Vísir - 09.07.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 09.07.1980, Blaðsíða 3
VISIR Miðvikudagur 9. júli 1980 3 Heilbrigðisfuillrúinn i Ey]um um verbúð Vinnslustððvarinnar: „flð siálfsögðu ekki talið íbúðarhæft” „Það húsnæði þar sem hætta er á að maökar komist inn er að sjálfsögðu ekki talið Ibúðar- hæft”. Þannig komst heilbrigðis- fulltrúi sá að orði sem hefur með heilbrigðiseftirlit i Vest- mannaeyjum að gera, þegar Visir innti hann álits á kvörtun- um farandverkafólk i Vest- mannaeyjum vegna lélegs hús næðis. Heilbrigðisfulltrúinn sem ekki vildi láta nafns sins getið sagði að i fyrra hefði verið vak- in athygli á aðbúnaði farand- verkafólks i verbúðum Vinnslu- stöðvarinnar og fleiri fiskiðju- vera i Vestmannaeyjum og sið- ast þegar hann hefði komið i verbúð Vinnslustöðvarinnar hefði aðbúnaður verið orðinn mjög þokkalegur. Hins vegar Baráituhópur larandverkamanna: Vísar á bug full- yrOingum forstjðrans „Vegna ummæla Stefáns Runólfsssonar forstjóra Vinnslustöðvarinnar i Vest- mannaeyjum iTimanum og Visi þann 8. júli við mótmælaaðgerð- um farandverkafólks i verbúð- um Vinnslustöðvarinnar, visar Baráttuhópur farandverkafólks algjörlega á bug þeim fullyrð- ingum um að hann hafi á nokkurn hátt staðið á bak við þessar aðgeröir”. Þannig segir i yfirlýsingu frá Baráttuhópi farandverkafólks vegna blaðaskrifa þeirra er spunnist hafa út frá mótmæla- aögerðum ibúa i verbúðinni i Eyjum aðfaraúótt laugardags- ins. Segir þar ennfremur að mótmælaaðgerðir þessar hafi verið framkvæmdar að frum- kvæði hluta ibúa verbúðarinnar og eftir þvi sem þeir segja sjálf- ir, til að mótmæla óhróðri hús varðarins um þau i timaritinu Sjávarfréttum. Þá segir ennfremur að ver- búðir Vinnslustöðvarinnar séu að öllum likindum ólöglegar sem ibúðarhúsnæði og verði ekki annað séð en að annaðhvort veröi að rýma skreiðarloftið eða verðbúöirnar —HR í Sjávarfréttum i mai s.l. birtist! þessi mynd og var hún tekin I verbúðum Vinnslustöðvarinnar. Með henni var viðtal við húsvörð verbúðanna og viidi farandverkafólkið m.a. mótmæla orðum hans um umgengnina með þvi að taka verbúðina s.l. föstudagskvöld. Mynd Sigurjón Valdimarsson. hefði þá enginn kvartað undan þvi að skreið væri geymd á geymsluloftinu, né heldur að maðkar kæmust i manna- bústaði. Heilbrigðisfulltrúinn sagði að svipað mál hefði komið upp áð- ur i verbúð Vinnslustöðvarinnar og hefði það verið fyrir nokkr- um árum að maðkar komust inn i ibúðir i verbúðinni. „Heilbrigðisnefndin I Vest- mannaeyjum mun krefjast þess að þannig verði gengið frá skreiðargeymslunni að hún spilli ekki húsnæði þar sem fólk Nlaðkar I verhúð Vinnsiustöðvarínnar í Eyjum: „Annað hvort fer lölk- ið út eða skreiðin” - segir Þorlákur Kristinsson úr baráttuhópi farandverkalölks „Það er alveg ljóst að skreið og menn geta ekki verið undir sama þaki i verbúð vinnslu- stöðvarinnar i Vestmannaeyj- um — annað hvort fer skreiðin út eða mannfólkið” sagði Þor- lákur Kristinsson einn af forvig- ismönnum baráttuhóps farand- verkamanna i samtali við Visi. Þorlákur sagði það þó rétt vera að aðbúnaður i þessari um- töluöu verbúð heföi verið bættur sem og i öðrum verbúðum I Eyj- um en hins vegar hefði enn lítiö gerst hvað snerti hagsmunamál farandverkafólks. Aðgerðir stjórnvalda til að bæta stöðu farandverkamanna væru frekar i orði en á borði. —HR HLJOMDElt.{j UE%KARNABÆR r Giæs*Dæ Simi (rá skiplir;öföi 85051' OO SÖNN ÁST, hiö hugljúfa ástarlag sem BJÖRGVIN HALLDÓRSSON syngur í kvikmyndinni ÓÐAL FEÐRANNA, er nú komið út á lítilli þriggja laga hljómplötu. Á bakhlið plötunnar eru tvö „instrumental" lög, Sveitastef og Reykjavíkurstef. SÖNN ÁST, lagið sem situr í hugum allra sem séð hafa hina stórgóðu kvikmynd Óðal feðranna, fæst nú í hljómplötuverslunum um land allt. Tryggðu þér eintak strax Heidsöludreifiny stdflðfhf Símar 85055 og 85742.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.