Vísir - 09.07.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 09.07.1980, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 9. júlí 1980 síminner 86611 veOriö hér og har Klukkan sex í morgun: Akureyri alskýjað 11, Bergen léttskýjaö 16, Helsinki létt- skýjað 17, Kaupmannahöfn þokumóða 16, Oslöskýjað 17, Reykjavikþokumóða 8, Stokk- hólmur skýjað 17, Þórshöfn skýjað 7. Klukkan átján I gær: Aþena Urkoma 18, Chicagoléttskýjaö 27, Frankfurt skýjaö 17, Nuuk léttskýjaö 13, Luxembourg skýjað 15, Las Palmasskýjað 23, Mallorca skýjað 25, New York skýjað 24, Parls skýjað 15, Malaga skýjað 23, Winni* pegskýjað 26. veðurspá dagsins Frá norðaustanverðu Græn- landi liggur hæðarhryggur subur yfir landið sem þokast austur. Um 400 km SSV ai Hvarfi er 993 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Hiti breytist lltiö. Suðurland og Faxaflói: Hæg- viöri og skýjaö I dag en S og SA gola, skýjað og súld i nótt. Breiöafjörður til Norðurlands vestra: Hægviðri, skýjað að mestu og þokubakkar á djúp- miöum i nótt. Norðuriand eystra og Austur- land: Hægviðri og viða bjart veður inn til landsins. Austfirðir og Suöausturland: Hægviðri til landsins en NA gola austan til á miðum. Skýjað að mestu og dálitil súld eða rigning á miðum og við ströndina i nótt. Loki segir Mikil aukning banaslysa í umferöinni: Þrefalt fielri hala láiist nú en 79 í lúnímánuðl elnum hala orðið sex hanasiys í umlerðinni ,,Það er alveg ljóst, að sumar- ið virðist vera okkur hættulegt hvað varðar slysfarir, og má benda á i þvi sambandi, að i júnimánuöi hafa orðiö sex bana- slys I umferðinni”, — sagöi Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnarfé- iags tslands er Visir hafði sam- band við hann vegna hinna tiðu banaslysa nú að undanförnu. Hannes sagöi, að á fyrstu sex mánuðum þessa árs heföu 43 látið lifið af slysförum hér á landi og er það sama tala og i fyrra. Hins vegar væri það slá- andi hversu mjög umferðar- slysum hefði fjölgað en á fyrstu sex mánuðum ársins hefðu 16 látist af völdum umferðarslysa á móti 5 i fyrra. Af völdum sjóslysa og drukknana hefðu 19 látist nú en 24Ifyrra. Banaslys viðflug væri 1 nú en ekkert i fyrra og bana- slys af öðrum orsökum væru 7 nú en 14 1 íyrra. Þá benti Hannes á, að á fyrstu helgi júlimánaðar hefðu orðið þrjú banaslys þannig að ljóst væri, að sumarmánuðirnir virt- ust varhugaverðir hvað þetta snerti. „Ef miðað er við skýrslu Slysavarnarfélagsins frá þvi i fyrra er uggvænlegt að horfa upp á, hversu mjög umferðar- slysin hafa aukist og raunar sérstök ástæða til aö vekja at- hygli á þessum staðreyndum”, sagði Hannes ennfremur. Hannes benti á, að auk bana- slysanna mætti ekki gleyma þvi óbætanlega tjóni sem oft fylgja umferðarslysum jafnvel þótt bani hljótist ekki af. Að auki væri svo fuli ástæða til að vara við þeirri vaxandi ónáttúru manna að aka ölvaðir en slikt athæfi býöur hættunni heim og hefur oft valdið alvarlegum slysum. —Sv.G. Mikill bægsiagangur varö i Nauthólsvik þegar Fransmaöurinn Thierry D'Ornano gerði tilraun til aö kenna tsiendingum á seglbretti þau sem hann hefur veriö að prófa á vötnum og víkum íslands. Thierry leist svo vel á aöstæöur hér að hann hefur flutt inn ein fjögur segibretti til sölu I iþróttaversluninni Otilif. Hér sýnir hann Gunnlaugi Jónassyni hvernig fara á að. — Visismynd ÞG. Gagnlimoö BSRB: „Langt frá tllboOl fjármálaráðherra” „Gagntilboð BSRB er töluvert iangt frá gagntilboði fjármála- ráöherra”, sagði Þorsteinn Geirsson, sem á sæti i samninga- nefnd rikisins,er Visir haföi tal af honum i morgun. Samninganefnd BSRB lagði sem kunnugt er fram gagntilboð i gær og sagði Þor- steinn að meðaihækkun á iauna- stiganum samkvæmt þvi tilboöi væri 19,1%. Fjármálaráðherra hefur margitrekað aö ekki sé svigrúm til almennra grunn- kaupshækkana, svo ljóst er að samningar eiga langt i land. Þorsteinn kvað BSRB hafa slegið svolitið af kröfum sinum, enenn væru veigamiklar kröfur i tilboðinu sem ekki væri hægt að fallast á. „Þar má nefna”, sagði Þorsteinn, „hlutfallslegar verð- bætur samkvæmt framfærslu- visitölu og hækkanir á launastig- anum”. „Er það einkum þetta tvennt sem samningarnir stranda á?” „Já, ég tel svo vera. Þessar tvær kröfur þýöa gifurlega út- gjaldaaukningu”. Þorsteinn kvaðst ekki vilja spá um það hvort samningar drægj- ust fram á haustiö, ,, þeir gætu breytt afstöðu sinni”, sagði hann um fulltrúa BSRB. Ragnar Arn- alds fjármálaráðherra hefur fengið gagntilboðiö i sinar hendur og kvað Þorsteinn rikisstjórnina væntanlega fjalla um það á næst- unni. Samningafundir liggja niðri þar til formlegt svar fæst frá rik- inu. —Gsal innbrot i manniausa íbúð: Gómaður meðmilljón í vasanum Maður á miöjum aldri var handtekinn um hádegisbiliö i gær er hann var að koma út úr mann- lausri Ibúð við Hverfisgötu i Reykjavik. 1 fórum mannsins fannst um ein milljón fslenskra króna og 4000 sænskar krónur, sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi I ibúöinni. Ibúi i húsinu, sem er fjórbýlis- hús, varð var viö óeðlilegar mannaferðir i ibúðinni sem hann vissi að var mannlaus og gerði hann lögreglunni þegar aðvart. Þegarlögreglan kom að var mað- urinn á leið út úr ibúöinni með feng sinn og fékk hann að sjálf- sögðu viðeigandi viðtökur. Mál þetta er nú i rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu rikisins. —Sv.G. ÐaggjOld sjúkrahúsa hækkuð um rúm n% Akvðrðun um greiðsiu 585 milljóna kr. haiiadaggjalda liggur ekki fyrir Farandverkafólk i Eyjum vill eðlilega aðskiija maðkaða skreið og mannfólk i verðbúð- um þar um slóðir, en verö- búöareigandinn er hinn þverasti og svarar fullum hálsi. Hann er sennilega á móti ölium tegundum apartheid. Heimiluð hefur verið 11.1% hækkun á daggjöldum sjúkra- húsanna en ákvörðun um greiðslu hailadaggjalda iiggur ekki fyrir. Haukur Benediktsson fram- kvæmdastjóri Borgarspitalans sagði I samtali við Visi að óbætt halladaggjöld siðasta árs næmu nú um 585 milljónum króna til sjúkrahúsanna I heild. Svavar Gestsson heilbrigðis- ráðherra sagði í samtali við blaöið, að halladaggjöldin væru nú I athugun og væri ákvörðun- ar að vænta á næstunni. Ef tekin eru dæmi af rekstrar- daggjöldum þá eru þau nú á Borgarspítalanum 83.700. Sjúkrahúsinu Vestmannaeyjum kr. 43.800. á Fæðingardeildinni kr. 52.000. og á Sankti Jósefs- spitalanum Landakoti kr. 73.200. —ÓM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.