Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 6
VtSIR Þriðjudagur 19. ágúst 1980 íbúð óskast Óska eftir að taka á leigu íbúð í 6 mánuði frá og með 1. okt. Helst í Breiðholti. Uppl. í síma 71518 Atvinna óskast 27 ára gamall maður óskar eftir vinnu. Má vera úti á landi. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 20648 NJÖTIÐ ÚTIVERU Bregðið ykkur á hestbak Kjörið fyrir alla fjölskylduna HESTALE/GAN Laxnesi Mosfellssveit Sími 66179 v TILKYNNING SUMARGLEÐIN Vinningsnúmer í gjafahappdrætti. Hjónarúm frá HAPPÝ-HÚSINU Hafnarfirði No. 5112 AKAI, hljómtækjasamstæða frá NESCO. No. 4170 Verðlaunagetraun VISIS og FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR Vinningshafi Sverrir Sigurðsson Grænási 3 Njarðvík. HugræktarskóU Sigvalda Hjálmarssonar Gnoðarvogi 82 Reykjavík Sími 3-29-00 ' Athygliæfingar, hugkyrrö, andardráttaræfingar, hvildariðkun, almenn hugrækt og hugleiðing. Næsta námskeið hefst 6. sept. Innritun alla virka daga frá kl. 11.00. Lögtök Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að und- angengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð rikissjóðs, að átta dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vöru- gjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sölu- gjaldi fyrir apríl, maí og júni 1980, svo og ný- álögðum viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1980, skoðunargjaldi og vátryggingaiðgjaldi öku- manna fyrir árið 1980, gjaldföllnum þunga- skatti af dísilbifreiðum samkvæmt ökumæl- um, almennum og sérstökum útflutnings- gjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. 15. ágúst 1980 Sigurborg Guömundsdóttir, ásamt börnunum sinum, þeim Sunnevu t.v. og Gisla. Sigurborg stundar frjálsar iþróttir af fullu ásamt þvi aö vinna á daginn ogkvöldin og hafa auk þess fyrir heimili aösjá. Visism. Einar „Jæja gamla mín - í hverju keppir pú?” - Vísir ræðir við Sigurborgu Guðmundsdóltur, frlálsfbrótta- konu - tveggja bama möður sem æfir á lullu ,,Ég byrjaði nú eigin- lega ekki að æfa af full- um krafti fyrr en 1977, en það má eiginlega segja, að ég sé búin að vera viðloða frjálsar iþróttir siðan 1969, sagði Sigurborg Guðmundssdóttir, 27 ára gömul frjáls- iþróttakona úr KR. Sigurborg er dóttir Guðmundur Lárusson- ar, sem var einn af okkar bestu hlaupurum i kringum 1950. Guðmundur keppti á Ólympiuleikunum i Helsinki 1952 og setti þar íslandsmet i 400 m hlaupi, sem hann hélt i tuttugu ár eða þar til Bjarni Stefánsson sló það á ólympíuleikun- um i Múnchen 1972. Bróðir Sigurborgar er Lárus Guðmunds- son, hinn skemmtilegi framherji Vikings í knattspyrnu. Mikil iþróttafjölskylda, og eflaust eru íþróttir efst á baugi, þegar hún hitt- ist. Sigurborg er einstæð móöir, hún á tvö börn, Sunnevu Kol- beinsdóttur, 6 ára og Gisla Kol- beinsson, 5 ára. Visi lék forvitni á aö vita hvernig Sigurborgu gengi aö halda heimili og vinna Uti ásamt þvi aö æfa frjálsar iþróttir, og heimsótti hana þvi aö heimili hennar aö Blöndu- bakka i Breiöholtinu. „Ég byrjaöinú ekki að æfa af alvöru fyrr en eftir aö börnin fæddust. Þaö hvarflaði nú ekki einu sinni aö mér, að ég myndi byrja að æfa aftur, en áhuginn var mikill svo ég lét tilleiðast. Þaö er erfitt aö sameina þetta alltsaman. Ég vinn á skrifstofu fyrir hádegi og siðaná veitinga- staðnum Hollywood á kvöldin, og æfi svona inni á milli. Tek börnin á æfingar Ég þarf nú stundum að taka börninmeöá æfingar, enannars eru foreldrar minir mér mjög hjálplegir meö aö passa fyrir mig á meöan ég er aö vinna og á æfingum”. — Hvaöa greinum I frjálsum íþróttum hefuröu aöallega snúiö þér aö? „Ég hef aöallega keppt og æft 400m grindahlaup og 400m hlaup, og ég man einmitt eftir fyrsta hlaupinu mlnu. Þaö var I mai' 1978 er ég keppti á móti Ingunni Einarsdóttur en varð aö lúta i lægra haldi. Ingunn var á þeim tlma okkar besta hlaupa- kona. Reyndarvar ég búin aö keppa svolltiö áður, en þá tók maöur þetta ekkieins alvarlega eins og nú er gert. Þá skrappmaöurá æfingarog hljóp svona 100 til 200m og sett- ist slöan niöur og fór aö spjalla við félagana, en þá var maður aöallega í þessu vegna félags- skaparins. Trimmarar æfa örugglega meira nUna en við gerðum, þeg- ar ég var aö byrja f þessu. Um haustið ’78, er ég byrj- aöi aö æfa aftur, elti óheppnin mig. Ég fékk alltaf slæma flensp, sem mér gekk erfiölega aölosna viö og þaö varekki fyrr en seint um veturinn aö mér tókst aö æfa svona sæmilega. 1 júli ’79 fór ég ásamt fleirum til Þyskalands og var þar við æfingar ásamt fleirum I þrjár vikur. Eftir að ég kom heim, setti ég Islandsmet I 400m grindahlaupi hljóp á 61,6 sek og á ég þaö met enn. Ég var ekki i mjög góöri æfingu, þegar ég setti metiö og ég vona, aö ég eigi eftir aö bæta þaö I haust, þegar ég byrja aö æfa aftur. Æfði i 10 daga 1 janúar þegar ég ætlaöi aö fara aö æfa fyrir Karlottkeppn- ina, þá komu alltaf upp þrálát meiðsl I læri, þannig aö ég bjóst alls ekki viö aö geta veriö meö. En I vor var ég ákveðin að reyna og tók 10 daga prógram og fór svo beint i Kalottkeppn ina, þannig að þaö má eiginlega segja, aö ég hafi æft f hálfan mánuð fyrir keppnina og mér tókst aö sigra f 400m grinda- hlaupinu, en var samt langt frá metinu. Eins og ég sagöi áöan, þá ætla ég að byrja á fullum krafti að æfa I haust, að ég vona að mér takist aö bæta metið i 400m grindahlaupinu. Annars er þetta ekki orðið neitt sport lengur eins og það var, þegar ég var aö byrja. Núna þarf maður aö æfa sig minnst 2-3 tlma á dag”. — Hvaö viltu segja um fram- tlöina? „Ef þú átt viö Ólympíuleikana ’84þá heldég, aö þaö sé fjarlæg- urdraumur. Miöaö viö aldurinn þá ætti maöur aö hætta núna, og eins er dóttir min orðin sex ára gömul og ætti aö getaö fariö æfa ef hún vill og taka viö af mér. En áhuginn er svo mikill, að miglangaraðhalda áfram. Þaö er oft sagt viö mig, þegar ég er aðfara aö keppa: ,,Jæja,gamla mln. I hvaöa grein ert þú núna fara að keppa I”, en ég kippi mér litið upp viö þaö”. — Hvaö viltu segja um aö- stööuna, sem frjálslþróttafólkið hefur? ,,Þaö er margt, sem þar mætti bæta, ekki kannski aö- stööuna á vellinum heldur er ansi slæmt aö geta ekki fengiö aökoma niöur á völl og æfa hve- nær sem maöur vill aö deginum. Og svo þurfum viö mikiö aö llöa fyrir knattspyrnuna. Þaö er ekki hægt aö fá neina búnings- klefa, þegar einhver leikur er I knattspymu, og þurfum viö þá aö vera farin talsvert áöur en leikurinn hefst, en vonandi verður fundin einhver bót á þvi áöur en langt um liöur”, sagöi Sigurborg að endingu. Röp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.