Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 51

Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 51 Í BÓK Hannesar Jónssonar „Sendi- herra á sagnabekk“, öðru bindi, stendur á bls. 10: „Sovétríkin viður- kenndu sjálfstæði Íslands árið 1944. Var í framhaldi af því tekið upp gagnkvæmt (orðið gagnkvæmt er hér óþarft) stjórnmálasamband á milli ríkjanna og Pétur Benedikts- son skipaður sendiherra. Hann hafði að vísu ekki fasta búsetu í Moskvu heldur ferðaðist þangað öðru hverju í opinberum erindum, þangað til Helgi P. Briem tók við sendiherra- embættinu 1951. Helgi var einnig búsettur utan Sovétríkjanna, var sendiherra með búsetu í Stokk- hólmi.“ Þetta er rétt svo langt sem það nær. En á árunum 1944 til 1951 voru tveir starfsmenn utanríkisráðuneyt- isins búsettir í Moskvu og gegndu þar starfi sem staðgenglar (chargé d́affaires) sendiherrans Péturs Benediktssonar – (sem bjó tæpt ár í Moskvu, en varð svo sendiherra í Frakklandi með búsetu í París) – þeir Pétur Thorsteinsson á árunum 1944 til 1947 og Sigurður Hafstað ár- in 1947 til 1951. Á árunum 1951 til 1953 var enginn sendifulltrúi frá Ís- landi búsettur í Moskvu. Pétur Thorsteinsson var svo sendiherra í Moskvu árin 1953 til 1960. Á sömu bls. stendur: „Fékk Pétur fyrst inni með sendiráðið í gömlu húsi í Kropotkinskaja-götu, en þetta hús var upphaflega eign Kropotkins fursta, eins af þekktari stjórnleysingjaheimspekingum sög- unnar. Síðan flutti sendiráðið í Khlebny-götu 28 (kleb =brauð) þar sem það er enn til húsa“. Hið rétta er: Við Pétur fluttum til Moskvu haustið 1953 og bjuggum á Hótel National fyrstu sex mánuðina. Þá var húsið Khlebny Pereulok 28 tekið á leigu. Það var Sigurður Haf- stað og Ragnheiður kona hans og börn sem bjuggu í húsinu við Krop- otkinskaja-götu í stuttan tíma eftir að hafa búið á Hótel National í þrjú ár. ODDNÝ THORSTEINSSON. Athugasemd Frá Oddnýju Thorsteinsson: Húð þín á skilið betri heim Origins kynnir A Perfect World Húðvernd með hvítu tei Ef heimurinn væri eins og við helst vildum, myndi húðin ekki eldast hrað- ar en við sjálf. En nú hefur Origins fundið lykilinn að lengri æskudögum húðarinnar, ljósa teið, sem er leyndar- mál þessa betri heims, Silver Tip White Tea. Það rekur skaðvaldana á brott löngu áður en þeir geta beitt vopnum sínum. Húðin getur einbeitt sér að heilsuræktinni. Mýktin kemur undir eins. Sjáanleg merki öldrunar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Húðin hefur fundið sitt Shangri-La. Nýtt Nýtt Líkamslína með hvítu tei. Mýkir og styrkir húðina og gefur henni ljóma. Origins ráðgjafi verður í Lyfju Lágmúla í dag, miðvikudag. Föstudag, Lyfju Laugavegi. Laugardag, Lyfju Smáratorgi. KIRKJUSTARF Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13– 16.30. Föndur, spil og helgistund. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Samverustund aldraðra kl. 14. Bibl- íulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17.30. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 á hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æf- ir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdótt- ur. Kórinn er ætlaður börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kór- inn er ætlaður börnum úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Heilsuhópurinn kemur saman kl. 11–12 í Litla sal. Spjallað yfir kaffibolla. Heilsupistill, létt hreyfing og slökun. Kyrrðar– og fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 12–12.30. Orgelleikur og sálma- söngur. Stundina annast sóknarprestur, djákni og organisti. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests og djákna í Lang- holtskirkju. Sími kirkjunnar er 520 1300. Kærleiksmáltíð kl. 12.30. Matarmikil súpa, salat og brauð kl. 1.30. Verð kr. 500. Samvera eldri borgara kl. 13–16. Kaffi og smákökur. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Tekið í spil, málað á dúka og keramik. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10– 15.30 ætlaður börnum í 1.–4. bekk. Loka- samvera vetrarins. Gospelkvöld kl. 20 í Hátúni 10 í samvinnu við Laugarneskirkju og ÖBÍ. Guðrún K. Þórsdóttir djákni stjórn- ar samkomunni. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving sálgæsluþjónn syngja og spjalla. Sr. Bjarni Karlsson flytur hug- vekju og heimafólk kemur fram með marg- víslegt efni í gríni og alvöru. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Fræðsla: Að hætta með barn á brjósti. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslu Sel- tjarnarness fjallar um efnið. Umsjón El- ínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíulestur kl. 17. Fræðsla um Davíðssálma. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Bænamessa kl. 18. sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elspil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöld- máltíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldr- aða frá kl. 13–16. Kirkjuprakkarar kl. 17– 18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl. 16.30– 17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. KFUK ung- lingadeild kl. 19.30–21. Æskulýðsfélag Engjaskóla fyrir börn 8.–9. bekk kl. 20– 22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Op- ið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Litlir lærisveinar í Lindaskóla kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn- um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn- um (TTT) á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–14.30. Foreldramorgnar í safnað- arheimili frá kl. 10–12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ásta Sigurðar- dóttir, cand. theol. Æfing kórs Keflavík- urkirkju frá kl. 19.30–22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús í KFUM&K húsinu fyrir unglinga í 8.–10. bekk. Þorlákskirkja. Barna– og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Fíladelfía. Létt máltíð á vægu verði kl. 18. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbbur fyrir krakka 3–12 ára, unglingafræðsla fyrir 13–15 ára, fræðsla fyrir ungt fólk á aldrinum 16– 20 ára. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestrar, bænastundir og vitnisburðarstundir. Það eru allir hjart- anlega velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og spjall. TTT-starf kl. 17. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Safnaðarstarf BISKUP Íslands, hr. Karl Sig- urbjörnsson, vísiterar Akranessöfn- uð í dag og á morgun. Með honum í för eru eignkona hans, frú Kristín Guðjónsdóttir, prófastur Borgfirð- inga og fulltrúi frá Biskupsstofu. Í dag heimsækir biskup fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar & co, Brekkubæjarskóla, Grundaskóla, Bæjarskrifstofurnar, Landmæl- ingar Íslands, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Sjúkrahús Akraness og Félagsheimili KFUM og K. Á morgun, sumardaginn fyrsta, taka biskupshjónin þátt í skrúð- göngu skáta til kirkjunnar. Biskup prédikar síðan í skátamessu, sem hefst kl. 11, í Akraneskirkju. Eftir hádegi heimsækir hann sambýlin við Laugarbraut og Vesturgötu og því næst Dvalarheimilið Höfða þar sem hann messar ásamt sóknar- presti. Síðdegis fundar hann með sóknarnefnd Akraneskirkju. Tilgangur biskups með vísitasíu er að kynnast starfsemi kirkjunnar og fólkinu á vettvangi hins daglega lífs. Akurnesingar eru sérstaklega hvattir til þess að taka þátt í skáta- messunni á sumardaginn fyrsta. Krossinn í Betel KROSSINN verður með samkomu í Betel í Vestmannaeyjum á sum- ardaginn fyrsta. Samkoman verður kl. 16 í kirkju Hvítasunnusafnaðar- ins. Gunnar Þorsteinsson mun pre- dika og sönghópur Krossins ásamt einsöngvurum mun syngja. Allir eru velkomnir að fagna sumarkom- unni með Krossurum og Betel- ingum. Kyrrðardagar í Skálholti NÆSTU kyrrðardagar verða í Skálholti næstu helgi, 26.-28. apríl. Kyrrðardagar með vorgöngum verða 9.-12. maí. Skráning og upp- lýsingar hjá Skálholtsskóla, sími 486 8870, netfang skoli@skal- holt.is. Akraneskirkja Biskup Íslands á Akranesi HVERJIR hafa verið að byggja í Reykjavík síðastliðin ár? hvorki hafa það verið verslunareigendur í Smáranum né iðnfyrirtæki sem virðast spretta upp í Garðabæ þessa dagana. Líklega hafa byggingaverk- takar verið dug- legastir að byggja í Reykja- vík og þá í mörg- um tilfellum fjölbýlishús sem er gott, þá sérstaklega fyrir þá sem eru að koma undir sig fótunum. Á sama tíma hefur fólk sem kýs ann- ars konar húsnæði þurft í mörgum tilfellum að leita út fyrir borgina til að fá þörfum sínum í húsnæðis- málum uppfyllt. Öllum þeim sem vilja vita er ljóst að uppbygging íbúðabyggðar, verslunar og hugs- anlega iðnaðar líka hefur ekki átt sér stað í Reykjavík undanfarin ár. Af þessu má vera ljóst að það fólk sem er á því skeiði lífs síns að vera máttarstólpar skattkerfisins hefur streymt frá Reykjavík til ná- grannasveitarfélaganna þar sem framboð af lóðum hefur ekki verið af skornum skammti. Þetta fólk er nauðsynlegt í hverju sveitarfélagi til að styðja við yngstu og elstu kynslóðirnar sem þar lifa á hverjum tíma. Ef þessi þróun fær að halda áfram verður ekki nægjanlegt að viðhalda háu útsvari ásamt falinni skattheimtu í formi holræsagjalds hér í Reykjavík heldur verður væntanlega að halda áfram skulda- söfnun. Nú er tækifæri til að snúa þess- ari þróun við með því að bjóða að- laðandi svæði sem byggingarland fyrir framsækið fólk. Þá má sækja hugmyndir til nágrannaþjóða okkar svo sem í hinn fræga skerjagarð í Svíþjóð, þar er að finna mjög skemmtilega byggð sem þykir mjög spennandi. Við Reykvíkingar eigum Geldinganesið, þar getum við gert mjög skemmtilega íbúðarbyggð ef við breytum rétt og hættum við að byggja iðnaðarhverfi á umhverf- isperlu. JÓN BIRGIR GUNNARSSON, véliðnfræðingur. Hver byggir í Reykjavík? Frá Jóni Birgi Gunnarssyni: EFTIR langa þögn stöðvar lækn- irinn sónarinn og horfir hryggur á mig. Það þurfti engin orð til að segja mér að eitthvað alvar- legt var að. Nær- færnislega sagði hann frá því sem hann sá, að drengurinn væri með galla í mið- taugakerfi sem sennilega mundi valda honum miklum skaða, jafnvel dauða. Þetta var þriðja meðganga mín og í fyrsta sinn var mér boðin fóstureyðing. Venjulega eiga þungaðar konur frumkvæðið og óska eftir fóstureyð- ingu sé það vilji þeirra en þegar eitthvað er að tekur heilbrigðiskerf- ið frumkvæðið. Í alvöru, hvað er verið að gefa í skyn? Er eitt barnið minna virði en hin? Já, það voru þau óbeinu skilaboð sem ég fékk í þessu tilfelli. Það var ekki persónu- leg meining þess sem í hlut átti heldur var það vinnuregla sem gaf tóninn. Þessi tónn nístir mann inn að beini og hann berst víðar að. Til dæmis í nánasarlegum og fantaleg- um niðurskurði á Greiningarstöð- inni á sama tíma og umræðan um fósturgreiningu stendur yfir. Það er óþolandi lítilsvirðing ef ríkisstofnun hefur óopinbert markmið og stuðlar að því að koma í veg fyrir fæðingu ákveðins hóps. Ég veit að á kvennadeildinni ríkir mikill metnaður og virðing fyrir líf- inu. Því er leitað leiða til að sú frá- bæra tækni sem þar er fyrir hendi nýtist sem flestum. Fyrir mig og börnin mín hefur sónarinn haft ótvírætt gildi en ég vil ekki aftur fá boð um fóstureyðingu þegar eitt- hvað er að. Það væri sómi að því að sleppa því alveg að bjóða upp á fóstureyðingu að fyrra bragði en sé það gert ber einnig að bjóða hina leiðina skammlaust. Það verður að vera ljóst að báðar leiðir eru færar. Hvorug leiðin er eftirsóknarverð en valið er óhjákvæmilegt í sumum til- fellum og enginn þess umkominn að dæma það. Ég þekki þá raun að eignast fatlað barn og veit að það er alls ekki það versta sem getur gerst. Notum tæknina af skynsemi, án lítilsvirðingar við einstaka þjóð- félagshópa, þannig næst sátt um málið. AUÐBJÖRG REYNISDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur. Sátt um tæknina Frá Auðbjörgu Reynisdóttur:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.