Vísir - 18.06.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 18.06.1980, Blaðsíða 7
vísm Miðvikudagur 18. júni 1980 7 INGI ÞÚR MET Sundfólk frá Ægi hirti alla titlana á Reykjavikurmótinu f sundi, sem haldið var á Laugar- dalslauginni f gær. Hlaut Ægir samtals 150 stig i mótinu, Armann var meö 18 stig en stór- félagiö lir Vesturbænum, KR, hiaut ekki neitt stig. Sundfólk frá Akranesi og Selfossi kepptu sem gestir á mótinu, og setti það mikinn svip á þaö, fyrir utan að það var meö besta árangurinnn. Ingi Þór Jónsson Akranesi gerði sér t.d. lítið fyrir og setti nýtt Islandsmet f 100 metra baksundi. Synti á 1:05,7 min, en Hugi Harðarson, Selfossi, sem átti gamla metið (1:05,82 min) varö annar á 1:06 ,1 mfmitum. Hafliöi Haildórsson Ægi vann á þessu móti sin fyrstu gullverð- laun f einstaklingskeppni frá þvf að hann byrjaöi fyrst að keppa I sundi fyrir 9 árum. Lét hann ekki ein gullverðlaun nægja, heldur þrenn, en þó varð hann annar f mark I öllum greinunum. Skagamaðurinn Ingólfur Gissurason sigraði i þeim öllum, en hann fékk ekki verðlaun, þvf aö hann var sem gestur i vatninu f þetta sinn. Gitt annað met- eða raunar voru þau tvö- voru sett á þessu móti. Var það f 1500 metra skriö- sundi kvenna, þar sem Katrfn L. Sveinsdóttir setti bæði telpna - og stiilknamet, er hiin kom i mark á 19:12,4 min. Gamla metið hjá henni var 19:37,4 mfn. Katrln varð einnig Reykja- vfkurmeistari i 100 metra skrið- sundi á 1:06,6 min, og 400 metra fjórsundi á 5:47,7 mfn. Sonja Hreiðarsdóttir varö þar önnur en fékk þó sama tfma. Hán varð aftur á móti meistari i 100 metra bringusundi á 1:24,3 min, og 200 metra bringusundi á 2:59,1 mfn. Anna Gunnarsdóttir tók titil- inn f 100 metra flugsundi , 1:14,5 mfn-og Þóranna Héöinsdóttir 1100 metra baksundi, 1:18,0 mfn. B- sveit Ægis vann 4x100 metra boðsundið á 4:35,5 min en A- sveitin fékk tfmann 4:36.3 min.. Hafiiði Halldórsson varð eins og fyrr segir þrefaldur Reykja- vfkurmeistari I karla- greinunum:. 100 bringusundi 1:20,6 mln, 200 bringusundi á 3:00,3 mln og400 metra fjórsundi á 5:40,2 min. Halldór Christensen kom upp ór með tvenn gullverölaun fyrir 200 metra skriðsund, 2:09,5 mfn. og 800 metra skriðsund. 9:24,9 min. Þar var hann aöeins 2/10 úr sekúndu á undan Þorsteini Gunnarssyni I mark, en Þorsteinn varö siöan Reykjavikurmeistari I 100 metra baksundi, þar sem hann synti á 1:19,2 min. —klp— Hvítklæddir mæta i golf Tannlæknar og raunar allt læknalið og hjúkrunarfólk, sem kann eitthvaö að meðhöndla golf- kylfur og golfbolta, verður á ferö- inni i dag með sitt árlega Læknamót i golfi. Það er Austurbakki h.f. sem býður til mótsins að vanda og verður leikið á Hvaleyrarvelli i Hafnarfirði. Hefst keppni „hinna hvitklæddu” þar kl. 16.00, og mun standa eitthvað fram eftir kvöldi... —klp— Akurnesingurinn, Ingi Þór Jónsson, fékk engan titil á Reykjavfkurmótinu I sundiI gær, en hann setti þar samt gott tslandsmet. Vfsismynd Friðþjófur. BlKarkeppnin: Hver fer áfram? t kvöld verða á dagskránni sex leikir I 3. umferö bikarkeppninn- ar f knattspyrnu. Sigurvegararnir úr þessum leikjum komast I aðal- keppnina, en þá mæta 1. deildar liöin til leiks. Alls verða 16 liö i aðalkeppninni. Ljóst er að mikið er i húfi því að heimaleikur fyrir liö utan af landi gegn 1. deildar liöi getur þýtt miklar tekjur fyrir heimaliðiö Eftirtalin liö keppa f 3. umferö: Fylkir — Afturelding tBt — Grótta Viðir — Vlkingur Ól. KS — Tindastóll KA — Þór Ak. Huginn — Þróttur Nk. ______STAÐAN _ Staðan I 1. deild tslandsmóts- ins I knattspyrnu eftir 3:1 sigur Vals yfir Þrótti i fyrrakvöld: Valur..........6 5 0 1 20:6 10 Fram...........6 4 2 0 6:1 10 Breiðablik ....6 3 0 3 12:9 6 Vestroeyjar...6 3 0 3 9:10 6 Akranes .......6 2 2 2 5:7 6 Keflavik.......6 2 2 2 6:9 6 Vlkingur.......6 1 3 2 6:7 5 KR ............6 2 1 3 4:7 5 Þróttur........6 114 4:7 3 FH.............6 1 1 4 7:15 3 Markhæstu menn: Matthias Hallgrimsson,Val ...,9 Ingólfur Ingólfss. Breiðabl.5 SigurðurGrétarss. Breiðabl. ... 3 Næstu leikir: 7. umferðin fer fram um næstu helgiogleika þá þessi liö: Viking- ur-Vestmannaeyjar og FH-Fram á laugardag. Valur-Akranes og Keflavlk-Þróttur á sunnudag og svo KR-Breiðablik á mánudag. Heppnln komin aflur I helmsökn tll vals - sigraði Þrölt mjög ósanngjarnt 3:1 og er nú I efsta sæti ásamt Fram Það er ekki annaö hægt að segja en að gamla og góða Vals- heppnin hafi veriö 12. og 13. mað- urinn i Valsliöinu, þegar það mætti Þrótti 11. deildinni I knatt- spyrnu á Lauardalsvellinum I fyrrakvöld. Þar sýndi það sig glöggt að það er svo til sama hversu vel er gert I ööru liðinu, þegar heppnin og heilladísirnar eru alveg með hinu. Þróttararnir voru betri aðilinn I þessum leik, og heföi enginn haft neitt við það aö athuga, þótt þeir heföu yfirgefið völlinn i leikslok meö 2ja marka sigur- þaö heföi jafnvel veriö talið vel sloppið hjá Val af sumum. En þaö voru Vals- menn, sem gengu útaf sem sigur- vegarar og það meira aö segja meö 2ja marka sigri...3:l. Þróttararnir voru áberandi betri I fyrri hálflekknum. Þeir héldu nánast upp látlausri sókn, og varð Ólafur Magnússon hvaö eftir annað að teygja úr öllum slnum skönkum til aö geta varið frá þeim. Einu sinni bjargaöi þó þversláin honum, og heilladisim- ar voru honum hliðhollar eins og öðrum Valsmönnum margoft þama I Valsmarkinu. Einu sinni varö hann þó aö ná I knöttinn I netið hjá sér. Daði Haröarson sá um að koma honum þangað fyrir Þróttara úr vita- spymu, sem dæmd var á Magna Pétursson fyrir aö fálma i knött- inn inn I vitaeignum. Valsarar vöknuðu aöeins viö þetta mark, og Matthias Hall- grímsson hljóp eins og örskot rétt 5 mínUtum siðar, þegar einn varnarmanna Þróttar sendi of lausan bolta aftur á markvörö sinn Jón Þorbjömsson, og komst Matthias þar á milli og skoraöi eins og honum einum er lagið úr sllkum færum. I siðari hálfleiknum sóttu Þróttaramir mun meir, en þó fengu Valsmenn af og til góð marktækifæri. Albert Guömunds- son átti t.d. gott skot, sem Jón varöi meistarlega vel. Þróttar- arnir áttu þó fleiri færi og hættu- legri, en gátu aldrei komið knett- inum alla leið. Það gátu Valsmenn aftur á móti. Þegar rétt 5 mlnútur voru eftir aö leiknum missti Jón Þor- björnsson, markvörður Þróttar, knöttinn frá sér á mjög klaufaleg- an hátt. Þorsteinn Sigurösson, sem þá var nýkominn inn á hjá Val, fylgdi vel á eftir og náði aö „pota” fhann, svo hann skoppaöi alla leiö I netið. Þröttarar áttu tvö góö færi eftir þetta, en það voru samt Vals- menn sem skoruðu. Hermann Gunnarsson tók aukaspyrnu fyrir Val- sendi knöttinn hnitmiöað á Matthi'as Hallgrimsson, sem þakkaði fyrir slika sendingu á sinn venjulega máta...eða meö þvi aö skora.. Valsliöið var ekkert sérstakt I þessum leik. Einstaklingshyggj- an var mjög áberandi hjá mörg- um — menn ætluðu aö gera allt sjálfir upp á eigin reikning- og gáfu helst ekki frá sér knöttinn fy rr en þeir, og jafnvel sá sem gat tekið við honum, voru komnir I vandræði. En heppnin er á við marga og hún var með Vals- mönnum nú — ólíkt þvi sem gerö- ist I lok knattspyrnuvertiöarinnar i fyrra, þegar þeir töpuöu bæði bikar og deild á svo eftirminni- legan hátt. Þróttarliðiö lék nú einn sinn besta leik I sumar. Meö meiri knattspyrnu af bess- um gæöaflokki, hlýtur stigunum að fara að fjölga ört hjá liöinu, og mun ekki af þvi veita, þvi aö þau eru ekki oröin nema 3 eftir 6 leiki. Skotinn Harry Hill var besti maöur liösins, en þeir Páll ólafs- son, Rúnar Sverrisson og Sverrir Einarsson báru einnig örlitið af hinum- þótt ekki hafi þaö þó verið mikið...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.