Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Borgarstjórnarfram- bjóðandinn Björn Bjarnason gerir sér tíð- rætt um húsaleigubæt- ur og þörfina fyrir þær til þeirra sem leigja herbergi og deila bað- eða salernisaðstöðu. Þessi málflutningur Sjálfstæðisflokksþing- mannsins og fyrrver- andi ráðherra í ríkis- stjórn Davíð Oddssonar kemur okk- ur þingmönnum Sam- fylkingarinnar nokkuð spánskt fyrir sjónir. Sérstaklega í ljósi þess að á Alþingi komu í vet- ur fram tvö frumvörp frá undirrit- aðri ásamt Guðrúnu Ögmundsdóttur um slíkan rétt. Ekki var nokkur skilningur eða áhugi hjá forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og í félagsmálanefnd þingsins á að lög- leiða slíkan rétt, enda var hvorugt frumvarpið samþykkt. Annað frumvarpið sneri að ein- stæðum foreldrum sem dvelja tíma- bundið með börnum sínum í húsnæði Félags einstæðra foreldra og deila salernis- og eldunaraðstöðu með öðr- um. Um er að ræða sex íbúðir þar sem svo háttar til. Fólk í þessum húsa- kynnum fær ekki húsaleigubætur eins og þeir sem dvelja í öðrum íbúð- um Félags einstæðra foreldra, en þessir foreldrar búa við mjög erfiðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæð- ur. Enginn vilji var hjá sjálfstæðis- mönnum á þingi til að rétta hlut þessa fólks, þótt það kostaði ríkis- sjóð sáralítið. Einnig lagði ég fram frumvarp um rétt námsmanna í leiguherbergjum utan stúdentagarða til húsaleigubóta, eins og námsmenn í leiguher- bergjum á stúdenta- görðum njóta. Fjöl- margir stúdentar eiga ekki kost á húsnæði á stúdentagarði og verða að leigja herbergi úti í bæ jafnvel á mun verri kjörum, en fá engar húsaleigubætur. Þessi breyting fékk heldur ekki náð fyrir augum Sjálfstæðisflokksins. Björn og flokks- félagar hans á Alþingi vilja ekki auka réttindi til greiðslu húsaleigubóta, en Björn og flokksfélagar hans í borgarstjórn- arframboði vilja auka þennan rétt. Eru þarna á ferðinni sami Björn og sami Sjálfstæðisflokkurinn? Er þetta trúverðugur málflutningur? Þá er rétt að minna á að réttur til húsa- leigubóta er ákvarðaður á Alþingi en ekki í borgarstjórn, ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum. Sami Björn? Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Reykjavíkur. Reykjavík Björn á Alþingi vill ekki auka réttindi til greiðslu húsaleigubóta, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, en Björn í borgarstjórn- arframboði vill auka þennan rétt. Í REYKJAVÍK fer fram öflugt íþróttastarf sem byggist á tvennu: Annars vegar á kraft- miklu félags- og sjálf- boðaliðastarfi fjölda fólks í hinum ýmsu íþróttafélögum og íþróttagreinum og hins vegar á þeirri aðstöðu sem byggð hefur verið upp af íþróttafélögun- um og Reykjavíkur- borg. Á þessum grunni byggist allt almennt íþróttastarf, hvort sem um er að ræða létta frí- stundaiðkun til eflingar heilsu fólks á ýmsum aldri eða harðar æfingar og keppni okkar besta íþróttafólks. Reykjavíkurlistinn hefur lagt mikla áherslu á íþróttastarfið í borg- inni, sem sést m.a. á þeim framlögum sem farið hafa í þennan málaflokk. Undir stjórn Reykjavíkurlistans hafa framlögin verið ríflega 60% meiri en á sambærilegu valdatíma- bili sjálfstæðismanna þar á undan. Hér er um að ræða framlög til fjár- festinga, til reksturs á íþróttamann- virkjum og til stuðnings íþrótta- félögum. Reykjavíkurborg hefur stutt dyggilega við bakið á öllum helstu íþróttagreinum. Á undanförnum árum hef ég getað fylgst með því sem stjórnarmaður í knattspyrnudeild eins hverfafélagsins hér í borginni. Við höfum séð knattspyrnuhöll rísa, aðstaða hverfafé- laga og sérgreina- félaga, svo sem skauta- félaga, hefur stórbatnað og tekist hefur feykigott sam- starf milli Reykjavík- urborgar og Knatt- spyrnusambands Íslands um þjóðarleik- vanginn okkar í Laug- ardal, svo fátt eitt sé nefnt. Í samvinnu við Íþrótta- og tóm- stundaráð hafa hverfafélögin sett sér metnaðarfyllri markmið í öllu starfi, ekki hvað síst í barna- og ung- lingastarfi. Ennfremur hefur tekist gott samstarf við skólana, m.a. í Breiðholti þar sem ég þekki vel til. Allt er þetta liður í að efla Reykjavík sem útivistar- og heilsuborg. Íþróttir og heilbrigð hreyfing eiga að vera snar þáttur í borgarlífinu, eins og segir í stefnuskrá Reykjavík- urlistans. Haldið verður áfram upp- byggingu á sundlaugum og öðrum íþróttamannvirkjum, svo sem spark- völlum á ýmsum stöðum. Þá er á það bent að félagasamtök gegna mikil- vægu hlutverki innan borgarhverf- anna. Það má í raun segja að víða skipi íþróttafélögin stóran sess í því að styrkja menningu og félagslíf í hverfunum og stuðla þannig að já- kvæðri vitund fólks um hverfi sitt. Að þessu vill Reykjavíkurlistinn áfram stuðla í samstarfi við starfs- menn félaganna, félagsmenn og iðk- endur í viðkomandi félögum. Öflugt íþróttastarf Stefán Jóhann Stefánsson Reykjavík Reykjavíkurlistinn hef- ur lagt mikla áherslu á íþróttastarfið í borginni, segir Stefán Jóhann Stefánsson, sem sést m.a. á þeim framlögum sem farið hafa í þennan málaflokk. Höfundur skipar 18. sæti á Reykjavíkurlistanum. MENN hafa velt því fyrir sér hvers vegna D-listafólk vill helst ekki um annað tala en fjármálaóreiðu R-lista- manna. Svarið er ein- falt: D-listamenn vita af biturri reynslu að fjármálasukk getur hrakið borgarstjórn frá völdum. Það fengu þeir sjálfir að reyna ár- ið 1994. Þá hafði setið í Reykjavík í átta ár borgarstjóri, sem hafði sýnt rækilega fram á að kunna ekkert með fé að fara. Þess vegna tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn meirihlutanum í borgar- stjórn árið 1994. Og hefur ekki náð að ríkja þar síðan og svíður það sárt. Fjármálaöngþveiti borgarinnar varð til þess að Davíð Oddsson þurfti að forða sér með hraði og til að komast úr borgarstjórastólnum fór hann aftan að einkavini sínum Þorsteini Pálssyni og bolaði honum burt úr formennsku í flokknum og settist sjálfur í sæti hans og lét þar með öðrum eftir að fást við fjármál borgarinnar. Svona gera menn ekki. Það er svo lengri saga að segja frá því hvernig borgarstjórinn fyrrver- andi hefur farið með ríkisfjármálin. Í ríkiskassanum hefur hann verið eins og mölur í fataskáp, fjármunir uppétnir en hrikalegum skuldum safnað í staðinn vegna stjórnlauss viðskiptahalla í mörg ár og eyðslu langt umfram verðlagsþróun. Síðasta afrek fjármálajöfursins Davíðs Oddssonar er ábyrgð hans vegna amerísks fyrirtækis sem virð- ist vera að fara á hausinn, DeCode. Heilar tuttugu þúsund milljónir króna eru settar í ábyrgð úr rík- issjóði og er það einkaframtak for- mannsins. Fyrrverandi borgarstjóri og Perluvinur í Reykjavík er glópur í fjármálum. Þetta vita frambjóðendur D- listans mætavel og hugsa sér nú gott til glóðarinnar vegna stjórnar framkvæmdastjóra Sölunefndar varnarliðseigna á Orkustofnun Reykja- víkur sem slegið hefur flest met í skuldasöfn- un. Skuldirnar hrúgast líka upp af því að eyðsla borgarsjóðs um- fram tekjur er færð þangað yfir. Vegna þess að aðrar stofnanir eru látnar taka við súp- unni stærir R-listinn sig af góðri stöðu borg- arsjóðs. Þetta minnir helst á gjaldþrota mann sem færir skuld- irnar yfir á eiginkonu og börn og telur sjálfan sig svo skuldlausan og ábyrgan í fjármálum! Það má með sanni segja að hver hafi sinn djöful að draga, og er R- listinn ekki öfundsverður af sínum, sem er Framsóknarflokkurinn. R- og D-listi deila nú hart um það hvor hafi náð meiri árangri í fjár- málaóreiðu. Reykvískir kjósendur ættu að athuga hvort „listamennirn- ir“ hefðu ekki gott af því að fá nýtt afl sem kjölfestu í fjármál borgar- innar. Til þess er forystumaður F- listans, Ólafur F. Magnússon, álit- legastur. Fjármálaástandið getur aðeins batnað með því að nýir menn komi að því með breytta forgangs- röðun sem er fólkinu í borginni í hag. Fjármálajöfrar Margrét K. Sverrisdóttir Höfundur skipar 2. sæti F-lista frjálslyndra og óháðra. Reykjavík D-listamenn vita af biturri reynslu, segir Margrét K. Sverr- isdóttir, að fjármála- sukk getur hrakið borg- arstjórn frá völdum. KÓPAVOGUR hef- ur gengið í endurnýjun lífdaga á skömmum tíma og hefur þar óyggjandi margt brugðist til beggja vona hvað verklag áhrærir. Óhjákvæmi- lega eru tilvik sem þarfnast lagfæringa og mest liggur þá við að þeir sem ekki valda þurfi á að halda. Í húsi einu í nýju hverfi bæjarins var „vinveittum“ bygging- araðila úthlutað þriggja húsa lóð til að byggja þrjú sambýlis- hús. Teikningar lagðar fram, „yfir- farnar“ og stimplaðar. Byggingarnefnd og byggingar- fulltrúi leggja blessun sína yfir að- gerðina og húsin eru byggð. Eitt- hvað var um breytingar, ekkert alvarlegt, að sögn byggingarfulltrúa, þangað til að kaupendur fara að spyrja leiðinlegra spurninga. Þá kemur í ljós að freklega er brotin byggingarreglugerð, lyfta hússins nær ekki niður á jarðhæð og þetta er árið 1998. Nú er úr vöndu að ráða fyrir byggingarverktakann og byggingarryfirvöld – það þarf að finna sökudólginn og yfirvaldið, byggingarfulltrúinn sjálfur, kveður fljótlega upp sinn úrskurð, stóradóm – þetta er allt saman arkitektinum að kenna. Það er líka auðveldast, hann er settur undir vilja bygging- arverktakans; hvað ef þeir hafa nú krafist þess að hann gerði þetta svona? Manni verður spurn, af hverju er verktakinn ekki líka ábyrgur? Er honum allt leyfilegt – tímabært væri að herða reglur og viðurlög við frjálsu valsi þeirra – neytendanna vegna. Í þessu tilfelli verður arkitektinn að bjarga því sem bjargað verður og sem er þó mest lítið, slysið er skeð og íbúarnir í húsinu sitja eftir með sárt ennið því þetta er tjón sem ekki verður aftur snúið með nema til komi skaðabætur, verklega séð, mistök á mistök ofan. Arkitekt- inn þorir auðvitað ekki annað en kyngja öllu, þið getið rétt ímyndað ykkur afleiðingarnar annars, útskúfaður frá byggingaryfirvöldum Kópavogs ella, eða hvað? Eftir hverju fer byggingarnefnd og byggingarfulltrúi þeg- ar teikningar eru skoð- aðar? Er til einhver verklagsregla að fara eftir eða er eingöngu um hentistefnu að ræða og af hverju er byggingar- fulltrúinn ekki ábyrgur, þegar svona mistök verða? Þegar málið er lagt fyrir hann læt- ur hann lögfræðing, reyndar tvo, vinna greinargerð sem færi „rök“ fyrir því, að allt sem gert hafi verið sé endanlegt og rétt og meira verði ekki aðhafst, allra síst af yfirvöldum. Til umhugsunar er að lögfræðing- ur er settur í það, á kostnað bæj- arins (eða okkar) að vinna greinar- gerð til að réttlæta mistök embættismannsins í gæslustörfum fyrir okkur bæjarbúa. Hvaða vinnu- brögð eru þetta? Hvaða siðferði er þetta? Getum við, svona til reynslu, farið þess á leit að fá að ráða lögfræðing á kostnað bæjarins, eða í raun okkar sem leggjum fram peningana, til þess að safna saman mótrökum í málinu? Við því hefur verið leitað svara bréflega, en búast má við að fordæmið sé slæmt fyrir byggingar- fulltrúann, þar sem ekki sé að treysta embættinu; það verði að fá að halda áfram að gera skyssurnar óáreitt. „Vel skal til þess vanda sem lengi á að standa,“ stendur einhvers stað- ar. Þetta vinnulag er ekki það eina sem áfátt er í því sem þessi bygging- arverktaki leyfði sér að hagræða eft- ir geðþótta þegar hann byggði um- rætt hús á hagstæðum spennutímum fyrir sig og þar er af mörgu að taka. Ég greini aðeins frá lítilræði, ef læra mætti af reynslunni. – Óvandvirkni í steinhúðun húss- ins; efnið dettur af og skil eru til mikilla lýta. – Steypa á svalagólfum ónýt. – Málning ónýt á máluðum flötum. – Rennur flæða yfir. – Röng efni notuð í flísalagnir á stiga í anddyri. – Víða hirðuleysislegur frágangur. Að lokum þetta, vonandi fá arki- tektinn og verktakinn áfram að hanna og byggja í Kópavogi, en byggingareftirlit þarf að vera betur virkt og það er verkefni okkar kjör- inna bæjarfulltrúa að beina sjónum sínum lítillega að þessum málum, ekki síður en mörgum öðrum. Fulltrúum stærstu framboðanna fyrir komandi kosningar hefur verið kynntur þessi vandi en þeir hafa sýnt því enga athygli sem er athygl- isvert þegar litið er á áhuga þeirra á allskyns endurbótum. Þeir vilja skiljanlega losna frá svona óværu og hagur verktakans hefur forgang, annars gæti hann hætt að byggja í bænum. Byggingaryfirvöld geta ekki og mega ekki spila frítt spil, nóg er þeim borgað í þjónustugjöld. Óvand- virkni verktaka er á ábyrgð bygg- ingaryfirvalda sem eiga að hafa vit umfram okkur þegnana til að meta hvað sé gott og hvað sé slæmt. Því verðum við að geta treyst. Ábyrgt byggingareftirlit Þorsteinn S. Þorsteinsson Kópavogur Byggingarreglugerð er brotin, segir Þorsteinn S. Þor- steinsson, lyfta nær ekki niður á jarðhæð. Höfundur er vélfræðingur og íbúi í Funalind. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.