Vísir - 18.06.1980, Blaðsíða 4
VISIR Miövikudagur 18. júni 1980
Veljuin
VIGDÍSI
skrifstofa VIGDISAR
FINNBOGADÓTTUR
Laugavegi17 s: 26114-26590
utankjörstaðasími 26774
kosní
Landsb
Islands.
Avisa
nareikn
no:
5025
Fyrirliggjandi
plastrennur ásamt
niðurföllum og
fylgihlutum á
% // ^ góðu verði
^tandrihf.
Umboös- & heildverslun
Ármúli 28. Pósthólf 1128. Reykjavík.
Sími: 83066.
5
■-
ffi
Smurbrauðstofan
BJORIMIfMINJ
Njálsgötu 49 - Simi 15105
,,Ef borgarstjórarnir heföu hlýtt okkur heföu þeir ekki misst fæturna”, sagöi talsmaöur Kach.
HERSKÁU HÆGRI MENN-
IRNIR í ÍSRAEL
Hverjir eru hinir öfgafullu
hægri menn í tsrael, sem gert
hafa hernumdu svæöin á
vesturbakka Jórdan- ár að al-
gerum suöupotti? Mennirnir, sem
ekki krefjast auga fyrir auga og
tannar fyrir tönn — þeir vilja
tvær tennur fyrir hverja tönn,
sem úr þeim er slegin.
Flestir þeirra námu land á
vesturbakkanum þegar eftir
hernámið árið 1967. Sumir vegna
sannfæringar um, að þeir væru að
nema land i Eretz Israel, landi
spámannanna úr Bibliunni, aðrir
af nútimalegri og hagnýtari
sjónarmiðum.
Allavega hefur áköf þjóðernis-
kennd þeirra leitt af sér æ fleiri
árekstra milli araba og gyðinga á
þessu svæði.
Gagnkvæm óvirðing og hatur
þessara skyldu en striðandi
nágranna hefur aukist jafnt og
þétt. Ungir gyðingar af land-
námssvæðunum ráðast til dæmis
oft inn i arabahverfin, brjóta
rúður, skera bildekk, og ráðast
jafnvel inn á heimili arabanna og
berja á fbúunum. Þjóðernissinn-
arnir hafa öölast meiri völd i
tsrael en halda mætti, miðað við
fjölda þeirra, og yrðu þeir
tsraelsstjórn erfiðir, ef hún tæki
þá afstööu að leggja niður land-
nám gyðinga á herteknu svæðin-
um.
Hinir herskáu hægri menn
skiptast aðallega i tvær fylkingar,
sem stofnaðar voru eftir styrjöld-
ina 1967. Herskáastir eru
„Kach”, undir forystu rabbians
Meir Kahane, sem er þritugur og
fæddur i Brooklyn. Kach-hreyf-
ingin vill, að tsraelsriki verði
stjórnað samkvæmt Bibliunni, og
Kahane hvetur opinberlega til of-
beldis gagnvart aröbunum, til að
losna 'dð þá af vesturbakkanum.
Eitt aöalmarkmiðið með stofnun
fylkingar þessarar segir Kahane
hafa verið að mynda hryðju-
verkasamtök til mótvægis við
hryðjuverkasamtök araba.
Hin aðalhreyfingin heitir Gush
Emunim (hópur hinna trúuðu) og
erekki alveg eins herská. Foringi
þeirrar hreyfingar er rabbiinn
Moshe Levinger, 44 ára gamall.
Gush berst fyrir frekara land-
námi gyðinga á herteknu svæðun-
um. Þeir hafa og staðiö fyrir ólög-
legu landnámi og variö þaö, þar
til tsraelsstjórn hefur formlega
viðurkennt það.
Bæði Gush og Kach hafa firrt
sig ábyrgð á sprengitilræðunum
við arabisku borgarstjórana fyrir
skömmu, en samtökin hafa ekki
fordæmt þau.
Eða eins og talsmaður Kach,
Yossi Dayan, sagði við blaða-
menn:
„Við vorum búnir að vara
þessa borgarstjóra við. Við
sögðum þeim að fara frá Eretz
Israel. Ef þeir hefðu hlýtt okkur,
hefðu þeir ekki misst fæturna”.
Idl Amin:
,Eg er enn virtur og
elskaður I Uganfla”
Litið hefur frést af þeim
illræmda harðstjóra, Idi Amin, að
undanförnu, en áður var hann þó
tiður gestur á siðum blaða.
Eftir byltinguna i Uganda, þeg-
ar Amin var steypt af stóli, hefur
hann dvalist i Libiu undir
verndarvæng annars einræðis-
herra, Muammar Gaddafis. Fyr-
ir nokkrum mánuðum slettist upp
á vinskapinn og Amin fór úr
landi.
Lengi vel var ekki vitað, hvert
Amin fór eða hvar hann hélt sig,
en nýlega fundu blaðamenn hann
á hóteli i Jidda i Saudi Arabiu.
Amin var til skamms tima óvei-
kominn i Saudi Arabiu, en með þvi
að höfða til trúar sinnar, fékk
hann eins konar bráðabirgða-
landsvistarleyfi i Saudi Arabiu.
Amin hafði tekið frá 30 hótel-
herbergi enda er ein kona hans,
nokkur börn, svo og lifveröir með
i feröinni. Amin eyöir mestum
hluta tima sins i sólbað og sund,
og svo hlustar hann einnig á
uppáhaldstónlist sina, skoska
sekkjapiputónlist.
Nýlega var flutt viðtal við Idi
Amin i breska útvarpinu. Sagði
hann þar meðal annars, að hann
væri enn virtur og elskaður i
föðurlandi sinu, Uganda.
Amin lætur fara vel um sig á höteiinu f Jidda.