Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 53
DAGBÓK
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 24.
apríl, er sextug Halldóra
Ingjaldsdóttir, Fannafold
166. Eiginmaður hennar er
Sigurður Arinbjarnarson.
Þau eru stödd á Spáni.
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 24.
apríl, er fimmtug Sigríður
Þorláksdóttir. Eiginmaður
hennar er Guðjón M Jóns-
son. Þau munu gera sér
glaðan dag með fjölskyldu
og vinum.
LJÓÐABROT
KVÆÐI KVEÐIÐ ÚR STEINI
Mér verður hússins dæmi,
í hallri brekku er stendur,
búið er brátt muni falla
(böl í skap er runnið).
Svigna súlur fornar,
en salviðrinn bognar.
Svo kveðr mann hver, er morgnar,
mæddur í raunum sínum.
Mér verður skipsins dæmi,
er skorðulaust hvílir
eitt við æginn kalda,
engan stað fær góðan.
Rísa bárur brattar.
Í briminu illa þrymur.
Svo kveðr mann hver, er morgnar,
mæddur í raunum sínum.
- - -
Fiðlu-Björn
1. d4 Rf6 2. c4 c6 3. Rf3 d5 4.
Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bxf6
Dxf6 7. e3 Rd7 8. Bd3 dxc4 9.
Bxc4 g6 10. O-O Bg7 11. Dc2
O-O 12. Re4 De7 13. Bb3 e5
14. Rc3 Kh8 15.
Had1 b6 16. d5
Bb7 17. h4 Rc5 18.
d6 Dd7 19. h5
Rxb3 20. axb3 g5
21. e4 Had8 22.
Re2 De6 23. Rg3
Hxd6 24. Rf5
Hdd8 25. Rh2 c5
26. Rg4 a5 27.
Rge3 Hfe8 28.
Rd5 Hd7 29. Rfe3
Hed8 30. De2 f5
31. exf5 Dc6
Staðan kom upp
á Ambermótinu í
Monakó sem lauk
fyrir skömmu.
Vladimir Kramnik (2809),
arftaki Kasparovs á stóli
heimsmeistara, hafði hvítt
gegn Jeroen Piket (2659).
32. Re7! Df6 33. Rg6+ Kh7
34. Hxd7 Hxd7 35. Db5 Hd4
36. b4! Hxb4 37. Dd7 Bc6 38.
Dc7 g4 39. Re7 og svartur
lagði niður vopnin.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Með morgunkaffinu
Þú sagðir að reikningur væri svo léttur. Það ætti
bara að nota höfuðið …! Ég ætla að nota reiknivél!
SKOÐUM spil dagsins með
augum vesturs. Hann á bara
einn ás, en leikur lykilhlut-
verkið í vörninni.
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ D86
♥ Á76
♦ DG10963
♣7
Vestur Austur
♠ 9543 ♠ KG2
♥ 542 ♥ K98
♦ Á75 ♦ 4
♣963 ♣KDG542
Suður
♠ Á107
♥ DG103
♦ K82
♣Á108
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 lauf Dobl
Pass 2 tíglar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Þrjú grönd er afleitur
samningur, en legan í láglit-
unum er sagnhafa afar hag-
stæð. Vestur spilar út lauf-
þristi, þriðja hæsta í lit
makkers, og suður dúkkar
fyrstu tvo slagina en fær
þann þriðja á laufás. Og spil-
ar tígli að blindum. Vestur
gefur og sagnhafi spilar aft-
ur tígli á kónginn, en austur
hendir óvænt litlu laufi. Nú
er rétti tíminn til að leggja á
ráðin. Hvernig á vestur að
verjast?
Við borðið ætti vestur að
geta teiknað spilið upp í
megindráttum. Suður er
augljóslega með spaðaásinn,
því annars hefði austur ekki
hent frílaufi. Sagnhafi á því
átta örugga slagi og eina von
varnarinnar er sú að austur
sé með hjartakóng og KG í
spaða. En þá er líka mikil
hætta á því að austur þving-
ist í lokastöðunni. Segjum að
vestur taki á tígulás og spili
hjarta. Sagnhafi tekur með
ás og spilar öllum tíglunum:
Norður
♠ D8
♥ 7
♦ 3
♣--
Vestur Austur
♠ 95 ♠ KG
♥ 42 ♥ K
♦ -- ♦ --
♣-- ♣5
Suður
♠ Á10
♥ DG
♦ --
♣
Austur verður að henda
laufi í síðasta tígulinn og þá
getur sagnhafi valið um
tvær leiðir til að ná í níunda
slaginn – hann gæti hent
spaðatíu og fríað hjartaslag,
eða hent hjarta og endaspil-
að austur í spaðanum.
Vestur ætti að hugsa um
það að klippa á samganginn
fyrir þvingunina. Hann gef-
ur tígulkónginn, fær svo á
ásinn og spilar SPAÐA. Þá
ræður sagnhafi ekki við spil-
ið.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur sterka tilhneigingu
til umönnunar og verndar.
Þér er mjög annt um aðra.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert hvatvís að eðlisfari.
Gættu þín á þessu þegar kem-
ur að viðskiptasamningum
eða meiriháttar kaupum í dag
því þér hættir til fljótfærni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú sækist eftir spennu og örv-
un í dag í ástarsambandinu
þínu jafnvel með því að stofna
til rifrildis. Gættu þín á að
vera ekki óþolinmóð gagnvart
þeim sem eru þér nákomnir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þig hungrar í ævintýri og að
reyna eitthvað nýtt í dag. Það
kann að koma þér á óvart að
nútímalist vekur með þér
áhuga.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Dagurinn í dag er kjörinn til
að tala opinskátt um hlutina.
Samtöl við vini og hópa geta
verið árangursríkar vegna
þess þú leggur spilin á borðið.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það reynir á hæfileika þinn til
samstarfs við yfirmenn þína í
dag. Þar sem þú finnur til
óvenju mikils sjálfstæðis og
löngunar til uppreisnar, munt
þú halda máli þínu til streitu
eins lengi og þú þorir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Truflun á vinnu vegna tölvu-
eða tæknivandræða er líkleg í
dag. Sýndu þolinmæði vegna
þess að þú getur ekkert gert
við þessu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Óvæntur vinningur vegna
fjárhættuspila eða fjárhags-
legra vangaveltna er mögu-
legur í dag. Þú verður hissa
þegar þú færð óvæntan, hag-
nýtan stuðning.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þar sem dagurinn í dag er
kjörinn til að tala opinskátt
um hlutina, getur þú og maki
þinn náð saman í tilteknu
máli. Það reynir á sveigjan-
leika í sambandinu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Óvænt hegðun eða uppá-
stunga einhvers á vinnustaðn-
um getur komið þér í opna
skjöldu í dag. Ekki láta stoltið
koma í veg fyrir að þú þiggir
ráð frá óvæntum aðila.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Dagurinn mun einkennast af
gáskafullu daðri sem þarf ekki
að vera skaðlegt ef þú tekur
því ekki alvarlega. Ekki gera
meira úr því en efni eru til.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Dagurinn verður óútreiknan-
legur og þú nýtur þess. Þér
finnst þú yngjast upp og vera
meira lifandi vegna þess að þú
laðast að því sem er óhefð-
bundið og kemur á óvart.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sýndu öðrum þolinmæði og
ekki krefjast þess að þeir upp-
fylli þörf þína fyrir spennu.
Það er stutt í rifrildi við systk-
ini eða ættingja.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Frönskunámskeið
hefjast 29. apríl
8 vikna hraðnámskeið. 6 mismunandi stig.
Taltímar.
Námskeið fyrir börn.
FERÐAMANNAFRANSKA:
10 tíma hraðnámskeið,
undirbúningur fyrir Frakklandsferðir.
Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: af@ismennt.is
Innritun í síma
552 3870 og 562 3820
Gunnarsbraut - Rvík
3ja herb. 56,3 fm íbúð í kjallara, með sér-
inngangi, undir tröppum í þríbýli en hinar
íbúðirnar hafa aðgang að sameiginlegri ytri
forstofu. Tvö svefnherb., eldhús með hvítri
og beykiinnréttingu, ný tafla og rafmagn.
Verð 7,5 m.
Klapparstígur - Rvík
2ja herb. 52,4 fm risíbúð á efstu hæð í 7 íbúða húsi með útsýni yfir
Skuggahverfið. Gamalt hús sem þarfnast aðhlynningar og íbúðin
þarfnast einhvers viðhalds. Hol opið yfir í stofu. Svefnherb. og eld-
hús allt með gólffjölum sem setja skemmtilegan svip á hana. Bað-
herb. með flísum. Verð 5,2 m.
Sími 564-6655
Sími 564-6655
FASTEIGNASALA
FAXAFENI 5
SÍMI 533 1080 FAX 533 1085
MÁVAHLÍÐ - SÉRHÆÐ - OPIÐ HÚS
Opið hús í Mávahlíð 8 í Reykjavík
milli kl. 18-19 í kvöld. Sérhæð
ásamt risi sem býður uppá mikla
möguleika. Á hæðinni eru tvær fal-
legar stofur með rennihurð á milli.
Tvö svefnherbergi. Uppi eru þrjú
svefnherbergi. Upprunalegar inn-
réttingar. Verð 14,9 millj.