Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó M IKLUM mætti fylgir mikil ábyrgð,“ eru einkunnarorð hins unga Peters Parkers, s.s. Köngulóarmannsins, hinstu orðin sem Ben frændi og sá sem næst komst því að vera faðir hans, mælti við hann. Að sama skapi kann einhver að hafa sagt við Sam Raimi að litlu minni ábyrgð fylgdi því að gera mynd um svo máttuga per- sónu, með svo ríka sögu, sem menn hafa svo fastmótaðar skoðanir á og ætlast til svo mikils af. Það var alltaf á hreinu að gerð myndar um Köngulóarmanninn eina og sanna fylgdi rík ábyrgð. Og það var líka á hreinu að myndin yrði gerð fyrr eða síðar enda markaðsgrundvöllur sem mest getur orðið. Allt er fertugum fært Allt síðan myndasögur um Köngulóarmanninn komu fyrst út á prenti árið 1962 hefur hann verið ein allra vinsælasta ofurhetjan, í fá- mennri elítu með Súperman, Leður- blökumanninum og Hulk. Báðir hafa þeir Súperman og Leðurblökumað- urinn hlotið sinn skerf af athygli í Hollywood og eru enn ofarlega í hug- um manna þar en þeir Köngulóar- maður og Hulk hafa einhverra hluta vegna orðið svolítið útundan, rauðir og grænir af öfund, þar til nú að fyrsta alvörustórmyndin um Köngulóarmanninn er tilbúin til sýn- ingar og mynd Angs Lee um Hulk mun líklega fylgja á eftir næsta sum- ar. Vart er hægt að hugsa sér betri leið til að fagna 40 ára afmæli Köngulóarmannsins en með því að færa hann í fyrsta sinn með verðug- um hætti upp á hvíta tjaldið, þar sem flestir hafa talið hann eiga vel heima. En leiðin þangað hefur verið skrykkj- ótt og tekið ótrúlega langan tíma. Raimi reddar málunum Hátt í tíu ár eru síðan James Cameron fór að gæla við þá hugmynd að gæða Köngulóarmanninn lífi – sem flestum unnendum myndasagn- anna þótti meira en lítið girnileg til- hugsun því Cameron var með þá í vasanum eftir Tortímandamyndirn- ar. En hugmyndin sökk til botns um leið og Cameron varð heltekinn af því að sökkva Titanic. Og enn þvældist myndum í hönd- um rétthafanna Columbia; gjaldþrot, lagaflækjur og vandræðagangur um hver ætti að taka að sér þetta kröfu- harða verkefni gerði að verkum að á tímabili leit út fyrir að það myndi deyja drottni sínum í fæðingu. Kom þá til bjargar, rétt eins og sjálfar of- urhetjurnar, Sam Raimi og sótti um starf leikstjórans. Það lá í augum uppi að Raimi myndi renna hýru auga til verksins vandræðalega því hann hefur verið einlægur aðdáandi mannsins í blá- rauða samfestingnum síðan hann var gutti og á heimili foreldra hans hang- ir enn fyrir ofan rúmið í gamla her- berginu hans málverk sem foreldrar hans létu mála af þessari eftirlætis- hetju hans og gáfu honum í 12 ára af- mælisgjöf. „Rökin sem ég gaf fyrir því að ég ætti að fá starfið byggði ég á ást minni á þessum magnaða karakt- er,“ segir Raimi, „og virðingu og að- dáun á arfleifð Marvelhöfunda og listamanna (myndasögurisinn sem skapað hefur öll helstu ofurmenni sögunnar og gefið út myndasögur um þau þ.á m. Köngulóarmanninn).“ Raimi á að baki spennandi og um margt óvenjulegan feril sem kvik- myndagerðarmaður; leikstjóri, hand- ritshöfundur, framleiðandi, leikari og alltmúlíg maður. Hann kemur úr grasrótinni og hefur unnið sig hægt og bítandi til metorða í Hollywood, fyrst og fremst fyrir sakir hugvits- semi og dirfsku. Mætti eiginlega segja að hann sé Peter Jackson (Lord of the Rings) þeirra Kana. Báðir byrjuðu þeir í hryllingnum, einmitt þar sem hugmyndaauðgi og útsjón- arsemi við erfiðar og fjárvana að- stæður fær gjarnan best notið sín. Það voru Evil Dead-myndirnar sem skóluðu Raimi og útflúrað og hams- laust sjónarspilið gáfu þá þegar til kynna áhuga hans á myndasögunum. Enn undirstrikaði hann ást sína á myndasöguforminu í þriðju mynd sinni Darkman sem er fyrirtaks kvik- myndagerð á myndasögu, sem reyndar hefur aldrei verið til. Eftir að hafa lokið við þriðja kafla Evil Dead- endemanna, Army of Darkness, sneri Raimi sér að annars konar kvik- myndagerð, gerði athyglisverðan vestra (Quick and the Dead, magn- aðan Coen-kenndan smábæjar- krimma (A Simple Plan), mislukkaða íþróttamynd (For the Love of the Game) og glæpsamlega vanmetinn sálfræðitrylli (The Gift). Og nú er hann sem sagt aftur kominn á byrj- unarreit ef svo má segja – alla leið upp í gamla herbergið hjá mömmu og pabba. Sama sagan Það sem fangar athygli manns strax og greinir Köngulóarmanninn frá öðrum myndum um ofurmenni er að hér er ekki einasta verið að festa á filmu sjálft ofurmennið heldur einnig upprunalegu sögurnar sem hún er söguhetjan í. M.ö.o. var valin sú leið Vefir liggja til allra átta Mikið var að beljan bar, eða öllu heldur köngulóin. Loksins er hún tilbúin myndin sem þvælst hefur um í Hollywood í áraraðir. Myndin sem allir vildu gera en enginn lagði í fyrr en Sam Raimi beit á jaxlinn og lét til skarar skríða. Skarphéðinn Guðmundsson flæktist í vefnum sem ein allra frægasta of- urhetjan Köngulóarmaðurinn þurfti að spinna til að komast að hvíta tjaldið. Hann er ekki árennilegur fjandmaður, Græni púkinn, í tilþrifamiklum meðförum Willem Dafoe. Köngulóarmaðurinn er frumsýndur samtímis hér á landi og vestanhafs nú um helgina SÁ SEM fyrstur nefndi nafn Tobeys Maguires sem hugsanlegs kandídats í hlutverk ofurmennisins Köngulóar- mannsins hefur nær örugglega feng- ið undarlegt augnaráð að launum. – Sá væskilslegi náungi að leika of- urmenni? Er þessi orðinn eitthvað ruglaður? En sá hinn sami, sá sem stakk fyrst upp á Maguire, skilur grundvallarhugsunina á bak við Köngulóarmanninn klárlega betur en flestir aðrir, hann vissi vel að mað- urinn á bak við Köngulóarmanninn, Peter Parker, er langt frá því að vera ofurmenni og ef betur er að gáð býsna svipuð „týpa“ og Maguire hef- ur leikið nokkrum sinnum áður; feim- inn, óöruggur og hlédrægur ungur maður, utangáttar og útundan, vel gefinn klaufi – sbr. Wonder Boys. Sá sem áttaði sig á þessum kostum Maguires var Sam Raimi. Sjálfur segir Maguire það aldrei hafa verið draum sinn að leika of- urmenni. „Ef ég er alveg hreinskilinn hef ég aldrei lesið eina einustu myndasögu á ævinni,“ hefur þessi harla óvenjulega unga kvikmynda- stjarna viðurkennt en hann stundar jóga að staðaldri, er grænmetisæta og kýs miklu frekar að taka í eina kotru en að kljást við óþokka. „Ég hef þörf fyrir að prófa eins ólík hlut- verk og mögulegt er til að kynnast mér betur og takmörkunum mínum. Þótt maður passi best í ákveðin hlut- verk þýðir það ekki að maður eigi að festast í þeim. Sjáiði bara Jack Nich- olson, hann er búinn að prófa þetta allt. Það finnst mér til eftirbreytni.“ Það var frammistaða hins 26 ára gamla leikara í hádramanu Cider House Rules sem sannfærði Raimi um að hann væri sá rétti, að hann byggi yfir þeirri „stóísku“ og kraft- miklu rósemd sem hlutverkið þarfn- aðist svo mjög: „Í Cider House Rules gefur að sjá glögglega það vald sem hann býr yfir með sínu rólega fasi. Jafnvel er hann mælti ekki eitt auka- tekið orð afrekaði hann að stela sen- unni með kröftugri nærveru sinni.“ Raimi þurfti að sannfæra þá hjá Col- umbia, sem fóru fram á að Maguire færi í prufu, sem þykir móðgun við nafntogaðan leikara. Svo þegar það var frá, var honum gert að skrifa upp á skuldbindingu um að taka þátt í þremur myndum, sem hann segist hafa gert hikandi. Framleiðendur voru ekki einir um að efast um val Raimi. Hörðustu unnendur Köngulóarmannsins lýstu margir þungum áhyggjum sínum á Netinu yfir því að hann væri ekki nógu vel byggður til að leika of- urmenni en flestum virðist þó hafa létt að einhver hafi verið valinn sem gæti leikið. Líkamanum kippti hann í lag á sex mánuðum, sem löngu er hætt að þykja mikið mál í paradís einkaþjálfaranna, bíóborginni. Og sannarlega getur hann leikið – það hefur hann sýnt og sannað í þeim fjórtán kvikmyndum sem hann hefur leikið í síðustu níu árin. Hann hóf fer- ilinn 11 ára gamall er einstæð móðir hans gaf honum 100 dollara, 10 þús- und krónur, fyrir innritunargjaldi á leiklistarnámskeið. Bar það slíkan ár- angur að brátt var hann farinn að leika í sjónvarpsþáttum og síðan kvikmyndum, en sú fyrsta var This Boy’s Life, þar sem hann lék lítið Þær lykta öðruvísi. Ólíklegasta ofurmennið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.