Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Einarsson, for- stjóri Heilsugæslunnar, sem hefur umsjón með heilsugæslu í Reykja- vík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kópavogi, hefur miklar áhyggjur af deilu heilsugæslulækna og heil- brigðisráðuneytis um greiðslur fyr- ir útgáfu vottorða og annað er lýtur að kjaramálum læknanna. Hann telur að deilan geti skaðað starf- semi Heilsugæslunnar, vinna við framkvæmd þeirrar stefnu sem Heilsugæslan hafi mótað sér liggi niðri og og verði svo um langa hríð muni öll sú vinna og fjárfesting fara forgörðum. Í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu er nú til skoðunar tillaga sem hann hefur sett fram, sem hann vonar að geti komið hreyfingu á hlutina, en til- lagan varð til í viðræðum við lækna Heilsugæslunnar. Læknavaktin ekki bundin úrskurði kjaranefndar Heilsugæslan er bundin úrskurð- um kjaranefndar við greiðslu launa heilsugæslulækna en svo er ekki um hlutafélög og önnur einkarekin fyrirtæki. Í tillögunni felst að heilsugæslulæknum, eða hlutafélagi í eigu þeirra, verði gert kleift að leigja aðstöðu og húsnæði heilsu- gæslustöðvanna til að taka á móti sjúklingum eftir kl. 16 á daginn. Einnig að annast móttöku sjúklinga í bráðavaktarformi á daginn, þann- ig að hverjum lækni verði gert mögulegt að vinna einn virkan dag í viku hverri á þessari bráðavakt, og sinna starfi sínu sem heilsugæslu- læknir hina dagana fjóra. Læknavaktin ehf. er hlutafélag í eigu lækna sem hefur sinnt vakt- þjónustu og móttöku sjúklinga utan þjónustutíma heilsugæslustöðv- anna. Guðmundur segir að heil- brigðisráðuneytið hafi samið sér- staklega við Læknavaktina, fyrir hönd Heilsugæslunnar, um að Læknavaktin annist þessa þjónustu sem Heilsugæslunni sé skylt að veita. Hann leggur til að samningi þessum verði breytt þannig að Læknavaktinni verði heimilt að taka á móti sjúklingum síðdegis og reka bráðavaktarþjónustu á heilsu- gæslustöðvunum, eins og segir hér að framan. Styttri biðtími Guðmundur segir að með þessu yrði komið til móts við þá lækna sem vilja leggja á sig meiri vinnu til að auka tekjur sínar og jafnframt yrði nýting þeirrar miklu fjárfest- ingar sem liggur í aðstöðu heilsu- gæslustöðvanna betri. Einnig sé um að ræða aukna fjölbreytni í rekstrarformi og starfsumhverfi Heilsugæslunnar. Guðmundur segir að takist vel til geti biðtími á heilsugæslustöðvum styst verulega og jafnvel horfið á sumum þeirra. Þá gefist fjölskyldu- fólki tækifæri að sækja þjónustu á sinni heilsugæslustöð að vinnudegi loknum þar sem stöðvarnar væru opnar lengur fram á kvöld. Guð- mundur bendir á að með þessum hætti gæti heilsugæslan tekið við hluta þeirrar bráðaþjónustu sem Landspítali – háskólasjúkrahús hefur sinnt til þessa. Með því að auka bráðaþjónustu á heilsugæslu- stöðvunum megi ætla að verulega dragi úr sókn í sérfræðiþjónustu. Þannig leiti þjónustan í ódýrara form sem spari bæði sjúklingum og ríkissjóði fé. Laun heilsugæslulækna skerð- ast þegar fjölgar í stéttinni Guðmundur segir það óviðunandi fyrirkomulag að kjör heilsugæslu- lækna séu ákvörðuð af kjaranefnd og telur það einungis tímaspursmál hvenær stéttin verði leyst undan nefndinni. Gripið var til þess ráðs árið 1996 að setja heilsugæslu- lækna undir kjaranefnd til að leysa ófremdarástand sem upp var komið en þá höfðu margir heilsugæslu- læknar sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Guðmundur segir það mjög óþægilegt fyrir yfirstjórn Heilsu- gæslunnar að geta ekki samið undir forræði fjármálaráðuneytisins við sitt starfsfólk um launakjör, eins og tíðkast hjá öðrum læknum. „Hafi menn þetta stjórntæki ekki í höndunum er það eins og að reyna að stjórna með aðra hendina bundna aftur fyrir bak,“ segir Guð- mundur og tekur dæmi um ókosti þess að heyra undir kjaranefnd. „Ef við bætum þjónustuna með því að fjölga læknum lækka laun þeirra lækna sem fyrir eru, því launin reiknast út frá fjölda íbúa á hvern lækni og þegar læknarnir eru of fá- ir er vonlaust fyrir okkur að veita þá þjónustu sem til er ætlast.“ Hann nefnir einnig að ekki sé hægt að greiða læknum yfirvinnu. „Í hvert sinn sem við viljum borga lækni yfirvinnu verðum við að senda kjaranefnd bréf og óska eftir heimild. Í sambandi við stefnumót- un Heilsugæslunnar vorum við t.d. með fund á laugardegi með milli- stjórnendum og gátum borgað hjúkrunarfólkinu yfirvinnu, en kjaranefnd hafnaði því að við borg- uðum yfirlæknum fyrir yfirvinnu,“ segir Guðmundur. Aðspurður seg- ist Guðmundur ekki muna eftir því að kjaranefnd hafi samþykkt að heilsugæslulæknum verði greitt fyrir yfirvinnu. Vantar samstöðu meðal lækna um að breyta fyrirkomulaginu Hann segir erfitt að breyta þessu fyrirkomulagi, ólíklegt sé að frum- varp um að þessu verði breytt verði lagt fram nema læknar hafi sam- stöðu um að biðja um það. Guð- mundur segir þá samstöðu hafa skort, hagsmunirnir séu mjög mis- munandi eftir því hvort um dreif- eða þéttbýlislækna sé um að ræða. Starfið í þéttbýlinu einkennist af miklu vinnuálagi og lægri launum en á landsbyggðinni þar sem álagið komi fyrst og fremst fram í við- veruskyldu. Því hafi Heilsugæslan að undanförnu misst lækna út á land sem hafa séð fram á að geta bætt tekjur sínar með að vinna á landsbyggðinni. Heimilislæknar hafa gjarnan kvartað undan því að geta ekki stofnað eigin stofur eins og aðrir sérfræðingar, en Guðmundur er ekki hrifinn af þeirri hugmynd og telur að það væri spor aftur á bak. „Við erum auðvitað opin fyrir ýmiss konar hugmyndum um rekstrar- form, en það þarf að skoða í ljósi þess að við erum með ákaflega þröngan fjárhag og við hljótum að reyna að leysa alla þjónustuþörf okkar á þann hátt sem gefur mest fyrir peninginn, þegar litið er bæði á kostnað og þjónustu. Reynsla okkar er sú að einkarekstur af þessu tagi, þar sem eru litlar ein- ingar, er yfirleitt verulega dýrari í rekstri en sú þjónusta sem við veit- um á heilsugæslustöðvunum,“ segir Guðmundur. Á annan tug heimilis- lækna starfar utan heilsugæslu- stöðva í dag og heyra þeir ekki undir kjaranefnd. Þessar einkastof- ur starfa samkvæmt gamla kerfinu og hefur þeim farið fækkandi síð- ustu ár. Guðmundur segir að áhugi ungra lækna á að leggja heimilislækning- ar fyrir sig hafi stóraukist, sem sé breyting frá því sem áður var. Heilsugæslan hafi fjórar stöður til að bjóða unglæknum sem hafa áhuga á að fara í starfsnám á heilsugæslustöðvum til að öðlast réttindi sérfræðings í heimilislækn- ingum, en fjórtán hafi sótt um stöð- urnar. Hann segir að hann hafi gert tillögur til ráðuneytisins um að út- vega fé svo hægt verði að fjölga þessum námsstöðum. Heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi í burðarliðnum Í umdæmi Heilsugæslunnar, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mos- fellsbæ og Kópavogi eru 12 heilsu- gæslustöðvar, þar sem alls vinna um 500 starfsmenn. Íbúar í Voga- og Heimahverfi, sem eru 10 þúsund talsins, hafa verið án heilsugæslustöðvar til langs tíma en Guðmundur segir að nú sé vonandi að rofa til. Á fjár- lögum sé heimild fyrir því að kaupa eða leigja húsnæði undir heilsu- gæslustöð í hverfinu. Hann vonast til að heilsugæslustöð fyrir hverfið verði orðin að veruleika í lok ársins 2003. Hann segir að upp á síðkastið hafi komið í ljós að ástandið í hverf- inu sé verra en Heilsugæslan hafi haldið hingað til, sumir íbúanna fái hreinlega ekki þá þjónustu sem þeir eigi rétt á. Einnig segir Guðmundur að í undirbúningi sé að bæta við stöð í Salahverfi í Kópavogi, til standi að bjóða út rekstur stöðvarinnar og hefur verið auglýst eftir húsnæði. Það er í fyrsta sinn sem rekstur heilsugæslustöðvar er boðinn út, en stöðin í Lágmúla er rekin á sama hátt af hlutafélagi í eigu lækna sem áður voru sjálfstætt starfandi heim- ilislæknar. Aðgengi ófullnægjandi á fjórum heilsugæslustöðvum Í nýlegri skyndikönnun um að- gengi íbúa að þjónustu heilsu- gæslustöðva kemur fram að á sex stöðvum hafi íbúar gott aðgengi, það er ef þeir hringja að morgni til geta þeir fengið tíma hjá lækni samdægurs eða daginn eftir. Þetta eru heilsugæslustöðvarnar á Sel- tjarnarnesi, í Hlíðahverfi, Efsta- leiti, Grafarvogi, Mosfellsbæ og Lágmúla. Á fjórum stöðvum er að- gengið ekki fullnægjandi, á báðum stöðvunum í Kópavogi og í Mjódd og Efra-Breiðholti. Á tveimur stöðvum, Miðbæjarstöð og í Árbæ, er aðgengið stundum nægilega gott en þó hafa verið misbrestir á því. Guðmundur segir að á næstunni verði unnið í því að bæta aðgengi íbúa að stöðvunum. Um síðustu áramót voru 1.697 íbúar á lækni í umdæmi Heilsu- gæslunnar, þegar afleysingarlækn- ar eru taldir með. Hlutverk Heilsu- gæslunnar er að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæslu- þjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækn- inga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggist á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Heilsugæslustöðvarnar þjóna fyrst og fremst íbúum þess hverfis sem þær eru í og eiga íbú- arnir kost á að skrá sig við stöðina. Allar heilsugæslustöðvar sinna heilsuvernd, eins og ung- og smá- barnavernd, mæðravernd og heilsu- gæslu í skólum. Þá er lögð sérstök áhersla á að byggja upp unglinga- vernd, heilsugæslu aldraðra og geð- vernd. Heilsugæslan rekur einnig Miðstöð heimahjúkrunar sem sinn- ir íbúum svæðisins sem þarfnast heimahjúkrunar hvort sem er að nóttu eða degi. Á heilsuverndar- stöðinni á Barónsstíg er starfrækt mikilvæg stuðningsstarfsemi við heilsugæslustöðvarnar þar sem eru miðstöð heilsuverndar barna, mið- stöð mæðraverndar, lungna- og berklavarnadeild, miðstöð tann- verndar auk stjórnsýslu og ann- arrar stoðþjónustu. Síðustu misseri hefur verið unnið að stefnumótun Heilsugæslunnar, helstu áherslurnar eru að bæta þjónustuna og samræma hana, að sögn Guðmundar. Hann segir að rík hefð hafi verið fyrir dreifstýr- ingu, sem hafi ákveðna kosti, en nokkuð hafi skort á samræmingu t.d. þannig að fólk sem flyst úr einu hverfi í annað viti hvaða þjónustu það geti vænst á heilsugæslustöðv- unum. Hins vegar sé vilji til að halda í ákveðna kosti sem fylgja dreifstýr- ingunni. Þar sem er fjárhagslegt svigrúm sé vilji til að veita einstaka stöðvum færi á að prófa sig áfram með nýjungar í þjónustunni sem þær hafi sjálfar frumkvæði að. Þannig sé heilsugæslan einnig nær sjúklingingum og því hægt að fylgj- ast betur með þörfum sjúklinga. „Við erum alltaf að reyna að halda okkur innan fjárlaga og með því að dreifa svolítið ábyrgð höldum við að við getum náð betri tökum á kostn- aðaraðhaldi,“ segir Guðmundur Einarsson að lokum. Leggur til að hlutafélag lækna sjái um vakt- og helgarþjónustu á heilsugæslustöðvunum Málamiðlun gæti dregið úr óánægju heilsugæslulækna                                   !      # !   !  %&  "   !  ! !  #  (  )*+' ,    $  &!   %!  (  )!   & %  ) .. -  '&( ! / )&,0  '&( ! (            Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir einungis tíma- spursmál hvenær heilsugæslulæknar verði leystir undan kjaranefnd. Hann segir að læknar verði þó að hafa samstöðu um að biðja um að það verði gert og að slík samstaða hafi ekki verið fyrir hendi til þessa. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæsl- unnar, telur óeðlilegt að launamál heilsugæslu- lækna heyri undir kjaranefnd eins og nú er. Hann hefur lagt fram hugmynd til heil- brigðisráðuneytis, eins konar málamiðlun, sem hann vonar að geti dreg- ið úr óánægju heilsu- gæslulækna. Tólf heilsugæslustöðvar starfa í umdæmi Heilsugæslunnar og stendur til að bæta tveimur við á næstunni, í Salahverfi og Voga- og Heimahverfi, en þar eru íbúar án heilsugæslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.