Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 23
að handritshöfundurinn David Ko- epp byggði handritið sem nákvæmast á fyrstu blöðunum sem þeir Stan Lee og Steve Ditko sömdu og drógu upp. Líkt og Hulk, X-Men, Iron Man, Daredevil og margir fleiri er Köngulóarmaðurinn hugarfóstur Marvel-goðsagnarinnar Lee, sem er hæstráðandi hjá útgáfufyrirtækinu í dag og er almennt talinn hafa gert það að risanum sem það er á markaði myndasagna. Köngulóarmaðurinn kom fyrst fyrir sjónir í ágústmánuði ársins 1962 þegar út kom fimmtánda og síðasta hefti hinnar hnignandi Amazing Fantasy-seríu – þar sem sagan af Köngulóarmanninum hefst og m.a. er sagt frá dauða Ben frænda. Nýjasti meðlimurinn í Marvel-fjöl- skyldunni reyndist svo vel heppnaður að ákveðið var að hefja útgáfu á nýj- um blöðum honum helguðum og kom það fyrsta út í mars 1963 og þá undir nafninu Amazing Spider-Man. Í þessum elstu blöðum sem komu út fram undir miðbik áratugarins – vel á á fjórða tug hefta alls – er að finna söguþráð myndarinnar, svo gott sem orðréttan. Síðan þá hafa Spider-Man-bók- menntirnar selst í hundruðum millj- óna eintaka um heim allan og verið þýdd yfir á næstum hverja þá þjóð- tungu þar sem á annað borð fyrir- finnst prentvél. Það er kannski helst til marks um mikilvægi þessara bók- mennta í hugum manna að höndlað er með elstu og sjaldgæfustu eintökin sem verðmæt málverk séu. Þannig er eintak af síðasta hefti Amazing Fant- asy metið á 25 þúsund dali, 2,5 millj- ónir króna, og fyrsta hefti Amazing Spider-Man á 18 þúsund dali, eða 1,8 milljónir króna. Raunsæ rómantík Stan Lee er ekki einasta skapari Köngulóarmannsins heldur er hann einnig yfirframleiðandi myndarinnar og hefur haft mikið um það að segja að sem mestri tryggð sé haldið við fyrirmyndina og þar voru þeir sam- stiga Raimi og hann. Raimi vildi samt ekki ganga alla leið í að skapa mynda- sagnaheiminn heldur segist hann hafa viljað gæða New York raunsæ- isblæ til að undirstrika hversu merki- legt það er að ofurmenni skuli allt í einu birtast óbreyttum borgarbúum einn góðan veðurdag. Því forðaðist Raimi eins og hann gat að nota sviðs- myndir og lagði áherslu á að helstu kennileiti borgarinnar væru nærri, að Köngulóarmaðurinn spásseraði um nokkrar af sögufrægustu bygg- ingum Stóra eplisins. En til þess að gæða þær ævintýrakenndum blæ myndasagnanna fóru tökur fram á al- veg sérstökum tímum dags, þegar birtan á viðkomandi byggingum var sem gervilegust. Raimi segir myndina ekki ofur- mennismynd sem slíka heldur mun fremur rómantíska uppvaxtarsögu, með óvenjulegu ívafi. Söguhetjan með augum Raimis er Peter Parker en ekki Köngulóarmaðurinn. Megin- drifkraftur sögunnar er ást hans á Mary Jane (Kirsten Dunst) og föð- urþráin sem kristallast í sambandi hans bæði við Ben frænda (Cliff Ro- bertson) og fjandmann sinn vísinda- manninn Norman Osborn (Willem Dafoe) en ekki ofbeldið og hasarinn: „Fyrir mér er styrkleiki Spider-Man sögunnar sá að söguhetjan er venju- legur strákur með sama bakgrunn og við hin; er strítt í skólanum, skotinn í stelpu sem telur sig ekki eiga séns í, á ekki bót fyrir rassinn á sér ... en svo verður hann fyrir stórundarlegri lífs- reynslu og verður að ofurhetju – en hann verður samt að halda áfram að læra heima.“ Þess vegna segist Raimi hafa valið hinn unga Tobey Maguire (Ice Stor, Cider House Rules, Wonder Boys) til að leika hann, framyfir aðra og frek- ari hjartaknúsara sem orðaðir voru við hlutverkið, eins og Jude Law, Chris O’Donnell og Freddie Prinze yngri: „Maguire er mjög sannur og eðlilegur í útliti. Um leið kemur þessi einstaka rósemd sem hann ávallt býr yfir til skila styrkleika sem var nauð- synlegur hlutverkinu.“ Þótt Raimi hafi heillast hvað mest af mannlegum hliðum ofurmennisins þá stóðst hann ekki mátið að gera hann ofurmenn- islegri með því að auka mátt Köngulóarmannsins frá því í fyrstu sögunum, er hann gat einvörðungu klifrað upp veggi. Eftir því sem árin liðu og heftum fjölgaði varð Könguló- armaðurinn sterkari og hæfileikarík- ari og sú mynd er dregin upp af hon- um í myndinni. Ennfremur segist Raimi hafa fallið fyrir hugmynd sem upphaflega var James Cameron, að láta Köngulóarmanninn sveifla sér á milli bygginga á níðsterkum vefnum, sú hugdetta hafi stuðlað að auknum hraða og möguleikum í útfærslu á átökum við harðsvíraða óargadýrið The Green Goblin sem brýst fram í vísindamanninum Norman Osborn. Þetta eru róttækustu breytingar sem ku hafa verið gerðar á uppruna- legu sögunni, ásamt því að Peter Parker stingur sig á efnabreyttri könguló í myndinni en ekki geisla- virkri eins og í upprunalegu sögunni – tímans tákn það, óttinn við kjarn- orkuvánna hefur vikið fyrir óttanum við rannsóknir í efnavísindum. Og eftir að hafa séð myndina verð- ur ekki annað sagt en að vel hafi tek- ist til við að heiðra upprunalegu sög- una og anda gömlu Marvel-hefð- arinnar um leið og brellur, hasar, grín og glens uppfylla fyllstu kröfur samtímans og ættu að höfða mun sterkar til fjölskyldunnar en hin myrka myndaröð um Leðurblöku- manninn hefur gert. En nú þegar eru hörðustu unnendur þó farnir að skiptast í tvær fylkingar, þá sem fagna því afreki og hina sem lýst hafa yfir vonbrigðum sínum með að eng- um skyldi hafa dottið í hug að semja nýtt og ferskt ævintýri í stað þess að nota hinn fertuga alkunna þráð. En þetta eru einungis vangaveltur hinna gallhörðu stuðningsmanna drengsins með vefinn. Meirihlutinn mun nefni- lega koma sem óskrifað blað í kvik- myndahúsið og dæma myndina út frá hennar eigin verðleikum en ekki út frá myndasögunum. Og er lítil ástæða til að ætla annað en að þeir hjá Columbia taki upp tólið eftir að þessi alheimsfrumsýningarhelgi er afstaðin og sendi út alla sína vefi til að hraða gerð næstu myndar – með doll- aramerki í augunum. skarpi@mbl.is hlutverk á móti góðvini sínum, Leon- ardo DiCaprio. Velgengninni fylgdi drykkja eins og gjarnan hendir ungar Hollywood-stjörnur. Hann tróð tapp- anum í flöskuna 19 ára gamall og hefur ekki opnað hana síðan enda þykir hann fádæma traustur og fag- mannlegur ungur leikari. Hlutverkin stækkuðu ört og orðsporið mynd- aðist með lofaðri frammistöðu í myndum á borð við The Ice Storm frá 1997, Allen-myndinni Decon- structing Harry sama ár, Pleas- antville ári síðar og svo Cider House Rules og Wonder Boys 1999. Hann segist átta sig vel á að verði Köngulóarmaðurinn að þeim smelli, sem spáð er, muni líf hans breytast á svipstundu en hann telur sig hafa lært heilmikið af því að fylgjast með vini sínum DiCaprio ganga í gegnum slíka geðveiki er Titanic-ævið stóð sem hæst: „DiCaprio sýndi mér að eina leiðin sé að hlæja að þessu öllu saman og að vel sé hægt að lifa eðli- legu einkalífi langi mann virkilega til þess.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 B 23 bíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.