Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 44
FRÉTTIR
44 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKSKÓLI KFUM og KFUK var
vígður við hátíðlega athöfn á
sunnudaginn. Séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson blessaði húsið sem Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir opnaði
formlega. Leikskólabörn sungu fyr-
ir gesti og gangandi sem var boðið
upp á léttar veitingar.
Morgunblaðið/Sverrir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri klippir á borða og opnar leikskólann.
Leikskóli
KFUM
og KFUK
vígður
Kvöldvaka hjá Félagi
þjóðfræðinga
FÉLAG þjóðfræðinga á Íslandi
heldur kvöldvöku á sumardaginn
fyrsta, 25. apríl, kl. 20.30 í sal
Sögufélagsins í Fischersundi 3.
Á kvöldvökunni munu útskrift-
arnemarnir Bergrós Kjartans-
dóttir og Berglind Ósk Kjartans-
dóttir greina frá lokaverkefnum
sínum í þjóðfræði.
Ritgerð Bergrósar fjallar um
kvöldvökuna í íslenska bænda-
samfélaginu. Hún hefur ævisögur
að aðalheimild og fjallar meðal
annars um víðtækt menntunar-
gildi kvöldvökunnar.
Ritgerð Berglindar, Hart er í
ári þegar einn hrafninn kroppar
annars augu út, fjallar um áhrif
heiðins siðar og kristinnar trúar á
ímynd hrafnsins frá fornu fari til
nútímans.
Allir velkomnir.
Námskeið í
sjálfstyrkingu
NÁMSKEIÐ í sjálfstyrkingu á
vegum Sálfræðistöðvarinnar, Þórs-
götu 24, verða dagana 2., 3. og 4.
maí nk.
Markmið námskeiðsins er að
auka sjálfstyrk einstaklinga, bæði
í einkalífi og starfi og byggist á
viðurkenndum sálfræðilegum að-
ferðum sem hafa reynst vel.
Áhersla er lögð á að byggja upp
sjálfstyrk og öryggi í samskiptum
og hefur námskeiðið einnig verið
sérsniðið fyrir fyrirtæki og stofn-
anir til að auka samheldni og
vinnugleði á vinnustöðum, segir í
fréttatilkynningu.
Vorþing um
sjálfsmynd
barna og
unglinga
LANDSSAMBAND félags kvenna í
fræðslustörfum, Delta Kappa
Gamma, heldur vorþing laugardag-
inn 27. apríl undir yfirskriftinni
„Sjálfsmynd barna og unglinga og
samskipti þeirra við fullorðna“ í
Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akra-
nesi, kl. 10-16.
Margrét Gunnarsdóttur Schram,
form. menntamálanefndar, setur
þingið, ávörp flytja Áslaug Brynj-
ólfsdóttir, forseti L.D.K.G., og Evel-
yn Barron, framkvæmdastjóri al-
þjóðasamtakanna.
Fyrirlesarar verða dr. Sigrún Að-
albjarnardóttir, prófessor, Hafliði
Kristinsson guðfræðingur, Margrét
Sigmarsdóttir sálfræðingur, Sigurð-
ur Björnsson heimspekingur og Sól-
veig Ásgrímsdóttir sálfræðingur.
Vorþingið er opið öllum og að-
gangur ókeypis, segir í fréttatil-
kynningu.
Sumarhátíð í
Bústaðahverfi
Á SUMARDAGINN fyrsta verður
haldin sumarhátíð í Bústaðahverfi,
samtökin Betra líf í Bústaðahverfi
standa að hátíðinni en í samtökunum
eru félög og stofnanir í hverfinu.
Knattspyrnufélagið Víkingur,
Skátafélagið Garðbúar, Foreldra-
félög Breiðagerðis- og Fossvogskóla,
Félagsmiðstöðin Bústaðir og Bú-
staðakirkja annast framkvæmd há-
tíðarinnar.
Hátíðin hefst við Grímsbæ klukk-
an 12.30 þar sem verður boðið upp á
grill og hressingu. Klukkan 13 verð-
ur farið í skrúðgöngu í Bústaða-
kirkju, þar sem samvera verður í
kirkjunni. Þar koma fram ungmenni
í sókninni með hljóðfæraleik og söng
og hljómsveitin Heroglymur.
Frá kirkjunni verður farið í skrúð-
göngu niður í Vík þar sem boðið
verður upp á skemmtidagskrá til kl.
17. Íþróttamaður Víkings verður
krýndur og boðið upp á kaffiveiting-
ar, segir í fréttatilkynningu.
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Píparar
Pípulagningameistari í Reykjavík óskar eftir
pípulagningamanni til starfa. Um framtíðar-
starf er að ræða fyrir réttan mann.
Vinsamlegast legðu inn helstu upplýsingar
um þig á auglýsingadeild Mbl. eða á
box@mbl.is, merktar: „P — 12229.“
Orgelleikarar
— organistar
Organisti óskast í hálft starf að kirkjum Kirkju-
bæjarklaustursprestakalls. Hæfniskröfur eru
a.m.k. 7. stig í orgelleik/hljómborðsleik, þekk-
ing á uppbyggingu messu í lútherskri kirkju
og nokkur reynsla af kórstjórn, auk þess að eiga
auðvelt með að vinna með fólki, jafnt ungu
sem öldnu. Launakjör skv. samningi Félags
ísl. orgelleikara. Möguleiki er fyrir hæfan tón-
listarmann á allt að hálfu starfi á móti organ-
istastarfinu við stofnanir Skaftárhrepps.
Í Kirkjubæjarklaustursprestakalli eru 4 sóknarkirkjur. Í Prestsbakka-
kirkju er 8 radda pípuorgel en í hinum kirkjunum eru allgóð harmoní-
um. Við kirkjurnar starfa 2 kórar sem æfa að jafnaði einu sinni í viku
hvor yfir vetrarmánuðina. Í prestakallinu eru nálægt 550 manns.
Nánari upplýsingar veitir formaður sóknar-
nefndar Prestsbakkasóknar, Guðmundur Óli
Sigurgeirsson, í síma 487 4664 milli kl. 19.00
og 22.00 á kvöldin og formaður fræðslunefndar
Skaftárhrepps, Jóna Sigurbjartsdóttir,
í síma 487 4636.
Eðlisfræðingar/
verkfræðingar
Raförninn ehf. óskar að ráða starfsmann til að
sinna gæðaeftirliti með myndgreiningar-
búnaði, nýsköpun og rannsóknum á mynd-
greiningartækni.
Hæfniskröfur:
MS próf í eðlisfræði/verkfræði, helst með
áherslu á heilbrigðistækni.
Grunnþekking á búnaði sem notaður er til
læknisfræðilegrar myndgreiningar.
Forritunarkunnátta sem nægir til þess að ná
tökum á forritun til aðlögunar á myndgreining-
arbúnaði og til að skrifa einföld forrit til mæl-
inga og eftirlits.
Um Raförninn:
Raförninn ehf. er fyrirtæki sem stofnað var
1984 og veitir tækni- og ráðgjafarþjónustu á
sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar.
Hjá fyrirtækinu starfa 10 manns. Góð tengsl
eru við öfluga erlenda og innlenda samstarfs-
aðila sem nýtast til starfsþjálfunar og gefa
möguleika á að vinna verkefni í samvinnu við
aðþjóðlega vísindamenn.
Nánari upplýsingar gefur Smári Kristinsson
í síma 892 4125.
Tæknimaður
— frystihús
Grandi hf. óskar eftir að ráða tæknimann í fisk-
vinnslu Granda við Norðurgarð, Reykjavík.
Starfið felur í sér eftirlit og viðhald frystivéla,
fiskvinnsluvéla og annars vinnslubúnaðar. Um
er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf við ný-
tísku vinnslukerfi sem er í stöðugri þróun.
Við leitum að duglegum og samviskusömum
einstaklingi, sem hefur menntun og reynslu
á sviði viðhalds í frystihúsi auk áhuga á að til-
einka sér nýjungar í fiskvinnslutækni.
Í frystihúsi Granda við Norðurgarð starfa um
100 manns í hátækni frystihúsi sem sérhæfir
sig í framleiðslu lausfrystra flaka og flakabita
úr karfa og ufsa.
Skriflegar umsóknir sendist fyrir 1. maí Svavari
Svavarssyni, framleiðslustjóra, eða á netfangið
svavar@grandi.is . Farið verður með allar um-
sóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1824248 9.III.*
GLITNIR 6002042419 I Lf.
I.O.O.F. 7 1824247½ Áh.*
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Samkoma í Kristniboðssaln-
um í kvöld kl. 20.30.
Skúli Svavarsson talar. Helga
Magnúsdóttir syngur einsöng.
Allir hjartanlega velkomnir.
Munið kaffisölu Kristniboðsfé-
lags kvenna og kvöldsamkomu
nk. miðvikudag 1. maí.
sik.is
Fagnið sumri með FÍ 25. apríl,
sumardagurinn fyrsti. Hús-
hólmi við Krísuvík. Brottför frá
BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í
Mörkinni 6. Verð 1.700/2.000.
Ekin Krísuvíkurleið og gengið frá
vegi niður að Húshólma, þar
sem finna má mannvistarminjar,
einar þær elstu á landinu, bæj-
arrústir og garðhleðslur.
Sunnudagur 28. apríl, Hafn-
arfjall. Gengið verður á Hafnar-
fjall og er það um 4—5 tíma
ganga. Verð 1.800/2.100.