Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 B 7 Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir VÍN vikunnar að þessu sinnieru þrjú, frá Ástralíu, Ítal-íu og Spáni. Öll voru þautekin í reynslusölu í versl- unum ÁTVR nú í byrjun maí. Rosemount GTR 2000 (1.360 kr.) er hvítvín sem byggist á nokkuð óvenjulegum þrúgnakokkteil fyrir Ástralíu en GTR stendur fyrir Gewurztraminer Riesling. Þó að ekki fari á milli mála að þarna sé Ástrali á ferðinni er vínið nokkuð frábrugðið flestum öðrum vínum á markaðnum. Ilmurinn mikill og kryddaður. Í munni er vínið sætara en við eigum að venjast af áströlskum vínum. Til- valið sem vel kældur fordrykkur fyr- ir þá neytendur sem vilja vín í ögn sætum stíl og jafnframt gæti verið forvitnilegt að reyna vínið með krydduðum austurlenskum mat. Promessa Rosso Salento 2000 (990 kr.) er vín frá Púglía á Suður-Ítalíu frá sama fram- leiðanda og vínið A Mano. Púglía nýtur sívax- andi vinsælda víða um heim og ekki nema von ef tekið er mið af þessu víni. Yndislegur blóma- ilmur, fjólur og angan af kryddjurtum. Minnir á síðdegi á ítölskum sumardegi. Heldur áfram í sama stíl í munni, bragðmikið og ávaxtamik- ið, þroskuð ber undan ítölsku sólinni. Mjög góð kaup. Það þarf vart að kynna Montecillo-vínin fyr- ir Íslendingum. Hins vegar er nú í fyrsta skipti hægt að fá hér Reserva vín frá þessum fram- leiðanda frá Rioja á Spáni. Markmið fyrirtæk- isins var lengi vel að selja einungis vín í flokk- unum Crianza og Gran Reserva en ekki milliflokknum Reserva. Einhvern veginn gerð- ist það þó fyrir slysni að Reserva-vín sem hafði verið gert í tilraunaskyni lenti í sendingu til Bandaríkjanna og líkaði það vel að Banda- ríkjamarkaður hefur síðan gleypt alla Reserva-framleiðsluna. Montecillo Reserva 1997 (1.390 kr.) er því fyrsta Reserva-vínið sem hingað kemur. Vanilla, mikil frönsk eik og hrátt rautt kjöt einkenna ilm vínsins, í munni kryddað, sýrumikið, tannískt og ungt. Í lokin hellist yfir djúpur og þykkur ávöxtur. Svaka vín sem ætti að sóma sér með grillsteikum sumarsins. Steingrímur Sigurgeirsson Morgunblaðið/Ásdís Vín vikunnar RÁÐLAGÐUR dag-skammtur af vatni ertveir lítrar. Árið 2000drakk hver Íslendingur að meðaltali 162,9 lítra af gos- drykkjum, vonandi fór inn álíka mikið af tæru vatni. Fátt er eins spennulosandi og vatn … e.t.v. vegna þess að vatn er það umhverfi sem við erum böðuð í þá níu mánuði áður en við fæðumst! Það nægir oft að dýfa sér ofan í heitt vatn til að koma á aukinni hugar- og sálarró. Ung- barnasund, vatnsleikfimi, vatns- slökun fyrir barnshafandi konur og aldraða eru dæmi um ráðlagða athafnasemi í sundlaugum. Það getur líka gert kraftaverk fyrir þreyttan líkama og sál að láta líða úr sér í freyðibaði heima. Maðurinn er marglytta, hátt í 70% vatn, sem er nauðsynlegt til að frumu- skipting og úrgangsefnalosun geti verið með eðlilegum hætti. Drekkið oft, en lítið í einu, svalandi drykki – en þó ekki ískalda – forðist mjög sæta drykki (sem raska blóðsykursjafnvægi), kol- sýruríka (ropvatn sem veldur þembu), svo og mjög áfenga drykki. Þessar drykkjarteg- undir svala rétt í svip en framkalla síðan meiri þorsta (og fleira). Heitir drykkir þorstahefta í mun lengri tíma, m.a. vegna þess að engin orka fer í að aðlaga þá hita líkamans. Ekki að ástæðu- lausu að (sætt) myntute er algengasti svala- drykkurinn í mörgum heitum löndum, s.s. Alsír, Túnis og Marokkó. Íste Íste er afbragð. Til að teið haldist tært er gott að laga sterka blöndu, 7–8 tsk út í 1 lítra af sjóðandi vatni, og láta standa í 5 mín. Hellið síuðu teinu í glös með ísmolum, rífið örlítinn sítrónubörk út í og berið fram þegar teið er orðið vel kælt. Morgunblaðið/Áslaug Buslandi táslur í bláu vatni. Vatnsfréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.