Vísir - 24.06.1980, Síða 6
Sportvöruverslun
Ingólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44 — Síml 11783
Afréttarland
á Norðurlandi til sölu
Veiöiréttindi fylgja. Réttur áskilinn til aö taka
hvaöa tilboði sem er eöa hafna öllum.
Upplýsingar í síma 95-1931.
I
sigraðl 2:0 begar Akureyrarllðin mættust í „heimaslagnum”
12. delldinni í gærkvöldi
Sigurganga Þórs frá Akureyri
yar endanlega rofin i gærkvöldi,
þegar Þórsarar mættu „bræöra-
liöinu” KA f innbyröis viöureign
þessara Akureyrarfiöa i 2. deild-
inni i gærkvöldi.
Leikurinn bar merki þeirra aö-
stæöna sem hann fór fram
i kulda — rigningarsudda og
blautum velli. KA liöiö var heldur
sterkara i fyrri hálfleik og sá þá
einnig um aö skora eina markiö
sem gert var i þeim hálfleik.
Þaö var Jóhann Jakobsson sem
Stella Zakharova. Hún er yngst allra I sovéska Olympfuliöinu, er |tsg
hún einnig best?.
geröi þaö aö skalla eftir auka-
spyrnu, en markvöröur Þórs,
Einar Eiriksson var þá heldur illa
staösettur. Þórsarar byrjuöu siö-
ari hálfleikinn meö miklum látum
og áttu tvö dauöafæri á fyrstu
miniltum. En þeim tókst ekki aö
skora og jafnaöist þá leikurinn
aftur.
Þegar rétt um 10 mfnútur voru
til leiksloka geröu KA-menn
endalega út um leikinn. Asbjörn
Björnsson, sem var nýkominn inn
á völlinn, fékk þá sendingu frá
Gunnari Blöndal og skallaöi
knöttinnlaglega I markiöhjá Þór.
Þar meö var sigurinn i höfn hjá
KA — sanngjarn sigur en eins
marks munur heföi þó veriö nær
sanni.
Erlingur Kristjánsson var besti
maöur KA f þessum leik, en hjá
Þór var þaö Oddur Óskarsson.
Hann bar af i vörninni, var með
góöar aukaspyrnur og horn-
spyrnur enda meö hugann viö
leikinn en ekki viö aö hamast og
þusa i dómurum og linuvöröum
eins og oft áöur...
GS Akureyri/-klp-
TtaðaT
Staðan i 2. deiid tslandsmótsins
I knattspyrnu er nú þessi :
Þór-KA ....0:2
Þór ....5 4 0 1 12:4 8
KA ....5 3 11 10:4 7
Isafjörður ....5311 12:9 7
Haukar ....5 3 11 11:10 7
Völsungur ....5 3 0 2 7:5 6
ÞrótturN ....5 2 0 3 8:12 4
Fylkir ....4 112 3:4 3
Ármann....... ....5 113 6:10 3
Selfoss ....5 1 13 6:12 3
Austri ....3 0 0 3 3:6 0
SLÆR HON I GEGN
Á MOSKVULEIKUNUM?
—Hún er ekki nema 39 kiló og
þeim örfáu kilóum er skipt niður
á 150 sentimetra. En þótt litil sé
og létt, kemst enginn hjá þvi að
taka eftir henni á stórmótum I
fimleikum, og þannig á það
örugglega eftir að vera i
fimleikakeppni kvenna á
Oiympiuleikunum I Moskvu I
sumar.
Stúlkansem þarna er verið að
tala um heitir Stella Zakharova
og er aðeins 16 ára gömul. Hún
er nýjasta stjarna
Sovétrikjanna f fimleikaheimin-
um, og sú, sem flestir veðja á að
muni taka allan ljómann af
Nelly Kim og Nadiu Comaneci I
Moskvu.
Það bar litið á henni á mótum
þar til i fyrra, ab hún sló virki-
lega I gegn. Þá sigraði hún létti-
lega I heimsmeistarakeppni
ungiinga og fylgdi siðan þeim
sigri eftir með þviaö sópa að sér
verölaunum á Opna Bandariska
meistaramótlnu i Madison
Square Garden.
Ekki lét sú litla þar við sitja.
Hún sigraði siðan I „Moskva
News” fimleikakeppninni i
Moskvu, þar sem margar þær
bestu i fimleikum I heiminum
voru með, og hún sýndi þeim
siöan I tvo heiman i World
Cup i Tokyo og heimsmeistarar-
keppninni i Texas I haust.
Stella, sem kemur frá
borginni Minsk, var ekki nema 8
ára gömul þegar hún ákvað
sjálf að verða fimleikakona. En
hún þótti svo litil og veikluleg,
að hún var beöin um að vera
ekki aö angra fimleikakennar-
ana oftar, og bent á að snúa sér
að annarri Iþrótt.
Hún var ekki alveg á þvi og
hélt áfram að suða og mæta á
æfingar. Loks var henni sleppt
með i hópinn sem valinn var til
æfinga fyrir skólasýningu i
Minsk, og þar tók Vladimir
Kouksa frægur fimleikaþjálfari
eftir henni, og hann hefur sfðan
veriö þjálfari hennar.
Hún er mesta efni sem við
eigum i fimleikunum I dag”
sagði Vladimir I viötali við
Franska blaöiö „L’Equipe” á
dögunum. „Hún er jafngóð i öll-
um greinum og blandar þar
mjög skemmtilega saman
gömium hefðbundnum æfingum
og nýjum sem við höfum fundið
upp I sameiningu. Það er mjög
auövelt að vinna með henni, þvi
hún hefur meðfæddan áhuga á
fimleikum, og hugsar varla um
neitt annaö”.
— Vladimir var spurður að
þvi, hvort hann gæfi Stellu
einhver meðul til að halda vexti
hennar niöri. Hún, eins og svo
margar stúlkur i sovéska
fimleikahópnum, hefur vakið
mikla athygli fyrir hvað hún er
litil og óþroskuð likamlega, og
hafa margir læknar fullyrt, að'
henni séu gefln meðui til að
halda eðiilegum vexti og
hormónastarfsemi niðri.
„Þetta er uppspuni og lýgi
sem komiö hefur frá vestrænum
blaðamönnum og læknum”
sagði Viadimir. „Steila er litil
og smábeinótt og það þarf engin
mebul til að ná þeim árangri.
Hún er fædd svona, og systur
hennar eru einnig svona litlar.
Móöir þeirra er jafnvel enn
minni en Stella hefur erft frá
henni mikinn vlljastyrk og kraft
sem hefur gert hennikleift að ná
þetta langt I fimleikunum þótt
litil sé’!..
— klp —