Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 B 5 var fljót til svars og hnyttin í til- svörum. Hún sagðist til dæmis vera mjög hávaxinn eskimói, og þegar hún var spurð hvers vegna hún hefði svo stuttar hendur svaraði hún því til að hún hefði verið látin sitja með þær krosslagðar í tíma og ótíma sem barn og það hefði hindrað eðlilegan vöxt þeirra,“ segir Inga Dóra sem hefur flestar upplýsingar um Ólöfu og lygasögur hennar úr ævisögu hennar. Helstu heimildir úr ævisögu Ólafar Krarer Saga „Ólafar Krarer eskimóa“, var skráð af Albert S. Post og kom út árið 1887. Ólöf gekk undir nafninu Ólöf Krarer frá því hún fór að bregða sér í gervi eskimóakonu. Ári eftir að ævisaga hennar kom út kynntist hún manni að nafni Henry L. Slayton. Hann rak umboðsskrif- stofu fyrir leikara, skemmtikrafta, fyrirlesara og fræðimenn og réð hana til sín. Fljótlega varð Ólöf eft- irsóttur fyrirlesari en á þessum ár- um var mikill áhugi fyrir öllu sem tengdist norðurslóðum. Á þessum tíma voru fjölmiðlar eins og útvarp og sjónvarp ekki til svo fyrirlesarar voru mjög vinsælir og nokkurs kon- ar fjölmiðlar þess tíma. Robert Peary komst fyrstur á Norðurpólinn árið 1909 og Græn- lands- og Norðurpólsferðir hans vöxtu mikla athygli. „Þrátt fyrir að menn eins og Peary og Vilhjálmur Stefánsson hefðu komið á norðlægar slóðir og hitt alvöru eskimóa komst ekki upp um Ólöfu. Þeir vissu hið sanna um hana en kusu að þegja. Ég held að þeir hafi vorkennt henni og þess vegna ekki kjaftað frá. Hvað Peary varðaði þá var Ólöf mikilvæg. Hún var vinsæl og hélt áhuganum á Norðurslóðum gangandi. Hvað Vil- hjálm Stefánsson varðaði þá held ég að það hafi farið í taugarnar á hon- um hvað hún hafði mikil áhrif. Á meðan menntaða fólkið las bækurn- ar hans, las hvert einasta grunn- skólabarn ævisögu Ólafar sem var hluti af kennslubók um eskimóa. Ég held það hafi verið þess vegna sem Vilhjálmur hafi farið að rannsaka bakgrunn hennar,“ segir Inga Dóra, sem segist hafa fundið ýmsar heim- ildir um Ólöfu í gögnum Vilhjálms. Einstök kona Vinsældir Ólafar sem fyrirlesara eru merkilegar í ljósi tíðarandans að sögn Ingu Dóru. Hún segir að hafa verði í huga að á þeim tíma sem Ólöf starfaði sem vinsæll fyrirlesari hafi konur t.a.m. ekki haft kosningarétt hvað þá tjáð sig opinberlega um þjóðmál. „Hún var bæði kona og dvergur og í ljósi þess eru vinsældir hennar og frami mjög merkileg. Það var mjög óalgengt á þessum tíma að konur héldu fyrirlestra. Ég held ekki að hún hafi verið lygasjúk en hún var klók, sniðug og skemmtileg og komst áfram á því. Hún bjó við kúgun sem dvergur og gervi hennar sem eskimói var leið til að brjótast út úr því. Hún sneri vörn í sókn og um leið og hún fór að tala sem eskimói hætti hún að vera dvergur í augum fólks. Hún sjálf og líkami hennar voru ekki lengur það sem var til sýnis. Líflegar frásagnir hennar voru aðdráttaraflið og það var mikill sigur fyrir hana að brjótast út úr að- stæðum sínum með þessum hætti. Sem Ólöf Krarer eskimóakona hafði hún mikið vald og vægi í umræðu um heilt menningarsvæði. Velgengni hennar sýnir hvað hugmyndir okkar um dverga eru menningarbundnar, þegar hún varð að eskimóa sá fólk hana í allt öðru ljósi,“ segir Inga Dóra. Inga Dóra stundar rannsóknir í mannfræði við Háskólann í Kaliforn- íu í Santa Barbara. Hún er nú stödd hérlendis meðal annars til að leita frekari heimilda um Ólöfu og hugs- anlega til að komast í kynni við ætt- ingja hennar hérlendis. Ólöf giftist aldrei svo vitað sé og hún eignaðist ekki börn. Hún lést árið 1934, þá 76 ára gömul, átta árum eftir að hún hætti störfum sem fyrirlesari. Frétt um andlát hennar birtist í hinu virðulega blaði Chicago Tribune og sýnir ef til vill stöðu hennar og frægð í Bandaríkjunum á sínum tíma. Ólöf var dvergvaxin, skolhærð og með blá augu. Þrátt fyrir það var hún álitin líkleg til að vera eskimói sem sýn- ir ef til vill hve lítið Bandaríkjamenn vissu á þessum tíma um líf og menningu á norðurslóðum. Ólöf í gervi eskimóakonunnar Ólafar Krarer. Hún varð fljótt eftirsóttur fyrirlesari í Bandaríkjunum og í 30 ár hélt hún fyrirlestra um líf sitt sem eskimóa á Grænlandi, þrátt fyrir að vera sjálf fædd og uppalin á Íslandi. rsj@mbl.is Hún og fjölskylda hennar höfðust við í snjóhúsi sem var einangrað með dýraskinni. Fjölskyldan lifði á hráu kjöti og drakk saltvatn. „Hún bjó við kúgun sem dvergur og gervi hennar sem eskimói var leið til að brjótast út úr því. Hún sneri vörn í sókn og um leið og hún fór að tala sem eskimói hætti hún að vera dvergur í augum fólks.“ ...til Portúgals ...til Krítar ...til Billund 53.760kr. 58.780kr. 43.240kr. ...til Mallorca Verðdæmi á mann með SólarPlús 2. september. Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur (ekki fyrirfram vitað um nafnið), ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman, 58.630 kr. á mann. Flugsæti á mann. Flogið alla mánudaga frá 27. maí - 2. september. Innifalið: Flug og allir flugvallarskattar. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Verð fyrir einn fullorðinn, 30.440 kr. á mann. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Skala í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman, 73.270 kr. á mann. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Sol Dorio í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman, 72.155 kr. á mann. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 27.050kr. ...til Alicante Flugsæti á mann m.v. brottför 22. maí. Innifalið: Flug og allir flugvallarskattar. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Verð fyrir einn fullorðinn, 34.630 kr. 30.240kr. Ó tr úl eg t ve r› tr l gt v r í sólin a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.