Morgunblaðið - 24.04.2002, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 45
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Áshamar 63, 1. hæð fyrir miðju, þingl. eig. Erna Fannberg Fann-
bergsdóttir, gerðarbeiðandi Tréverk ehf., fimmtudaginn 2. maí 2002
kl. 14.00.
Fífilgata 3, jarðhæð, þingl. eig. Magni Freyr Hauksson, gerðarbeiðandi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 2. maí 2002 kl. 14.30.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
23. apríl 2002.
TIL SÖLU
Sundlaug til sölu
Harðplasteiningar sem hægt er að
minnka í „risapott"
Stærð sundlaugar 3x6 m, stærð pottar 3x3.
Upplýsingar í síma 891 7657.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkur er óskað
eftir tilboðum í smíði eldhúss fyrir nemendur
Hólabrekkuskóla. Verkið felst m.a. í niðurrifi
núverandi veggja ásamt því að byggja upp nýtt
eldhús með tilheyrandi veggjum og loftum,
raflögnum, loftræstingu og innréttingum.
Helstu magntölur eru:
Innveggir: 180 m²
Gólfefni: 140 m²
Kerfisloft: 140 m²
Innihurðir: 18 stk.
Innréttingar: 15 lm
Málun: 450 m²
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000
kr. skilatryggingu. Opnun tilboða 8. maí 2002
kl. 14:00 á sama stað.
FAS 44/2
TILKYNNINGAR
Auglýsing frá yfirkjörstjórn
Reykjavíkur
Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga
í Reykjavík 25. maí 2002 rennur út laugardaginn
4. maí nk., kl. 12.00 á hádegi.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann
dag kl. 10.00 til 12.00 í fundarherbergi borgarráðs
í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11.
Á framboðslista skulu vera að lágmarki 15 nöfn
frambjóðenda og eigi fleiri en 30. Framboðs-
lista fylgi yfirlýsing þeirra, sem á listanum eru,
um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann.
Hverjum lista skal fylgja skrifleg yfirlýsing 160
meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 320.
Þá skal fylgja tilkynning um hverjir séu um-
boðsmenn listans.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina
skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu
hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi
geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Greina skal
fullt nafn, kennitölu og heimilisfang hvers með-
mælanda.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur,
Eiríkur Tómasson,
Ástráður Haraldsson,
Gísli Baldur Garðarsson.
Auglýsing um deiliskipulag
og breytingar á aðalskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyting-
um, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á aðalskipulagi
Reykjavíkur/Kjalarness og deiliskipulagsáætlanir fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík:
Skógarsel 11-15, Alaskareitur (fyrrum lóð Alaska í Breiðholti).
Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af Skógarseli til norðvesturs, einbýlishúsabyggð við
Bláskóga og Hléskóga til norðausturs, íbúðarhúsalóðum við Grjótasel til suðausturs og úti-
vistarsvæði til suðvesturs (svokallaður Alaskareitur).
Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar eru m.a. að
ákvarða nýtingu svæðisins til frambúðar, þétta byggð og nýta svæðið að hluta undir íbúðar-
húsnæði. Jafnframt er tekið tillit til þess gróðurs og minja sem eru á svæðinu.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja tvö tveggja hæða raðhús á svæðinu,
annað með 8 íbúðum hitt með 10. Þá verði heimilt að byggja tvö fjölbýlishús á þremur hæðum,
auk inndreginnar þakhæðar og bílgeymslu í kjallara. Í hvoru fjölbýlishúsanna er gert ráð fyrir 15-
16 íbúðum. Tillagan gerir ráð fyrir að húsin nr. 13 og 15 standi áfram og heimilt verði að byggja
við hús nr. 13 til suðausturs.
Tillagan er í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 sem ekki hefur hlotið
staðfestingu umhverfisráðherra. Þar sem staðfesting hennar hefur ekki farið fram er samhliða
tillögunni auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 þar sem gert er
ráð fyrir að landnotkun svæðisins breytist úr útivistarsvæði til sérstakra nota í íbúðasvæði.
Kjalarnes Grundarhverfi, leikskólalóð og opið svæði við Klébergsskóla.
Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af Grundarhverfi til norðvesturs (m.a. lóðum við Víkur-
grund), Vallargrund til norðausturs, lóð Klébergsskóla til suðausturs og sjó til suðvesturs.
Tillagan gerir ráð fyrir að suðvestast á svæðinu verði afmörkuð lóð fyrir leikskóla. Þar verði
heimilt að byggja allt að 700m2 leikskólahúsnæði sem má vera allt að 10m að hæð. Eitt hús er
innan svæðisins, Bergvík. Gerir tillagan ráð fyrir að það verði fjarlægt en niðurrif þess hefur
þegar verið samþykkt. Aðkoma að leikskólanum verður um núverandi götu að Klébergsskóla,
Fólkvangi og íþróttamiðstöð. Skipulagi svæðisins milli leikskólalóðarinnar og Vallargrundar er
frestað.
Tillagan er í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 sem ekki hefur hlotið
staðfestingu umhverfisráðherra. Þar sem staðfesting hennar hefur ekki farið fram er samhliða
auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010 þar sem gert ráð
fyrir að landnotkun hluta svæðisins breytist úr opnu svæði til sérstakra nota í svæði opinbera
þjónustu.
Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1.
hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 24. apríl til 5. júní. 2002. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær
skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 5. júní 2002.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 24. apríl 2002.
Skipulagsfulltrúi
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri sem hér segir:
Höfn 2, Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Soffía Friðriksdóttir,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki-FBA hf. og sýslumaðurinn á Akureyri,
mánudaginn 29. apríl 2002 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
23. apríl 2002.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FÉLAGSSTARF
Opnum kosninga-
skrifstofu á Lauga-
vegi 70
í dag, miðvikudag, síðasta vetrardag kl. 17
Björn Bjarnason opnar skrifstofuna formlega, borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins mæta á staðinn, tónlistaratriði, kaffiveitingar og
baráttustemmning. Allir velkomnir.
Sjálfboðaliðar í kosningastarfið skrái sig á skrifstofunni.
Félög sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ,
og austurbæ/Norðurmýri.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Sundfélagið Ægir
75 ára
Sundfélagið Ægir heldur 75 ára afmælisfagnað
þriðjudaginn 30. apríl kl. 19.30 í sal Ferðafélags
Íslands, Mörkinni 6.
Miðapantanir hjá Steinþóri Gunnarssyni
í síma 893 3709, og Kristínu Gústafsdóttur
í síma 557 6365 fyrir laugardaginn 27. apríl nk.
Vegna afmælishófs 1. maí sjá heimasíðu
félagsins www.toto.is/felog/aegir
FYRIRTÆKI
Meðeigandi óskast
Hlutur í trésmiðjunni Rangá, Rangárvöllum,
er til sölu.
Upplýsingar í síma 864 2945.
NAUÐUNGARSALA