Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Þriöjudagur 19. ágúst 1980 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davió Guómundsson. 'Rítstiórar. ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schrom.-. ,’Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guómunasson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson. BlaAamenn: Axel Ammendrup/ Fríða Astvaldsdóttir, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónína AAichaelsdóttir, Kristín t^orsteinsdóttlr, AAagdalena Schram, Páll AAagnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn J. Hafstein. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14 stmi 86óll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 simar 86óll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr.SOOOá mánuði innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- takið. Visir er prentaður I Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14. Úr iðjagrænu í eyðisand Fyrstu afleiðingar Heklugossins 1980 komu í Ijós í gær, eftir að meginöskugosinu lauk. Þá voru afréttir Sunnlendinga kannaðir og kom í Ijós að þar höfðu orðið gifurlegar gróðurskemmdir. Svæði, sem verið höfðu iðjagræn og gróin, voru á einni nóttu orðin svört sem eyðisandar yf ir að líta, og öskulagið þar allt að 30 senti- metra þykkt. Fregnir af þessum svæðum síðdegis í gær voru ekki uppörv- andi fyrir bændur í sveitum Suðurlands. Svartastar voru þær af Holta- og Landmannaafrétti: Aðalgraslendið algerlega horfið og enga beit þar að hafa næstu árin. Þarna var ekki um annað að ræða en gera út leiðangra til þess að bjarga fé til byggða, og unnu bændur ósleitilega að því fram á kvöld. Hekla hafði svo sannar- lega sett strik í reikninginn hjá bændunum í nágrenni hennar. Fólk, sem býr á þéttbýlissvæð- inu við Faxaflóa hefur flykkst austur að Heklu þá tvo daga, sem gosið hefur staðið og virt fyrir sér það stórbrotna og hrikalega sjónarspil, sem þar á sér stað. Þótt hvert gosið haf i rekið annað hér á landi síðustu árin draga slikar náttúruhamfarir skiljan- lega að sér múg og margmenni, þar sem fæstir hafa haft aðstöðu r m, *** m 0 m m 0* m m m- m-m 4'* m* m f m m «0* mr*4 * * m m öskufall frá Heklugosinu hefur breytt gróöurlendum á afréttum syftra i svartar auftnir. Þar er nú unnift aft björgun fjár, en norftan heifta ógnar flúoreitrun bústofni bænda. Heklugos er þvf ekki einungis stórbrotift sjónarspil. til að sjá nema örfá þeirra gosa, sem brotist hafa upp á yfirborð jarðar á undanförnum árum. Það, sem nú er í algleymingi er líka margfalt stærra og öflugra, en þau smágos og skvettur, sem fjölmiðlar hafa beint athygli landsmanna að með jöfnu milli- bili norður við Mývatn undanfar- in misseri. Þeir, sem standa nú í fyrsta sinn á ævinni andspænis þeim reginkröftum, sem eru að verki i gígum Heklu eiga vart orð til að lýsa því, sem fyrir augu ber, ekki sist þegar skyggja tekur, er eld- súlur rísa til himins og hraunelf- ur hlykkjast frá gígbörmum. En það kveður við annan tón hjá þeim, sem eiga lífsafkomu sína undir því, að Hekla gamla hafi hægt um sig. Þeir vona í lengstu lög, að hún taki sér lang- ar hvíldir milli þess sem hún læt- ur til sín taka. „Maður er nú far- inn að venjast þessum fjanda" sagði bóndinn i Selsundi á Rangárvöllum, þegar hann var í útvarpinu í gær spurður álits á Heklugosinu, sem blasti þá við af bæjarhlaðinu hjá honum. Hraun- straumurinn hafði þá tekið stefnu á túnfótinn í Selsundi, en sem betur fer töldu menn á þeim slóðum litla hættu á að nýja Hekluhraunið næði að velta svo mjög fram, að það kæmi nærri bæjarhúsunum. Hættan nú virðist aftur á móti mest varðandi f lúoreitrun í búfé. Eftir að sýni af ösku og gjósku, sem fallið hefur á beitarlönd, hafa verið rannsökuð er Ijóst orð- ið, að f lúormagnið er talsvert yf- ir hættumörkum og bendir því flest til að eitthvað svipað verði uppi á teningnum og eftir Skjól- kvíagosið 1970. Þá veiktist og drapst fjöldi fjár einkum á Norðurlandi. Vonandi verður hægt að taka f é á hús og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir í þessu sambandi til þessaðdraga úrtjóninu, en varla verður hjá því komist að Hekla, þetta nafntogaða eldfjall, valdi Islendingum einhverjum búsifj- um nú sem fyrr, þegar hún hef ur ræskt sig. r Gjöifl í stöðumæTa. slmasjáífsaía og leíkiæki r.kI: j VERULEGAR HCKKANIR SMH- FARA MYNTBREYHNGUNNI Gjöld i simasjálfsala og stöðumæla koma til meft aft hækka verulega vift myntbreyt- inguna um áramótin. Hækkun á gjöldum i simasjálfsala verftur 60%, og 150% hækkun veröur á stöftumælagjöldum. Þá hefur Raufti kross Islands ákveöift, aft i staö 50 króna myntarinnar, sem nú er notuft I hluta söfnun- arleiktækja R.K.Í., verftinotuft 1 nýkróna. Þar er þvi um 100% hækkun aft ræfta. Aö sögn Egerts Asgeirssonar, framkvæmdastjóra Raufta kross Islands verfta 10 króna tækin tekin úr umferft frá og meö myntbreytingunni, aö minnsta kosti til aft byrja meö. Mun vera talsveröum erfiftleik- um bundift aö breyta 10 króna tækjunum, og verftur ekki lagt út i þaö aft sinni. Hins vegar er undirbúningur undir breytingu 50 króna tækjanna kominn á lokastig, búift aft skipuleggja væntanlega breytingu nákvæm- lega og útvega nauftsynleg áhöld til verksins. „Eðlileg hækkun” Þorvarftur Jónsson, yfirverk- fræftingur hjá Pósti og síma, tjáöi okkur, aft símasjálfsölun- um, sem nú taka vift 3 myntteg- undum, 5 kr 10 kr og 50 kr.veröi breytt þannig, aft nota megi nýju myntirnar 50 aura, 1 kr og 5 kr. Eins og er kostar innan- bæjarsimtal minnst 30 kr, eöa 50 kr ef menn eiga ekki nógu marga tikalla. Eftir breyting- una verftur minnsta gjald fyrir innanbæjarsimtal 50 aurar, sem samsvara 50 gömlum krónum, og nemur hækkunin þvi 60%. „Þeir, sem eru meft eiginn sima, þurfa aft borga, meft sölu- skatti, 36 kr minnst fyrir innan- bæjarsimtal” sagfti Þorvarftur. „Viröist ekki óeölilegt, aft inn- anbæjarsimtal úr sjálfsala kosti minnst 50 kr„ þegar tekift er til- lit til kostnaftar vift uppsetningu og vifthald sjálfsalanna, auk út- gjalda vegna sjálfrar breyting- arinnar. Þess er einnig aft gæta, aö gjaldskrárhækkanir Pósts og sima hafa verift örarundanfariö en skiljanlega hefur ekki veriö hægt aft breyta sjálfsölunum til samræmis vift gjaldskrána. Nú verftur þessu komift í rétt horf, og mönnum jafnframt gert kleift aft eiga langlinusamtöl I sjálfsölum. Þaft er varla hægt núna, þvi' aft maftur hefur ekki vift aft mata sjálfsalann”. 150 % hækkun stöðumælagjalda Eftir myntbreytinguna verö- ur nýja krónan notuft i stöftu- mæla i höfuftborginni, aft sögn Guttorms Þormar, borgarverk- fræöings. Nú kosta 30 minútur i stæfti 40 kr, þar sem dýrast er i borginni, en eftir breytinguna munu 30 minútur kosta 1 nýkr. Nýja krónan janfgildir 100 gömlum krónum. Hækkun stöftumælagjalda um áramótin mun þvi nema 150 %. — AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.