Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 23 ÞRÍR menn létust og 265 manns slösuðust þegar flutningalest og farþegalest rákust saman í Suður- Kaliforníu í gær. Létust tveir við áreksturinn en einn eftir að kom- ið var á sjúkrahús. 25 voru taldir alvarlega slasaðir en aðrir minna. Flutningalestin var á leið norð- ur en farþegalestin var á suð- urleið nokkuð fyrir sunnan Los Angeles þegar þær rákust saman. Fóru þá tveir farþegavagnanna, fullir af fólki, út af brautartein- unum. Haft er eftir vitnum, að búið hafi verið að stöðva farþega- lestina þegar flutningalestin skall framan á henni á 50 km hraða á klukkustund. Slökkviliðsmenn, lækna og aðra björgunarmenn dreif að á skammri stundu og veittu þeir fólkinu fyrstu hjálp á staðnum eftir að búið var að ná því út. Ekki er vitað hvernig á því stóð, að lestir voru á sömu tein- unum. Fyrir viku varð lestarslys á Flórída og fórust þá fjórir menn. Þrír létust og hundruð slösuðust AP Spá hag- vaxtar- skeiði í Þýskalandi Berlín, Frankfurt. AFP. ÞÝSKIR hagfræðingar telja að samdráttarskeið sé senn á enda í Þýskalandi. Á sama tíma segja for- ystumenn IG Metall, sem er verka- lýðsfélag raf- og málmiðnaðar- manna, að verkföll séu óhjákvæmileg. Sex virtustu hagfræðistofnanir Þýskalands birtu í gær sameigin- lega skýrslu sína fyrir fyrri helm- ing þessa árs. Segir í skýrslunni að Þýskaland standi á þröskuldi nýs hagvaxtarskeiðs nú í vor og að á síðari hluta þessa árs muni efna- hagur landsins taka við sér til muna. Spá stofnanirnar 0,9% hagvexti á þessu ári en 2,4% á næsta ári. Hag- vöxtur á síðasta ári var aðeins 0,6%. Stofnanirnar skýra spá sína á þann hátt að eftirspurn eftir þýsk- um framleiðsluvörum muni senn aukast nú þegar efnahagur heims- ins er að taka við sér að nýju. Aukin bjartsýni manna í þeim efnum muni síðan hafa þær afleiðingar að þýskir fjárfestar hugsi sér til hreyfings á nýjan leik. Hagfræðistofnanirnar spá því ennfremur að atvinnuleysi í Þýska- landi muni á þessu ári mælast 9,3%, sem er 0,2% hækkun frá því í fyrra, en að á næsta ári muni það mælast minna, eða 8,9%. Þýska dagblaðið Bild hafði hins vegar eftir Klaus Zwickel, formanni IG Metall, sem er verkalýðsfélag raf- og málmiðnaðarmanna, í gær að 100% líkur væru nú á því að til verkfalla kæmi – ekki yrði um frek- ari viðræður við vinnuveitendur að ræða. IG Metall hafnaði á föstudag til- boði vinnuveitenda í Baden-Würt- emberg um 3,3% launahækkun. Verkalýðsfélögin fóru upphaflega fram á 6,5% launahækkun en höfðu lækkað kröfuna í 4%. Íslamskir öfgamenn handteknir Berlín. AP. LÖGREGLA í Þýskalandi hefur handtekið ellefu meðlimi íslamskra öfgasamtaka vegna gruns um að þeir hafi verið að leggja á ráðin um hryðjuverk í landinu, að því er sak- sóknarar greindu frá í gær. Hinir handteknu voru færðir til yfir- heyrslu. Þeir eru grunaðir um að vera félagar í samtökum súnní-músl- íma er kallast Al Tahwid, og segja saksóknarar þau vera talin hryðju- verksamtök. Höfuðstöðvar samtak- anna í Evrópu eru í London. Þýskalandsdeild Al Tahwid hefur átt þátt í að búa til fölsuð ferðaskil- ríki, hefur safnað framlögum og skipulagt ferðir fyrir „baráttumenn“, segja saksóknarar. „En einnig hafa komið fram vísbendingar um að þessi hópur sé farinn að leggja á ráðin um hryðjuverk í Þýskalandi.“ Játning í Frankfurt Herskár múslími, sem er fyrir rétti í Frankfurt, viðurkenndi í gær að hafa tekið þátt í að skipuleggja sprengjutilræði við bænahús gyðinga í Strassborg í Frakklandi. Músl- íminn, Aeurobi Beandali, tjáði rétt- inum ennfremur að hann hefði fengið þjálfun í herbúðum í Afganistan í níu mánuði en þjálfunin hefði ekkert haft með al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin að gera eða Osama bin Laden. Beandali er Alsírmaður og er fyrir rétti ásamt fjórum öðrum löndum sínum sem allir eru grunaðir um að hafa notið þjálfunar hjá al-Qaeda í Afganistan. Samstarf lögreglu í Þýskalandi, Bretlandi, á Ítalíu og Spáni er sagt hafa komið í veg fyrir sprengjutilræðið í Strassborg. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.