Vísir - 02.08.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 02.08.1980, Blaðsíða 2
2 vlsm Laugardagur^^gús^98IL Er fátækt i Reykjavík? litur hópur fólks sem flest berst i bökkunum, og á viö ýmsa erfiö- leika aö striöa. Augljóslega er gagnrýnisvert aö borgin skuli hafa skipulagt leiguhúsnæöi sem hefiirmyndaölitlakjarna, eins og t.d. fjölbýlishúsin viö Yrsufell, Fannarfell og Jórufell i Breiö- holti, en þau fjölbýlishús hafa oft veriö kölluö Lönguvitleysan. Töluvert hátt hlutfall af ibúum þessara fjölbýlishúsa i Breiöholti er einstæöir foreldrar. Af 250 ibúöum viö þessar fyrmefndu götur eru 110 sem einstæöir for- eldrar leigja. Fólk stimplað A enn einu sinni aö f ara aö tala um frdskildu konurnar i Breiöholti, kynni margur aö spyrja. Margir eru orönir leiöir og finnst of mikiö mál hafa veriö gert úr sérkennum Breiöholts- hverfisins. „Þaö má ekki stimpla” sagöi starfsmaöur á Félagsmálastofnun. „Fólk er svo viökvæmt fyrir því”. Fráskilin kona sagöi aö hún væri oröin þreytt á aö vera alltaf stimpluö „einstæö”. „Þaö er annarhver maöur á Islandi fráskilinn hvort eö er” sagöi hún „Hitt er annaö, aöeins og þjóöfélagiö er byggt nú, þá er gert ráö fyrir aö þaö þurfi tvær fyrirvinnur til aö sjá fyrir fjölskyldu, ef báöir aöilar eru lág- launafólk. Einstæðir foreldrar sem hefur fyrir fjölskyldu aö sjá er sá hópur sem á það einna erfið- ast fjárhagslega. Samkvæmt könnun sem Félag einstæöra foreldra gekkst fyrir á árunum 1969 og 74 eru um 70% einstæðra mæðra láglaunafólk. Viðhalda stéttaskipt- ingu? Sömuleiöis hefur leiguhúsnæði borgarinnarfengiöþann stimpil á sig aö þar byggi fólk sem heföi skapaö sér sjálfskaparviti, vegna óreglu eða einhvers annars. Oruggt mál er aö þaö er ekki stór hópur. „Þaö þarf ekki nema einn gikk i veiöistööina til aö hinir fái ljótt oröá sig”, sagöi starfsmaður i Félagsmálastofnun. Þaö er ekki langt siöan aö ástandiö i leiguhúsnæöismálum borgarinnar var mun verra. Heilsuspillandi húsnæöi hefur veriö útrýmt svo tíl alveg. Hver man ekki eftir Höföaborginni eöa Múlakömpunum? A reykviskan mælikvarta voru þetta „slömm” á slnum tima. En hver veit nema aö þær bæjarblokkir sem nú eru aöeins tiu ára séu visir aö „slömmi” i Reykjavik. Ibúa- kjarni sem er aö mestu leyti samansettur af þeim lægstlaun- uöu ber þess óneitanlega merki. Það er augljós munur á finum göröum viöraöhús og túnfletinum viöstórt bæjarfjölbýlishús. „Fólk ber ekki viröingu fyrir eigum borgarinnar. Krökkunum finnst bærinn bara vera einhver grýla og þvi megi brjóta allt og bramla”, sagði ibúi i Yrsufelli. SU spuming hefur auðvitað vaknaö hvort ákvöröun ráöa- manna borgarinnar aö safna ein- litum hópi fólks á einn staö kunni ekki aö hafa ýmsar afleiöingar i för meö sér. Er verið aö viöhalda stéttaskiptingu þeirra sem eru að vaxa úr grasi núna? Flestir munu liklegast svara þeirri spurningu neitandi. „Þaö sveltur enginn hér, eöa hvaö? „Éghef ekki fengiö neitt aöboröa i tvo daga”, sagöi sjö ára hnokki sem ég hitti eitt sinn. ,,Hún mamma á ekki pening fyrir mat, og svo er hún bara full”. Þaö er vlöa pottur brotinn og óregla. Meiningin erþó að fjalla ekki um óreglu eöa „aumingjaskap” eins og sumir kalla þaö, heldur lita á, hvernig þeir sem verst eru settir fjárhagslegaog félagslega i henni Reykjavik komast af. Viö erum ekki aö tala um fátækt aö þvi marki sem hún herjar á I þróun- arlöndunum. Island telst, jú, vera velferöarþjóöfélag. Hér er atvinnuleysi hverfandilitiö miöaö viö önnur lönd og hér hafa flestir þaö betra fjárhagslega a.m.k. en meirihluti mannkyns. „Auövitaö eru margir fátækir. Ég þarf ekki aimaö en aö lita á sjálfa mig”, sagöi einstæö móöir. „Nú er kominn sá tiundi og ég á ekki krónu eftir”. Þegar ekki eru einusinni nægir peningar fyrir mat, þá gefur auga, umleiöaöekkert er afgangsfyrir aukaþarfir sem geta gefiö lifinu lit. Þú talar ekki um menningu viö svangan mann. Orþreytt manneskja eftir 69-70 tima vinnu- viku hefur enga orku afgangs fyrir einhver dægurmál. Eöa þaö er hæpiö aö minnsta kosti. Þvi hefur oft veriö talaö um fylgifisk fátæktarinnar sem er enn verri, en það er hin andlega fátækt. „Maöur sér á börnunum úr hvernig umhverfi þau koma”, sagði fóstra sem hefur starfaö um áratugi i Reykjavik. „Ég hef kynnst börnum sem bjuggu i einu herbergi meö móður sinni. Al- geng búsáhöld eins og hraösuöu- ketil og tvinnakefli höföu þau aldrei séö”. Hver er fátæktin? Hvertskyldi þá leita til aö finna fátækt. Þaö liggur i augum uppi, aö verkamaður á lægsta Dags- brúnartaxta og starfstúlka á Sóknartaxta, sem hafa fyrir fjöl- skyldu aö sjá geta hvorki lifað dýrt né flott. Sá hópur sem hvaö auöveldast er aö afmarka hvaö varöar fjár- hágs- og félagslega stöðu eru leigjendur i leiguhúsnæöi Reykja- vikurborgar. Það er ekki þaö þar meö sagt aö leigjendurnir séu þeir einu sem eru „fátækir”, heldur er hér hópur af láglauna- fólki sem býr viö svipaöar aö- stæöur. A vegum Reykjavikur- borgareru 863 le iguibúöir. Flestir sem leigja þetta húsnæöi, en leig- an er sú lægsta sem völ er á, eru láglaunafólk, einstæðir foreldrar, aldraöir eöa öryrkjar. Biötimi eftir leiguibúö er oftast um ár eöa meira, og til aö fá leigt hjá borg- inni, veröur fólk að vera býsna illa á vegi statt fjárhagslega. 1 Breiöholtinu einu eru 250 fbúöir á vegum borgarinnar, 72 Ibúöir eru viö Skiilagötu, 69 viö Austurbrún, 54viö Kleppsveg, 48 viö Meistara- velli. A öörum stöðum eru færri ibúöir. Sérstætt samfélag 1 fjölmennustu leiguhúsum borgarinnar er um aö ræöa sér- stætt samfélag sem óneitanlega sker sig úr. Samfélag sem ekki er þverskuröur af mismunandi þjóð- félagshópum, heldur er þaö ein- HVAÐ ER FÁTÆKT? Hvaö er fátækt? Þaö eru til teg- undir af henni. Sú fyrri er alger skortur, og hann þekkist ekki hér á landi. Þá er um að ræöa að fólk hafi ekki frumþarfir eins og, fæöi, húsnæöi, klæöi og heilsugæslu. Nokkur skortur, hins vegar, er þegar fólk hefur i sig og á, en ekkert þess utan. Sem sagt þegar einstaklingurinn getur ekki lifaö þvi lifi sem telst mannsæmandi i þvi samfélagi sem hann býr. Nokkur skortur er þvi dæmdur eftir velmegun samfélagsins sem um er að ræða en ekki eingöngu eftir frumþörfum fólks. Raforka er t.d. bráðnauðsynleg hér á landi, en viða er hún munaðar- vara. Nokkur sk.ortur er það ástand fátæktar sem Islendingar búa viö. Um 10% Bandarikjamanna eru taldir fátækir. 40% þessara fá- tæku fjölskyldna eru einstæðar mæöur með börn, en um 16% bandariskra barna búa við fá- tækt, eftir þeirri skilgreiningu fá- tæktar—mörkum sem stjórnin ákvarðar. Ian Robertsson félagsfræðingur segir i bók sinni „Sociology” að fátækt gangi yfirleitt i arf frá einni kynslóö til þeirrar næstu, og um leið þeir menningarstaðlar sem rikja. Sú staðreynd gerir fá- tækum erfiðara um vik aö rifa sig upp úr henni. Robertson segir að fátækir hugsi meira um nútiðina en framtiðina, og geri litið af framtiöaráætlunum. Sömuleiöis sjá þeir ekki vandamál sin i stærra þjóöfélagslegu samhengi. „Lífið hér er hrein hörmung” — segir ekkja meö 247 þúsund krónur á mánuöi „Ég flutti hingaö fyrir þremur árum og dauðsé eftir þvi. Lifið i þessum bæjarblokkum er hrein hörmung,” segir ekkja sem býr með syni sinum. „Börnin hér alast upp á svo einhliða máta. Hér I okkar stigagangi eru ein- stæðar mæður með hóp barna i meirihluta. Þegar krakkarnir rifast eru mömmurnar eins og reiðar hænur. Maður hefur ekkert einkalif i rauninni og er alltaf undir smásjá”. Þessikona hefur i tvigang orðið ekkja og á tvo syni, en aðeins sá yngri er eftir heima. „Ég hef bara verið óheppin”, segir hún. „Lifið leikur við suma, en ekki við mig. Ég á minn lifsflótta, og er núna að reyna að berjast við það mein.” Vegna heilsuleysis hefur konan litið getað unnið undanfarin ár. Hún litur út fyrir að vera eldri en hún i raun er. Hún fær 247.000 kr. á mánuði til að lifa af, og segir hún að endar nái aldrei saman. „Ég var að klára siöasta pening- inn minn fyrir mat i dag. Þó ekki sé nema um miður mánuður þá verö ég að fara i bankann og reyna að slá lán. Ég hef beðið um fyrirfram greiðslu hjá Félags- stofnun, en mér var boðið skulda- bréf. Þá er alveg eins gott að taka bankalán. Þessar krónur sem ég fæ duga fyrir húsaleigu og mat, en engu þess utan. Ég hef ekki efni á að fara i bió, leikhús eða feröalög. Ég hef ekki ferðast neitt I mörg ár.” Konunni finnst aö dreifa eigi bæjarblokkunum meira. „Margir skammast sin fyrir aö búa hér. Þetta er sérþjóðfélag. Mér finnst erfitt að ala upp barn innan um þennan barnasæg. Þaö þarf mikiö bein I nefinu til að geta búið hér. Maður verður að hafa kjaft og klær. Ég hvet son minn áfram, mér finnst hann stundum of linur. Ef hann er ekki jafn „töff” og hinir þá verður hann bara troðinn undir.” Henni finnst Félagsmála- stofnun ekki standa sig i stykkinu að mörgu leyti. „Fólk viðist geta setiö hér i stórum ibúðum eftir að börnin eru farin. Einnig finnst mér nokkuð vera um aö ungt fólk notfæri sér lága leigu hér til að koma undir sig fótunum. Þaö hef- ur efni aö fá sér litasjónvarp og býggja meðan öryrkjar búa viö sult og seyru. Margar einstæðar mæður taka sambýlismenn inn til sin og um leið fara þær aö hafa það betra. Mér finnst að það þurfi meira eftirlit með öllu sliku. Ef ég ætti eiginmann, þá mundi ég ekki vera hér. Ég vildi að ég ætti fallega ibúð i Garðabæ t.d. En það þýðir vist ekki að hugsa svona. Það versta er þó hversu sam- dauna maður veröur öllu hér þeg- ar maður býr hér ár eftir ár.” Hér kemur fyrrihluti samantektar Vísis um hvort það sé fátækt í Reykjavík. Síðari hluti birtist i næsta helgarblaði. Þar verður meðal annars rætt við Jóhönnu Kristjónsdóttur, starfsfólk hjá Félagsmálastofnun, fóstru og nokkra aðila sem leigja húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Fátækt er til Eitt var ljóst af viötölum viö leigjendur i bæjaihúsnæöi aö þeir voru guös lifandifegnir aöbúa viö svo lága leigu og aö hafa húsnæöi yfirleitt. Flestir sögöu þó aö þeir eygöu sér von um aö komast i eitthvaö annaö — einhverntim- ann. Nokkrir sögöust einnig vera ánægðir aö búa þarna. Fólk talaöi um aö þaö fyndi til samstöðu með fólki sem svipaö væri ástatt fyrir. Eftir aö hafa rölt um daglangt i þessum húsum var blaöamaöur þess fullviss að fátækt er til I Reykjavík, og það beri ekki aö lita á hana sem feimnismál. Hvaö sem kann aö gerast I þessum málum, þá er augljóst aö okkur ber aö vera meövituö um hag náungans, og loka ekki augunum fyrir þvf sem betur má fara. 011 umræða um fátækt viröist þvi vera þörf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.