Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 23
ÞRÍR menn létust og 265 manns
slösuðust þegar flutningalest og
farþegalest rákust saman í Suður-
Kaliforníu í gær. Létust tveir við
áreksturinn en einn eftir að kom-
ið var á sjúkrahús. 25 voru taldir
alvarlega slasaðir en aðrir minna.
Flutningalestin var á leið norð-
ur en farþegalestin var á suð-
urleið nokkuð fyrir sunnan Los
Angeles þegar þær rákust saman.
Fóru þá tveir farþegavagnanna,
fullir af fólki, út af brautartein-
unum. Haft er eftir vitnum, að
búið hafi verið að stöðva farþega-
lestina þegar flutningalestin skall
framan á henni á 50 km hraða á
klukkustund. Slökkviliðsmenn,
lækna og aðra björgunarmenn
dreif að á skammri stundu og
veittu þeir fólkinu fyrstu hjálp á
staðnum eftir að búið var að ná
því út.
Ekki er vitað hvernig á því
stóð, að lestir voru á sömu tein-
unum. Fyrir viku varð lestarslys
á Flórída og fórust þá fjórir
menn.
Þrír létust og
hundruð slösuðust
AP
Spá hag-
vaxtar-
skeiði í
Þýskalandi
Berlín, Frankfurt. AFP.
ÞÝSKIR hagfræðingar telja að
samdráttarskeið sé senn á enda í
Þýskalandi. Á sama tíma segja for-
ystumenn IG Metall, sem er verka-
lýðsfélag raf- og málmiðnaðar-
manna, að verkföll séu
óhjákvæmileg.
Sex virtustu hagfræðistofnanir
Þýskalands birtu í gær sameigin-
lega skýrslu sína fyrir fyrri helm-
ing þessa árs. Segir í skýrslunni að
Þýskaland standi á þröskuldi nýs
hagvaxtarskeiðs nú í vor og að á
síðari hluta þessa árs muni efna-
hagur landsins taka við sér til
muna.
Spá stofnanirnar 0,9% hagvexti á
þessu ári en 2,4% á næsta ári. Hag-
vöxtur á síðasta ári var aðeins 0,6%.
Stofnanirnar skýra spá sína á
þann hátt að eftirspurn eftir þýsk-
um framleiðsluvörum muni senn
aukast nú þegar efnahagur heims-
ins er að taka við sér að nýju. Aukin
bjartsýni manna í þeim efnum muni
síðan hafa þær afleiðingar að þýskir
fjárfestar hugsi sér til hreyfings á
nýjan leik.
Hagfræðistofnanirnar spá því
ennfremur að atvinnuleysi í Þýska-
landi muni á þessu ári mælast 9,3%,
sem er 0,2% hækkun frá því í fyrra,
en að á næsta ári muni það mælast
minna, eða 8,9%.
Þýska dagblaðið Bild hafði hins
vegar eftir Klaus Zwickel, formanni
IG Metall, sem er verkalýðsfélag
raf- og málmiðnaðarmanna, í gær
að 100% líkur væru nú á því að til
verkfalla kæmi – ekki yrði um frek-
ari viðræður við vinnuveitendur að
ræða.
IG Metall hafnaði á föstudag til-
boði vinnuveitenda í Baden-Würt-
emberg um 3,3% launahækkun.
Verkalýðsfélögin fóru upphaflega
fram á 6,5% launahækkun en höfðu
lækkað kröfuna í 4%.
Íslamskir
öfgamenn
handteknir
Berlín. AP.
LÖGREGLA í Þýskalandi hefur
handtekið ellefu meðlimi íslamskra
öfgasamtaka vegna gruns um að þeir
hafi verið að leggja á ráðin um
hryðjuverk í landinu, að því er sak-
sóknarar greindu frá í gær. Hinir
handteknu voru færðir til yfir-
heyrslu. Þeir eru grunaðir um að
vera félagar í samtökum súnní-músl-
íma er kallast Al Tahwid, og segja
saksóknarar þau vera talin hryðju-
verksamtök. Höfuðstöðvar samtak-
anna í Evrópu eru í London.
Þýskalandsdeild Al Tahwid hefur
átt þátt í að búa til fölsuð ferðaskil-
ríki, hefur safnað framlögum og
skipulagt ferðir fyrir „baráttumenn“,
segja saksóknarar. „En einnig hafa
komið fram vísbendingar um að þessi
hópur sé farinn að leggja á ráðin um
hryðjuverk í Þýskalandi.“
Játning í Frankfurt
Herskár múslími, sem er fyrir rétti
í Frankfurt, viðurkenndi í gær að
hafa tekið þátt í að skipuleggja
sprengjutilræði við bænahús gyðinga
í Strassborg í Frakklandi. Músl-
íminn, Aeurobi Beandali, tjáði rétt-
inum ennfremur að hann hefði fengið
þjálfun í herbúðum í Afganistan í níu
mánuði en þjálfunin hefði ekkert haft
með al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin
að gera eða Osama bin Laden.
Beandali er Alsírmaður og er fyrir
rétti ásamt fjórum öðrum löndum
sínum sem allir eru grunaðir um að
hafa notið þjálfunar hjá al-Qaeda í
Afganistan. Samstarf lögreglu í
Þýskalandi, Bretlandi, á Ítalíu og
Spáni er sagt hafa komið í veg fyrir
sprengjutilræðið í Strassborg.
♦ ♦ ♦