Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Utanríkisráðherrar Atl-antshafsbandalagsríkj-anna og nokkurra sam-starfsríkja bandalagsins
komu ásamt fjölmennum sendi-
nefndum til landsins síðdegis í gær
og í gærkvöldi til að sitja utanrík-
isráðherrafund sem hefst í dag í Há-
skólabíói. Í dag er von á fleiri utan-
ríkisráðherrum samstarfslanda
bandalagsins þ.á m. Igor Ivanov, ut-
anríkisráðherra Rússlands, sem
væntanlegur er til landsins skömmu
fyrir hádegi.
Í gærkvöldi fengust þær upplýs-
ingar að allir utanríkisráðherrar
NATO-ríkjanna 19 og 27 samstarfs-
landa þess hefðu staðfest komu sína
á fundinn í gær.
Auk utanríkisráðherra 19 NATO-
ríkja og 27 samstarfsríkja banda-
lagsins eru George Robertson lá-
varður, aðalframkvæmdastjóri
NATO, og Javier Solana, utanrík-
ismálastjóri Evrópusambandsins,
meðal fulltrúa sem sitja fundinn.
Alls er von á talsvert á annað þús-
und gestum til landsins vegna fund-
arins, þ.á m. hundruðum starfs-
manna erlendra fjölmiðla. Meðal
utanríkisráðherra sem fyrstir komu
til landsins í gær er Bill Graham, ut-
anríkisráðherra Kanada, sem átti
síðdegis fund með Halldóri Ás-
grímssyni utanríkisráðherra. Á
fundinum ræddu ráðherrarnir m.a.
um framhald samningaviðræðna
um fríverslunarsamning milli Kan-
ada og EFTA-ríkjanna og málefni
Norðurskautsráðsins, skv. upplýs-
ingum utanríkisráðuneytisins.
Robertson lávarður og Jozias van
Aartsen, utanríkisráðherra Hol-
lands, komu saman til landsins í
einkaflugvél sem lenti í Keflavík á
áttunda tímanum í gærkvöldi.
Skömmu síðar var von á einkþotu
Silvio Berlusconi, forsætis- og utan-
ríkisráðherra Ítalíu, í Keflavík og
um svipað leyti lentu flugvélar Jack
Straw, utanríkisráðherra Bret-
lands, og George Papandreou, utan-
ríkisráðherra Grikklands, á Reykja-
víkurflugvelli. Þá var
von á Dominique de Vill-
epin, hinum nýskipaða
utanríkisráðherra
Frakklands, skömmu
síðar og gert var ráð
fyrir að Colin Powell, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
kæmi til Keflavíkur um kl. 23 í gær-
kvöldi.
Móttaka á Kjarvalsstöðum
Í gærkvöldi bauð Halldór Ás-
grímsson ráðherrum og háttsettum
embættismönnum sem komnir voru
til landsins til móttöku á Kjarvals-
stöðum.
Aðrir utanríkisráðherrar aðildar-
landa Atlantshafsbandalagsins sem
sitja fundinn í Reykjavík eru Louis
Michel frá Belgíu, Janos Martonyi,
Ungverjalandi, Jan Kavan, Tékk-
landi, Per Stig Möller, Danmörku,
Joschka Fischer, Þýskalandi, Lydie
Poffer, Lúxemborg, Jan Petersen,
Noregi, Wlodzimierz Cimoszewick,
Póllandi, Andronio Martins da
Cruz, Portúgal, Josep Pique i
Camps, Spáni, og Ismail Cem,
Tyrklandi.
Nokkrir ráðherrar samstarfsríkj-
anna voru þegar komnir til landsins
í gær, en flestir munu þó vera vænt-
anlegir í dag. Meðal ráðherra í þess-
um hópi eru utanríkisráðherrar
Eystrasaltsríkjanna, Antanas Val-
ionis frá Litháen, Indulis Berzins
Lettlandi og Toomas Hendrik Ilves
Eistlandi. Meðal annarra ráðherra
samstarfsríkja eru Tonino Picula
frá Króatíu, Vartan Oskanian,
Armeníu, Mikhail M. Khvostov,
Bélarus, Irakli Menagarishvili,
Georgíu, Brian Cowen, Írlandi,
Muratbek Imanaliev, Kirgisistan,
Nicolae Dudau, Moldóvu, Mircea
Dan Geoana, Rúmeníu, Tolbak Naz-
arov, Tadsjikistan, Erkki Tuomioja,
Finnlandi og Anna Lindh, Svíþjóð.
Dagskrá hefst með vorfundi
utanríkisráðherra NATO
Dagskrá ráðherrafundarins hefst
með árlegum vorfundi utanríkisráð-
herra Atlantshafsbandalagsríkj-
anna í aðalsal Háskólabíós kl. 8:30.
Hefst fundurinn á því að Robertson
lávarður og Halldór Ásgrímsson
flytja ávörp. Kl. 15:30 er svo utan-
ríkisráðherrafundur á samstarfs-
vettvangi NATO og Rússlands í Há-
skólabíói og síðdegis eða kl. 18:15
hefst sameiginlegur utarníkisráð-
herrafundur NATO og Evrópusam-
bandsins, en hann er haldinn í
íþróttahúsi Hagaskóla. Haldnir
verða fréttamannafundir í lok hvers
ráðherrafundar.
Á morgun hefst dagskráin með
hringborðsfundi í Evró-Atlants-
hafsráðinu (EAPC) kl. 9:15 í
íþróttahúsi Hagaskóla. Búist er við
að allir 46 utanríkisráðherrar
NATO-ríkja og samstarfslanda
þess muni sitja þann fund ásamt
fulltrúum úr sendinefnd
hvers ríkis eða alls um
150 manns. Fimmti og
síðasti utarníkisráð-
herrafundurinn er svo
fundur í samstarfsnefnd
NATO og Úkraínu, sem
hefst kl. 15:15, á morgun í Háskóla-
bíói. Auk formlegra ráðherrafunda
er gert ráð fyrir að fram fari tví-
hliðafundir utanríkisráðherra ein-
stakra landa.
Gengið hefur vel að
útvega gistirými
Radisson SAS Hótel Saga er full-
bókuð vegna utanríkisráðherra-
fundarins. Þar verður einnig að-
staða fyrir tvíhliða ráðherrafundi og
skrifstofusaðstaða fyrir starfs-
menn. Hótelið er innan hins afgirta
öryggissvæðis og dvelja ekki aðrir
gestir á hótelinu en sem hér eru
vegna ráðherrarfundarin
undirbúningurinn gengið
að sögn Hrannar Greipsdó
elstjóra.
Lára B. Pétursdóttir
Utanríkisráðherrar 19 NATO-rík
Mikill viðbúna
ströng öryggis
Fundir utanríkisráðherra 19 aðildarþjóða
Atlantshafsbandalagsins og 27 samstarfs-
ríkja þess hefjast í Háskólabíói í dag.
Fjöldi ráðherra og sendinefnda kom til
landsins í gær og í dag er von á fleiri
ráðherrum til landsins. Allir ráðherrar
ríkjanna 46 hafa staðfest þátttöku sína.
Umfangsmikill viðbúnaður var við
komu ráðherranna og ströng
öryggisgæsla er á fundarsvæðinu.
George Papandreou, uta
í gær en flugvél han
Vopnaðir lögreglumenn
Hér er ve
Yfir þúsund
gestir vænt-
anlegir til
landsins
HALLDÓR Ásgrímsson ut
isráðherra segir að fundur
ríkisráðherra Atlantshafs
bandalagsins sem hefst í d
stefnumarkandi um ýmis f
armál bandalagsins. Hann
gera sér vonir um að fund
verði árangursríkur og se
líkur séu á að hann marki
tímamót.
„Þetta verður mjög mik
fundur. Þarna verður lagð
grunnur að nýjum samsta
vangi Atlantshafsbandala
Rússlands sem síðan verðu
anlega staðfestur á Ítalíu s
þessum mánuði. Þetta mál
mikil tímamót í samskiptu
Rússa og er mjög táknræn
breytta stöðu heimsmála.
Í öðru lagi verða rædd m
framtíðarmál Atlantshafs
Halldór Ásgr
Þetta
stefnu
andi f
MIKILVÆG MÁL Á
DAGSKRÁ Í REYKJAVÍK
Ýmis mikilvæg mál verða á dag-skrá utanríkisráðherrafundaAtlantshafsbandalagsins
(NATO) og samstarfsríkja þess, sem
haldnir verða hér á landi í dag og á
morgun. Þar ber þrjú mál hæst;
breytingar á bandalaginu til að það
verði betur í stakk búið til að mæta
hryðjuverkaógninni, stofnun nýs
samstarfsráðs með Rússlandi og
frekari stækkun NATO til austurs.
Í öllum þessum málum hafa skap-
azt nýjar forsendur eftir hryðju-
verkaárásina á Bandaríkin 11. sept-
ember í fyrra. Lengi hefur verið um
það rætt innan NATO að viðbúnaður
og skipulag bandalagsins þurfi m.a.
að taka mið af ógninni af hryðjuverk-
um. Árásin á Washington og New
York sýndi að sú ógn er áþreifanleg
og nærtæk og NATO-ríkin verða að
taka hana jafnalvarlega og þá hern-
aðarógn, sem þau vígbjuggust gegn í
kalda stríðinu. Margar mikilvægar
spurningar liggja því fyrir ráða-
mönnum NATO á fundum þeirra í
Reykjavík þótt ekki sé víst að svör
finnist við þeim öllum.
Gert er ráð fyrir að í Reykjavík
verði gengið efnislega frá samningi
um nýjan samráðsvettvang NATO og
Rússlands, sem veita mun Rússum
áhrif á mótun stefnu NATO um m.a.
varnir gegn hryðjuverkum, hömlur
við útbreiðslu kjarnorkuvopna, eld-
flaugavarnir, friðargæzlu og afvopn-
unarmál. Rússland fær þó ekki neit-
unarvald í neinum málum og gert er
ráð fyrir að náist ekkert samkomu-
lag, geti hvor aðili um sig farið sínu
fram.
Ekki er við því að búast að Rúss-
land og NATO-ríkin verði sammála
um alla hluti í þessu nýja samstarfi.
Engu að síður er hér stigið mikil-
vægt skref. Tortryggni Rússa í garð
NATO var mikil lengi eftir að kalda
stríðinu lauk. Afstaða þeirra til
bandalagsins og áforma um stækkun
þess til austurs stóð að sumu leyti í
vegi fyrir því að hægt yrði að leita
framtíðarlausna til að tryggja stöð-
ugleika og frið í Evrópu. Erfiðleikar
komu upp í samskiptunum við Rússa
vegna átakanna á Balkanskaga og
loftárása NATO á Júgóslavíu, en
mikil umskipti urðu eftir hryðju-
verkaárásirnar í fyrra. Rússar hafa
allar götur síðan veitt Bandaríkjun-
um og bandamönnum þeirra í NATO
eindreginn stuðning í baráttunni
gegn hryðjuverkamönnum, sem þeir
heyja jafnframt sjálfir á heimavelli.
Sú tilfinning, að báðir eigi í höggi við
sameiginlegan óvin, hefur sömuleiðis
stuðlað að því að snúa almennings-
álitinu í Rússlandi til fylgis við nán-
ara samstarf við Vesturlönd. Þetta
er mikilvæg breyting, þótt hún megi
ekki leiða til þess að NATO-ríkin
samþykki gagnrýnislaust allar að-
gerðir Rússa sem beinast gegn
meintum hryðjuverkamönnum, t.d. í
Tsjetsjníu.
Nýtt afvopnunarsamkomulag
Bandaríkjanna og Rússlands, sem
opinberað var í gær, er til marks um
batnandi samstarf og mun án efa
stuðla að góðum anda á fundum ráð-
herra NATO og Ívanovs utanríkis-
ráðherra Rússlands hér í Reykjavík.
Það er ánægjulegt að í Reykjavík
skuli lagður grunnur að nýju og von-
andi farsælu samstarfi NATO og
Rússlands, ekki sízt í ljósi þess að á
Reykjavíkurfundi Reagans og Gorb-
atsjovs fyrir sextán árum var búið í
haginn fyrir víðtæka afvopnunar-
samninga Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna og endalok kalda stríðsins.
Það er vissulega jákvætt ef nafn
Reykjavíkur tengist enn nánar um-
ræðum um alþjóðlega viðleitni til að
skapa frið og stöðugleika í heimin-
um.
Hvað stækkun NATO varðar, er
ekki við því að búast að formlegar
ákvarðanir verði teknar á fundunum
í Reykjavík en gera má ráð fyrir að
farið verði yfir hvernig þau ríki, sem
sótt hafa um aðild að bandalaginu,
eru á vegi stödd við að uppfylla inn-
tökuskilyrðin, bæði hvað varðar
hernaðarlega getu en ekki síður á
sviði lýðræðislegra umbóta. Einhver
þeirra munu svo fá boð um aðildar-
viðræður á leiðtogafundi NATO í
Prag í haust. Eystrasaltsríkin þrjú,
Eistland, Lettland og Litháen,
ásamt Slóveníu og Slóvakíu eru talin
eiga góða möguleika á NATO-aðild á
næstu misserum, en staða Rúmeníu
og Búlgaríu er meira álitamál.
Bætt samskipti við Rússland hafa í
för með sér að aðild Eystrasaltsríkj-
anna að Atlantshafsbandalaginu er
nú raunhæfur möguleiki. Það er sér-
stakt fagnaðarefni fyrir Íslendinga,
sem hafa alla tíð stutt baráttu
Eystrasaltsríkjanna fyrir sjálfstæði
og viðleitni þeirra til að verða full-
gildir aðilar að samfélagi vestrænna
lýðræðisríkja með aðild að NATO og
Evrópusambandinu.
Atburðirnir 11. september 2001
hafa einnig flýtt fyrir þróuninni hvað
varðar stækkun NATO. Aðildarríkj-
um NATO, ekki sízt Bandaríkjunum,
er mikið í mun að stækka bandalagið
til að eignast nýja og öfluga banda-
menn í baráttunni gegn hryðjuverk-
um og stuðla að útbreiðslu stöðug-
leika, sem byggist á lýðræðislegu
þjóðskipulagi og öflugum vörnum.
Fundir NATO og samstarfsríkja
bandalagsins eru umfangsmestu al-
þjóðlegu fundir, sem haldnir hafa
verið hér á landi. Mörgum þykir nóg
um umstangið og kostnaðinn og
ströng öryggisgæzla, sem jafnan
þykir nauðsynleg við slíka fundi, hef-
ur jafnvel skotið einhverjum íbúum í
Vesturbæ Reykjavíkur skelk í
bringu. Ótti við slíkar öryggisráð-
stafanir er þó ástæðulaus, enda afar
ólíklegt að nokkrar þær uppákomur
verði í kringum fundina, sem ógni ör-
yggi almennra borgara.
Þvert á móti ættum við að hafa í
huga að fundirnir eru haldnir í þágu
öryggis og friðar á alþjóðlegum vett-
vangi. Það er átak fyrir agnarlítið
ríki eins og Ísland að vera gestgjafi
við slíkt tækifæri, en engu að síður
nauðsynlegt til að undirstrika virka
þátttöku okkar í samstarfi lýðræð-
isríkja, sem hefur tryggt okkur frið
og farsæld undanfarna fimm áratugi
og styrkt stöðu okkar í samfélagi
þjóðanna.