Vísir - 11.09.1980, Síða 13

Vísir - 11.09.1980, Síða 13
um. Fimmtudagur IX. september 1980 12 vtsm Fimmtudagur 11. september 1980 L Ibntæknistofnun tslands gegnir fjölþættu hlutverki I þágu islensks iönabar. Henni er ætlab ab stubia ab hagkvæmri nýtingu fs- lenskra aublinda til ibnabar og vinna ab tækniþróun og aukinni framleibni meb þvl ab veita ibn- abinum sem heild, einstökum greinum hans og ibnfyrirtækjum sérhæfba þjónustu á svibi tækni og stjórnunarmála. Ibntækni- stofnun varb til meb sameiningu Ibnþróunarstofnunar tslands og Rannsóknastofnunar ibnabarins fyrir tveimur árum og starfar undir stjórn ibnabarrábuneytis- ins. Stofnunin annast samskipti vib hlibstæbar erlendar stofnanir og hefur meira eba minna form- legt samstarf vib marga abila innanlands og utan. Mebal þeirra eru rannsóknaráb rfkisins, Sjtjórnunarfélag tslands, Bygg- ingaþjónustan, Norræna stöbl- unarrábib, Alþjóbastöblunarsam- bandib og Evrópusamtök fram- leibnistofnana. Starfslib Ibntæknistofnunar telur rúmlega fjörutfu manns, en i starfs- og fjárhagsáætlun stofn- unarinnar fyrir næsta ár er lagt til, ab starfsfólki verbi fjölgab I tæplega sextiu manns. Gerb hefur' verib tillaga um, ab á fjárlögum næsta árs verbi veitt til stofn- unarinnar tæpum 750 milljónum króna. Aætlab er ab gjöld verbi rúmur milljarbur, en tekjur tæp- lega 300 milljónir. i ár var veitt 426 milljónum á fjárlögum til starfsemi stofnunarinnar, gjöld eru áætlub tæplega 470 milljónir og tekjur tæpar 44 milljónir. Verkefnaskipting milli deilda Verkefni Iðntæknistofnunar flokkast I fimm deildir, það er Fræðslu- og upplýsingadeild, Þróunardeild, Tæknideild, Trefjadeild og Staðladeild. Visis- menn brugðu sér nýlega I heim- sóknir á allar deildir með það fyrir augum að gefa i máli og myndum örlitla hugmynd um hin margvislegu viðfangsefni þess- arar stofnunar. Frásögnin verður i tveimur hlutum, og birtist annar hlutinn fljótlega. 1 upphafi heim- sóknarinnar hittum viö að máli Svein Björnsson, forstjóra, og gaf hann okkur stutt yfirlit yfir verk- efnaskiptingu milli deildanna. Fræöslu- og upplýsingadeild er ætlað að gegna i senn forystu- og þjónustuhlutverki varöandi fræðslu og starfsþjáifun á vegum stofnunarinnar allrar. Meginmarkmiö Þróunar- deildar er aö vinna að aukinni nýsköpun i starfandi iðnaði og aö nýiönaöarathugunum. Þá er stefnt aö þvi, að hún veiti I auknum mæli þjónustu við kera- mikiðnað, trefjaplastiönað og steinefnaiönað, sem fælist meðal annars I gæðaeftirliti. Tæknideild gegnir heföbund- inni þjónustu á sviöum efnagrein- inga, mengunarrannsókna og málmtækni. Ætlunin er, aö hún láti einnig vél-, efna- og fjölliða- tækni til sin taka I vaxandi mæli. Trefjadeild starfar fyrst og fremst i þágu prjóna- og sauma- stofa i ört vaxandi ullariðnaöi viðs vegar um land. Verkefni hennar eru einkum fólgin i starfs- þjálfun og ráðgjöf á sviði fram- leiðslutækni og hönnunar. Staðladeild sér um samningu og útgáfu allra nýrra íslenskra staðla og endurskoðun eldri staðla. Einnig útvegar hún inn- lendum aöilum þá staöla, sem ekki eru til i Islénskri útgáfu. Byggingaframkvæmdir fyrirhugaðar að Keldnaholti Iöntæknistofnun er til húsa á þrem stööum, og I Skipholtinu eru bækistöövar aðalskrifstofu, Fræöslu- og upplýsingadeildar og Staðladeildar. Jón Bjarklind, skrifstofustjori, sem við hittum fyrir á aðalskrifstofunni, sagöi okkur, að margvislegt óhagræði hlytist af þvi, hve starfsemin væri dreifð. ,,Ráöagerðir eru uppi um að byggja yfir stofnunina alla aö Keldnaholti, þar sem Tæknideild er nú til húsa” sagði Jón. „Hluti af tekjum Happdrættis Háskólans A Tæknideild Ibntæknistofnunar er veitt hefbbundin þjónusta á svibum efnagreininga og mengunar- rannsókna. Helgi F. Magnusson, efnaverkfræbingur, er hér abstörfum á rannsóknastofnunni. samræmir störf þeirra, sem að sams konar verkefnum vinna” sagði Snorri Pétursson, fram- kvæmdastjóri deildarinnar. „Einnig safnar hún fyrirmyndum erlendis frá um námskeiðahald og veitir aðstoð við að útvega kennslugögn á ýmsum sviðum”. Sigurður Guðmundsson, viðskiptafræðingur, er forstöðu- maður námskeiðahalds, en hann gengdi áður sams konar starfi hjá stofnun i Danmörku. Fræðslu- og upplýsingadeild hefur aðeins verið starfrækt síðan I fyrra og er deildin enn I mótun. Starf Sigurðar hefur þvi að verulegu íeyti veriö fólgið i skipulagningu og undirbúningi undir væntanlegt námskeiöahald. Sigurður á sæti I Eftirmennt- unarnefnd iðnaðarráðuneytisins, sem skipuð var til að gera tillögur um eftirmenntun, námskeiöahald og starfsþjálfun I iönaöi með tilliti til stefnumörkunar Iöntækni- stofnunar á sviöi fræðslumála. Nefndin hefur gert tillögur um forgangsnámskeið á sviöum byggingariðnaðar, málmiðnaðar og verksmiðjuiönaðar og kynnt hugmyndir að mörgum fleiri. „Talsverður kostnaður mun hljótast af vinnu tengdri nám- skeiöahaldinu, en okkur i nefnd- inni finnst minni ástæöa til að horfa I þann kostnað en til að skoða hið augljósa samhengi, sem er milli bættrar verk- kunnáttu og aukinnar framleiöni atvinnuveganna” sagði Siguröur. „Þess er einnig að gæta, að stór hluti þessarar vinnu mun koma til góða I öllum þeim framhalds- skólum, sem fást við verklega frummenntun”. Svala Kristjánsdóttir, rannsóknamabur, efnagreinir fitusýni. Mest hefur verib hingab til um greiningar fyrir rikisstofnanir og sveitar- félög, en nú er efnagreiningarþjónusta vibibnfyrirtæki mjög ab færast I aukana. öbrum, sem eftir leita, er veitt þjónusta ef timi og abstæbur leyfa. rennur til væntanlegra byggingar framkvæmda, og þegar hefur eitthvað safnast i sjóð, en tals- verð bið veröur enn á að fram- kvæmdir hefjist, ef aö likum lætur”. Fræðslu- og upplýsingadeild er aö hluta þjónustudeild fyrir aörar deildir stofnunarinnar, til dæmis meö öflun og miðlun upplýsinga til starfsmanna, útgáfustarfsemi fyrir allar deildir og faglega aðstoð við gerö kennsluefnis og námskeiðahald. Jafnframt hefur deildin nána samvinnu viö ein- stök fyrirtæki, samtök i iðnaði, ráöuneyti og stofnanir, sem starfa I þágu iðnaðar.” Deildin safnar upplýsingum um mennt- unarþarfir I einstökum starfs- greinum, leggur á ráðin um að hvaða verkefnum skuli unnið og er ab Þessi vél notub til rannsaka efnasam- setningu stáls. Þróunarátak í fataiðnaði Þegar er hafiö samstarf við Félag Islenskra iðnrekenda um sérstakt iðnþróunarátak i fata- iðnaöi. Fræöslu- og upplýsinga- deildin tók að sér að sjá um nám- skeið fyrir framkvæmdastjóra og verkstjóra i fataiðnaðarfyrir- tækjum. Einnig annast hún að hluta þjálfun starfsfólks I fram- leiðslu, en erlendir ráðgjafar koma þar einnig viösögu. Þá hafa Texti: Anna Heiður Oddsdðttir Myndir: Bragi Guðmundsson „oteljandi verkefni bíða úrlausn- ar en starfs- aðstððu og fjármagn skortir” - segir Fríörik Daníelsson, framkvæmdastjóri Tæknideildar stofnunarinnar veriö haldin á vegum deild- arinnar almenn verkstjórnar- námskeiö, námskeið I fram- leiðslustýringu i tréiðnaði og námskeið i viðgerð á einangrunargleri, sem haldiö var i samvinnu við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Nú I sumar voru sendir tveir iðnskólakennarar til iðntækni- stofnunar i Noregi til að kynna sér starfsaðferðir og nýjustu tæki við fagkennslufullorðinna. Ætlast er til, að þessir kennarar muni siðan geta starfað fyrir Iðntækni- stofnun sem sérfræðingar i uppbyggingu kennslu og gerð námsgagna, og leiðbeint kennur- um og starfsþjálfurum um kennslufræöileg atriöi. Aukin tækniþjónusta við sælgætisiðnaðinn Nokkrir ráðgjafar starfa á veg- um Fræðslu- og upplýsinga- deildar, og fást þeir helst við að aðstoöa iðnfyrirtæki við val á vélum og skipulagningu fram- leiðslu og veita fyrirtækjum eöa 'einstaklingum ýmiss konar upplýsingar, til dæmis um er- lenda framleiöendur véla og hrá- efnis og ástand markaða. Ráð- gjafarnir hafa undanfarið unnið aö þróunarverkefni I málmiönaöi I samvinnu við Samband málm- og skipasmiöja, og hafinn er undirbúningur að aukinni þjón- ustu við sælgætisframleiðendur. I bigerð er að þjálfa ráðgjafa i notkun talva, og veröur litil tölva keypt I þvi skyni, sem einnig yrði notuð viö ýmis verkefni stofn- unarinnar. Ráðgert er að ráðast á næstunni i samningu og útgáfu handbóka fyrir starfsfólk i iðnaði, einkum stjórnendur og þá, sem hyggja á atvinnurekstur. Nýlega var hafin útgáfa fræöslurits fyrir starfsmenn I málmiðnaði, „Málmsíðu”. Vonir standa til, aö seinna verði unnt að ráöast i út- gáfu sams konar rits fyrir aðrar iðngreinar og verður þá fyrst hugað aö tréiönaði. Gefið er út fréttabréf um starfsemi Iðn- tæknistofnunar og málefni, sem varða íslenskan iðnað. Þá er gefið út timaritið Iönaðarmál, auk fjöl- margra skýrslna um margvisleg málefni. Auður Sigurðardóttir, bóka- safnsfræðingur, er forstöðu- maður tæknibókasafns deildar- innar, og Auður Gunnarsdóttir hefur umsjón með kvikmynda- safni. Þær nöfnurnar fræddu okkur dálitið um starfsemina á meðan við stöldruðum við i safninu. Bókasafniö er útlánasafn fyrir almenning, en aðallega mun það vera notað af starfandi og verö- andi tæknifræðingum og verk- fræöingum. Auöur sagðist vilja benda á, að i safninu væri margt bóka og timarita um viöskipta- fræði og hagfræði, sem ekki væru notuð sem skyldi. Rúmlega 8000 bækur eru alls i safninu, og þang- aö eru keypt liðlega 130 innlend og erlend timarit. Hægt er að fá ljós- rit af efni send út á land. Kvik- myndasafnið á tæpar 200 kvik- myndir i fórum sinum, sem sýndar eru á námskeiöum stofn- unarinnar og lánaöar út, aðallega til iðnskóla og fjölbrautaskóla. Byggingaraðilar stundum neyddir til að beita úrelt- um aðferðum Staðladeild hefur umsjón með samningu og útgáfu allra nýrra Islenskra staðla, endurskoðun eldri staðla og þýðingu og aðhæf- ingu erlendra staöla. Ennfremur er hún áskrifandi að helstu erlendum stöðlum, og getur þvi útvegaö innlendum aöilum þá staöla, sem ekki eru til i islenskri útgáfu. Landsbyggöarbúar geta fengið send ljósrit af stöðlum. Töluverður hluti starfsins er unninn með aðkeyptri aðstoð sér- fræðinga utan stofnunarinnar. Vegna nýju byggingarreglu- gerðarinnar er nú taliö brýnast að sémja þá staðla, sem tengdir eru reglugerðarkvæðum og ekki hafa enn veriö gefnir út. Auk þess eru margir útkomnir staölar orðnir úreltir vegna ýmiss konar tækni-- breytinga. Er þörf á að endur- skoða þá sem fyrst, þvl aö byggingarreglugeröin krefst notkunar margra þeirra, og getur þannig neytt byggingaraðila til að fara eftir úreltum aðferöum. Tæknideild er til húsa að Keldnaholti, en undir hana heyra allnokkur verksvið. Hún er fjöl- mennasta deild stofnunarinnar, og starfa þar um tuttugu manns. Friðrik Danielsson, efnaverk- fræöingur, er framkvæmdastjóri Tæknideildar. Hann sagði okkur þaö helst I fréttum, að þar væri nú i vinnslu frumáætlun um hugsan- lega stofnun og starfrækslu verk- smiðju til stálbræðslu. Einnig er verið að gera athugun á, hvort forsendur séu fyrir magnesium- framleiöslu hér á landi. „Meðal fyrstu frumáætlana, Gluggað í verkefni löntæknístofnunar íslands: Aubur Siguröardóttir, forstöbumaöur Tæknibókasafns Fræöslu- og upp lýsingadeildar Iöntæknistofnunar safnsins. Þetta er útlánasafn fyrir almenning, og hægt er ab fó Hósrit af efni send út á land. er þarna ab libsinna viöskiptavini sem við höfum gert, er áætlun, sem fylgdi i kjölfar athugunar á vegum Iðntæknistofnunar og iðnaðarráðuneytis á möguleikum til að koma á fót og reka stein ullarverksmiðju hérlendis” sagði Friðrik. „Athugunin byggöist á staðsetningu verksmiöju innan Reykjavikursvæðisins, og var miöuðvið kringumstæður á miðju siðasta ári”. Nýstárlegar aðferðir til steinullarframleiðslu Athugunin bendir, að sögn Friðriks, til þess, að efnahags- legar forsendur fyrir tilkomu verksmiöju, sem gæti framleitt 15000 tonn af steinull á ári, séu tryggar, vegna mikillar eftir- spurpar eftir steinull I Vestur-Ev- rópu og hins háa verölags á ein- angrunarefnum á tslandi. Aætlað er, að fyrsta framleiösluáriö yrði unnt að selja 14400 tonn af stein- ull. Taliö er, aö framkvæmanlegt yröi að reka verksmiöjuna meö meira en 10% afkastavöxtum af fjárfestingu. Hagkvæmni verk- smiðjunnar yröi, að sögn Friöriks, viðkvæmust fyrir flutnings- og raforkukostnaði. Miðað við þær steinullarverk- smiðjur, sem nú eru i gangi erlendis, yröu margar nýjungar i islensku verksmiðjunni. Sem hrá- efni til steinullarframleiðslunnar yrði notaður sandur, eins og hnn kemur fyrir i náttúrunni, en venjan er að nota malaö berg. Verksmiöjan yrði ekki útbúin venjulegum bræösluofnum, sem nota koks sem eldsneyti, heldur yrðu notaðir rafbræðsluofnar. Meö þvl yrði hægt að notast víð sand, og einnig yrði dregið úr mengunarhættu. Hönnuö hefur verið ný framleiösluaöferö til að unnt væri að framleiöa léttari og rykminni steinull en nú tiðkast. Glerkúlur og nálar, sem skildar myndu veröa úr steinullinni, yröu endurbræddar. Loks yrði stefnt að þvi aö nota hita frá hitaveitu- vatni til aö þurrka hráefnið. „Þegar þing kemur saman i haust, verður væntanlega tekin ákvörðun um, hvort byggð skuli steinullarverksmiðja, og þá hvar” sagði Friörik. Ætlunin er, að efld veröi þjón- usta Tæknideildar viö málningar- og plastiðnað, svo og við tféiðnað. Ráðinn hefur verið tækni- fræöingur i Fræðslu- og upplýsingadeild, sem mun starfa aö tækniaðstoö og rekstrarráð- gjöf við tréiðnaö á þessu ári, og Þarna er Valborg Jónsdóttir ab efnagreina vikur og ösku úr Heklu, til ab unnt sé ab ákvarba r'■*--------’■ leggja grundvöll að starfsemi stofnunarinnar á þvi sviði. Þessum starfsþætti er ætlaö rúm innan Tæknideildar i framtíðinni. Nýlega hratt iönaðarráðuneytið af staö markaösátaki fyrir hús- gagnaiönaö, og hafa Félag islenskra iðnrekenda, Landssam- band iðnaöarmanna, Útflutnings- miöstöð iðnaöarins og Iðntækni- stofnun samvinnu um fram- kvæmd þess. Felst átakið i þvi, aö haldin eru margs konar námskeið fyrir húsgagnaframleiöendur og starfsfólki húsgagnaframleiðslu- fyrirtækja boöiö upp á starfs- þjálfun. Markmiöið er að auka samkeppnishæfni Islenskra fram- leiðenda á innlendum markaði og stefna á útflutning. Þróað verður afkastahvetjandi launakerfi fyrir húsgagnaiönaöinn. Um tuttugu fyrirtæki taka þátt I þessu verk- efni. Blómapottar úr mó A Tæknideild eru hafnar i sam Undanfarib hafa verib uppi rába- gerbir um framleibslu blóma- og trjápotta úr mó á vegum þroska- heftra. Nú eru hafnar tilraunir meb slika framleibslu ab Keldna- holti. Þessi trjápottur er búinn til úr mó, sem hrærbur er út I vatni og siban látinn harbna aftur. ráði við Þróunardeild tiiraunir tengdar ráðagerðum um fram- leiðslu blómapotta úr islenskum mó á vegum þroskaheftra. Þar eru geröar tilraunir og athuganir tengdar efnaiðnaði, matvæla- iönaði og öðrum skyldum ferlis- iðnaði, og ráðgjöf er veitt þeim, sem starfa viö slfkan iönaö. Þarna fer einnig fram efna- greining. Mest hefur verið um greiningar fyrir rikisstofnanir og sveitarfélög, en nú er efna- greiningarþjónusta við iðnfyrir- tæki mjög að færast i aukana. öðrum, sem eftir leita, er veitt þjónusta ef timi og aöstæöur leyfa. Fengist er viö mengunarrann- sóknir, og hafa helstu verkefnin til þessa verið tengd loftmeng- unarrannsóknum við Alveriö i Straumsvik og Málmblendiverk- smiöjuna á Grundartanga. Aukin þjónusta viö verkstæði og smiðjur Eftirlit með málmsuðu fer fram með röntgentækjum á vegum deildarinnar, og er það vaxandi þáttur I starfseminni. Stærstu verkefnin hafa veriö unnin við inntaksmannvirki viö Hrauneyjarfossvirkjun, en auk þess hefur mikið verið unnið fyrir hitaveitur um allt land. Haldin eru suðunámskeið fyrir starfs- menn málmiðnaðarfyrirtækja, og eru þar kenndar málmsuöu- aöferöir af ýmsu tagi. Stefnt er aö þvi, að á næstunni verði aukin þjónusta Tæknideildar viö verk- stæði og smiöjur, svo sem skipa- smiöjur, að þvl er varöar lausn vélaverkfræöilegra vandamála og leiðbeiningar um framleiöslu- aðferöir. „Verkefni Tæknideildar, og Iðntæknistofnunar yfirleitt, eru óþrjótandi” sagði Friðrik Danielsson, þegar við höfðum lokiö hringferð um Tæknideild. „Fjöldi verkefna er þegar I gangi, en viö eigum I pokahorninu ótelj- andi hugmyndir að verkefnum, sem enn á eftir að hrinda i fram- kvæmd. Því miöur skortir mikið á, aö viö höfum nógu góöa starfs- aðstööu og nægt fjármagn til aö ráöast af krafti I þau verkefni, sem biða úrlausnar. Vonandi stendur það þó til bóta, þvi að nú er á döfinni aö byggja húsnæði fyrir Inðtæknistofnun alla aö Keldnaholti og auk þess viröist mér sem farið sé að örla á auknum skilningi á nauðsyn þess að efla iðngreinar I landinu”.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.