Vísir


Vísir - 24.06.1980, Qupperneq 16

Vísir - 24.06.1980, Qupperneq 16
16 VÍSIR Þriðjudagur 24. júnl 1980. Umsjón: Magdalena Schram Collegium Cantum Norskur kðr í Háteigskirkju annað kvöid Um þessar mundir er staddur hér á landi norskur kór, Collegium Cantum frá Þránd- heimi. Þessi kór er þekktur á Norðurlöndum og hefur haldiö tónleika I þeim flestum, svo og i Þýskalandi og Austurrfki, en þetta er ifyrsta sinn, sem hann heimsækir Island. Kórinn söng i Ytri-Njarðvik á sunnudaginn var við góðar undirtektir og annað kvöld, miðvikudag, syngur hann i Háteigskirkju i Reykjavík kl. 21.00. I kórnum eru 35 manns og efnisskránni er fjölbreytt, lögin er eftir Mendelsohn, Faure, Bach ogýmis tónskáld, m.a. Nystedt og Hovland. Tveir einsöngvarar syngja, Hanne Krogen og Knut Jörgen, en orgelleikari er Ivar Mæland. Stjórnandi kórssins er Bard Bonsaksen. Ms. „Opið nús” og sumarsýning Sum arsta rfsem i Norræna hússins hefst á fimmtudaginn kemur. Húsiö verður þá opið til kl. 23 og fer þar fram kvölddag- skrá. Þessi háttur veröur á hafður alla fimmtudaga til 7. ágúst. Kvölddagskrárnar eru fyrst og fremst sniðnar með það i huga aðkynna Island og þjóðina, menningu og sögu. Er þetta gert i formi fyrirlestra, skugga- og kvikmyndasýninga. A fimmtu- daginn kemur verður „Opið hús” i fyrsta sinn og flytur þá Hörður ÁgUstsson fyrirlestur, sem hann nefnirjslandsk byggeskik i fortid og nutid” og sýnir skuggamyndir. Að fyrirlestri Harðar loknum verður sýnd kvikmyndin Sveitin milli sanda eftir Osvald Knudsen. Meðal þeirra sem koma munu fram á fimmtudags kvöldum i sumar má nefna prófessor Jónas Kristjánsson, sem talar um sögurnar og hand- ritin, Harald Ólafsson, sem talar um Island og islenskt þjóðfélag i dag, Björn Ruriksson, sem sýnir litskuggamyndir. Einnig verða sýndir þjóðdansar. A siðasta „Opna kvöldi” Norræna hússins, þ. 7. ágúst, talar Sigurður Þórar- insson prófessor um jarðsögu og jarðfræði íslands. Fyrirlestrarnir og myndskýringar verða fluttar á einhverju Norðurlandamálanna, vegna hinna norrænu ferða- manna, sem dagskrárnar eru sniðnar fyrir. En öllum er heimiil aögangur að kvölddagskránum og aðgangseyrir er enginn. A laugardaginn opnar Sumar- sýning hússins. Að þessu sinni sýna þeir Siguröur Þórir Sigurðsson, Benedikt Gunnarsson, Guömundur Elías- son og Jóhannes Geir. Sumar- sýningin stendur til 10. ágUst. Ms. Surrealismi á Mokka Daöi Halldórsson frá Húsavik opnar sýningu á kaffihúsinu Mokka viö Skólavörðustig. Hann sýnir þar 20 blýantsteikningar, allar i sUrrealistiskum stil. Þetta er fyrsta sýning Daða, en aöspurður sagðist hann hafa teiknaö og málað frá barn- æsku.myndirnar sem hann sýndi nú á Mokka hefði hann allar gert á siðasta ári. Sýningin mun standa yfir i tvær vikur. Enn á ný er boðið upp á irska þjóðlagatónlist á Listahátið. Siðast komu hér hinir við- frægu „Dubliners”, en hrjúf og hress tónlist þeirra féll vel að is- lensku geði. Nú mætti til Lista- hátiðar annar frægur irskur þjóðlagaflokkur ,,The Wolfe Tones” sem sagður er sá vin- sælasti á írlandi og þótt „Hressir náungar” viðar væri leitað. Nafn sitt hafa þeir frá kunnum irskum sameiningarsinna Theobald Wolfe Tone sem lést i fangelsi Breta i Dyflinni. Allt frá 1963 er þeir hófu að spila saman hafa þeir þótt uppreisnargjarnir i lögum sinum og á engan hátt farið dult með þjóðfélagsskoðan- ir sinar. Textar þeir sem þeir syngja eru nöpur ádeila og yfirlýst ádeila á „THE BLACK & TANS” (Breta). írsk þjóðlagatónlist virðist mest megnis vera sprottin upp úr blóði drifinni sögu landsins. Þar er að finna sorg og hatur, háð og grimmd og síðast en ekki sist gullna drauma um írland framtiðarinnar, sameinað írland. Oft er þó stutt i græskulaust gaman og grin. Inn á sviðið gengu fjórir dæmigerðir Irar, THE WOLFE TONES, og höfðu sér til aðstoðar bassaleikara, Paddy Cohen. I efnisskrá Lista- hátiðar fyrir þessa hljómsveit eru THE WOLFE TONES kynntir á eftirfarandi hátt: Derek „Beardy” Warfield: Dið- rik skeggjaði (leikur á mandólín og syngur). Brian „Skin” Warfield: Brjánn hviti (banjó, gitar, flauta harpa, tromma og syngur) Noel „Hairy” Nagel: Njáll hárfagri (flautur, Uileann-pipa og syngur). Tommy „Glasses” Byrne: Tómas gleraugnaglámur (gitar og syngur). Derek „Beardy” bauð gesti velkomna og svo upphófst tón- listin. Opnunarlagið „Highland Paddy” gaf góð fyrirheit um hljómleikana i heild, enda varð sú raunin á, að þeir urðu hinir skemmtilegustu. Hvert lagið rak annað, lög sem ekki eru kunnugleg i eyrum okkar Islendinga, en höfðu nær öll þetta sterka viðlag, sem er dæmigert fyrir irsk þjóðlög. Derek, Brian og Tommy skiptast nokkuð á um sönginn, sem er kraftmikill og ljóðrænn. Tilfinningin fyrir efni textanna skein úr andlitum þeirra. Allir eru þeir góðir hljóðfæra- leikarar, — enginn framúrskar- andi en allir góðir. Það var t.d. gaman aö hlusta á Brian er hann lék á hörpuna eða Noel með Uileann-pipuna (svipar til skosku sekkjapipunnar). öll framkoma The Wolfe Tones var einlæg og laus við þvingun. Þeir höfðu strax tök á salnum og sókst, áður en yfir lauk, að fá Mörlandann til að taka lagið og rugga sér með við- eigandi handakrækingum. Fram að hléi skiptust á lög sem gripu menn með i frelsis- baráttu liðinna tima eöa þá lög sem slógu á strengi ástar og sorgar. Af fyrri tegundinni má nefna lagið „Come out ye Black and Tans” (Black and Tans: Bretar). Höfundur er Dominic Behan (bróðir Brendan Behans). The Wolfe Tones var vel fagnað i þessu lagi, enda lögðu þeir sig alla fram er þeir sungu: „Come out ye Black and Tans Come out and fight me like a man” etc. Þá er ég ekki frá þvi að sumir hafi fengiðkökk i hálsinn er þeir tónlist Ellert Borgar Þorvaldsson skrifar um þjóðlagatón- list fluttu lagið „James Conally”, en hann var framarlega i hópi Ira i Páskauppreisninni 1916. James var leiddur fyrir af- tökusveit og i ljóðinu segir ung- ur maður frá tilfinningum sin- um þegar hann, sem einn i af- tökusveitinni, miðar byssu sinni að þessum hugdjarfa Ira, James Conally. Brian las upp fyrri hlutann en Tommy söng seinni hlutann. „He faces us like a man who knew a great pain” og „And I, I was picked to kill a man like that, James Conally”. I siðasta lagi fyrir h lé „On the One Road” var hrifning og ánægja áhorfenda komin upp á yfirborðið. Derek tilkynnti, að þeir gerðu nú „kaffihlé”, þvi eins og allir vissu væri mikið drukkið af kaffiá Irlandi (he, he, he). Hlé „Þeir eru góðir”. „Hressir náungar”. „Fullmikiö Breta- hatur”. Þetta ásamt svo mörgu öðru heyrði maður i hlé . Siöan var fariö að bera þá saman við Dubliners og virtist niðurstaðan vera sú, að þeir væru ööruvisi. Dubliners væru hrjúfari og ekki eins bundnir af þjóðerniskenndinni. Dubliners væru ekki eins hressir i söngn- um, en i hljóðfæraleiknum áttu þeir svar þar sem Mackennan er. Tvær irskar hjálparhellur seldu plötur og snældur með Wolfe Tones i hléi og seldist alit upp á skömmum tima. Já, við tvlnónum ekki við hlutina, íslendingar. Allrjóðari i kinnum mættu The Wolfe Tones aftur til leiks. Það er jú örvandi „kaffið”. Tommy byrjaði að syngja rómantiskt lag „Rose of Moocoin”. Hann hefur mest raddsvið þeirra félaga og syng- ur af mikilli tilfinningu. Geliskir danskar og söngvar fylgdu i kjölfarið — sumir frá 15. og 16. öld. Þar naut harpan sin. „Kevin Barry”. sungið af Tommy, hlaut ákaflega góðar viðtökur. Textinn er sigildur Wolfes-texti, eða eins og Brian sagði i kynningu, „Kevin Barry wanted free Ireland”, en hetjan Kevin féll i frelsisbaráttunni og það var „another murder for the Crown”. Þegar liða tók á hljómleikana skaut upp kunnugu lagi „BIG STRONG MAN” (ööru nafni „Me brother Sylvest”, á is- lensku með Randver „Ofur- mennið Randver”). Fóru þeir á kostum i þessu grinkvæði um ofurmennið. „Við byrjuðum upprunalega að syngja fyrir börn”, sagði Derek, „og næsta lag syngjum við fyrir börn á öllum aldri”. Siðan kom lagið „Jug of punch”. I laginu grinuðust þeir heilmikið Brian og Noel við feiknagóðar undirtektir áhorf- enda. Þegar Derek kynnti lagið „Some say the Devil is dead” var mikið hlegið. I textanum segir m.a.: „Some say the (djöfullinn) is dead” og siðar „More say he rose again and joined the British Army”. Derek sagði það vitleysu að djöfullinn hefði risið upp og gengið i breska herinn, — hann hefði alla tið verið þar. Lögin liðu hjá, hvert öðru hressilegra og þjóðerniskenndin reis hærra og hærra i söngvum þeirra félaga. Að lokum söng salurinn með þeim lagið „A Nation once again”, lag sem þeir sögðu að höfðaði rikt til þeirra, enda fjallar textinn um drauminn um sameinað Irland. Við mikil fagnaðarlæti áhorf- enda lauk þessum tónleikum THE Wolfe Tones, þó ekki fyrr en eftir tvö aukalög. Derek lýsti yfir ánægju sinni og sagðist vona að þeir ættu eftir að spila aftur fyrir Islendinga, ef ekki á Islandi þá á Irlandi. Hann sagði þá ætla að vaka i bjartri sumar- nóttinni og fylgjast meö sólar- uppkomunni. Velheppnuðum hljómleikum var lokið, hljómleikum, sem nokkur hundruð manns misstu þvi miður af, með þvi að skipa ekki til fulls sæti Laugardals- hallar. Hljóöstjórn annaðist Sigurður Rúnar Jónsson og var hljóm- burður góður. P.S. I stuttu spjalli er ekki hægt að fjalla um öll lög The Wolfe Tones en vert hefði verið að minnast á kostulegt lag eftir Brian „Rock on, Rockall”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.