Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 54
AÐ ÞESSU sinni sýnir Filmundur hina dularfullu Picnic at Hanging Rock frá 1975 eftir Peter Weir. Á Valentínusardaginn árið 1900 heldur hópur stúlkna, sem stund- ar nám við strangan heimavist- arskóla í Ástralíu, í lautarferð. Stefnan er sett á Hanging Rock, áhrifamikið klettasvæði í grennd við skólann. Þrjár stúlkur verða viðskila við hópinn og fá sér blund í hitanum. Þegar þær vakna aftur er allt einhvern veg- inn breytt, án þess að auðvelt sé að festa hendur á því að hvaða leyti og stuttu síðar hverfa þær sporlaust að því er virðist inn á milli klettanna eins og svefn- genglar. Viku seinna finnst ein þeirra eftir mikla leit en hún man ekkert hvað hafði komið fyrir hana og dauðaleit heldur áfram að hinum. Myndin er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Joan Leslie frá árinu 1967, og skapaðist mikil stemmning í kringum þá tilgátu að bókin byggðist að einhverju leyti á sönnum atburðum, og ýjaði höfundurinn sjálfur oftar en ekki að þessu. Varð uppi fótur og fit í Ástralíu þar sem tekið var til við að leita í gömlum dagblöðum og skjölum að upplýsingum um hinar horfnu skólastúlkur, en allt kom Filmundur sýnir Picnic at Hanging Rock Skuggaleg skógarferð Atriði úr Picnic at Hanging Rock. sér stúlkurnar að einhverju leyti með augum tveggja ungra manna sem fylgjast með þeim úr hæfi- legri fjarlægð í lautarferðinni og taka síðar þátt í leitinni að horfnu stúlkunum. Að þessu leyti minnir Picnic at Hanging Rock um margt á mun nýlegri mynd, The Virgin Suicides þar sem aðhald og eftirlit foreldra með lífi dætra sinna leiðir á dularfullan hátt til þess að þær fremja sjálfsmorð. Margt er í raun sameiginlegt með þessum myndum, ástæður fyrir atburðum eru ekki raktir, heldur sveipaðir dulúð og ísmeygilegum óhugnaði sem er á skjön við það sem kvikmyndaáhorfendur eru vanir. Áhorfandinn fær ekki lausnina, sem hann er orðinn van- ur að fá framreidda á silfurfati, og það er einmitt það sem er sér- staklega heillandi við þessa mynd. Peter Weir er afar virtur kvik- myndaleikstjóri og hefur komið víða við. Nægir að nefna myndir á borð við The Dead Poet’s Soc- iety, Green Card, og The Truman Show. Picnic at Hanging Rock verður sýnd í Háskólabíói miðvikudaginn 17. apríl kl.20.00, fimmtudaginn 18. apríl kl. 22.30, sunnudaginn 21. apríl kl. 18.00 og mánudaginn 22. apríl kl. 22.30. fyrir ekki, engar upplýsingar fundust. En ákveðinn auglýsinga- iðnaður blómstraði engu að síður í kringum bókina, eins og til dæmis bækur á borð við Murders at Hanging Rock sem birti úrval geimverutengdra útskýringa á hinu dularfulla hvarfi, og þannig mætti lengi telja. En auðvitað var eingöngu um uppspuna að ræða og enga eig- inlega skýringu að finna á hvarfi stúlknanna. Þær einfaldlega hurfu inn á milli klettanna, eins og þeir hefðu gleypt þær og er það undir lesandanum/áhorfand- anum komið að finna útskýringu með sjálfum sér. Að einhverju leyti kallast þessi atburður í myndinni á við þjóðtrú frum- byggja, að klettarnir geti verið lifandi í einhverjum skilningi, og er margt í frásagnarmáta mynd- arinnar sem styður þessa tillögu, þar sem náttúran tekur á sig dul- arfulla og seiðandi mynd sem er jafnframt hlaðin óhugnaðar- tilfinningu. Kynveran leysist úr læðingi En ekki má gleyma því að stúlkurnar eru að uppgötva sjálf- ar sig sem kynverur og mæta af- ar hörðu og heftandi viðhorfi hjá starfsfólki skólans. Áhorfandinn FÓLK Í FRÉTTUM 54 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ   Í HLAÐVARPANUM Ég býð þér dús, mín elskulega þjóð Dagskrá í tilefni 100 ára fæðingar- afmælis Halldórs Laxness. Felix Bergsson, Jakob Þór Einarsson og Davíð Þór Jónsson, píanó. Síðasta vetrardag 24.4 kl. 21 Föstudag 26.4 kl. 21 Fugl dagsins og fleira Útgáfutónleikar Valgeirs Guðjóns- sonar með Jóni Ólafssyni Sumardaginn fyrsta kl. 16.00.                 Miðasala 14-18 daglega í síma 552-7366 og við innganginn droparÓperu nemendaópera Söngskólans í Reykjavík Tíu ástríðuþrungnir óperudropar úr pennum Bizet, Beethoven, Cimarosa, Mozart og Verdi í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7 Fi 25. apríl / Sumardaginn fyrsta kl. 17 og 20 og Fö 26. apríl kl. 20 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. 4. sýn í kvöld kl 20 - UPPSELT 5. sýn fi 25. apr kl 20 - UPPSELT Su 28. apr. kl. 20 - AUKASÝNING Lau 4. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 5. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson Lau 27. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 3. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Fö 10. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 26. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Mi 1. maí kl. 20 - AUKASÝNING - tilboð í tilefni dagsins kr. 1.800 - ATH: Síðustu sýningar DANSLEIKHÚS JSB Mán 29. apr kl 20 Þri 30. apr kl 20 AND BJÖRK OF COURSE ... e. Þorvald Þorsteinsson Lau 27. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 4. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 5. maí kl 20 - LAUS SÆTI FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon Su 28. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI ATH: síðasta sinn PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Fö 26. apr kl 20 - NOKKUR SÆTI Su 5. maí kl 16 - LAUS SÆTI GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fö 26. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 27. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 28. apr kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 3. apr kl 20 - LAUS SÆTI VEISLA Í HEILAN DAG Leikskáldið Þorvaldur Þorsteinsson Leiksýningar, leiklestur, Vasaleikhús, erindi, umræður - og veitingar Lau 27. apríl 2002 kl: 13:00 - 18:30 And Björk, of course ... um kvöldið PÍKUSÖGUR Í FJARÐABYGGÐ Þri 30. apr á Neskaupsstað Mi 1. maí á Eskifirði Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Litla sviðið LEIKFERÐ                                  !  !"#"$% & "%% #%%$'( % '     @      2  ) '     @ <     4*  (  ; 2  ) ##  A 2  ) ' $$## ") & "%% %% $'( % * %"#     5 @  =  @        *     5    ) B  1 C,  D  ;  E FFF      Mið. 24. apr. kl. 20.00 Lau. 27. apr. kl. 13.00 Lau. 27. apr. kl. 16.00 - uppselt SÍÐ US TU SÝ NIN GA R   " #  !     $ !     !  % !     &  "        &'           ! "&     "  #$ %&      '  sýnir í Tjarnarbíói söngleikinn eftir Þórunni Guðmundsdóttur föstudaginn 26. apríl laugardaginn 27. apríl Síðustu sýningar Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525 eða með tölvup. á hugleik@mi.is Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00. Broadway Dansleikur með Á móti sól – miðaverð 1.200 kr. Búðarklettur, Borgarnesi DJ Skugga-Baldur heldur uppi ofsa- stemmningu! Café 22 The Moody Company. Krummi í Mínus frumflytur efni með hliðarverkefni sínu. Fram- sækið sveitarokk og blús með þjóð- lagalegu ívafi. Hefst kl. 21.00. Café Amsterdam Úlrik spilar. Catalína Ari Jónsson og Sverrir Hilmarsson ætla að sjá um stuðið. Gaukur á Stöng Stefnumót frá kl. 21.00-00.00. Delphi, Móri og Laguz spila. 500 kr. inn. ElektroLux- klúbbakvöld eftir miðnætti. Lee Burridge þeytir skífum. Grand Rokk Rokk í Reykjavík. Kosningabarátta ungs Reykjavík- urlistafólks hefst með þessum hljómleikum. Hljómsveitirnar Rokkslæðan og Tvö dónaleg haust spila. Andrea Jóns þeytir skífum. Byrjar kl. 22.00. Gullöldin Svensen og Hallfunkel. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B (gamla safnið) Opnunarkvöld Jaðardaga 2002 sem standa til laugardags. Tónleikar með yf- irskriftinni Ormslev 4. Fram koma Jazzcore-sveitin Anus, Hrafn Ás- geirsson, Burkni, Einstein is Dead, Curver: dixielandverkefnið. Frá 21.00-23.00. Kr. 400 inn. Kaffi Reykjavík Hljómsveitin Hálft í hvoru. Laugardalshöll Cesaria Evora með hljómleika. Húsið opnað kl. 19.00. Geirfuglar hita upp. Leikhúskjallarinn Bókaball, þenn- an síðasta vetrardag. Frá 22.00 til ??? Verðlaun afhent, Jón Gnarr með uppistand og læti, raddgjörn- ingar, dansleikur fram eftir nóttu. Player’s, Kópavogi Hljómsveitin Karma spilar langt fram eftir kvöldi. Sportkaffi Hljómsveitin Mát. Vegamót Tommi White ásamt Ragga Bassa. Vídalín Buttercup leikur. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Delphi leiðir Stefnumót Gauks- ins að þessu sinni. ÖRFÁ SÆTI LAUS VORMENN ÍSLANDS Verða þetta skemmtilegustu tónleikar ársins? Tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og Jón Rúnar Arason og baritóninn Ólafur Kjartan Sigurðarson leiða saman hesta sína og flytja margar af vinsælustu aríum og dúettum tónbókmenntanna. Munið eftir tónleikunum í gulu röðinni 2. maí með einleik Erlings Blöndals Bengtssonar. Athugið breytta dagsetningu. Hljómsveitarstjóri: Paul McGrath AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN græn áskriftaröð föstudaginn 26. apríl kl. 19.30 í háskólabíói laugardaginn 27. apríl kl. 17:00 í háskólabíói Sinfóníuhljómsveit Íslands Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.