Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 28

Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 28
UMRÆÐAN 28 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIG langar að skora á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því, að stjórnvöld kaupi vík- ingaskipið Íslending af Gunnari Marel Egg- ertssyni skipasmið og sæfara. Mér finnst vont til þess að hugsa, að þetta skip endi hjá út- lendingum en mér skilst af fréttum að Kanadamaður nokkur hafi gert kauptilboð í skipið upp á tæpar 60 milljónir króna. Mér finnst að við Íslending- ar ættum að reisa sögu- safn um landnámið, þjóðveldistímann, sagnaritunina, Al- þingi – elstu stofnun Íslands – og fund Grænlands og Vínlands. Þetta tímabil er glæsilegt í sögu okkar og við eigum að halda því á lofti. Skipið Íslendingur ætti sannarlega heima á slíku safni komandi kynslóðum til fræðslu og ánægju. Gunnar Marel sýndi og sann- aði hversu færir skipasmiðir og sæ- farar það voru sem sigldu hér á Norð- ur-Atlantshafi á víkingaöld og þeirra á meðal voru landnáms- menn Íslands. Sigling Gunnars og félaga var auk þess frábær kynn- ing á sögu okkar og menningu eða land- kynning eins og er í tísku að segja. Stjórn- völd ættu að vera hon- um þakklát fyrir þetta starf hans en áhuga- leysi þeirra um þetta mál er ótrúlegt. Mér finnst 60 milljónir fyrir þetta skip ekki há upp- hæð ef miðað er við aðr- ar opinberar fjárveit- ingar. Ég heyrði t.d. í fréttum af hugmyndum um að verja 100 milljónum á ári, af opinberu fé, í sérstakan jöfnunarsjóð til að auðvelda íþróttamönnum að ferðast milli landshluta. Eitthvað var það í tengslum við endurskoðaða byggðaáætlun. Ég las í einu dagblað- anna, að menntamálaráðuneytið ætl- aði að verja 51 milljón króna til varð- veislu íslenskrar tungu í upplýs- ingasamfélagi. Einnig frétti ég að sama ráðuneyti ætlaði að verja fé í eitthvert safn sem á að vera í gamalli vöruskemmu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þetta safn á væntanlega að sýna hið langa samband Íslands og Danmerkur. Mér finnst sorglegt að sjá á eftir almannafé í slíkt verkefni enda var þetta tímabil samfelldrar hnignunar og niðurlægingar Íslands. Úr því að hægt er að eyða pening- um í ofantalin verkefni og svo ótal mörg önnur, hlýtur ríkið að geta „nurlað“ saman fyrir hinu glæsilega skipi, Íslendingi. Ég vil að lokum spyrja ráðherra hvort það hafi komið til greina að kaupa skipið og ef ekki, hvers vegna? Svar óskast. Víkingaskipið Íslendingur Hannes S. Pétursson Menningararfur Mér finnast 60 milljónir fyrir þetta skip, segir Hannes S. Pétursson, ekki há upphæð. Höfundur er atvinnuflugmaður. UMRÆÐA um íbúa- lýðræði hefur blossað upp í aðdraganda sveit- arstjórnarkosning- anna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar beindi því til framboða flokksins að þau setji íbúalýðræði á oddinn í baráttu sinni í vor. Þátttökulýðræðið færir völdin þangað sem þau eiga að vera; til fólks- ins. Þá myndi beint þátttökulýðræði afeitra niðurdrepandi stjórn- málaumræðu þrætunn- ar og hanaatsins og geta af sér heilbrigða, lýðræðislega samræðu um þjóðmál- in. Netið og lýðræðið Undanfarinn áratug hefur lítil þró- un átt sér stað í lýðræðislegum stjórnarháttum á Íslandi fyrir utan velheppnaðar tilraunir Reykjavíkur- listans með rafrænar kosningar, íbúaþing og íbúalýðræði. En það er kominn tími til að ganga lengra og taka skref frá fulltrúalýðræði síðustu alda til þátttökulýðræðis framtíðar. Netið hefur haft mik- il áhrif á þróun þátt- tökulýðræðisins og get- ur orðið byltingarkennt lýðræðistæki á næstu árum. Í gegnum það hefur fólkið aðgang að upplýsingum um allt milli himins og jarðar. Því þarf að kanna til fulls hvaða áhrif milli- liðalaust lýðræði hefði á samfélagið og þá sér- staklega með tilliti til sveitarstjórna þar sem auðvelt og byltingar- kennt gæti verið að nota milliliðalaust net- lýðræði í miklum mæli. Vald peninganna Þátttökulýðræði á að vera lykilorð í lýðræðisþróun framtíðar. Sveitar- stjórnarstigið er einkar vel til þess fallið að þróa beint lýðræði. Íbúalýð- ræði og íbúaþing eiga að vera kjörorð næstu ára á sveitarstjórnarstiginu. Þau eru vettvangur nærþjónustunn- ar og eðlilegast að íbúar þeirra taki sjálfir ákvarðanir um mörg megin- málin. Taki þátt í sjálfu ákvarðana- tökuferlinu frá upphafi. Beint lýð- ræði upprætir einnig að hluta áhrif hagsmunaafla sem nota fjármagnið til að kaupa sér áhrif. Til að girða fyr- ir vald stórfyrirtækja og peninga- valdsins í samfélaginu þarf að færa valdið til fólksins í æ ríkari mæli. Þró- un íbúalýðræðis á sveitarstjórnar- stiginu er fyrsta skrefið í þá átt. Aukin áhrif almennings Björgvin G. Sigurðsson Stjórnmál Þá myndi beint þátt- tökulýðræði afeitra nið- urdrepandi stjórnmála- umræðu þrætunnar og hanaatsins, segir Björgvin G. Sigurðsson, og geta af sér heil- brigða, lýðræðislega samræðu um þjóðmálin. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og kosn- ingastjóri flokksins í Árborg. Stórkarlalegar yfir- lýsingar æðstu ráða- manna íslensku þjóðar- innar í garð Evrópu- sambandsins hafa vakið athygli og reynd- ar furðu hjá mörgum Íslendingum. For- sætisráðherra okkar talar á Alþingi um ,,of- stækisfulla Evrópu- sinna“ og forsetinn um þá hættu sem lýðræð- inu stafi af yfirþjóð- legri samvinnu eins og Evrópusambandinu. Hefur forsetinn bor- ið þetta álit sitt undir Grikki, Spánverja og Portúgala og spurt þá hvort þeir telji að aðild að Evrópusambandinu hafi styrkt eða veikt lýðræðið þar í landi? Staðreyndin er sú að um leið og þessar þjóðir brutust undan oki ein- ræðisstjórna sóttu þær um aðild að Evrópusambandinu ekki síst til þess að festa lýðræðið í sessi. Veit Ólafur Ragnar til dæmis að ráðherraráð ESB ákvað að veita Grikkjum aðild að sambandinu í trássi við ráðlegg- ingar framkvæmdastjórnar ESB. Framkvæmdastjórnin taldi Grikki ekki efnahagslega í stakk búna til að ganga í sambandið en pólitískir leið- togar sambandsins töldu mikilvægara að koma í veg fyrir að her- inn reyndi aftur að komast til valda í þess- ari vöggu lýðræðis í Evrópu. Einnig er vert að benda á þá stað- reynd að mikilvægur tilgangur A-Evrópu- ríkjanna með aðildar- umsókn í ESB er að tryggja lýðræðið í sessi í þessum fyrrverandi kommúnistaríkjum. Á ferð í Noregi ný- lega varð forsætisráð- herra okkar tíðrætt um sjálfstæðið og taldi það af og frá að löndin tvö myndu fórna sjálfstæði sínu á altari Evrópusam- vinnu. Er hann með þessum orðum að segja að vinaþjóðir okkar á Norð- urlöndum, Danmörk, Svíþjóð og Finnland hafi fórnað sjálfstæði sínu með því að ganga í ESB? Mér finnst þetta lítilsvirðing í garð frænda okk- ar og þá sérstaklega Finna sem á margan hátt hafa þurft að hafa miklu meira fyrir sjálfstæði sínu en við. Staðreyndin er sú að flestir Finnar telja að þeir hafi miklu frekar styrkt sjálfstæði sitt en hitt með því að ganga í Evrópusambandið. Þrátt fyrir að meirihluti þjóðar- innar virðist styðja nánari samvinnu við Evrópusambandið er ráðamönn- um okkar að sjálfsögðu frjálst að hafa aðra skoðun. Við sem þegnar þessa lands getum hins vegar gert þá kröfu til æðstu embættismanna okkar að þeir tali af yfirvegun og skynsemi en gleymi sér ekki í stór- yrtum og hæpnum sleggjudómum um frjálsa samvinnu sjálfstæðra ríkja í Evrópu. Evrópa og ofstæki Andrés Pétursson Evrópumál Mikilvægur tilgangur A-Evrópuríkjanna með aðildarumsókn í ESB, segir Andrés Pétursson, er að tryggja lýðræðið í sessi í þessum fyrrverandi kommúnistaríkjum. Höfundur á sæti í stjórn Evrópu- samtakanna. SÍÐASTLIÐINN föstudag var lögð fram tillaga í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur – ÍTR – um stuðning við Knattspyrnufélagið Víking vegna fram- kvæmda við stúku í Fossvogi. Tillöguna bar fram Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi. Meirihluti ÍTR, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ingvar Sverrisson og Sigrún Elsa Svavarsdóttir felldu tillöguna gegn atkvæðum Kjartans og Snorra Hjaltasonar. Þetta eru kaldar kveðjur til Víkings frá ÍTR og raunar óskiljanleg ákvörðun og gengur þvert á stefnumótun um uppbyggingu í Fossvogsdal. Af mikilli eljusemi og með stuðningi einstaklinga hafa Víkingar hafið að reisa stúku í Fossvogi. Sjá má stór- virkar vinnuvélar í Fossvogi við framkvæmdir. Nú neitar Reykja- víkurborg að styðja verkefnið með hefðbundnum hætti og mismunar félögum í Reykjavík með grófum hætti. Víkingar hófu að flytja starfsemi félagsins í Fossvog um miðjan ní- unda áratug. Þá var mörkuð stefna af þáverandi borgaryfirvöldum. Glæsilegt félagsheimili reis og eftir breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1992 var íþróttahús reist í Fossvogi. Með sérstökum samningi um flutning Víkings í Fossvog voru lagðir knattspyrnu- vellir. Stefnt skyldi að því að reisa stúku. Aðalstjórn Víkings átti við- ræður árið 1993 við borgaryfirvöld um framkvæmdir. Eftir hinar miklu framkvæmdir í byrjun tíunda áratugarins hefur fátt gerst. Þó var á síðastliðnu ári lagður aðalgrasvöllur eftir að félagið fékk land í Kópavogi. Undanfarin misseri hafa Víkingar leitað eftir viðræðum við borgaryfirvöld um framtíð félagsins og m.a. freistað þess að fá samþykki fyrir stúkubyggingu. Synj- un meirihluta ÍTR síð- astliðinn föstudag er eins og köld vatnsgusa framan í Víkinga. Formaður ÍTR, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgar- fulltrúi, hefur neitað að ganga til samninga við Víking. Hún hefur kosið að taka u-beygju í uppbygg- ingu í Fossvogi og ganga á bak lof- orða sem forystumenn Víkings fengu frá þáverandi borgaryfir- völdum um uppbyggingu í Foss- vogi. Það er ótækt. Svona gera menn ekki, borgarstjóri. Það verð- ur að grípa í taumana og leiðrétta mistök. Víkingar treysta því að svo verði gert. Svona gera menn ekki, borgarstjóri Hallur Hallsson Höfundur er fyrrv. formaður Vík- ings. Borgarmál Það verður að grípa í taumana og leiðrétta mistök, segir Hallur Hallsson. Víkingar treysta því að svo verði gert. MEIRIHLUTINN í Kópavogi hefur haft um það mörg orð að hann geri vel við skólana og leggi mikið í innra starf. Á fundi for- eldrafélaganna í Kópa- vogi þriðjudaginn 16. apríl sagði Bragi Mich- aelsen, formaður skóla- nefndar, að Kópavogur gerði betur við skólana en Reykjavík. Þetta er rangt! Fjöldi almennra kennslustunda sem skólar fá úthlutað segir nánast allt um það hve mikið er lagt í innra starf skólanna. Reiknilíkan sem Kópavogur notar til að úthluta al- mennum kennslustundum til skól- anna gefur færri kennslustundir en líkanið sem Reykjavík notar. Hér eru tekin handahófskennd dæmi af 7 skólum og er niðurstaðan í öllum til- fellum Kópavogi í óhag: Kópavogur Reykjavík Mismunur Skóli 1 808 832 24 Skóli 2 1125 1143 18 Skóli 3 818 841 23 Skóli 4 764 773 9 Skóli 5 1061 1069 8 Skóli 6 891 916 25 Skóli 7 930 949 19 Þessu til viðbótar má nefna að Kópavogur leggur ekki fjármuni til þróunar- og nýbreytn- istarfs en Reykjavík gerir það aftur á móti með þróunarsjóði sín- um. Kópavogur stendur sig því lakar en Reykjavík hvað innra starf skólanna varðar. Í þeim dæmum sem tek- in eru hér að ofan mun- ar hátt í einni kennara- stöðu á flesta skóla. Þetta eru stundir sem hægt er að nota t.d. til að efla kennslu í list- og verkgreinum, skipta námshópum o.s.frv. Þótt þessi munur sé ekki nema 2-3% skiptir hann heilmiklu máli fyrir skólana. Hafsteinn Karlsson Kópavogur Kópavogur stendur sig því lakar en Reykja- vík, segir Hafsteinn Karlsson, hvað innra starf skólanna varðar. Höfundur er í 3. sæti Samfylking- arinnar í Kópavogi. Fleiri kennslu- stundir í Reykjavík en í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.