Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÓLIN sest á bak við hæstu bygg- ingar heims, Petronas tvíbura- turnana í Kúala Lúmpúr, höf- uðborg Malasíu, í gær. Undanfarna daga hefur hiti þar hækkað og loftraki minkað, en þetta er til marks um að mons- únregntíðin nálgist. Hún mun standa fram í ágúst, að því er veð- urfræðingar segja. Reuters Monsúnregnið nálgast GRIPIÐ var til vatnsskömmt- unar í Taípei, höfuðborg Taív- ans, í gær í fyrsta skipti í 22 ár. Hafa miklir þurrkar verið í landinu og stefnir í mjög alvar- legt ástand verði ekki breyting á til batnaðar á næstunni. Íbúar í Taípei hömstruðu í gær flöskuvatn í stórmörkuðum og mikil sala var í stórum ílátum undir vatn. Hefur vatnsskort- urinn vakið ótta við nýjan sjúk- dómsfaraldur í börnum, veiru- sýkingu, sem stafar af ónógu hreinlæti. Í veitingahúsum borgarinnar er nú aðeins notast við einnota borðbúnað og áhöld þar sem ekki eru tök á miklu uppvaski. Þá hefur sundlaug- um og bílaþvottastöðvum verið lokað. Síðast var gripið til vatnsskömmtunar í Taípei 1980 og stóð hún í þrjá mánuði. Henni lauk er fellibylur gekk yfir landið með miklu úrfelli. Þriðja kansl- araefnið GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, gerði í gær lítið úr þeirri ákvörðun flokks frjálsra demókrata að bjóða fram í fyrsta sinn sitt eigið kanslara- efni í þingkosningunum í haust. Verður það Guido Westerwelle, leiðtogi flokksins. Á hann enga möguleika en frjálsir demó- kratar vilja með þessu styrkja ímynd flokksins og bjóða kjós- endum upp á annan kost en þá Schröder og Edmund Stoiber, frambjóðanda kristilegu flokk- anna. Schröder sagði, að fram- boðið væri bara „fjölmiðlaupp- ákoma“ en frjálsir demókratar hafa verið gagnrýndir fyrir ým- is uppátæki sín að undanförnu. Westerwelle kom nýlega fram í sjónvarpi með bjórtunnu undir hendinni og vildi þannig ná bet- ur til ungra kjósenda. Þá kem- ur Jürgen Möllemann, varafor- maður flokksins, oft á flokksfundi ofan úr loftinu í fall- hlíf í eins konar súpermanns- búningi. STUTT Vatns- skortur á Taívan EINN starfsmanna FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, varaði við því sl. sumar, að Zacarias Moussaoui, sem hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkunum 11. september, væri maður, sem líklegur væri „til að fljúga einhverju á World Trade Center“. Ekkert var þó gert í málinu. Kom þetta fram á fundi, sem Ro- bert Mueller, yfirmaður FBI, átti með dómsmálanefnd öldungadeild- arinnar í síðustu viku. Sagði hann, að viðvörunin hefði borist frá einum starfsmanna stofnunarinnar í Minn- eapolis og viður- kenndi hann, að vissulega hefði átt að kanna hana nánar. Hann neit- aði því hins vegar, að FBI hefði hunsað „beina viðvörun um hryðjuverkin“. Sagði Mueller, að starfsmaðurinn hefði aðeins sagt, að Moussaoui væri maður, sem „gæti tekið upp á því að fljúga einhverju á World Trade Center“. Kom þetta fram hjá CNN í gær. Moussaoui hefur verið ákærður fyrir aðild að undirbúningi hryðju- verkanna og hefur verið krafist dauðarefsingar yfir honum þótt hann hafi engan drepið. Talið er, að hann hafi átt að vera 20. flugræninginn. Réttarhöld í haust Saksóknarar halda því fram, að Moussaoui hafi fengið flugþjálfun í Bandaríkjunum og eins og hryðju- verkamennirnir 19 fengið herþjálfun í æfingabúðum al-Qaeda í Afganist- an. Þá segja þeir, að hann hafi fengið fé frá sama manninum í Þýskalandi og hinir. Verjendur hans segja á móti, að hann hafi ekki haft nein bein tengsl við hryðjuverkamennina. Búist er við, að réttarhöld yfir Moussaoui hefjist í haust en þau geta dregist vegna þess hve ósamvinnu- þýður hann er. Hefur hann krafist þess, að skipaðir verjendur sínir verði reknir og vill ekki undirgangast geðrannsókn. FBI var vöruð við Zacharias Moussaoui sl. sumar Sagður „líklegur til að fljúga á WTC“ Zacharias Moussaoui FRAMKVÆMDASTJÓRI Rail- track, stærsta lestarfyrirtækisins í Bretlandi, varaði við því í síðustu viku – tveimur dögum fyrir lestar- slysið í Potters Bar í útjaðri London, sem varð sjö manns að bana – að ástæða væri til að hafa áhyggjur af viðhaldi brautanna. Þá varaði starfs- maður járnbrautarlestanna við því fyrir þremur vikum að ástand braut- arteina á þeim stað, þar sem slysið átti sér stað, væri ekki sem skyldi. John Armitt, yfirmaður Railtrack, mun hafa sagt í samtali við The Tim- es í síðustu viku, að hann hefði áhyggjur af þeirri venju að fela lítt reyndum undirverktökum að sjá um mikilvægt viðhald á brautarteinum. Hefur komið fram að vantað hafi rær í samskeyti brautarteina við Potters Bar, sem varð til þess að einn teinanna skemmdist. Stephen Byers samgönguráð- herra ávarpaði breska þingið í gær vegna lestarslyssins en hann hafði sagt um helgina að um einangrað at- vik hefði verið að ræða. Þessu mót- mælti Bob Crow, talsmaður samtaka lestarstarfsmanna, harðlega og sagði yfirlýsinguna „hneyksli“. Sagði hann að skoða þyrfti ástand braut- arteina járnbrautanna í Bretlandi einu sinni á dag, en ekki einu sinni í viku eins og nú er. Crow sagði að einn starfsmanna járnbrautanna hefði skrifað forstjór- um Railtrack fyrir þremur vikum og varað við ástandi brautarteina við Potters Bar. Hann hefði ekkert svar fengið. Hafði varað við ástandi brautar- teinanna London. AFP. FJÖRUTÍU og eitt prósent Breta væri tilbúið til að kasta breska pund- inu fyrir róða og taka upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil tólf Evr- ópusambandsríkja, ef þjóðarat- kvæðagreiðsla um þetta efni færi fram í dag. Þetta kemur fram í dagblaðinu The Daily Telegraph í gær en heim- ildin er sögð skoðanakönnun sem Tony Blair forsætisráðherra hefur látið gera um afstöðu almennings í Bretlandi. Myndu 55% Breta hins vegar greiða atkvæði gegn evru-að- ild ef haldin yrði þjóðaratkvæða- greiðsla nú. Segir í The Daily Tele- graph að fjöldi neikvæðra gæti valdið því, að áætlunum um að leggja málið bráðlega í dóm kjósenda, yrði skotið á frest. Hins vegar eru ráð- gjafar Blairs sagðir ánægðir með niðurstöðuna enda hafi andstaða við Evru-aðild aldrei mælst minni. 41% Breta vill evru London. AFP. NÆSTA víst er talið að Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, gegni embættinu áfram eftir þing- kosningarnar, sem fara fram á föstu- dag. Eina spurningin virðist sú, hvaða flokkur muni eiga samstarf við Fianna Fáil, flokk Aherns, eftir kosningarnar. Fianna Fáil hefur ráðið ríkjum á Írlandi frá árinu 1997 en í samstarfi við lítinn flokk, Framsækna demó- krataflokkinn (PD). Skoðanakann- anir benda til þess að Fianna Fáil muni fá á bilinu 43–51% í kosning- unum og vantar því ekki mikið upp á að flokkurinn fái hreinan meirihluta á þingi, en 84 þingmenn sitja á írska þinginu. Gæfist Ahern þá sá kostur að mynda ríkisstjórn einn síns liðs en eins flokks stjórn hefur ekki verið á Írlandi frá því 1989. Líklegast er þó talið að nokkur sæti muni vanta upp á, og að Fianna Fáil muni þurfa að ganga til sam- starfs við einhvern minni flokkanna. Spá flestir því að Ahern kjósi þá að halda áfram samstarfinu við Mary Harney og hennar flokk, PD. Í öllu falli, segir The Irish Times, bendir ekkert til að Fine Gael, sem er næst stærsti stjórnmálaflokkurinn á Ír- landi, takist að komast í þá stöðu að geta myndað ríkisstjórn en flokkur- inn var ásamt írska Verkamanna- flokknum við völd á Írlandi 1994–97. Ahern í lykilstöðu á Írlandi Utankjörfundaratkvæðagreiðsla. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitar- stjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 25. maí 2002 er hafin. Kosið er frá kl. 09:00 til 21:00 á skrifstofu emb- ættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæð, frá mánudegi til föstudags og milli kl. 14:00 og 17:00 á laugardögum og sunnudögum. Á kjördag er opið frá kl. 10:00 til 21:00. Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu á Dalvík er kosið milli kl. 09:00 og 15:00 frá mánudegi til föstudags. Kosið er hjá hreppstjórum í Grýtubakkahreppi og Grímsey eftir samkomulagi við þá. Sýslumaðurinn á Akureyri, 10. maí 2002, Björn Jósef Arnviðarson. ♦ ♦ ♦ KONA nokkur í Bretlandi var í gær dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir að koma ekki í veg fyrir, að dætur hennar tvær skrópuðu í skóla. Eru þær nú í umsjón eldri systur sinnar. Í Bretlandi er það mik- ið forgangsmál hjá stjórnvöld- um að koma í veg fyrir fjar- vistir í skólum og Tony Blair forsætisráðherra hefur jafnvel lagt til, að foreldrar skrópa- gemlinga verði sviptir barna- bótum. Fangelsi fyrir skróp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.