Vísir - 11.09.1980, Síða 8

Vísir - 11.09.1980, Síða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur XI. september 1980 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Oavfó Guömundsson. Ritstjórar ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Ásta Björnsdóttir, Fríða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, öskar Magnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaöamaöur á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Einar Pétursson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. on' Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 8661X 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 822Ó0. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.SSOO á mánuöi innanlands og verö i Iausasölu300 krónur ein- takiö. Visirer prentaður i Blaöaprenti h.f. Síöumúla 14. MIGLYSMGABRELLUR OLAFS AlmannatengslasérfræOingur Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grimsson hefur reglulega staðið fyrir uppákomum meö stóryrðum, en þessar „bombur” hans hafa yfir- leitt reynst vera reykbombur sem þ'íið veröur úr eftir að þær springa. Það er íhugunarefni hve lítið hefur orðið úr þeim „sprengj- um", sem Ölafur Ragnar Gríms- son formaður þingf lokks Alþýðu- bandalagsins, hefur varpað inn í íslenskt þjóðlíf undanfarin miss- eri. Hann hef ur hvað eftir annað rokið upp með stóryrðum og bægslagangi og þjóðin hefur haldið að allt væri af göflunum að ganga. En svo líður þetta frá og mönnum fer að verða rórra, en þá gerir hann nýtt áhlaup með nýtt stórmál. Það gekk ekki svo lítið á í sam- bandi við Jan Mayen-samning- ana við Norðmenn í sumar. Svo stóryrtur var ölafur að menn áttu allt eins von á að Alþýðu- bandalagið gengi úr ríkisstjórn- inni. En til þess kom þó ekki. Ráðherrastólarnir mjúku komu í veg fyrir það, nema þá að Ólaf ur hafi ekki meint neitt af því sem hann var að segja, heldur hafi þetta einungis verið ein þeirra auglýsingaherferða, sem hann hefur staðið fyrir varðandi sjálf- an sig. Þegar frá líður og þjóðin er farin að hugsa um eitthvað annað ryðst þessi sérfræðingur Alþýðu- bandalagsins i almannatengslum fram í fjölmiðlunum með nýtt stórmál. Að þessu sinni er það raunar sígilt umræðuefni Al- þýðubandalagsins þegar það er í ríkisstjórn: grunurinn um að kjarnorkuvopn séu geymd á Keflavíkurflugvelli. Það verður að halda herstöðvaandstæðing- um vakandi, láta þá ekki halda að forystumenn bandalagsins séu með hernum, þótt þeir eigi sæti í ríkisstjórn, sem styður að- ild íslands að Atlantshafsbanda- laginu og veru varnarliðsins hér. En jafnvel þótt fréttastofa út- varpsins spilaði af fullum krafti undir kjarnorkusönginn hjá Ólafi Ragnari Grímssyni þá hljóðnaði hann smátt og smátt eftir þvi sem meira af upplýsingum barst í málinu. Þeir, sem hafa fylgst með þessum reglulegu uppákomum aðalauglýsingamanns Alþýðu- bandalagsins og reykbombum hans, voru farnir að undrast það nú á dögunum, hve hann hafði haft hægt um sig upp á síðkastið, ekki síst þar sem eitt aðaláhuga- mál hans, samdráttur Flugleiða, hefur verið í kastljósi fréttanna. En viti menn, á þriðjudaginn vaknar kappinn eldhress eftir tíu tíma samráðsfund með liði sínu í Alþýðubandalaginu daginn áður. Og ekki eru frekar en fyrri dag- inn spöruð stóru orðin. Gerð skýrslu endurskoðenda Flugleiða fyrir samgönguráðu- neytið varðandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins segir hann ómerki- lega auglýsingabrellu, sem byggð sé á fölskum forsendum. Um það leyti sem síðdegisblöðin koma á göturnar með þessum og öðrum yfirlýsingum er svo flutt viðtal við lærisvein hans, Baldur Öskarsson, svonefndan eftirlits- mann Flugleiða, samhljóða yfir- lýsingum Ólafs. Það er eflaust rétt hjá blaða- fulltrúa Flugleiða, að þarna sé um pólitískar ofsóknir gegn fyrirtækinu að ræða, en yfirlýs- ingagleði Ólafs Ragnars Grims- sonar og auglýsingamennska hans á sjálfum sér vega senni- lega jafnþungt eða þyngra í þessu tilviki eins og öðrum. Hon- um ferst að tala um auglýsinga- brellur, eða hitt þó heldur! /fyA' £ Pi VID SKULUM BEYGJfl „DrepiJ hann — drepiö hann!”, hrópaði trylltur múgur- inn. Maöur var leiddur í salinn af hettuklæddum böölum. Hann streittist á móti en viö ofurefli var aö etjaa. Manninum var komiö fyrir uppi á tunnu og snöru brugöiö um háls honum. Hann baöst vægöar, múgurinn fagnaöi — tunnunni var sparkaö undan grátandi manninum, sem spriklaöi smá stund en lognaöist siöan út af. Hann var borinn út i kistu — aftökunni var fullnægt. Maöurinn haföi veriö lfflátinn BUSfl” öörum til viövörunar! Hvaöan berast slikar lýsing- ar? Frá íran? Frá fundi Ku Klux Klan i Bandarikjunum? Frá miöalda rannsóknarrétti? Nei, frá Menntaskólanum viö Hamrahliö anno 1980. Þaö fóru nefnilega fram jamberingar i gær, þaö er: busar voru teknir inn i samfélag eldri nemend- anna. Busarnir eru niöurlægöir á hrikalegasta hratt, þeir eru stimplaöir i andlitin, gerö hróp aö þeim, gamalli súrmjólk hent i þá — og þaö versta af öllu, þeir Jamberlngar í Mennta- sKðlanum vlð Hamrahlíð í gær veröa aö beygja sig I duftiö fyrir böölunum (elstu nemendunum, sem skemmta sér konunglega). Þaö skal reyndar tekiö fram, aö allar likur benda til þess, aö aftakan hafi veriö sett á svið og aö likiö sé nú um þaö bil aö rétta úr kútnum eftir bálfjörugt busa- ball i gærkvöldi. —ATA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.