Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN fékk nýlega við- urkenningu alþjóðasamtaka versl- anamiðstöðva, ICSC, fyrir auglýs- ingaherferð. Um var að ræða herferð sem ráðist var í á síðast- liðnu ári, sem hafði það markmið að sýna sérstöðu Kringlunnar í ljósi þeirrar auknu samkeppni sem þá var væntanleg. Þetta er í annað skiptið sem Kringlan hlýt- ur viðurkenningu ICSC en á síð- asta ári hlaut Kringlan svonefnd byggingaverðlaun samtakanna fyrir hvernig til þótti hafa tekist með viðbyggingu hennar. Afhending viðurkenning- arinnar að þessu sinni fór fram á árlegri ráðstefnu ICSC í Monte Carlo og tók Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, við henni. Hann segir ánægjulegt hvað Kringlan hafi vakið mikla athygli fyrir frammistöðu, en auglýsingaherferðin hafi verið að keppa við herferðir fjölmargra verslanamiðstöðva víðs vegar að úr heiminum. Útlit, hönnun og uppsetning auglýsingaherferð- arinnar, annars vegar, og árang- ur hennar, hins vegar, séu þau atriði sem tekið sé tillit til við val á verðlaunahöfum í þessari sam- keppni ICSC. „Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur aðsóknin að Kringlunni verið innan við 3% minni en á sama tímabili í fyrra, þrátt fyrir aukna samkeppni og almennan samdrátt í neyslu,“ segir Örn. „Þá hefur viðhorf fólks til Kringlunnar breyst mik- ið. Við gerðum könnun á viðhorfi fólks áður en auglýsinga- herferðin hófst. Niðurstaða henn- ar var á þann veg að um 53% að- spurðra líkaði mjög við Kringluna. Sams konar könnun var síðan gerð í lok nóvember á síðasta ári, eftir að auglýsinga- herferðin hafði staðið yfir í nokk- urn tíma, og þá hafði þeim sem líkaði mjög vel við Kringluna fjölgað í 75%. Árangurinn af aug- lýsingaherferðinni er því aug- ljós.“ Að sögn Arnar er versl- unarrými Kringlunnar nánast allt í útleigu. Hann segir að viðræður standi yfir um það eina rými sem ekki hafi verið skrifað undir samning um útleigu á. Þá séu vissir aðilar á biðlista sem vilji komast inn. Kringlan hlýtur viðurkenn- ingu fyrir auglýsingaherferð Morgunblaðið/Ásdís Guðrún Norðfjörð frá Íslensku auglýsingastofunni, Ívar Sigurjónsson, markaðsstjóri Kringlunnar, og Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, með viðurkenningu alþjóðasamtaka verslanamiðstöðva, ICSC. HUGBÚNAÐUR sem byggir á land- fræðilegum staðsetningum fyrir far- síma frá upplýsingatæknifyrirtæk- inu Landmati hefur vakið athygli í Asíu og var m.a. til umfjöllunar í morgunþætti sjónvarpsstöðvar CNN í gærmorgun. Landmat þróar sérhæfð upplýs- ingakerfi sem byggja á staðsetning- um og byggir upp og hýsir gagna- grunna með samþættu landupplýsinga- og margmiðlunar- efni. Geir Oddsson, framkvæmda- stjóri hjá Landmati, segir að vaxtar- broddurinn í farsímanotkun sé hverskonar virðisaukandi þjónusta og þróun í slíkri þjónustu hefur verið mjög hröð. „Við höfum hannað og selt slíkan hugbúnað til símfélaga víða um heim, einkum í Evrópu og Asíu. Það hefur sýnt sig að þjónusta af þessu tagi skilar góðum tekjuauka fyrir símfélögin. Hjá meðalstóru sím- félagi, með um eina milljón notendur, getur þessi þjónusta skilað um 20 milljóna króna tekjum á mánuði.“ Landmat er með söluskrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi og Singa- pore. Í þætti CNN í gærmorgun var rætt við framkvæmdastjóra skrif- stofu Landmats International í Singapore og fyrst og fremst fjallað um stefnumótahugbúnað fyrir far- síma, DateTrak (Trak-U-Mate í As- íu), sem Landmat hefur hannað og hefur nú verið tekin í notkun hjá ind- verska símafélaginu Barthi (AirTel). „Stefnumótaleikurinn er einkum markaðssettur fyrir símnotendur á aldrinum 15 til 25 ára. Notendur gefa upp hverskonar upplýsingar um sjálfa sig, svo sem aldur, kyn og áhugamál, og kerfið leitar síðan að heppilegu stefnumóti fyrir notand- ann. Inn í kerfið er síðan byggt spjall- kerfi og þannig geta notendur skipst á frekari upplýsingum. Hugbúnaður- inn byggist á landfræðilegri stað- setningu og þannig er leitað að sam- svörun á tilteknu svæði. Við höfum boðið þessa þjónustu hér heima, bæði hjá Íslandssíma og Tali, en einnig selt hana víða um heim. Nú í maí var byrjað að bjóða þessa þjónustu í Indlandi. Hvergi í heiminum er eins mikill vöxtur í far- símaeign og í Indlandi. Þó að mark- aðurinn sé tiltölulega lítill í dag, eða um 6 milljónir notenda, þá er gert ráð fyrir að notendur verði orðnir 10 milljónir í árslok. Það hefur geysilega mikla þýðingu fyrir okkur að fá umfjöllun hjá CNN, í þætti á besta tíma sem milljónir manna um allan heim horfa á. Þetta er ómetanlega kynning fyrir fyrir- tæki eins og okkar, enda nær hún til mjög breiðs og mikilvægs markhóps og sýnir að við erum að gera eftir- tektarverða hluti.“ Stjörnuspáin í farsímann Geir segir að Landmat hafi einnig boðið aðra virðisaukandi þjónustu fyrir farsíma. „Meðal annars er stjörnuspárleikur sem heitir Star- Trak sem unninn er í samstarfi við stjörnuspár fyrirtækiðTelenstar. Þar er um að ræða stjörnuspá sem sím- notandi getur fengið senda í farsím- ann sinn, sem byggð er á upplýsing- um um notandann sjálfann. Þarna er vissulega um leik að ræða en rann- sóknir sýna að stjörnuspá er eitt vin- sælasta efnið á Netinu, einkum meðal kvenna. Þetta er því mjög áhuga- verður markaður fyrir farsímafyrir- tækin. Ennfremur höfum við boðið hug- búnað sem heitir TravelTrak en þá fá farsímanotendur sendar upplýsingar frá TimeOut Guides um afþreyingu í um 70 borgum í heiminum, til dæmis upplýsingar um veitingastaði, hótel og viðburði. Þessari þjónustu, sem einnig byggist á landfræðilegri stað- setningu, verður m.a. hleypt af stokkunum hjá einu stærsta farsíma- félagi í Evrópu innan nokkurra vikna. TravelTrak er nokkuð frá- brugðin hinum, þar sem ekki er um hreina afþreyingu að ræða, heldur er verið að miðla ýmsum gagnlegum upplýsingum.“ Hugbúnaður frá Land- mati vekur athygli í Asíu NM Pharma ehf., dótturfyrirtæki Delta, setti í gær á markað lyfið Euthyrox sem inniheldur skjald- kirtilshormónið levótýroxín natríum og er notað gegn vanstarfsemi í skjaldkirtli. Í fréttatilkyningu frá fyrirtækinu segir að ætla megi að 4–5.000 manns þjáist að jafnaði af vanstarfsemi í skjaldkirtli hér á landi. Um síðustu áramót var eina lyfið sem innihélt levótýrokíum natríum hér á landi, Thyroxin-Natrium, af- skráð af íslenskum lyfjamarkaði, og fékkst einungis afgreitt gegn und- anþágu. Segir í tilkynningu NM Pharma að markaðssetningu Euthyrox hafi verið flýtt verulega þegar Thyroxin-Natrium hafi farið af markaði, til að bregðast mætti við eftirspurn eftir lyfinu. Mikill kostur sé fyrir lækna, sjúklinga og apótek að nýtt lyf gegn vanstarf- semi í skjaldkirtli skuli vera komið á markað því afgreiðsla sé flókin og tímafrek á lyfi sem sé á undanþágu- lyfseðli. Að sögn Ara Jóhannessonar, sér- fræðings í lyflækningum, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Land- spítala - Háskólasjúkrahúsi, skap- aðist mikið óvissuástand, bæði með- al lækna og þeirra sem þurftu á lyfinu að halda, þegar ljóst var að lyfið væri ófáanlegt. Hann segir að notkun þess hafi aukist verulega síðastliðinn áratug. Fræðslufundur um skaldkirtilssjúkdóma Af þessu tilefni hélt Delta, ásamt Félagi um innkirtlafræði, fræðslu- fund fyrir alla heimilis- og lyflækna um skjaldkirtilssjúkdóma í Smára- bíói í Smáralind 8. maí sl. Aðalfyrirlesari fundarins var dr. Toft, lyflæknir við The Royal In- firmary of Edinburgh og fyrrver- andi forseti konunglega lækna- félagsins í Edinborg (The Royal College of Physicians), en hann er sérstaklega þekktur fyrir rannsókn- ir sínar á skjaldkirtilssjúkdómum. Greindi dr. Toft m.a. frá niðurstöð- um ýmissa rannsókna á vanstarf- semi í skjaldkirtli og áhrifaríkri notkun á skjaldkirtilshormóninu levótýroxín natríum. Lyf gegn vanstarf- semi í skjaldkirtli JAPANIR eru sakaðir um að bjóða vanþróuðum ríkjum þróunaraðstoð í skiptum fyrir atkvæði þeirra í Al- þjóðahvalveiðiráðinu til að hnekkja banni við hvalveiðum í atvinnu- skyni. Talið er líklegt að tillaga um afnám bannsins verði samþykkt á ársfundi ráðsins hefst í Japan 20. maí nk. Smáríkin Grænhöfðaeyjar og Benín gengu nýverið í Alþjóðahval- veiðiráðið, örfáum dögum eftir að japanskir ráðamenn höfðu spáð því að banni við hvalveiðum frá árinu 1986, yrði hnekkt á ársfundi ráðsins í Japan. Japanir hafa á undanförn- um árum veitt háum fjárhæðum til þróunaraðstoðar til smárra og vanþróaðra ríkja, sem sum hver hafa gengið í Alþjóðahvalveiðiráðið og stutt við bakið á þeim þjóðum sem vilja hefja hvalveiðar að nýju. Japanir hafa barist ötullega fyrir af- námi hvalveiðibannsins en ráðið hefur til þessa ætíð hafnað tillögum þeirra. Nú eru hinsvegar töluverðar líkur á því að banninu verði aflétt á fundi ráðsins í Japan en alls þarf samþykki ¾ aðildarríkjanna til að hnekkja banninu. Talið er að 38 þjóðir innan Aþjóðahvalveiðiráðsins muni lýsa sig fylgjandi hvalveiðum á fundi ráðsins í Japan en 26 á móti. Líkur á af- námi hval- veiðibanns BRESKA lágfargjaldaflugfélagið EasyJet og British Airways hafa skrifað undir samkomulag um skil- yrði fyrir yfirtöku EasyJet á flug- félaginu Deutsche BA, dótturfélagi British Airways, sem rekið hefur verið með tapi. Greint var frá þessu í tilkynningu á heimasíðu EasyJet í síðustu viku. Í tilkynningunni kemur fram að skrif- að hafi verið undir samkomulag þess efnis að EasyJet yfirtaki DBA á tímabilinu til 31. mars á næsta ári, með möguleika á framlengingu til 3. júlí. Kauprétturinn miðist við greiðslu upp á 5 milljónir evra við undirskrift og 600 þúsund evrur á mánuði þar til kaupin hefðu að fullu farið fram. Segir í tilkynningu Ea- syJet að stefnt sé að því að ganga frá yfirtökunni fyrir 30. júní næstkom- andi. Í frétt í Financial Times segir að forráðamenn British Airways meti samninginn við EasyJet á bilinu 30- 46 milljónir evra, jafnvirði um 2,6-3,9 milljarða íslenskra króna, eftir því hvenær gengið verður frá kaupun- um. Stutt er síðan sagt var frá því að viðræður hefðu farið fram um hugs- anlega yfirtöku EasyJet á breska lágfargjaldaflugfélaginu Go. Við samruna þeirra myndi verða til stærsta lágfargjaldaflugfélagið í Evrópu en hið írska Ryanair er nú stærst þeirra. Haft er eftir Ray Webster, framkvæmdastjóra Ea- syJet, í FT að hann sé sannfærður um að viðræðum um yfirtöku Easy- Jet á Go muni ljúka fljótlega. Bar- bara Sassani, framkvæmdastjóri Go, er hins vegar sögð andvíg yfirtök- unni. Forráðamenn Lufthansa með áhyggjur DBA er næststærsta flugfélagið í Þýskalandi, næst á eftir Lufthansa, og er eingöngu í innanlandsflugi. Forráðamenn Lufthansa höfðu gefið í skyn að til stæði að félagið myndi setja á fót sitt eigið lágfargjaldaflug- félag. Fyrir tæpum þremur vikum sagði Jürgen Weber framkvæmda- stjóri félagsins hins vegar að af því yrði ekki. Lufthansa myndi einbeita sér að þeirri starfsemi sem það hefur verið í. Í frétt FT segir að yfirtaka EasyJet á DBA og hugsanlegur samruni EasyJet og Go valdi for- ráðamönnum Lufthansa hins vegar miklum áhyggjum. EasyJet stefnir að yfirtöku á Deutsche BA ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.