Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 B 11 ferðalög KÝPUR SIGLT UM EYJAHAFIÐ Terra Nova-Sól býður upp á ferð til Kýpur og siglingu um Eyjahafið í lok september. Flogið verður til Kýpur 26. sept- ember og dvalið í 3 nætur á hótel Ermitage Beach í Limassol. Erm- itage er íbúðahótel sem stendur við ströndina. Þremur dögum síðar er síðan lagt upp frá Kýpur með skemmti- ferðaskipinu Calypso frá Louis Cruises. Þetta er nýlegt 600 far- þega skip með öllum helstu þæg- indum og afþreyingu um borð. Viðkomustaðirnir eru: Kos, Krít, Zakynthos, Corfu, Kalamai og Santorini. Að lokinni vikusiglingu er dvalið aftur í 4 nætur á hótel Ermitage Beach. Fararstjóri er Árni Norð- fjörð. Verð á mann í tveggja manna ytri klefa með glugga er 169.920 kr. Innifalið er flug, gisting á Kýpur, ferðir milli flugvallar, hótels og skips á Kýpur, sigling, allur matur og skemmtun um borð, hafn- argjöld, íslensk fararstjórn og skattar. Skoðunarferðir eru ekki innifaldar. Hægt er að skoða skipið nánar á slóðinni www.louiscruises.com. FYRIR 30 árum bjuggu hjónin Jón Hákon Magnús- son og Áslaug Harðardóttir í tví- borginni St. Paul í Minnesota en Jón Hákon var þá þar við framhaldsnám. Síðastliðið haust, röskum30 árum seinna, heimóttu þau hjón borgina á ný ásamt börnunum sínum Áslaugu Svövu og Herði Hákoni. „Það var mjög gaman að koma aft- ur og margt hafði næstum staðið í stað á meðan aðrir staðir voru nán- ast óþekkjanlegir eins og svæðið við flugvöllinn. Við gistum rétt við fal- legustu íbúðargötuna í St. Paul, Summit Avenue, og vorum þar í góðu yfirlæti í frábærri heimagist- ingu. „Þessi heimagisting er á Ashland Avenue og heitir Chatsworth B&B. Allt þetta hverfi í kringum göturnar Summit Avenue og Grand Avenue er með reisulegum gömlum íbúðarhús- um sem sum hver eru aldargömul. Á þessum slóðum ólst rithöfundurinn F Scott Fitzgerald upp , höfundur smáfólksins Charles Schulz og bú- staður fylkisstjórans er við Summit Avenue. Húsið sem við gistum í var einmitt aldargamalt og reist af skókaup- manni í borginni. Því hefur verið vel við haldið og er ákaflega hreint og vinalegt. Hvert herbergi hefur sitt þema, eitt herbergið er tileinkað garði, annað er austurlenskt, það þriðja skandinavískt og svo framveg- is. Miðaldra hjón eiga húsið og þau bjóða upp á morgunverð og leggja rækt við hann, hollustan er í fyrir- rúmi og þessa daga sem við gistum þar var aldrei það sama á borðum tvisvar.“ Jón Hákon segir að staðsetning þessa gististaðar sé frábær, þetta sé kyrrlátur staður en stutt niður í miðbæ St. Paul og veitingahús í göngufæri. „Gatan Grand Avenue er stutt frá en þar eru nú mörg skemmtileg nútímaleg kaffihús og veitingastaðir. Það er einnig stutt á flugvöllinn og út á hraðbrautirnar. Ég mæli með þessum gististað fyrir þá sem vilja hafa það huggulegt og langar ekki að dvelja á stórhóteli í miðbænum eða nálægt flugvellin- um.“ Fagnaðarfundir Jón Hákon heimsótti staði sem hann fór iðulega á þegar hann bjó í borginni og meðal annars leitaði hann uppi hamborgarastaðinn St. Claire Broiler á Snelling Avenue en þar var Jón Hákon fyrst í uppvask- inu og síðan aðstoðarkokkur í nokk- ur ár. „Það var mjög skemmtilegt að koma þangað aftur, veitingastaður- inn var á sínum stað og enn er boðið þar upp á bestu hamborgara í Bandaríkjunum. Það urðu fagnaðar- fundir þegar við komum þangað því sami eigandinn, Jim Theros, er enn að þessum stað og var fyrir þrjátíu árum.“ Jón Hákon mælir með því að ef fólk heimsæki tvíborgirnar geri það sér ferð út fyrir borgarmörkin því það þurfi ekki að aka lengi til að koma í lítil og notaleg bæjarfélög. En heimsótti hann ekki stóru verslunarmiðstöðina Mall of Amer- ica sem Íslendingar eru orðnir þekktir í? „Það varð ekki hjá því komist að fara þangað með dótturina Áslaugu Svövu en annars reyndi ég að forðast slíkar verslanir eins og heitan eld- inn.“ Jón Hákon segir að þótt ferðin hafi heppnast frábærlega á þessar fornu slóðir hafi atburðirnir í New York hinn 11. september sett skugga á fríið. „Þegar ég var þarna við nám fyrir þrjátíu árum varð ég vitni að þjóðarsorginni þegar Kennedy var skotinn og nú þegar ég kom á ný til St. Paul varð ég aftur vitni að þjóð- arsorg. það dró fyrir sólu ef svo má að orði komast“ Notaleg heimagisting í tvíborginni St. Paul í Minnesota Hvert herbergi með sitt þema Þessi gististaður er í gamalgrónu hverfi í tvíborginni og kaffihús og veitingastaðir í göngufæri. Hvert herbergi hefur sitt þema. Þetta er garðaherbergið.  Heimagisting: Chatsworth B&B 984 Ashland Ave. St. Paul, Minnesota 55104 Sími: 001-651-227-4288 Heimasíða: www.chatsworth-bb.com ÞEIR sem hyggjast heim- sækja Bretland á árinu og hafa hug á að skipuleggja ferðir sínar sjálfir, án að- stoðar ferðaskrifstofa, geta notfært sér upplýsingaþjón- ustu breska ferðamálaráðs- ins. Upplýsingamiðstöðin Britain Visitor Center, sem rekin er á vegum ráðsins, er starfandi í miðborg Lund- úna og geta gestir og gang- andi rekið þar inn nefið á flakki sínu um borgina. Í miðstöðinni má m.a. fá upp- lýsingar um gistiaðstöðu, leiksýningar og íþróttaleiki, sem og aðstoð við skipulagn- ingu á ferðalögum um Eng- land, Skotland, Wales og Ír- land. Britain Visitor Centre heldur einnig úti vefsíðu, www.visitbritain.- com, þar sem veittar eru margvís- legar upplýsingar sem geta komið sér vel þegar halda á til Bretlands. Á síðunni er ennfremur að finna tengi- liði yfir á vefsíður þar sem panta má miða á íþróttaleiki, í leikhús, fá upp- lýsingar um gististaði víðsvegar um landið, panta bílaleigubíla og ganga frá pöntunum fyrir lestar- eða rútu- ferðir svo fátt eitt sé nefnt. Ferðamálaráð Bretlands Ferðin skipulögð á Netinu  Britain Visitor Centre No 1 Regent Street London SW1 4XT www.visitbritain.com Holyrood, aðsetur bresku konungsfjölskyld- unnar í Edinborg. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Rússland Moskva - Gullni hringurinn og Pétursborg 20. ágúst - 2. september Lei›in liggur um merkustu sta›i Rússlands í fylgd Unnar Úlfarsdóttur fararstjóra, sem bjó í Moskvu um árabil. Rau›a torgi›, Kreml og Kirkja heilags Basils í Moskvu. Vagga hins forna Rússaveldis endurspeglast í stórfenglegum byggingum frá 12. öld og sí›ast en ekki síst hin mikla Pétursborg, sem skartar Vetrarhöllinni auk ‡missa annarra bygginga. Ótrúlega gott ver›. * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting m/morgunver›i í 14 nætur, sko›unarfer›ir, 1 hádegisver›ur, 5 kvöldver›ir og íslensk fararstjórn. kr. *175.750 á mann í tvíb‡li Ver›: Nánari fer›atilhögun á www.urvalutsyn.is Örfá sæti laus Betri fer›ir – betra frí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 76 75 05 /2 00 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.