Vísir - 18.06.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 18.06.1980, Blaðsíða 23
vtsm Miðvikudagur 18. júni 1980 Umsjón: Kristin Þorsteinsdóttir, Sjónvarp kl. 20.35: ÆVINTYRI VftlHAMOINEH t útvarpinu i kvöld kl. 22.55 syngur Sigurlaug Rósinkranz lög eftir Rossini. Ólafur Vignir Albertsson leikur undir á pianó. i sjónvarpinu i kvöld verða sýndar mynd- skreyttar sögur úrhinum frægu finnsku Kalevala-þjóðkvæðum. Þetta er fyrsti þáttur og nefnist hann „Upphafið.” Kalevala er nafn á finnskum þjóðkvæðum, sett saman af fræðimanninum Elias Lönnrot úr finnskum ballöðum, ljóörænum söngvum og. galdraljóðum, sem varðveist hafa i munnmælum mann fram af manni og kynslóð fram af kynslóð. Kalevala er skáldanafn fyrir Finnland og þýöir „hetjulandið.” Ein aðalsöguhetjan er hinn aldniog vitri Vainamöinen. Hann er af yfirnáttúrulegum uppruna og leiðtogi ibúa Kalevala. Hann er óviðjafanlegur söngmaður og leikur undravel á „kantele,” en það er finnskt hljóðfæri, ekki ólikt hörpu. Að meginefni til fjallar kvæðið um ævintýralegar ferðir Váinámöinen, Ilmarinen og Lemminkáinen til Pohjola til að lokka dóttur Louhi nokkurs, en dóttirin er nafnfræg fyrir fegurð sina. Kvæöiö hefur verið þýtt á fjölda tungumála og hefur verið fyrir-. mynd margra frægra listaverka. Fyrsta útgáfa þess kom út 1835 og var það Lönnrot, sem það gerði. —K.Þ útvarp Þriðjudagur 17.júni Þjóðhátiðardagur tslendinga 8.00 Morgunbæn.Séra Birgir Asgeirsson flytur 8.05 Sinfónluhljómsveit tslands leikur tvö Isiensk tónverk, Stjórnendur: Páll P. Pálsson og William Strickland. a. Hátiðarmars eftir Arna Björnsson. b. „Minni Islands”, forleikur eftir Jón Leifs 8.25 tslensk ættjarðarlög sungin og leikin 9.00 Fréttir. (Jtdráttur úr forustugreinum dagblaö- anna. 9.20 Alþingishátiðarkantata 10.05 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 Lúðrasveitin Svanur leikur Islensk lög; Sæbjörn Jónsson stj. 10.40 Frá þjóðhátíð I Reykja- vik a. Hátiöarathöfnin á Austurvelli. 12. Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Að marka og draga á land”. 14.45 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar lslands i Háskólabíói 17. f.m. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnatlmi: „t æðar- varpinu”, leikrit eftir Lin- eyju Jóhannesdóttur. Áður útv. á sumard. fyrsta 1959. 17.20 Slðdegistónleikar: Sam- leikur I útvarpssal.a. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Allt i grænum sjó. Jörundur Guömundsson og Hrafn Pálsson standa að gamanmálum. 20.00 Frá tónleikum Lúðra- sveitar verkalýðsins I Háskólablói 8. mars s.l. Stjórnandi: Ellert Karlsson. Kynnir: Jón Múli Árnason 20.35 Úr bréfum Jóns Sigurös- sonar; — siðari lestur.Finn- bogi Guðmundsson lands- bókavörður les. 21.00 Kórsöngur I útvarpssal: Selkórinn syngur Islensk og erlend lög. Söngstjóri: Ragnheiður Guðmundsdótt- Eínsöngvari: Þóröur Búa- son. Pianóleikari: Lára Rafnsdóttir. 21.25 Menntaskólinn á Akur- eyri 100 ára. Þáttur frá hátiðarhöldum vegna af- mælisins. Olafur Sigurösson fréttamaður stjórnar. 22.00 Tveir Strauss-valsar „Listamannalíf” og „Radd- ir vorsins", Fllharmoniu- hljómsveitin i Vinarborg leikur,- Clemens Krauss stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Danslög. Svavar Gests velur lögin fyrsta klukku- timann. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 17. júni 20.00 Fréttir, veöur og dag- skrárkynning. 20.20 Þjóöhátlöarávarp for- sætisráðherra, dr. Gunnars Thoroddsen. 20.30 Þjóðlif. I þessum sjötta og siðasta þætti Þjóðlifs verður m.a. farið i eggja- tökuferð i Súlnasker og i heimsókn til Kristjáns Daviðssonar listmálara. Rætt er við nýstúdenta og stúdent, sem útskrifaðist fyrir 70 árum. Hamra- hliðarkórinn kemur við sögu, og einnig verða meðal gesta Spánverjarnir Els Comediants. Umsjónar- maður Sigrún Stefánsdóttir. Stjórn upptöku Valdimar Leifsson. 21.40 Abba. Þessi mynd var tekin á hljómleikaferð Abba um Evrópu og Bandarikin á siðasta ári. Þýðandi Krist- rún Þóröardóttir. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- iö) 22.30 Hinn islenski þursa- flokkur. Gömul kvæði i nýj- um en þjóölegum búningi. Aður á dagskrá 27. janúar 1979. 23.05 Dagskrárlok. Hatrömm pólitisk átök áttu sér stað á milli húsbændanna i Kreml og byltingarforingjanna i Peking i mörg ár áður en klofn- ingurinn á milli kommúnisku stórveldanna varð öllum opin- ber. Þetta setti deiluaðila i nokkurn vanda, þvi að jafn- framt þvi sem leiðtogar Sovét- rikjanna létu frá sér fara, til opinberrar neyslu, falsyfirlýs- ingar um samstöðu þessara þjóða og vináttu, þurftu þeir að sjálfsögðu einnig að koma gagn- rýni sinni á kinversku leiðtog- ana á framfæri. Það vildi þeim til happs, að meðal kommún- istarikja á þeim tima var eitt riki, sem stóð afdráttarlaust með kínversku kommúnist- unum. Þetta voru Albanir. Rússar tóku það til bragðs að skamma Albani blóðugum skömmum fyrir allt það, sem þeir vildu gagnrýna Klnverja fyrir! Gömlu karlarnir i Kreml hafa lagt þennan sið af fyrir löngu og skamma nú Kinverja sjálfa milliliðalaust þegar þeim finnst þörf á. En ýmsir lærisveinar þeirra eiga efitt með að hverfa frá þessum vinnubrögðum. t þeirra hópi er augsýnilega Arni Bergmann á Þjóðviljanum. Það þarf kannski ekki að koma á óvart, þar sem maðurinn er uppalinn þar eystra um árabil. Hann greip til þessarar gömlu aöferðar um helgina, þegar hann fjallaði i blaði sinu um álappalega meðferö útvarps- ráðs á bresku kvikmyndinni „Dauði prinsessu”. Hann er mjögá móti niðurstöðu útvarps- ráðs og skammar nánast alla nema þá, sem ákvörðunina tóku. Þannig hnýtir hann t.d. saman i einn hnút ummæli fjögurra aðila, Svarthöföa, höf- undar Reykjavikurbréfs , Indriöa G. Þorsteinssonar, rit- höfundar, og liaralds Blöndals, lögfræðings, ruglar þeim saman og rangtúlkar á þann hátt, sem honum er lagið, og gerir svo þessum höfundum upp skoðanir eftir þvi sem þörf er á fyrir boð- skapinn. Allt virðist þetta vera i þeim sigilda áróöursstil, sem sagt er að sérstaklega sé kenndur hjá rangupplvsinga- deild KGB. En Þjóðviljaritstjórinn fyrrvcrandi vikur hvergi að útvarpsráðsmöununum sjálfum, og fjallar <>kki einu orði um þann mann. sem gegndi for- mennsku i útvarpsráði, þegar þessi ákvörðun var tekin. Nafn hans er þó ekkert leyndarmál, þvi að birt voru við hann viðtöl i flestum fjölmiðlum, þegar ákvörðunin um „Dauða prins- essu”hafðiveriðtekin,auk þess sem maðurinn er nátengdur Þjóðviljanum, sonur eins helsta leiðtoga islenskra kommúnista allt frá þvi áður en Kommún- istaflokkur tslands var stofn- aður, og lengi vel einn af erfða- prinsunum i Alþýðubandalag- inu. Við lestur greinarinnar verður öllum þó ljóst, að það er einmitt þessi maður, ólafur R. Einarsson, sem Arni er að gagnrýna. Hann hefur bara ekki manndóm I sér til aö gagnrýna ólaf beint og milliliðalaust. Þess vegna velur hann gömlu leiðina að „skamma Albani fyrir Kinverja”. Þau eru svo mörg heimilis- vandamálin i Alþýðubandalag- inu, að þar er varla á bætandi. Frá manngæskusjónarmiði má Arni Bergmann þvi skammast út I Svarthöfða fyrir ýmislegt það, sem pótintátarnir i Alþýöubandulaginu gera af sér og hann getur ekki gagnrýnt þá opinberlegu fyrir milliliðalaust. Kannski verður næst fyrir 20% kauphækkunin til alþingis- manna, sem Garðar Sigurðsson, þingmaöur Alþýðubandalagsins og formaður þingfararkaups- nefndar, hafði forystu um, með vitund annarra ráðamanna i þeim flokki þótt glókollarnir i Alþýðubandalaginu reyni nú sem óðast að sverja glæpinn af sér. Lítil von er til þess, að les- endur Þjóðviljans sjái I þvi blaði gagnrýni frá Arna Bergmann á Garðar Sigurðsson fyrir þessa ákvörðun. Hins vegar er ljóst aö glókollarnir i Alþijðubandalag- inu hyggjast nota hana til þess að reyna að sparka Garðari af Alþingi og koma Baldri óskars- syni I langlangráð þingsæti I Suðurlandskjördæmi, enda er það I samræmi viö þá ljótu ref- skák, sem stunduð er i þeim flokki. En óneitanlega er sú aðferð, að skamma Svarthöfða fyrir verk Alþýðubandalagsforingja, dálitið spaugileg, og hvernig svo sem rembst verður, þá komast þeir Þjóðviljamenn aldrei framhjá þeirri staöreynd.aö fulltrúi þeirra i útvarpsráði hafðiforystu um þá ákvörðun að taka „Dauða prinsessu” af dag- skrá sjónvarpsins. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.