Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ A B X / S ÍA Ármúli 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins boðar til sjóðfélaga- fundar í Hvammi, Grand Hóteli, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 17.15. Frjálsa lífeyrissjóðnum Til sjóðfélaga og rétthafa í Dagskrá: 1. Sameining Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Einingar 2. Samþykktabreytingar 3. Kosning stjórnar Sérstakur kynningarfundur, þar sem farið verður ítarlega í atriði sem tengjast sameiningu sjóðanna, verður haldinn í Geysi, fundarsal Kaupþings á 4. hæð í Ármúla 13, fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 17.15. Fyrirhugaðar samþykktabreytingar munu liggja frammi á skrifstofu Kaupþings 2. vikum fyrir sjóðfélagafund. Allir sjóðfélagar og rétthafar í Frjálsa lífeyrissjóðnum eru hvattir til að mæta á báða fundina. Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. BÁTASMIÐJAN Knörr ehf. á Akranesi afhenti nýverið Jónasi Ragnarssyn útgerðarmanni nýjan bát af gerðinni Knerrir og hefur báturinn hlotið nafnið Gunna ÍS. Um er að ræða 8 metra langan bát, með 420 hestafla vél af Yan- mar-gerð. Ganghraði bátsins er 30 sjómílur. Báturinn tekur 6 fiskikör í lest og er áætluð burð- argeta a.m.k. um 6 tonn af fiski. Báturinn hefur veiðileyfi í sókn- ardagakerfi. Jafnframt hefur Jón- as Ragnarsson forkaupsrétt á næstu smíði sem er fyrirliggjandi. Að sögn Eggert Sk. Jóhann- essonar hjá Skipamiðluninni Bát- um & Kvóta, sem er umboðsaðili Knarrar ehf., hefur verið mjög mikil ásókn í báta í sókn- ardagakerfi eftir að breytingar urðu í þá veru að dögum var breytt í sóknarklukkustundir. Jafnframt hefði verð á sókn- ardögum hækkað mikið og verð fyrir hvern sóknardag væri nú um 750–800 þúsund krónur hver dag- ur. Knörr ehf. selur nýsmíði FISKISTOFA hefur svipt bátinn Sig- urvon RE veiðileyfi vegna afla um- fram heimildir. Leyfissviptingin gild- ir þar til aflamarksstaða bátsins hefur verið lagfærð. Sigurvon kom inn til Patreksfjarð- ar á föstudag til löndunar. Eftirlits- menn Fiskistofu fóru um borð, þar sem rökstuddur grunur var um að skipið væri að fiska umfram heimild- ir. Eftirlit Fiskistofu leiddi í ljós að þorskafli var, samkvæmt afladagbók, um 22 tonn, en heimildir bátsins í þorski námu aðeins um 6 tonnum. Tekin var ákvörðun um tafarlausa veiðileyfissviptingu vegna gruns um að halda ætti skipinu til veiða á ný. Venjulega fá útgerðir þrjá daga til að færa aflaheimildir inn á bátana, sé farið umfram heimildir. Hafi það ekki verið gert, eru skipin svipt leyfi þar til aflamarksstaðan hefur verið lagfærð. Ólöglegt er með öllu að halda skipi til veiða, sem engar aflaheimildir hefur eða hefur verið svipt veiðileyfi vegna umfram afla. Gangur mála er svo að jafnaði sá, að viðkomandi aðilar flytja aflaheim- ildir á skip sín til að vega upp á móti því sem veitt var umfram. Sé það hins vegar ekki gert, er staða skipsins, eins og allra annarra, gerð upp um kvótaáramótin. Sé staðan enn sú, að veitt hafi verið umfram heimildir án þess að það hafi verið lagfært, er við- komandi útgerð krafin um greiðslu sem nemur verðmæti þess afla, sem umfram er. Gísli Rúnar Gíslason, deildarstjóri lögfræðisviðs Fiskistofu, segir að alla jafna leiðrétti þeir aflamarksstöðu sína, sem hafi veitt umfram heimildir. Þess séu hins vegar nokkur dæmi, meðal annars fjögur frá því í vetrar- lok, þar sem menn hafi haldið úti skip- um þrátt fyrir að þau hafi verið svipt veiðileyfi. Slíkt sé með öllu ólöglegt, en mál útgerða fjögurra báta frá Snæfellsnesi séu nú til meðferðar hjá Fiskistofu. Hann segir mál Sigurvon- ar ekki eins alvarlegt og þessara báta, en nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að menn geri sér leik að því að róa eft- ir að þeir hafi verið sviptir veiðileyfi. Sigurvon RE svipt veiðileyfi SÍLDARVINNSLAN hf. á Neskaupstað hefur sótt um leyfi til þess að ala allt að 2.000 tonn af þorski í Norðfirði. Áður hafði verið sótt um leyfi til laxeldis í firðinum, en fallið hefur verið frá þeim áformum. Síldarvinnslan tekur þátt í uppbyggingu Sæsilfurs hf. á laxeldi í Mjóafirði, þar sem áformað er að framleiða 4.000 tonn af eldislaxi árið 2003. Nú hafa öll nauðsynleg gögn í tengslum við umsókn um leyfi til þorskeldis í Norðfirði verið send til Skipulagsstofnunar, sem ákvarðar hvort skylt sé að meta umhverfisáhrif slíkrar eld- isstöðvar. Á heimasíðu Síldar- vinnslunar segir að í tengslum við eldisáform Síldarvinnslunn- ar í Norðfirði hafi farið fram talsverðar umhverfisrannsóknir í firðinum. Gerðar hafi verið straummælingar og búið sé að rannsaka efnasambönd í sjó og niðurstöður þessara rannsókna komi til góða við undirbúning þorkeldisins. Síldarvinnslan hefur haft eld- isþorsk í kvíum í Norðfirði síðan í nóvember síðastliðnum og hef- ur fiskurinn dafnað vel. Þar eru 6.000 þorskar í tilraunaeldi og áformað er að setja 3.000 til við- bótar, en sá fiskur verður hafð- ur í annarri kví og vöxturinn borinn saman. Tilgangurinn með þessu tilraunaeldi er að fá vísbendingar um hvernig fisk- urinn stendur sig yfir veturinn og hvort hann þrífst almenni- lega. Hitastig sjávar fór niður í eina gráðu í vetur, en það virtist ekki hafa mikil áhrif á þorskinn sem þrífst vel í Norðfirðinum. SVN sækir um þorsk- eldisleyfi HAGNAÐUR Þorbjörns Fiskaness hf. nam 479 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við 90 milljóna króna hagnað á sama tíma- bili í fyrra. Rekstrartekjurnar námu 1.548 milljónum króna og rekstrar- gjöldin 1.032 milljónum króna. Eigið fé félagsins er 2.398 milljónir króna og hefur hækkað úr 1.899 milljónum króna um áramót. Eigin- fjárhlutfallið var þann 31. mars 25,44%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 516 milljónir. Hagnað- ur af reglulegri starfsemi fyrir skatta var 588 milljónir. Veltufé frá rekstri var kr. 465 milljónir. Samkvæmt til- kynningu frá félaginu skila fyrsti og síðasti ársfjórðungar ársins að jafn- aði bestri afkomu hjá félaginu. Afkoma Þorbjörns Fiskaness góð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.