Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 33 s. Hefur mjög vel óttur, hót- r, fram- kvæmdastjóri Congress Reykjavík, sagði að vel hefði gengið að fá gisti- rými fyrir þá sem sækja fundinn heim. Talið er að þátttakendur á fundinum séu um 750 og blaðamenn sem fylgist með honum séu um 460. Lára sagði að þátttakendur á fund- inum væru á stærstu hótelum borg- arinnar, en blaðamenn væru á minni hótelum og gistiheimilum. Engin stór vandamál hefðu komið upp í sambandi við gistingu. Reynd- ar hefðu nokkrir nýir blaðamenn til- kynnt um þátttöku á síðustu stundu, en hægt hefði verið að koma á móts við óskir þeirra um gistingu m.a. vegna þess að aðrir hefðu hætt við. Lára sagði að gistirými í Reykja- vík væri meira og minna upppantað. Hún sagðist þó ekki telja að þeir ferðamenn sem komnir væru til landsins ættu í vandræðum með að fá gistingu þessa daga sem fundur- inn stæði yfir. Fjöldi lögreglumanna sinnir öryggisgæslu Gert er ráð fyrir að allt að 350 ís- lenskir lögreglumenn annist lög- gæslu og öryggisgæslu á meðan vorfundur utanríkisráðherra NATO stendur yfir. Eru þá ótaldir erlendir öryggisverðir sem hingað eru komnir. Sérstakt lokað öryggissvæði hef- ur verið afmarkað umhverfis fund- arstaðinn og aðra staði sem ráð- herrarnir koma saman á. Lögreglumenn eru ým- ist óvopnaðir eða vopn- aðir í samræmi við verk- efni hverju sinni en erlendir öryggisverðir bera vopn. Alls eru á annað hundrað manna vopnaðir, þar af tugir íslenskra lög- reglumanna. Aukið eftirlit er með flugi innan- lands vegna fundarins og hefur lög- reglan átt samstarf við Flugmála- stjórn, sem hefur haft uppi sérstakar öryggisráðstafanir í sam- vinnu við lögregluna og utanríkis- ráðuneytið. Takmarkanir eru t.d. á innanlandsflugi í Reykjavík fundar- dagana. Einkaflug færist til en ekki er gert ráð fyrir röskun á áætlana- flugi. Alls staðar á landinu er aukið eftirlit með flugi. Hagatorg hefur verður lokað al- mennri bílaumferð. Torginu verður lokað við Birkimel, Espimel, Forn- haga, Dunhaga og Neshaga. Auk þess er Fornhagi lokaður við Haga- borg og Neshagi lokaður við Furu- mel. Farþegar í innanlandsflugi í gegnum vopnaleit Mikil öryggisgæsla er í kringum fundinn. Í gærmorgun hófst vopna- leit á farþegum í innanlandsflugi vegna NATO-fundarins. Er vopna- leitin viðhöfð í innanlandsflugi fram til hádegis á fimmtudag. Allir far- þegar á Reykjavíkurflugvelli ganga í gegnum málmleitartæki. Á öllum flugvöllum landsins verður lög- regluvörður sem fylgist með flug- umferð og fer yfir farþegalista. Allt kennslu- og einkaflug í nágrenni Reykjavíkurflugvallar er bannað meðan á NATO-fundinum stendur. Í fjölmiðlamiðstöð sem sett hefur verið upp vegna fundarins í Tækni- garði Háskóla Íslands, hefur verið sett upp vinnuaðstaða með öllum nauðsynlegum tölvu- og tæknbún- aði fyrir 170 fréttamenn. Margir erlendu fréttamannanna sem ætla að fylgjast með fundinum voru komnir til landsins um helgina en flestir komu til landsins gær. Síð- degis í gær kom m.a. leiguflugvél frá Brussel með 126 fréttamenn innanborðs. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri hélt móttöku fyrir erlendu blaðamennina í fjöl- miðlamiðstöðinni í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli Mikill viðbúnaður var í gær á Keflavíkurflugvelli vegna ráðherra- fundarins. Þar voru við störf um 70 öryggisverðir, þar af um 30 lög- regluþjónar og sumir þeirra vopn- aðir. Gunnar Schram, aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagði að allt hefði gengið vel til þessa og ekkert óvænt komið upp á. Hann sagði að mjög hert vega- bréfsskoðun væri í gangi og eins er öflugt eftirlit með allri umferð að flugstöðinni. Allir far- þegar sem kæmu til landsins yrðu að sýna vegabréf, en þannig hef- ur það verið síðan 7. maí. Þá væri öflug vopnaleit í komusalnum þar sem farangur allra erlendra gesta væri gegnumlýstur. Gunnar sagði að afgreiðsla farþega gengi hægar fyrir sig en áður og þyrftu flugfar- þegar að sýna nokkra biðlund vegna þessa. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni í Reykjavík hafði í gær ekkert óvænt komið upp á í sambandi við öryggisgæslu með fundinum. Eng- ar vísbendingar höfðu borist til lög- reglu um að fólk hefðu lagt leið sína til landsins í þeim tilgangi að mót- mæla fundinum. kja og 27 samstarfsríkja verða á fundum í Reykjavík í dag og á morgun aður og sgæsla Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hélt móttöku á Kjarvalsstöðum fyrir gesti NATO-fundarins, sem komnir voru til landsins í gærkvöldi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti anríkisráðherra Grikklands, var léttur á brún s lenti á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld. Morgunblaðið/Júlíus n sjá um að gegnumlýsa farangur og leita að vopnum á farþegum í innanlandsflugi. erið að leita á farþegum sem voru á leið til Eyja um hádegisbilið í gær. Morgunblaðið/Júlíus Sett hefur verið upp um kílómetralöng öryggisgirðing umhverfis Hót- el Sögu og Háskólabíó vegna NATO-fundarins. Sérstakt lokað öryggissvæði hefur verið afmarkað tanrík- r utan- s- dag verði framtíð- n segist durinn egir að viss kilvægur ður rfsvett- gsins og ur end- seinna í l markar um við nt fyrir mikilvæg - bandalagsins eins og stækkun bandalagsins sem verður end- anlega ákveðin í Prag í haust. Þarna verða líka til umfjöllunar samskipti Nató og Evrópusam- bandsins og vaxandi samstarf Atl- antshafsbandalagsins við sam- starfsríki. Í þessu samhengi verða friðargæslumál rædd og m.a. ástandið á Balkanskaga. Framtíðarhlutverk Atlantshafs- bandalagsins verður einnig til um- fjöllunar. Það er ljóst að Nató hef- ur tekið gífurlegum breytingum og þær halda áfram. Baráttan gegn hryðjuverkum er orðin mjög mikilvæg og hlutverk Atlantshafs- bandalagsins hlýtur að vaxa í því samhengi. Þarna verða því mörg stór mál til umfjöllunar og enginn vafi á því að þessi fundur flokkast með þeim fundum sem teljast marka ákveðin tímamót.“ Undirbúningur gengið vel Halldór sagði að undirbúningur fundarins hefði gengið mjög vel. Hann skoðaði í gær fundaraðstöð- una og kvaðst telja að þeir sem komið hefðu að undirbúningi fund- arins hefðu unnið frábært starf. Aðstaðan væri mjög góð miðað við það að hér á landi væri ekki til nein ráðstefnuhöll. Vegna þessa hefði þurft að leggja í nokkurn kostnað við breytingar á húsnæði. Halldór mun eiga tvíhliða við- ræður við nokkra af utanrík- isráðherrunum. Hann mun m.a. ræða við bæði utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Í gær átti hann tvíhliðaviðræður við utanríkisráðherra Kanada. rímsson utanríkisráðherra um fund Atlantshafsbandalagsins Morgunblaðið/Golli George Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á Kjarvalsstöðum í gær. a verður umark- fundur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.