Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 30
Aldarafmæli Efnt var til hátíð- arhalda víða um land í gær í tilefni af því að öld var liðin frá fæð- ingu Halldórs Laxness, hinn 23. apríl árið 1902. Afmælisdagur nóbelsskáldsins er jafnframt sá sami og valist hefur sem Al- þjóðadagur bókarinnar. Ljósmyndarar Morg- unblaðsins voru á ferðinni í gær og mynd- uðu hina ýmsu viðburði sem haldnir voru í tilefni dagsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhjúpaði í gær stein ingarstað Halldórs Laxness á Laugavegi 32. Á helluna er jafnfr ingarstað sínum í bókinni Í túninu heima. Rithöfundasamba stóðu að viðburðinum, sem marka mun upphafið að því að m Morgunblaðið/Golli Það var Thor Vilhjálmsson rit- höfundur sem hljóp fyrsta sprettinn í Laxness-boðhlaupi sem rithöfundar þreyttu í gær í tilefni af aldarafmæli skálds- ins. Hér leggur Thor af stað frá fæðingarstað skáldsins, Lauga- vegi 32, þaðan sem leiðin lá að Gljúfrasteini. Morgunblaðið/Sverrir Efnt var til maraþonupplesturs í JL-húsinu á vegum Hagþenkis og Reykjavík- urAkademíunnar. Lesið var stanslaust frá klukkan tíu árdegis fram á kvöld. Fjöl- margir rithöfundar tóku þátt en almenningi bauðst jafnframt að lesa sinn uppá- haldskafla úr verkum Laxness og gæða sér á kaffi og hnallþórusneið. Morgunblaðið/Golli Samtök um leikminjasafn efndu til leiklesturs á öllum leikritum Halldórs Lax- ness í Iðnó. Stóð dagskráin frá hádegi til miðnættis með þátttöku sextíu leikara af eldri og yngri kynslóð. Hér má sjá Ingvar Sigurðsson, Tinnu Gunnlaugs- dóttur og Nínu Dögg Filippusdóttur flytja lokaatriði Straumrofs. 30 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÝNING um ævi hans og gær í Háskó borg í Rússl tækifæri flu Grímsson, f er enn í opin Rússlandi, e hann fjallað Nóbelsskáld nemendur l nokkrar spu setann og H son, utanrík var forsetin því hverjar bækur hans hann þær m lendingasög mest upp á síðari tíma tók hann tv Sjálfstætt fó klukkuna. „ La opn í P Pétursborg. M ÓSNERTANLEIKI VÍÐERNISINS Í KRAFTI KYNÞÁTTAHATURS OG FORDÓMA Frakkland, vaknaðu!“ hrópaði fólk ágötum Frakklands til að mótmælaárangri hægri öfgamannsins Jean Marie Le Pen í fyrri umferð frönsku for- setakosninganna á sunnudag. „Ég skamm- ast mín,“ mátti heyra annars staðar. Jacq- ues Chirac varð í fyrsta sæti í kosningunum, en Le Pen í öðru og þeir tveir munu því mætast í seinni umferð kosninganna 5. maí. Lionel Jospin, for- sætisráðherra og frambjóðandi sósíalista, náði aðeins þriðja sæti og var þar með úr leik. Árangur Le Pens er áfall fyrir Frakka og honum ber ekki að taka af léttúð. Það er of einfalt að skýra hann með því að fólk sé óánægt með flokkana sitt hvorum megin við miðju, þótt vitaskuld sé það hluti af skýringunni. Le Pen hefur allt frá því hann stofnaði Þjóðarfylkinguna árið 1972 verið talsmaður kynþáttahaturs, fordóma og öfga. Hann berst gegn innflytjendum og útlendingum og boðar einangrunarhyggju. Hann segir að Frakkland eigi að vera fyrir Frakka og líkir innflytjendum við innrás- armenn. Gasklefunum í útrýmingarbúðum nasista lýsti hann sem „smáatriði“ í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar og hlaut reyndar dóm fyrir. Hann hefur fallið frá þeirri kröfu sinni að innflytjendum verði vísað úr landi, en þótt hann hafi mildað stefnu sína leikur enginn vafi á því hvar hann stendur þegar hann lýsir yfir því að innflytjendur séu rótin að mörgum af helstu vandamálum Frakka. Árangur Le Pens í kosningunum er ekki einangrað fyrirbæri. Frakkar eru vissu- lega margir hverjir miður sín af skömm vegna niðurstöðunnar á sunnudag og bú- ast má við því að kjósendur á vinstri vængnum, sem fyrir sunnudaginn hefðu talið slíkt fráleitt, muni fylkja sér um Chir- ac til þess eins að afneita Le Pen með eins afgerandi hætti og hægt er. Það má hins vegar ekki gleyma því að í fyrri umferð forsetakosninganna fyrir sjö árum fékk Le Pen aðeins 200 þúsund færri atkvæði en nú, en þá dugði það honum aðeins í fjórða sætið. Líkt og fyrir sjö árum var fylgi hans vanmetið um þrjú prósentustig í skoðana- könnunum. Alls fengu hin ýmsu öfgafram- boð í Frakklandi – allt frá trotskíistum til fasista – 35 af hundraði atkvæða. Saman- lagt fengu hægri öfgamennirnir Le Pen og Bruno Megret 20 af hundraði atkvæða. Le Pen var sigurreifur þegar hann fagn- aði úrslitum kosninganna í gær. Víðast hvar voru úrslitin fordæmd, en þó ekki alls staðar. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, óskaði honum til hamingju og Jörg Haider, fyrrverandi leiðtogi austur- ríska frelsisflokksins, sem situr í stjórn Austurríkis, sagði árangur Le Pens vera „sigur lýðræðisins“. Kosningarnar í Frakklandi sýna að ákveðin þróun á sér nú stað í Evrópu, sem bregðast þarf harkalega við. Nægir að nefna kosningarnar í Danmörku, Austur- ríki og á Ítalíu í því sambandi. Þegar kreppa og atvinnuleysi steðjar að í sam- félaginu er auðvelt að beita brögðum lýð- skrums til að espa upp ákveðna hópa þjóð- félagsins með því að skella skuldinni á aðra hópa. Við höfum séð hvað getur gerst þeg- ar þeir, sem skera sig úr í þjóðfélaginu, eru gerðir að skotskífu fordóma og mismun- unar. Þegar Jörg Haider sigraði í Aust- urríki varð uppi mikið írafár og var þess krafist að Austurríkismenn yrðu einangr- aðir í hinu evrópska samfélagi. En það er til lítils að tala um að útskúfa heilu ríkj- unum þegar þessar sömu raddir öfga og haturs eiga sér hljómgrunn í flestum ríkj- um Evrópu og hægt er að virkja þær með þeim hætti, sem Le Pen hefur gert með framboði sínu. Íslendingar þurfa ekki að glíma við þau vandamál, sem þjóðernis- sinnar í kringum okkur hafa notað sér til framdráttar, en við vitum ekki hvort það yrði óbreytt ef skyndilega brysti á at- vinnuleysi hér á landi. Það þurfa fleiri að vakna en Frakkar. Samkvæmt skoðanakönnun, sem kynntvar á málþingi áhugahóps um vega- gerð á hálendinu á Hótel Geysi í Haukadal sl. föstudag, hefur meira en helmingur landsmanna ekki farið um þá fjóra hálend- isvegi sem rætt hefur verið um að byggja upp samkvæmt nýrri samgönguáætlun, þ.e. Kjalveg, Sprengisandsleið, Kaldadal og Fjallabaksleið nyrðri. Það vekur at- hygli að ef Kjalvegur er undanskilinn hafa þó fleiri af höfuðborgarsvæðinu farið þess- ar leiðir en af landsbyggðinni, og jafn- framt er athyglisverður munur á milli skoðana þeirra sem ekki þekkja leiðirnar af eigin raun og hinna sem hafa ferðast um þær. Ef einungis er tekið tillit til skoðana þeirra sem hafa ferðast um hálendisvegina vilja mun fleiri hafa leiðirnar óbreyttar, og þeir sem aðhyllast bundið slitlag eru þá í miklum minnihluta. Á málþinginu voru einnig kynntar nið- urstöður vettvangskönnunar sem gerð var meðal erlendra ferðamanna sumarið 2000. Þar kom fram að af þeim erlendu ferða- mönnum sem svöruðu töldu 68% óupp- byggða malarvegi æskilega á hálendinu og 62% þeirra hafna slitlögðum hálendisveg- um. Þessar tvær kannanir benda til þess að sú lífsreynsla sem felst í ferðalögum á há- lendi landsins sé líkleg til að hafa þau áhrif á fólk að það spyrni við frekari uppbygg- ingu, þó afstaða útlendinga sé töluvert ein- dregnari en Íslendinga sjálfra. Íslending- ar mega þó ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að eftir því sem lífsmáti lands- manna breytist og tengslin við náttúru landsins víkja úr daglegu lífi, verður það ósnortna landslag sem hálendið geymir þjóðinni sífellt mikilvægara. Sú staðreynd að fólk af höfuðborgarsvæðinu skuli frekar ferðast um hálendisvegi en fólk af lands- byggðinni skýtur stoðum undir það. Einn- ig er vert að hafa í huga að erlendir ferða- menn á öræfum eru nánast undantekningarlaust að sækja sér hvíld frá borgarsamfélagi eða manngerðri nátt- úru sinna eigin heimkynna. Þeir heillast af nánum tengslum við náttúruöfl og land sem enn er í mótun, af hægri yfirferð á vegslóðum eða gönguleiðum, tímaleysinu og ósnertanleikanum sem víðernið býr yf- ir. Óhætt er að segja að sérstaða íslenskra öræfa felist ekki lengur í náttúrufegurð- inni einni saman, heldur einnig í því tak- markaða aðgengi sem að þeim er. Um leið og búið er að setja náttúrufegurðina í tengsl við hraða og uppbyggingu þétt- býlisins með uppbyggðum þjóðvegum, glatar hún óræðu aðdráttarafli sínu og stórfengleika. Eins og áður hefur verið bent á í ritstjórnargreinum í Morgun- blaðinu hafa Íslendingar undir sínum verndarvæng stærsta óspjallaða land- svæði í Evrópu. Það markar sérstöðu landsins og er auður þjóðarinnar. Sá auður verður þó að engu ef gengið er á hann með mannvirkjum og þjónustu sem þeim óhjá- kvæmilega fylgir. Hálendið krefst mikils af þeim sem vilja kynnast því og þeir upp- skera þar ríkulega fyrir erfiðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.