Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 33 s. Hefur mjög vel óttur, hót- r, fram- kvæmdastjóri Congress Reykjavík, sagði að vel hefði gengið að fá gisti- rými fyrir þá sem sækja fundinn heim. Talið er að þátttakendur á fundinum séu um 750 og blaðamenn sem fylgist með honum séu um 460. Lára sagði að þátttakendur á fund- inum væru á stærstu hótelum borg- arinnar, en blaðamenn væru á minni hótelum og gistiheimilum. Engin stór vandamál hefðu komið upp í sambandi við gistingu. Reynd- ar hefðu nokkrir nýir blaðamenn til- kynnt um þátttöku á síðustu stundu, en hægt hefði verið að koma á móts við óskir þeirra um gistingu m.a. vegna þess að aðrir hefðu hætt við. Lára sagði að gistirými í Reykja- vík væri meira og minna upppantað. Hún sagðist þó ekki telja að þeir ferðamenn sem komnir væru til landsins ættu í vandræðum með að fá gistingu þessa daga sem fundur- inn stæði yfir. Fjöldi lögreglumanna sinnir öryggisgæslu Gert er ráð fyrir að allt að 350 ís- lenskir lögreglumenn annist lög- gæslu og öryggisgæslu á meðan vorfundur utanríkisráðherra NATO stendur yfir. Eru þá ótaldir erlendir öryggisverðir sem hingað eru komnir. Sérstakt lokað öryggissvæði hef- ur verið afmarkað umhverfis fund- arstaðinn og aðra staði sem ráð- herrarnir koma saman á. Lögreglumenn eru ým- ist óvopnaðir eða vopn- aðir í samræmi við verk- efni hverju sinni en erlendir öryggisverðir bera vopn. Alls eru á annað hundrað manna vopnaðir, þar af tugir íslenskra lög- reglumanna. Aukið eftirlit er með flugi innan- lands vegna fundarins og hefur lög- reglan átt samstarf við Flugmála- stjórn, sem hefur haft uppi sérstakar öryggisráðstafanir í sam- vinnu við lögregluna og utanríkis- ráðuneytið. Takmarkanir eru t.d. á innanlandsflugi í Reykjavík fundar- dagana. Einkaflug færist til en ekki er gert ráð fyrir röskun á áætlana- flugi. Alls staðar á landinu er aukið eftirlit með flugi. Hagatorg hefur verður lokað al- mennri bílaumferð. Torginu verður lokað við Birkimel, Espimel, Forn- haga, Dunhaga og Neshaga. Auk þess er Fornhagi lokaður við Haga- borg og Neshagi lokaður við Furu- mel. Farþegar í innanlandsflugi í gegnum vopnaleit Mikil öryggisgæsla er í kringum fundinn. Í gærmorgun hófst vopna- leit á farþegum í innanlandsflugi vegna NATO-fundarins. Er vopna- leitin viðhöfð í innanlandsflugi fram til hádegis á fimmtudag. Allir far- þegar á Reykjavíkurflugvelli ganga í gegnum málmleitartæki. Á öllum flugvöllum landsins verður lög- regluvörður sem fylgist með flug- umferð og fer yfir farþegalista. Allt kennslu- og einkaflug í nágrenni Reykjavíkurflugvallar er bannað meðan á NATO-fundinum stendur. Í fjölmiðlamiðstöð sem sett hefur verið upp vegna fundarins í Tækni- garði Háskóla Íslands, hefur verið sett upp vinnuaðstaða með öllum nauðsynlegum tölvu- og tæknbún- aði fyrir 170 fréttamenn. Margir erlendu fréttamannanna sem ætla að fylgjast með fundinum voru komnir til landsins um helgina en flestir komu til landsins gær. Síð- degis í gær kom m.a. leiguflugvél frá Brussel með 126 fréttamenn innanborðs. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri hélt móttöku fyrir erlendu blaðamennina í fjöl- miðlamiðstöðinni í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli Mikill viðbúnaður var í gær á Keflavíkurflugvelli vegna ráðherra- fundarins. Þar voru við störf um 70 öryggisverðir, þar af um 30 lög- regluþjónar og sumir þeirra vopn- aðir. Gunnar Schram, aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagði að allt hefði gengið vel til þessa og ekkert óvænt komið upp á. Hann sagði að mjög hert vega- bréfsskoðun væri í gangi og eins er öflugt eftirlit með allri umferð að flugstöðinni. Allir far- þegar sem kæmu til landsins yrðu að sýna vegabréf, en þannig hef- ur það verið síðan 7. maí. Þá væri öflug vopnaleit í komusalnum þar sem farangur allra erlendra gesta væri gegnumlýstur. Gunnar sagði að afgreiðsla farþega gengi hægar fyrir sig en áður og þyrftu flugfar- þegar að sýna nokkra biðlund vegna þessa. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni í Reykjavík hafði í gær ekkert óvænt komið upp á í sambandi við öryggisgæslu með fundinum. Eng- ar vísbendingar höfðu borist til lög- reglu um að fólk hefðu lagt leið sína til landsins í þeim tilgangi að mót- mæla fundinum. kja og 27 samstarfsríkja verða á fundum í Reykjavík í dag og á morgun aður og sgæsla Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hélt móttöku á Kjarvalsstöðum fyrir gesti NATO-fundarins, sem komnir voru til landsins í gærkvöldi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti anríkisráðherra Grikklands, var léttur á brún s lenti á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld. Morgunblaðið/Júlíus n sjá um að gegnumlýsa farangur og leita að vopnum á farþegum í innanlandsflugi. erið að leita á farþegum sem voru á leið til Eyja um hádegisbilið í gær. Morgunblaðið/Júlíus Sett hefur verið upp um kílómetralöng öryggisgirðing umhverfis Hót- el Sögu og Háskólabíó vegna NATO-fundarins. Sérstakt lokað öryggissvæði hefur verið afmarkað tanrík- r utan- s- dag verði framtíð- n segist durinn egir að viss kilvægur ður rfsvett- gsins og ur end- seinna í l markar um við nt fyrir mikilvæg - bandalagsins eins og stækkun bandalagsins sem verður end- anlega ákveðin í Prag í haust. Þarna verða líka til umfjöllunar samskipti Nató og Evrópusam- bandsins og vaxandi samstarf Atl- antshafsbandalagsins við sam- starfsríki. Í þessu samhengi verða friðargæslumál rædd og m.a. ástandið á Balkanskaga. Framtíðarhlutverk Atlantshafs- bandalagsins verður einnig til um- fjöllunar. Það er ljóst að Nató hef- ur tekið gífurlegum breytingum og þær halda áfram. Baráttan gegn hryðjuverkum er orðin mjög mikilvæg og hlutverk Atlantshafs- bandalagsins hlýtur að vaxa í því samhengi. Þarna verða því mörg stór mál til umfjöllunar og enginn vafi á því að þessi fundur flokkast með þeim fundum sem teljast marka ákveðin tímamót.“ Undirbúningur gengið vel Halldór sagði að undirbúningur fundarins hefði gengið mjög vel. Hann skoðaði í gær fundaraðstöð- una og kvaðst telja að þeir sem komið hefðu að undirbúningi fund- arins hefðu unnið frábært starf. Aðstaðan væri mjög góð miðað við það að hér á landi væri ekki til nein ráðstefnuhöll. Vegna þessa hefði þurft að leggja í nokkurn kostnað við breytingar á húsnæði. Halldór mun eiga tvíhliða við- ræður við nokkra af utanrík- isráðherrunum. Hann mun m.a. ræða við bæði utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Í gær átti hann tvíhliðaviðræður við utanríkisráðherra Kanada. rímsson utanríkisráðherra um fund Atlantshafsbandalagsins Morgunblaðið/Golli George Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á Kjarvalsstöðum í gær. a verður umark- fundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.