Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ JUNE Anderson er engin venju-leg óperusöngkona. Hún varsautján ára þegar hún komst íúrslit söngvarakeppni Metro- politan-óperunnar í New York, yngst allra sem þá höfðu náð slíkum árangri. Frumraun hennar á sviði var í hlutverki Næturdrottningar- innar, hjá New York City Opera 1978. Þaðan lá leiðin til Evrópu þar sem hún gerði garðinn frægan; í Róm, Genf, Feneyjum, London, París og Flórens. Þannig var hún eiginlega búin að festa sig í sessi sem evrópsk söngkona þegar hún steig fyrst á svið Metropolitan-óp- erunnar, þar sem hún söng hlutverk Gildu í Rigoletto á móti Luciano Pavarotti árið 1986. Upp frá því hef- ur June Anderson verið ein af stóru stjörnunum í óperuheiminum. Hún hefur sungið í öllum þeim óperu- húsum sem söngvurum þykir eft- irsóknarvert að syngja í og með öll- um þeim hljómsveitarstjórum sem eitthvað kveður að. Árið 1983 söng hún fyrst það hlutverk sem hún hefur þótt skara framúr í; hlutverk Luciu í Lucia di Lammermoor eftir Donizetti. Frá miðri síðustu öld voru það þrjár söngkonur sem „áttu“ þetta hlut- verk; Maria Callas, Joan Sutherland og svo June Anderson. Ekki vanda- laust að vera arftaki slíkra söng- kvenna sem Callas og Sutherland voru. En Lucia er það hlutverk sem June Anderson hefur oftast sungið. En það eru fleiri hlutverk sem hún hefur skinið í; fleiri hlutverk sem áður voru eignuð þeim Callas og Sutherland. Eitt þeirra er Norma í samnefndri óperu Bellinis og það hlutverk er henni kært. Í dag segist June Anderson vera að stíga inn í nýtt tímabil á ferli sínum. Þegar ég söng hlutverkNormu fyrst, árið 1997,breyttist margt í lífi mínu.Fyrir það fyrsta, þá hætti ég eiginlega að vera hrifin af ann- arri ítalskri músík. Norma var ein- faldlega það allra besta. Og hvernig er hægt að snúa til baka í eitthvað annað, þegar maður er búinn að syngja slíkt hlutverk? Eftir Normu fannst mér önnur bel canto tónlist hreinlega óspennandi. En nú er þetta að breytast aftur og ég er að færa mig inn í þýskt tímabil. Ég er núna stödd í Napólí og syng þar í fyrsta sinn Madeleine í Capriccio eftir Richard Strauss. Ég elska þetta hlutverk og óperuna alla. Þetta er allt öðru vísi en það sem ég hef verið að syngja; ítalska tónlistin. Þetta er erfitt, en um leið ögrun sem ég hef mikið yndi af að takast á við.“ Það hefur verið sagt um hlutverk Normu, að það sé Mount Everest allra hlutverka fyrir dramatíska kóloratúr söngkonu eins og June Anderson er. Það er mjög stórt og viðamikið og slík átök krefjast tals- verðrar líkamlegrar hreysti og út- halds fyrir utan það sem til þarf í söng og leik. „Jú, það er rétt að hlutverkið krefst gífurlegs úthalds, en að auki er Norma að mínu mati ein mest spennandi persóna óperu- bókmenntanna; hún er stórkostleg kona og mér þykir afar vænt um hana. Raddlega er hlutverkið líka erfitt. Ástríðurnar eru miklar og þær tæknilegu kröfur sem Bellini leggur á söngvarann til að túlka þær eru gríðarmiklar. Það er kannski einmitt þess vegna sem ég er að snúa mér að verkefnum sem eru meiri ögrun fyrir vitsmuni en tilfinningar en þó um leið líka mús- íkleg ögrun. Eftir Normu á maður ekki í nein hús að venda í ítalskri tónlist.“ En hvað segir söngkonan um samanburðinn við Mariu Callas og Joan Sutherland; er erfitt að vera kölluð „arftaki“ þeirra? „Nei, við höfum hver um sig farið mjög ólíka leið að Normu. Þetta er hlutverk sem getur aldrei orðið öðru vísi en mjög persónulegt. Mér finnst ákaflega gaman í hvert skipti sem ég kem aftur til Normu, eftir kannski nokkurra mánaða hlé, það er aldrei eins og glíman svo dásam- leg í hvert sinn. Það var auðvitað talsverð martröð að syngja hlut- verkið í fyrsta sinn; kannski mesta martröð lífs míns og finnast maður verða að vera jafn góður og Callas og Sutherland. Maður óskar sér að geta sungið fyrstu skiptin í einrúmi; fyrir tómum sal. En samt festi ég ást á hlutverkinu strax frá byrjun og nú þegar ég hef sungið það meira en þrjátíu sinnum þá finnst mér það stórkostleg reynsla og upp- lifun í hvert sinn. Ég fann meira fyrir álaginu sem ég sjálf lagði á mig við að koma hlutverkinu vel frá mér, en að ég væri að kvíða vænt- ingum eða samanburði óperugest- anna. Í svona starfi verður maður einfaldlega að gera miklar kröfur til sjálfs sín, en umbunin er líka ríku- leg þegar maður finnur að erfiðið var þess virði. Ég hlustaði á Callas þegar ég var að undirbúa mig – ekki Sutherland. Þó gerði ég það alls ekki í þeim tilgangi að ætla að líkja eftir söng hennar; miklu fremur til að fá innblástur frá henni. En ég hef eina reglu. Ég læri mitt hlut- verk eins vel og ég get og tek allar þær ákvarðanir um túlkun sem mér finnst réttar og þá fyrst hlusta ég á Callas ef til er upptaka; bara til að heyra hvað hún hefur að segja um hlutverkið. Ég er sjaldnast sammála túlkun hennar, en fyrir mér er það þó alltaf mjög augljóst og skýrt hvaða leiðir hún fer og hún er mjög trú sinni meiningu um hvert hlut- verk. Callas var auðvitað stórkost- leg söngkona; röddin engu lík og það hefur verið mér mikill lærdóm- ur að hlusta á hana.“ Það þarf varla að spyrja June Anderson hvert hlutverka hennar standi henni næst. Það er Norma. „Hún er ekki ég, en persóna sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég við- urkenni þó að tvö önnur stór hlut- verk eiga talsvert í mér, þær Lucia di Lammermoor og La traviata, og þetta eru þau hlutverk sem ég hef oftast sungið á ferli mínum. Það sem er spennandi við þessar þrjár konur, er að þær eru allar svo áhugaverðar ekki bara fyrir sönginn í hlutverkunum, heldur líka fyrir það sem þær fara fram á í leik og dramatískri túlkun; en mikið eru þær nú ólíkar hver annarri! Lucia er viðkvæm og auðvitað sturluð, Violetta er veikgeðja og ástríðufull; Norma er ekki fullkomin, en ótrú- lega sterk manneskja. Það er gam- an að fást við þessar þrjár konur, því þær sýna svo ólíka þætti mann- legs eðlis.“ June Anderson segir að árum saman hafi fólk verið að spyrja hana að því hvers vegna hún syngi ekki meira eftir Richard Strauss og eitt- hvað stærra en Vier letzte Lieder sem hún hefur sungið oft á ferli sín- um, með ótal hljómsveitum. Hún svaraði því til, að enn væri ekki kominn tími á Strauss, en hann myndi koma, þegar hún hefði tíma til að sinna honum vel. Nú er sá tími kominn. Ég sé svolítið eftir því að hafaekki byrjað aðeins fyrr áStrauss, en sennilega erþetta bara rétti tíminn núna. Ég finn að röddin mín er tilbúin í þetta. En það var líkt mér að byrja þá á erfiðasta hlutverkinu hans; greifynjunni í Capriccio. Ég hafði þó ekki hugmynd um það þeg- ar ég byrjaði að læra hlutverkið. Það hefði verið svo augljóst og legið svo beint við að ég byrjaði á Rósa- riddaranum, best þekktu óperunni hans. En það hefur einhvern veginn aldrei legið beint við mér að fara beinu brautina. Ég var að hugsa um að byrja á enn annarri óperu Strauss. Það hlutverk hefði verið auðveldara, en listrænar kringum- stæður voru þess eðlis, að ég gat ekki sætt mig við þær fyrir fyrstu Strauss-óperuna mína. Þegar kom til tals að ég syngi í Capriccio leist mér strax mjög vel á það. Í dag er ég mjög ánægð með þá ákvörðun og sennilega verða önnur Strauss-hlut- verk mér léttari fyrir vikið.“ June Anderson syngur ekki mikið af ljóðatónleikum og segist sjaldan syngja Schubert og Schumann og þá kappa sem þar eru stærstir. Hins vegar er Franz Liszt hennar stærsta uppáhald á einsöngstónleik- um og það er einmitt Liszt sem verður í öndvegi á tónleikum hennar á Listahátíð. „Ég elska Liszt; hann er tónskáld sem á vel við mig og ég hef sungið lög hans oft og mörgum sinnum. Frönsku lögin hans eru mér sérstaklega kær; ég hef alltaf verið mjög tengd Frakklandi og franska var mitt aðalfag í háskóla. Liszt tón- setur ljóðin á mjög dramatískan hátt, sem mér líkar mjög vel. Mér finnst bara tónskáld eins og Brahms og Schubert minna spennandi.“ Sennilega þarf talsvert hug-rekki af söngkonu að við-urkenna það að vera lítiðspennt fyrir Schubert, Scu- mann og Brahms; og í rauninni virð- ingarvert að geta látið í ljós álit sitt á þessum ástmögum sönglistarinnar á svo hreinskilinn hátt. Þannig kem- ur June Anderson líka fyrir. Í sam- tali okkar er hún hrein og bein, ákveðin og skýr og það er heldur ekkert feimnismál að segjast hlusta á Callas en ekki Sutherland. En það er sjálfsagt nóg af þeim Brahms og Schubert alls staðar og vissulega mikill fengur að því að heyra lög Liszts. En hvað fleira syngur June Anderson fyrir Íslendinga? June Anderson „Það hefur aldrei leg við mér að fara beinu ’ Liszt tónsetur ljóð-in á mjög drama- tískan hátt, sem mér líkar mjög vel. Mér finnst bara tónskáld eins og Brahms og Schubert minna spennandi. ‘ ’ Ópera þarf ekki aðvera safnlist, eins og mikið er rætt um nú til dags, en ég við- urkenni þó að stund- um er hún það. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.