðalskrif- stofur okkar á hafnarbakkann í Kópavogshöfn, auk þess sem við höf- um tekið í gagnið glæsilegt vöruhús þar og þarna er góður gámavöllur,“ segir Stefán. Kópavogshöfn verð- ur alþjóðleg höfn Morgunblaðið/RAX Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, tekur á móti flutn- ingaskipinu Estime við komu þess til Kópavogshafnar í gær. Atlantsskip hefja formlega reglu- bundnar siglingar til Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.