Morgunblaðið - 24.04.2002, Page 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 47
FJARÐARGÖTU 13–15 • HAFNAR FI RÐI • SÍM I 565 4533
Útsala
Síðustu dagarnir!
Stórkostleg útsala á golfvörum!
30% afsláttur
Nú er tækifærið til að gera góð kaup á golfkylfum,
-pokum, -kerrum, -fatnaði, -skóm o.fl.
MARGRÉT Jóna Gestsdóttir
sigraði í flokki 12 ára og eldri á Ís-
landsmóti stúlkna. Hún fékk 5 vinn-
inga og sigraði alla andstæðinga
sína. Þetta er annað árið í röð sem
Margrét Jóna sigrar á mótinu. Í
öðru sæti varð Anna Margrét Rún-
arsdóttir með 4 vinninga og í þriðja
sæti varð Elsa María Þorfinnsdóttir
með 3 vinninga. Aðrir keppendur
voru Agnes Eir Magnúsdóttir, Hlín
Önnudóttir og Hildur Maral Ham-
íðsdóttir.
Í yngri flokki Íslandsmótsins sigr-
aði Hallgerður Helga Þorsteinsdótt-
ir með fullu húsi, fékk 5 vinninga
alls, en hún hreppti Íslandsmeistara-
titilinn einnig í fyrra. Í öðru sæti
varð Perla Ósk Hjartardóttir með 4
vinninga og í þriðja sæti Ásta Lovísa
Arnarsdóttir með 3 vinninga. Aðrir
keppendur í yngri flokki voru Krist-
ín Amy Dyer, Auður Guðjónsdóttir
og Malín Agla Kristjánsdóttir.
Sex keppendur tóku þátt í hvorum
flokki og tefldu allir við alla. Íslands-
mót stúlkna var haldið í húsnæði
Skáksambands Íslands og tefldar
voru 10 mínútna skákir. Skákstjóri
var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Átta áfram í VN-mótaröðinni
Á laugardaginn tryggðu átta
skákmenn sér keppnisrétt í 16
manna úrslitum í VN-mótaröðinni.
Tefldar voru hraðskákir, níu um-
ferðir, og urðu fjórir efstir og jafnir
með 6½ vinning, en Páll Agnar Þór-
arinsson sigraði á stigum. Næsta
laugardag ræðst hvaða átta skák-
menn til viðbótar verða með í úrslit-
unum 4. maí, þar sem teflt verður um
veglegan verðlaunapott.
Mótið á laugardaginn var mjög
spennandi og einkenndist af óvænt-
um úrslitum. Þeir skákmenn sem
ekki komust áfram fá annað tæki-
færi á laugardaginn, en VN-móta-
röðin er opin öllum skákáhugamönn-
um. Í úrslitunum 4. maí mun
sigurvegarinn á mótinu sl. laugardag
tefla við þann sem lendir í áttunda
sæti á hinu úrtökumótinu, númer tvö
teflir við númer sjö og svo framvegis.
Úrslit á mótinu á laugardag urðu
sem hér segir:
1.-4. Páll Þórarinsson, Bragi Þor-
finnsson, Björn Þorfinnsson og Jón
Viktor Gunnarsson 6½ v.
5.-6. Róbert Harðarson og Sigurð-
ur Páll Steindórsson 6 v.
7.-8. Davíð Kjartansson og Jóhann
Ingvason 5½ v.
9.-11. Einar Valdimarsson, Guð-
mundur Sigurjónsson og Björn Ívar
Karlsson 5 v.
12.-14. Stefán Kristjánsson,
Kjartan Guðmundsson, Ingvar Þór
Jóhannesson 4½ v.
o.s.frv.
Keppendur voru 22. Jón Viktor,
sem sigraði á VN-meistaramótinu í
fyrra, getur ekki verið með í úrslit-
unum í maí þar sem hann teflir þá á
Kúbu. Einar Valdimarsson tekur því
sæti hans í úrslitum, þar sem tefld
verða fjögurra skáka einvígi með út-
sláttarsniði. Frammistaða Einars
vekur athygli, en hann er nýlega far-
inn að tefla aftur eftir áratuga hlé.
Einar er af kynslóð Jóhanns Hjart-
arsonar og þeir voru saman á æfing-
um í bernsku. Það kom á óvart að
einn okkar sterkasti skákmaður,
Stefán Kristjánsson, komst ekki
áfram í úrslitin en hann fær annað
tækifæri á laugardaginn.
Seinna úrtökumótið verður á
Grandrokk, Smiðjustíg 6, klukkan
14, laugardaginn 27. apríl. Skák-
menn eru hvattir til að skrá sig hjá
Róbert Harðarsyni í chesslion-
@hotmail.com eða í síma 696 9658.
Heildarverðlaun í VN-mótaröðinni
eru 120 þúsund skiptikrónur, og þar
af fær sigurvegarinn 70 þúsund í
sinn hlut.
Skák frá úrslitakeppni
áskorendaflokks
Páll Agnar Þórarinsson og Sigur-
björn Björnsson tryggðu sér sæti í
landsliðsflokki eftir úrslitakeppni
áskorendaflokks. Eftirfarandi skák
var tefld í fjórðu umferð úrslita-
keppninnar.
Hvítt: Sævar Bjarnason
Svart: Páll Agnar Þórarinsson
Enski leikurinn
1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. g3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. Bg2 Rc7 6. Rf3 Rc6 7. O-O
e5 8. d3 Be7 9. Rd2 Bd7
Eða 9... O-O 10. Bxc6 bxc6 11. Rc4
f6 12. b3 Bh3 13. He1 Re6 14. Bb2
o.s.frv. (Dzindzichashvili-Timman,
Tilburg 1985).
10. Rc4 f6
Önnur leið er 10... O-O 11. Bxc6
Bxc6 12. Rxe5 Be8!? 13. Dd3 b6 14.
Be3 Kh8 15. Hfd1 f6 16. Rf3 Bf7 17.
Da4 Rd5 18. Rxd5 Bxd5 19. a3 a6 20.
Rd2 Dc8 21. f3 De6 22. Kf2 f5 23.
He1 Bf6 24. Dc2 f4 25. Bxf4 g5 26. e4
gxf4 27. exd5 Dh3 28. Rf1 Bd4+ 29.
Ke2 Hae8+ 30. Kd1 Hxe1+ 31.
Kxe1 He8+ og hvítur gafst upp
(Commons-Gheorghiu, Lone Pine
1975).
Í skákinni Piket-Kasparov, sem
tefld var „á Netinu“ árið 2000, lék
svartur 13. -- Bf6 (í stað 13. -- b6) og
tapaði skákinni, eftir 14. Rg4 Bd4 15.
e3 Bxc3 16. Dxc3 b6 17. f3 Bb5 18.
Rf2 Dd7 19. e4 Re6 20. Be3 a5 21.
Had1 Had8 22. Hd2 Dc6 23. Hc1 Db7
24. a3 Rd4 25. Kg2 Hc8 26. Hb1 Hfd8
27. Bxd4 Hxd4 28. b4 axb4 29. axb4
Dd7 30. bxc5 bxc5 31. Hbb2 h6 32.
Ha2 Kh7 33. Ha5 Hd8 34. Dxc5 Bxd3
35. Hxd3 Hxd3 36. Rxd3 Dxd3 37.
Ha2 Db3 38. Dc2 Dxc2+ 39. Hxc2 h5
40. f4 g6 41. e5 Hd3 42. Kh3 He3 43.
Kh4 Kg7 44. Kg5 He1 45. Hc7 He2
46. He7 Ha2 47. f5 gxf5 48. e6 h4 49.
Hxf7+ Kg8 50. Kf6.
11. f4 b5 12. Re3 exf4 13. gxf4 --
Menn hafa reynt að leika 13. Hxf4,
með litlum árangri þó, t.d. 13. -- 0–0
14. Red5 Re6 15. Hf2 Hb8 16. Bd2
Re5 17. Hc1 Hf7 18. Rxe7+ Dxe7 19.
b4 c4 20. Rd5 Dd8 21. Bc3 Rg4, jafn-
tefli
(Karpov-Portisch, Mílanó 1975).
13... O-O 14. a4?! --
Vafasamur leikur, sem veikir b3-
reitinn, auk þess sem peðið á a4 get-
ur orðið veikt. Betra er 14. Rcd5 Hb8
15. Rxc7 Dxc7 16. Rd5 Dd8 17. Be3
a5 18. Hc1 Rd4, með nokkuð jöfnu
tafli (Barbero-Pinter, Ungverjalandi
1992).
14... b4 15. Re4 --
Ekki er að sjá, að
15. Rcd5!? dugi til að
jafna taflið, t.d. 15...
Rxd5 16. Rxd5 Bd6
17. Be3 Rd4 18. Hc1
Hc8 19. Rxb4!? Rf5!
20. Rd5 De8 21. Bf2
(21. Dd2 Rh4) 21. --
Bxa4 22. Dd2 Rd4 23.
Bxd4 cxd4 24. Hxc8
Dxc8 og svartur á
betra tafl.
15... Hc8
Þessi eðlilegi leikur
mun vera nýjung.
Þekkt er 15... Hb8 16.
Rc4 Rd4 17. Rg3
Bg4? 18. f5! Dd7 19.
Re3 h5 20. Rxg4 hxg4 21. e3 Rf3+
22. Bxf3 gxf3 23. Db3+ Dd5 24.
Dxd5+ Rxd5 25. e4 Rb6 26. b3 f2+
27. Kxf2 Hbd8 28. Ke2 Hd7 29. Be3
Hfd8 30. Hfd1 og hvítur vann (Pigus-
ov-Xu Yuanyuan, Peking 1997).
16. Rc4 Be6 17. Be3 --
Ekki gengur 17. Rxf6+? Hxf6 18.
Bxc6 Bxc4 og svartur vinnur mann.
17... Rd4 18. Hc1 Rd5 19. Bd2 Rb6
20. e3 Rf5 21. Rf2 --
Hvítur er engu bættari með 21.
Rxb6 axb6 22. Rf2 Dd7 o.s.frv.
21. -- Dd7 22. b3 Hfd8 23. Hc2
Rh4
24. Dh5?! --
Nú missir hvítur hinn mikilvæga
biskup á g2 í skiptum fyrir riddar-
ann, en eftir það verður fátt um
varnir hjá honum.
Eftir 24. Bh1 De8 virðist hann
einnig vera í miklum vanda, t.d. 25.
h3 Rxc4 26. dxc4 Dg6+ 27. Kh2 Rf5
28. Hg1 Rxe3 29. Bxe3 Hxd1 30.
Hxg6 Hxh1+ 31. Kxh1 hxg6 o.s.frv.
24... Rxg2 25. Kxg2 Rxc4 26. dxc4
Bf5?!
Nákvæmara er að leika 26. -- f5.
27. Hb2?! --
Eftir 27. e4 Bg6 (27... Bxe4? 28.
Rxe4 Dd3 29. Df5! Dxc2 30. Rxf6+
Bxf6 31. Dxc2) 28. Df3 Db7 hefði
hvítur getað barist áfram.
27... Bg6 28. Df3 f5! 29. Bc1 De6
30. Hd1 Hxd1 31. Dxd1 Be8!
Biskupinn er á leiðinni til c6, þar
sem hann styður drottninguna til
sóknar á hvítu reitunum.
32. Hd2 Bc6 33. Kf1 Dh6 34. h3
Dg6 35. Ke2 Dg2 36. Kd3 Hd8 37.
Kc2 --
37. -- Dxf2!
Snotur vinningsleikur. Eftir 38.
Hxf2 Be4+ fellur hvíta drottningin
og eftir það á svartur manni meira.
Hvítur gafst upp.
Klúbbakeppni Hellis og TR
Taflfélagið Hellir og Taflfélag
Reykjavíkur ætla í ár að halda
klúbbakeppni félaganna í samein-
ingu föstudaginn 26. apríl. Keppnin
verður haldin í húsnæði TR í Faxa-
feni 12 að þessu sinni. Höfðað er sér-
staklega til klúbba í heimahúsum
sem eru ekki skipaðir hinum venju-
legum mótaskákmönnum. Sérstök
verðlaun verða veitt til þeirra sveita
sem hafa minna en 1.800 skákstig
(stigalausir reiknast með 1.200 stig)
að meðaltali. Borðaverðlaun verða
veitt fyrir 1.-4. borð bæði í flokki
stigahærri og stigalægri.
Keppt verður í fjögurra manna
sveitum. Tefldar verða 9 umferðir
með 7 mínútna umhugsunartíma.
Klúbbakeppnin var haldin í fyrsta
sinn fyrir fimm árum og fór þátt-
takan þá fram úr björtustu vonum,
en 23 klúbbar með yfir 100 manns
innanborðs tóku þátt í keppninni.
Tekið er á móti skráningum í mótið í
síma 861 9416 (Gunnar). Einnig er
hægt að skrá sig með tölvupósti:
hellir@hellir.is.
Mótshaldarar vilja hvetja klúbba
til að skrá sig sem fyrst en hægt
verður að fylgjast með skráningu í
mótið á www.hellir.is
Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir
hverja sveit og verða léttar veitingar
seldar á skákstað.
Bikarsyrpa Hellis á ICC
Taflfélagið Hellir og ICC Net-
skákklúbburinn standa sameigin-
lega að 10 móta röð á ICC sem kall-
ast Bikarsyrpa Hellis á ICC. Fyrsta
mótið verður haldið 28. apríl og hefst
kl. 20:00 og það tíunda og síðasta
verður haldið 24. nóvember en það
verður jafnframt Íslandsmótið í net-
skák. Góð verðlaun verða í boði
Hellis og ICC.
Tefldar eru níu umferðir. Um-
hugsunartími er fjórar mínútur á
skák auk þess sem tvær sekúndur
bætast við eftir hvern leik.
Hellir býður allt að 5 skákmönn-
um að tefla í Hellisheimilinu, Álfa-
bakka 14a í Mjódd, þar sem félagið
rekur netkaffið NetHelli.
Margrét Jóna og Hallgerður
Helga Íslandsmeistarar stúlkna
SKÁK
Skáksamband Íslands
ÍSLANDSMÓT STÚLKNA
21. apríl 2002
Margrét Jóna
Gestsdóttir
Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Námskeið
um með-
ferð upp-
lýsinga
STAÐLARÁÐ Íslands heldur
námskeið 29. og 30. apríl undir
heitinu Örugg meðferð upplýsinga
– Stjórnun upplýsingaöryggis
samkvæmt ISO 17799.
Námskeiðið er ætlað stjórnend-
um fyrirtækja og stofnana sem
bera ábyrgð á meðferð upplýsinga
og að móta og innleiða stjórnkerfi
upplýsingaöryggis. Námskeiðið er
einnig ætlað starfsfólki sem tæki
þátt í innleiðingu slíks stjórnkerf-
is, ásamt tæknifólki og ráðgjöfum
á sviði upplýsingaöryggis.
Markmið námskeiðsins er að
þátttakendur verði færir um að
beita viðurkenndum stöðlum við
mótun öryggisstefnu og stjórnun
öryggis upplýsinga í fyrirtækjum
og stofnunum.
Staðlarnir sem um ræðir eru
ÍST ISO/IEC 17799 Upplýsinga-
tækni – Starfsvenjur fyrir stjórn-
un upplýsingaöryggis og ÍST BS
7799-2 Stjórnun upplýsingaöryggis
– Forskrift fyrir stjórnkerfi upp-
lýsingaöryggis. Á námskeiðinu er
farið yfir lykilatriði og uppbygg-
ingu staðlanna og unnar verklegar
æfingar í mótun öryggisstefnu.
Nánari upplýsingar á vef Staðla-
ráðs Íslands, www.stadlar.is, eða í
síma.
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Nes- og
Melahverfis opnar kosningaskrifstofu
á Hjarðarhaga, fimmtudaginn 25.
apríl kl. 16.
Við opnunina flytur Björn Bjarna-
son ávarp. Jónas Þórir leikur létt lög
og Daði Guðbjörnsson listmálari sýn-
ir verk sín. Boðið verður upp á léttar
veitingar, segir í fréttatilkynningu.
Opna kosninga-
skrifstofu
♦ ♦ ♦