Vísir - 11.07.1980, Síða 8
8
VÍSIR
Föstudagur
11. júli 1980.
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Davfö GuSmundsson.
" Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. -
Ritstjórnarfulltrúár: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða
Astvaldsdóttir, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Kristin
Porsteinsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnusson, Sigurjón Valdimarsson,
Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaðamaður á Akureyri: Gfsli Sigur-
gelrsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi
Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 250 krónur ein-
takið. Visirer prentaöur i Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14.
Verðbólgan stjórnar isiandl
Verftbólgan hefur gert okkur vonlaus og andlaus. Vonleysift stafar af vanmætti stjórn-
málamanna og andleysið er afleiðing margþvældrar efnahagsumræðu.
Mikið lifandi skelfing er hægt
að ímynda sér að fólk sé orðið
þreytt á síbyljunni um verðbólg-
una og efnahagsöngþveitið. í
heilan áratug hefur enginn
stjórnmálamaður tekið svo til
máls, að hann geri ekki verðbólg-
una að umræðuefni. Ekkert blað
er svo opnað, að þetta ei-
lífðarvandamál sé ekki á dag-
skrá. Hvergi heyrist um vanda-
mál eða viðfangsefni, að verð-
bólgan komi ekki þar við sögu.
Lífið á Islandi er orðin ein verð-
bólguhít og það er alveg sama
hversu lengi eða mikið menn
brjóta hana til mergjar: áfram
heldur hún að dafna og blómstra.
Ríkisstjórnir koma og fara, og
hvort sem það er viðurkennt eða
ekki, þá er það verðbólgan sem
leggur þær að velli. Sérf ræðingar
eru kallaðir til, ef nahagsstofnan-
ir eru settar á laggirnar, stefnu-
yfirlýsingar eru samþykktar, en
allt kemur fyrir ekki, verðbólgan
heldur sínu striki.
Ákafar deilur fara fram um
orsakir og afleiðingar. Er verð-
bólgan orsök verðhækkana eða
afleiðing? Er verðbólgan orsök
kauphækkana eða af leiðing? Eru
vaxtahækkanir orsök verðbólgu
eða af leiðing? Kann einhver svar
við þessum spurningum, eða ert
þú, háttvirti lesandi ,upplýstur
um hvað verðbólga raunverulega
er?
Og svo eru það vísitölurnar,
byggingarvísitalan, framfærslu-
visitalan og kaupgjaldsvísitalan
og allar þær reiknikúnstir sem
sérf ræðingar og stjórnmálamenn
hafa uppi hver I kapp við annan,
sem gefa þeim svo tilefni til að
deila enn um hina einu sönnu nið-
urstöðu.
Ekki má hækka hitaveitugjöld-
in í Reykjavík og nágrenni um
tvo milljarða, þá hefur það
tuttugu milljarða króna hækkun í
för með sér á framfærsluvísitöl-
una. Ekki má hækka fargjöldin
hjá reykvískum strætisvögnum,
því þáhækkarkaupiðfyrir norðan
Og ekki má gleyma margfræg-
um vísitölubrauðum og varast
ber að hækka andrésar andar
blöðin, því það kanna að raska
vísitöluútreikníngum.
Þær láta ekki að sér hæða verð-
bóigan og vísitalan.
Ekki er til sá maður á Islandi,
sem ekki hef ur f urðað sig á þess-
ari hringavitleysu og lýst
stuðningi sínumviðað þjóðin
brjótist út úr þessum vítahring.
En allt situr við það sama. Við
virðumstfastir I netinu, f jötraðir
fþau álög, sem hafa gert þjóðina
andlausa og vonlausa.
Það var að vísu snjöll hugdetta
hjá núverandi rikisstjórn að visa
verðbólguvandanum til nefndar
og vera má að þar hafi ráðið
stjórnmálareynsla forsætis-
ráðherra, sem hefur lært það á
löngum þingmannsferli, að mörg
málin má svæfa I nefndum. En
þótt ráðherrann haf i níu líf I póli-
tíkinni, þá hefur verðbólgan tíu
líf I veruleikanum, og enn er hún
á kreiki að því er best verður séð.
Erlendir efnahagssérfræðing-
ar hafa margsinnis lýst undrun
sinni á því hvernig það megi vera
að ein þjóð geti lifað við 50%.
verðbólgu I heilan áratug, án
þess að kollsteypa kreppu og
upplausnareigisér stað. Áþessu
eru ekki skýringar frekar en
öðru, nema þá sú raunsanna lýs-
ing að við búum i helsjúku þjóð-
félagi, sem hefur ekki aðeins
herleitt efnahag okkar heldur
einnig hugarfar. Við skulum
aðeins vona að enginn spyrji
hvers vegna við kjósum okkur
ríkisstjórnir og forseta, því það
eru ekki þessir aðilar sem ríkja á
Islandi. Það er verðbólgan sem
ræður og stjórnar.
Að kaupa bensln á útsölu er
fyrir Islending aldeilis
óhugsandi, allavega heima á
ættjöröinni, þar sem hægri
fóturinn er tvimælalaust
dýrasturhinna fullorðinna á bif-
reiðakstursaldri.
Verðgildi fótarins lækkar til
muna þegar ekið er um héruð
frænda okkar, Svia. Hér er
bensinið, gullið fljótandi, sett á
útsölu um sumartimann. Astæð-
an er aö öllum likindum sú að
oliufélögin keppast um að ná I
bensínpeninga Svianna, sem slá
gjarnan undir nára blikkfáka
sinna I sumarleyfinu.
t nýlegri könnun sem gerö var
kom I ljós að þeim Svium fer
fjölgandi sem ætla aö eyða
sumarleyfinu I heimalandinu I
þess aö geysast til sólarlanda.
Þetta er talið spara gjaldeyri
sem nemur 300 milljónum
sænskra (reikni núhversem vill
yfir I Isl. krónur). Þessum sá-
aurum munu sviarnir að öllum
likindum eyða á eigin torfu og
bæta þar með sinnar þjóðar
hag. Þrátt fyrir þaö að bensinið
sé á útsöluverði, þá býsnast
Sviarnir yfir verðinu og þykir
þaö nálgast 3 krónurnar með
óhugnan’lejum hraða, en veröið
er núna s.kr. 2.78 eða um það
bil, allt eftir bensinstöðvum og I
neöanmáls
Bensín á útsölu
Sigurður Jónsson
skrifar frá Sviþjóð.
þvl hvort viðskiptavinurinn er
þjónustaöur eða ekki. Það
leynir sér ekki áhyggjusvipur-
inn á Svianum sem dælir þess-
um dýra nauðsynjavökva á bll
sinn þó svo um útsölu sé að
ræða.
Umferðin, sem ekið er út I
með fullan tankinn, er á bata-
vegi ef svo má að orði komast.
Fram kemur að dauðaslysum
hefur fækkað til muna og eru
mun færri á fyrri hluta þessa
árs, miðað við fyrri ár, þrátt
fyrir aö bllum hafi fjölgað til
muna. Þennan bata þakka Svlar
auknum áróðri fyrir bættri um-
ferðamenningu. Einnig er
öryggisbeltaskyldan talin eiga
sinn stóra þátt I umferðarbatan-
um og reyndar fullyrt að ná
megi betri árangur á þessu sviði
með þvi að allir farþegar bllsins
noti beltin. Aukin notkun al-
menningsvagna á sinn þátt, en
húnstafar m.a. af þvi að Svian-
um finnst útsölubensinið dýrt. 1
fréttum hefur auk þess veriö
iað að þvi aö I verkfallinu hafi
menn komist að raun um að
hægt var að f erðast á annan hátt
en I einkabil.
„Kjarnorkuvinnukraft
vantar”
Ekki veröur hjá kjarnorkunni
komist þegar orkugjafar koma
upp á yfirborðið. Staðan I
sænska kjarnorkuheiminum er
þannig að nú slást kjarorkuver-
in um hæfan vinnukraft og
ástandið er mjög alvarlegt. Það
er nefnilega ekki hægt að gang-
setja nýju orkuverin á réttum
tima, sem leiðir af sér milljóna-
tap. 1. júli var þá Ringhals 3.
orkuveriö sett I gang en Ring-
hals 4. tefst enn um sinn en i þvl
orkuveri hafa fundist skemmdir
sem valdið hafa miklu fjaöra-
foki. Yfirmenn orkumála segja
þó öllu óhætt með þetta orkuver,
én eru áhyggjufullir yfir þvl
hversu ungt fólkt er tregt til að
leggja fyrir sig atvinnu innan
kjarnorkuveranna.
Blautasti júni i 100 ár
Glöggir menn segja gjarnan
að siðasta umræðuefni landans
sé veðrið. Undanfarnar 3 vikur
hefur hér I landi verið þétt-
skýjað meö rigningu milli laga
sina þjóðarskútu, það sýndi
sjónvarpið fyrir skömmu þegar
Mundebo ráðherra stökk fyrir
borð og við tók flokksbróðir
hans. Um orsakir og afleiðingar
skal ósagt látiö en vist olli þetta
þvl aö stormasamt var um-
hverfis rikisstjórnina og meöal
pólitikusa. Þó lögðu þeir ekki
undir sig fjölmiðla llkt og
starfsbræður þeirra Islenskir
og skýfalli þar á ofan. Sum
héruð Suöur-Sviþjóöar hafa
orðið að þola þetta himnahrun
dag eftir dag og nú i lok
mánaðarins er svo komið að
júni 80 er sá blautasti siðustu 100
árin, ekki litið það. Sumstaðar
er ástandið svo slæmt að
bændur barma sér gjarnan og
er það helst um að ræða
kartöflubændur sem ekki
komast um akra sina til að taka
upp jarðeplin. Þá hafa kjallarar
húsa fyllst og vegum verið lokað
vegna vatnagangs. Þrátt fyrir
alla þessa bleytu vikum saman
hafa menn ekki misst vonina
um þurran og sólrikan júli.
„Stormasamt á sænsku
þjóðarskútunni”
Svo sannarlega eiga Sviar
með álika tilfelli og uppákomur.
Auðvitað var gerð athugun sem
sýndi aðPalme haföimeiri vind I
sinum seglum en allir borgara-
legu flokkarnir til samans og
meirihluta var honum spáð
ásamt kommúnistum (Vpk)
væru kosningar á döfinni.
„ísland vísar veginn”
Já, kosningar. Hvernig fylgist
stórbróðir Sviþjóð með þvi sem
gerist hjá litlabróður íslandi?
Sá sem brennur I skinninu eftir
fréttum að heiman, af ekki
ómerkari atburði en forseta-
kosningum hann bölvar fjöl-
miðlum og fer að efast um rétt-
mæti þess að tala um frændur
og bræöur þegar hinar Norður-
landaþjóðirnar eru nefndar.
Það þykir jú fréttnæmt ef
landinn slæst við Bretann og
gerir herskip hennar hátignar
óvig I þorskastrlði eða ef ein-
hverju eldfjallinu verður
skyndilega óglatt — Hinn mann-
legi þáttur er undanskilinn. —
Það kitlar vissulega hégóma-
girndina þegar hinn almenni
Svii segir, eftir að kynni hafa
tekist: „Mikið helviti var
gaman hvað þið fóruð illa meö
Bretann”.
Það var ekki fyrr en tveim
dögum fyrir kosningarnar að
hinn almenni borgari I Sviþjóð
var upplýstur um það að á Is-
landi ætti að kjósa forseta. Sjón-
varp og útvarp þögðu þunnu
hljóöi og dagblöðin einnig.
Fréttamatið er samt við sig, of-
beldið hefur vinninginn, merki-
legt út af fyrir sig. Hvað um
það, vissulega vermdi það
hjartaræturnar að sjá blessaða
frambjóðendurna á sænskum
skjá og heyra viðtal við okkar
nýkjörna forseta sem sannar-
lega stóð fyrir sinu eins og vera
ber.
Eitt dagblaðanna skartaði
I opnu með mynd af Vigdisi
Finnbogadóttur forseta og um-
ræðuefni leiðarans var kjör
hennar með vangaveltum um
kvenréttindi og fordóma. Yfir-
skriftin var: ísland visar veginn
— ekki ónýtt það.
Hughrifin sem þessir frétta-
pistlar fjölmiðlanna ollu rifjuðu
upp orð eins stórskálda okkar
fyrir austan fjall er hann sagöi:
„Það eru einhver trölla- og
galdrabönd sem binda mann við
landið, hingað vill maður alltaf
aftur hvert svo sem maður
þvælist”.
Þessi orð aukast að innihaldi
dvelji maður erlendis i hvild frá
verðbólgunni. Þetta er vist köll-
uö ættjarðarást á fifilbrekku-
máli, en hvað um það, verðugt
umhugsunarefni. Þegar dvalist
er á erlendri grund i næði til að
hugsa. Hver yrði annars ekki
undrandi ef hann heyrði 16 ára
júgóslavneskan ungling, uppal-
inn i Sviþjóð, segja að Islend-
ingar ættu að vera stoltasta þjóð
heimsins og þar gæti hann vel
hugsaö sér að eiga heima.
S.J.